Morgunblaðið - 28.09.1995, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 28.09.1995, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MINIMINGAR * •• OLOF SIG URÐARDÓTTIR + Ólöf Sigurðardóttir var fædd í Reykjavík 22. nóvem- ber 1947. Hún lést í Landspítal- anum 17. september síðastlið- inn og fór útförin fram 26. sept- ember. DAUÐSFÖLl virðast ætíð koma á óvart, jafnvel þótt vitað sé hvert stefni. Ólöf Sigurðardóttir, sem var ávallt kölluð Lóló, átti ekki langa sjúkralegu. Fimmtudagskvöldið 14. september sat ég hjá henni um stund í Landspítalanum og færði henni hljóðbókina „Englar alheims- ins“ ásamt segulbandstæki. Lóló svaf þá værum svefni, en rétt opn- aði augun og heilsaði mér. í bjart- sýni minni hvarflaði ekki annað að mér en að henni gæfíst tími til að hlusta á bókina. Helst hafði ég áhyggjur af því, að hún héldi að bókin fjallaði um yfirnáttúrulega hjálp, sem við höfðum lítillega rætt um skömmu áður. Lóló var svilkona mín og jafn- aldra, gift Guðmundi Einarssyni, Mumma, bróður Ágústs, eigin- manns míns. Samband okkar Lólóar var ætíð með afbrigðum gott, þrátt fyrir að það væri ekki mjög mikið. Frá því að ég hitti hana fyrst, fannst mér mikið til hennar koma og fann ég, þá nýliði í fjölskyldunni, jafnvel til afbrýðisemi yfir öllum hennar kostum. Hún var svo ólík öllum öðrum konum, sem ég þekkti. Lóló var mjög samkvæm sjálfri sér, lét álit sitt óspart í ljós á hveiju sem var og var ófeimin við að segja öðrum til syndanna, mislíkaði henni eitthvað. Hrein unun var að fylgj- ast með samskiptum hennar og lát- innar tengdamóður okkar beggja. Þær áttu í raun margt sameigin- legt, hvað varðar skapferli og at- orku. Má segja að Lóló hafi kennt mér að umgangast þá mætu konu óttalaust og án viðkvæmni. Viðmót Lólóar var með afbrigð- um hressilegt, enda var hún mjög vinmörg. í þau skipti, sem ég kom óboðin í heimsókn til hennar, var hún afar sjaldan ein og oftast ein- hver vinkvenna hennar hjá henni. Ég dáðist að kímnigáfu hennar, vinsældum, óþijótandi orku og skipulagshæfni allt fram á síðustu stundu. Þegar maðurinn minn hringdi í bróður sinn til að athuga hvort hann gæti orðið að liði varðandi undirbúning jarðarfararinnar, svar- aði Mummi því til, að Lóló væri búin að ganga frá því öllu. Þetta hefðum við getað sagt okkur sjálf. Lóló skilur eftir sig stórt tóma- rúm. Hún var einfaldlega ein skemmtilegasta kona sem ég hef þekkt.- Megi allar góðar vættir styrkja Mumma og börnin þeirra. Eva Hreinsdóttir. Með nokkrum fátæklegum orð- um langar mig til að minnast elsku- legrar vinkonu minnar. Ég kynntist Lóló fyrir 3 árum þar sem ég hafði augastað á eldri syni hennar. Ég veitti því strax athygli að aldrei var lognmolla í kringum hana, lífsfjörið og krafturinn geislaði af henni hvert sem hún fór. Eftir nokkurra daga kynni tók hún upp á því að kynna mig fyrir fjölskyldu og vinum. Við slíkar aðstæður hlýtur fólk að verða Crfisclrvkkjur 1^5%WcíMftg««hú/ið IraiGAPi-inf) Sími 555-4477 ERFIDRYKKJUR feimið, svoleiðis var allavega með mig, ég roðnaði og blánaði til skipt- is í hvert sinn sem ég var kynnt fyrir nýju fólki. Þegar ég kom í Grenilundinn og sá að það voru gestir reyndi ég að læðast framhjá eldhúsglugganum og út í bílskúr í herbergið hans Sigga. Auðvitað komst ég ekki óséð framhjá Lóló, annað hvort var kallað á mig þar sem ég stóð í keng undir eldhús- glugganum og var að laumast fram- hjá eða þá að gestunum var smalað saman í hóp og allir sendir út í bíl- skúr. Þar kynnti hún mig sem Hrafnhildi hans Sigga og svo kom: „Finnst ykkur hún ekki lík mér?