Morgunblaðið - 28.09.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.09.1995, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Starfskjör þingmanna á Norðurlöndum Svona, svona, þetta er nú ekkert til að brynna músum yfir, Ólafur minn. Þú ættir að vita hvað það er mikill launamunur milli okkar Siggu og þeirra dönsku . . . Skógræktarfélag Islands og Islandsbanki Morgunblaðið/Ásdís FRA kynningu á námsefni um trjárækt sem Skógræktar- félag Islands og íslandsbanki hafa gefið út. Á innfelldu myndinni sést Hulda Valtýsdóttir, formaður Skógrækt- arfélags íslands, flytja ávarp á kynningunni. Lifandi kennsla í skógrækt SKÓGRÆKTARFÉLAG íslands og íslandsbanki hafa gefið út námsefni um tijárækt handa grunnskólanem- um, en mikill skortur hefur verið á fræðsluefni um ræktun fyrir börn og unglinga. Námsefnið er bæði í formi kennslubóka og myndbands og verður það notað til undirbún- ings yrkjudeginum, sem efnt er til árlega, en þá gróðursetja nemendur margra grunnskóla landsins trjá- plöntur. Skógræktarfélag íslands stendur að þeirri gróðursetníngu en yrkjusjóðurinn veitir styrki til kaupa á tijáplöntum. Myndbandið, sem um ræðir, er unnið af Kára Schram, kvikmynda- gerðarmanni, en Vilmundur Han- sen, garðyrkjumaður og kennari, var fenginn til að vinna annað námsefni. Myndbandið er á léttum nótum og lýsir því þegar ærslafullir krakkar lenda í klónum á nöldur- segg hverfisins eftir að hafa brotið uppáhaldstijáplöntuna hans. Björn Karlsson fer með hlutverk nöldurseggssins og fer hann mjúk- um höndum um krakkana og veitir þeim tilsögn í plöntun tijáa í stað þess að skamma þá. í hlutverkum krakkanna eru félagar í fimleikafé- laginu Gerplu. Þeir nýta sér þjálfun- ina þar og sýna mikil tilþrif við að stökkva yfir garðveggi og sveifla sér milli trjáa. Námsefnið sem Vilmundur Han- sen hefur unnið er í þremur heftum. Þar er pm að ræða texta fyrir nem- endur um plöntur og vaxtarskilyrði þeirra, verkefnahefti og kennara- handbók. Rannveig Jónsdóttir sá um myndskreytingu námsefnisins. Félag kvenna í fræðslustörfum Það þarf einnig að ræða við unglinga um sjónvarpsefni GAMMADEILD Fé- lags kvenna í fræðslustörfum (The Delta Kappa Gamma Society Intemational) hefur gefið út veggspjald með yfir- skriftinni „Horfðu með mér, sittu hjá mér.“ Markmiðið er að vekja athygli fólks á áhrifum sjónvarpsefnis á börn og unglinga. Fékk fé- lagið til liðs við sig Nýheija hf., sem kostaði útgáfu veggspjaldsins. Innan samtakanna em starfandi sex deildir hér á landi og eru félagskonur meðal annars kennarar, leikskólakennarar, skóla- stjórar og starfsmenn menntamálaráðuneytis, fræðsluskrifstofu eða konur sem hafa á einhvern hátt tengsl við menntamál. Markmið alþjóðlegu samtakanna er m.a. að efla starfsáhuga og stöðu kvenna í fræðslumálum og styðja við hvers kyns fræðslumál. Að sögn Guðnýjar Helgadóttur formanns Gammadeildar er valið eitt eða fleiri viðfangsefni á hveiju ári. I fyrra var ákveðið að taka upp málefni sem tengdist Ári ijöl- skyldunnar. „Við ætluðum að gefa út veggspjaldið þá en það frestað- ist til ársins í ár.“ - Nú gáfuð þið út sams konar veggspjald 1991 nema með ann- arri mynd. Urðu þið varar við að það hefði áhrif? „Við gerðum enga sérstaka könnun á því og höfum þar af leið- andi ekki neina marktæka niður- stöðu. Við vitum að spjaldið vekur athygli og skapar umræðu í ákveð- inn tíma, þó að hún detti smám saman niður aftur.