“ Ég minnist hennar í þátíð, hún var; en í huga mér er hún. Á slíkri sorgarstundu sem þessi er flögra minningarnar um hugann. Ein sú kærasta er frá jóladagsnótt fyrir tveimur árum þegar við sátum tvær í stofunni í Grenilundinum og töluðum um okkar hjartans mál. Þar var hlegið og grátið til skiptis og fannst mér sem ég væri að tala við jafnöldru mína, ekki tilvonandi tengdó. Elsku Margrét Björg, Mummi, Einar og Siggi, sá tími sem nú fer í hönd er erfiður, mjög erfiður og verðum við að trúa því að tíminn muni lækna öll sár. Elsku Lóló, það voru forréttindi að kynnast þér og það voru mikil forréttindi að eiga þig að vini. Hvert örstutt spor var auðnuspor með þér, hvert andartak er tafðir þú hjá mér var sólskinsstund og sæludraumur hár, minn sáttmáli við Guð um þúsund ár. (Halldór Kiljan Laxness.) Hrafnhildur Sævarsdóttir. Æskuvinkona mín Ólöf Sigurðar- dóttir, kvaddi þennan heim 17. sept- ember sl. Það er svo sorglegt, ekki nema 48 ára gömul. Fyrir ári var sem svartnættið skylli á er Lóló eins og hún var kölluð, greindist með banvænan sjúkdóm. Hún sem var svo yfirfull af orku og dugn- aði, nýkjörin formaður Sjálfstæðis- félagsins í Garðabæ og mikil hesta- og útivistarkona. Lóló tók þessum vátíðindum fádæma vel og það var engan bilbug á henni að finna. Hún hreif mann með sér í bjartsýninni og barðist hetjulega fyrir lífi sínu, en varð að lokum að láta í minni pokann fyrir manninum með ljáinn. Kynni okkar hófust fyrir 35 árum og hafa varað óslitið síðan. Lóló var alls staðar hrókur alls fagnaðar enda mikill húmoristi og orðheppin mjög. Það streyma ótal Ijúfar og skemmtilegar minningar frá okkar æskuárum svo og frá hinum árun- um sem á eftir komu, minningar sem eiga eftir að vara eftir að sorg- inni léttir. Lóló giftist æskuvini okkar Guðmundi Einarssyni, og eignuðust þau hjónin þijú börn, Sigurð, Einar Gunnar og Margréti Björgu. Komung byggðu þau hús sitt að Grenilundi 2 í Garðabæ sem hefur verið heimili þeirra alla tíð síðan. Það var ætíð gestkvæmt hjá þeim hjónum enda höfðingjar heim að sækja og nutum við, ég og mín fjölskylda, þess ríkulega gegnum tíðina. Lóló mín, ég veit að handan móðunnar miklu bíða þín útbreiddir faðmar foreldra þinna sem nýverið kvöddu þennan heim og megi guð geyma ykkur öll. Þú gafst mér akurinn þinn. Þér gef ég aftur minn. Ást þína á ég ríka. Eigðu mitt hjarta líka. Hér þegar verður hold hulið í jarðarmold, sálin hryggðariaust hvílir, henni guðs miskunn skýlir. Elsku Mummi, Siggi, Einar, Mar- grét, Hrafnhildur og Nicola, megi guð styrkja ykkur á þessari sorgar- stundu. Björg Magnúsdóttir. Haustvindar, laufin fölna og íjúka af tijánum. Sumri hallar, skuggar lengjast og maðurinn með ljáinn birtist þér, vinkonan okkar góða. Skarð er nú komið í hóp okk- ar vinkvennanna, skarð sem ekki verður fyllt eftir margra ára vin- áttu, þú ert farin í birtuna eftir sólarlítið sumar. Eftir skilur þú minninguna um góða vinkonu sem ávallt var jákvæð og kraftmikil, hjálpsöm og fórnfús og ekki síst áhugamanneskja um flesta þá hluti sem gagn og gleði gátu veitt öðrum. Megi styrkur Guðs vera með honum Mumma þínum, börnum og tengdadætrum. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, • er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin-stríð. (V. Briem.) Stella, Vigdís og María. Kynni okkar af Lóló, eins og við kölluðum hana alltaf, voru mjög góð alveg frá því að við vorum litl- ir pollar. Hún Lóló fylgdist vel með og studdi dyggilega við bakið á okkur þegar við vorum að taka okkar fyrstu spor á vellinum og fylgdi því eftir upp alla yngri flokk- ana, enda sjálf mikil útivistarvera sem iðkaði íþróttir af miklum dugn- aði og krafti. Við félagarnir hittumst reglulega í Grenilundinum á heimili þeirra Lóló og Mumma til að horfa á ensku knattspyrnuna, hvers konar íþrótta- viðburði og til að ræða málin. Allt- af vorum við velkomnir og nutum þess virkilega að koma til Sigga því þau tóku okkur alltaf eins og við værum einir af fyölskyldunni. Lóló var mjög hress og skemmtileg og hafði mikinn áhuga á því sem við vorum að gera, hvort sem það var fótboltinn eða skólinn. Hún var mikil félagsvera og naut þess að vera innan um fólk enda tók hún oft þátt í umræðum á milli okkar félaganna og hafði sitt til málanna P E R L A N sími 562 0200 Minnismerki úr steini Steinn er kjörið efni í allskonar minnismerki. Veitum alla faglega ráðgjöf varðandi hverskonar minnismerki. Áralöng reynsla. BS S. HELGASON HF ISTEINSMIÐJA SKEMMUVEGI 48 . SÍMI 557 6677 FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 1995 33 að leggja. Hlustuðum við alltaf vel á hana, vegna lífsreynslu og virkrar þátttöku hennar í hinum ýmsu málefnum. Lólo var yndisleg kona, við þökk- um henni fyrir allar þær ánægju- stundir er við áttum með henni og minnumst hennar um ókomin ár. Við biðjum guð að blessa hana og fjölskyldu hennar. Valdimar, Eyþór og Sigurður B. Þó við vitum að eitt sinn verða allir menn að deyja, þá er alltaf erfitt að sætta sig við þegar menn á besta aldri falla frá. Lóló sem hefur verið vinkona móður minnar frá unga aldri og svo vinkona okkar allra, var góð, þrótt- mikil og athafnasöm kona. Alltaf var svo gaman að hitta hana. Jóla- dagskvöldin eiga eftir að vera tóm- leg hjá okkur, þar sem Lóló og öll hennar íjölskylda komu alltaf til okkar og var það mikið tilhlökkun- arefni. En fátækleg orð fá ekki lýst þessari einstöku konu. Hún var sterk og hugrökk, svo verður hún veik, þessi sterka kona, veik í líkama sínum, en hún barðist jákvætt við sín veikindi allt til dauðadags. Núna er hún farin frá okkur, en hlutverki hennar var svo langt frá því að vera lokið. Ég veit að foreldrar hennar taka vel á móti henni, en þau eru einnig nýfarin yfir móðuna miklu. Með þessum fáu orðum vil ég þakka Lóló þær góðu stundir sem hún hefur gefið okkur öllum. Elsku Mummi, Siggi, Einar, Mar- grét Björg, Nicola og Hrafnhildur. Mamma, Agga og aðrir aðstand- endur. Missir ykkar er mikill. Guð blessi ykkur öll. Elísa og fjölskylda. Einu sinni enn er lcomið að kveðjustund i fjölskyldunni minni. Hún elsku Lóló mín líka farin svo ung. Það eru þung spor sem íjöl- skylda hennar þarf að ganga. Því- líkt áfall í fjölskyldunni. Foreldrar hennar og tengdaforeldrar, öll farin á tveimur árum. Lóló tók á öllu þessu eins og sönn hetja og barðist svo sjálf við illvígan sjúkdóm. Hún var svo dug- leg, það var sama að hveiju hún gekk, hún sinnti öllu af krafti og með gleði, hvort heldur það var heima á heimilinu eða að sinna hin- um ýmsu félagsstörfum. Hún var alltaf svo glöð, allt frá því að hún var barn. Hún var sannkallaður sólargeisli. Ég læt öðrum eftir að skrifa lífs- hlaup hennar. Ég kveð hana með miklum söknuði og bið góðan guð að styrkja manninn hennar og börn- in í þeirra miklu sorg. Upp til himins liggur leið, lífsins eftir runnið skeið, þar sem dýrðar ljósin ljóma, lofgjörð tungur guði róma, öll er horfin angursneyð. Þar er yndi, þar er friður, þar er lífsins faprt skjól þar er engin þraut né kliður, þar skín drottins náðarsól. (Jón Ólafsson, Einarslóni.) Kæra frænka, far þú í friði. Frið- ur guðs þig blessi. Lína frænka. Með þessu ljóði viljum við kveðja elsku frænku okkar, Ólöfu Sigurð- ardóttur, Lóló frænku eins og við kölluðum hana. Og því varð allt svo hljótt við helfregn þína sem hefði klökkur gígjustrengur brostið. Og enn ég veit margt hjarta, harmi lostið, sem hugsar til þín alla daga sína. En meðan árin þreyta hjörtu hinna, sem horfðu eftir þér í sárum trega, þá blómgast enn, og blómgast ævinlega, þitt bjarta vor í hugum vina þinna. Sem sjálfur Drottinn mildum lófum lyki um lífsins perlu í gullnu augnabliki. (Tómas Guðmundsson) Megi góður Guð styrkja eigin- mann hennar, börn og barnabörn. Dagmar, Anna, Sigríður og Birgpr. -X- MRNRBERG ERFISDRYKKJAN Veislusalur Lágmúla 4, sími 588-6040 *■' LEGSTEINAR NIOSAIK H.F. Hamarshöfða 4 - sími 587 1960 t Frændi minn, DIÐRIK JÓNSSOIÚ trésmiður, Hofteigi 20, verður jarðsunginn frá Laugarneskirkju föstudaginn 29. septem- ber kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Eiríkur Jónsson, Dagbjört Guðmundsdóttir, Diðrik Eiríksson, Viktoria Valdimarsdóttir. t Innileg þökk til ykkar allra, er sýnduð vinarhug og hlýju við andlát og útför GUÐBJARGAR SKAFT ADÓTTU R, Sólheimum 23. Kristi'n Gunnlaugsdóttir og fjölskylda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.