“ - Hvar er veggspjöldunum komið fyrir? „Þeim er dreift til skóla, leik- skóla, sundlauga, íþróttahúsa, læknastofa, verslana, myndbanda- leiga og fleiri staða þar sem börn og fullorðnir koma.“ - Þið hafið ákveðið að beina orðum ykkar til foreldra en ekki beint til sjónvarpsstöðva til dæmis um að senda út minna ofbeldis- efni. Hvers vegna völduð þið þessa leið? „Með þeirri tæknivæðingu sem á sér stað núna er mun erfiðara að koma í veg fyrir útsendingar efnis sem þessa. Aftur á móti er ofbeldi í ijölmiðlum mikið til um- ræðu á alþjóðlegum vettvangi um þessar mundir. Má nefna að þessa dagana er stór ráðstefna í Lundi í Svíþjóð á vegum Menningarmála- stofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, þar sem þessi mál eru rædd. í Bandaríkjunum er einnig mik- ið fjallað um áhrif of- beldis í fjölmiðlum á börn og unglinga, Spurningin er því hvort hægt er að hafa áhrif á viðhorf fólks til þessa miðils, þannig að það velji og hafni. Við völdum þá leið að vekja uppalendur til umhugsun- ar um á hvað börnin eru að horfa, að þeir leiðbeini þeim og hvetji þá til þess að nota miðilinn á jákvæð- an og uppbyggjandi hátt.“ - Hvernig þá? „Með því að hjálpa börnunum að velja efni við hæfi og vekja athygli á dagskrárliðum sem eru fróðlegir og uppbyggjandi. Þar gefst gott tækifæri til að ræða við börnin, útskýra það sem þau skilja ekki og kenna þeim. Það má sýna þeim að miðlar og tölvur geti ver- ið góð hjálpartæki eða verkfæri. Guðný Helgadóttir ►Guðný Helgadóttir fæddist 2. ágúst 1947 í Reykjavík. Hún lauk kennaraprófi frá Kenn- araskóla Islands 1968, MA- gráðu í mati á skólastarfi og hefur unnið í menntamálaráðu- neytinu frá því skömmu fyrir 1970. Á árunum 1981-89 starf- aði hún á skrifstofu Norrænu ráðherranefndarinnar í Kaup- mannahöfn. Gott tækifæri til að ræða við börnin Hitt er annað mál að ýmislegt hefur verið sett á markað sem er síður jákvætt. Má þá til dæmis nefna tölvuleiki sem ganga of mik- ið út á það að drepa eða jafnvel út á ofbleldi og klám.“ - Teljið þið algengt að börn sitji eftirlitslaus fyrir framan sjón- varpsskjáinn? „Já, ég held að það gerist stund- um, en sem betur fer velja foreldr- ar oft úr það_ efni sem börnin mega horfa á. Ég býst við að það eigi þó frekar við um yngstu böm- in en unglingana. Þeir eru í sumum tilvikum eftirlitslausari og ef til vill er ekki hugsað nægilega út í að ræða við þau um það efni sem horft er á. Fréttir sjónvarpsstöðvanna eru ekki síður umhugsunarefni því þær eru á þeim tíma sem börn eru vakandi. Ég held að þar sé margt sem börn eiga erfitt með að skilja. Þó að varað sé við því að óhugnan- legar myndir séu í vændum eru þær allt í einu á skjánum og kannski of seint að forða barninu frá. Ég tel þó að foreldrar séu orðnir meira meðvitaðir um vanda- málið. Þrátt fyrir það veitir ekki af því að vekja máls á þessu.“ - Hvað með tölvuleikina? „Ég tel að með tölvuleikjum og myndbandavæðingu fljóti sitthvað með sem er miður jákvætt. Ég býst við að börnin kom- ist frekar í hluti þar sem erfitt er að hafa auga með.“ - Hafið þið einhvern sérstakan aldur í huga þar sem foreldrar sitji með börnum sínum og útskýrí málin? „Ég tel að þörfin fyrir útskýr- ingar og umræður eigi rétt á sér upp allan grunnskólann. Ég tel að ekki þurfi síður að huga að bömum og unglingum á aldrinum 10-16 ára, því fólk sinnir yngi-i börnum oft betur.“ - Verður veggspjaldinu fylgt eitthvað frekar eftir með fræðslu eða markvissri umræðu? „Það er ekki endanlega ákveð- ið.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.