Morgunblaðið - 28.09.1995, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 28.09.1995, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 1995 41 BRÉF TIL BLAÐSIMS Börn mega leika sér — bara ekki fyrir utan hjá mér Frá Bryndísi Kristjánsdóttur: ÉG HEF stundum velt því fyrir mér hvort það geti verið að til sé fólk sem hreinlega þolir ekki börn. Astæðan fyrir þessum hugrenn- ingum er framkoma sumra fullorð- inna í garð barna að leik. Ég hef t.d. kynnst því að börn í sambýlis- húsi hafa ekki mátt búa til snjó- karl eða snjóhús í garðinum við heimili sitt, hvað þá að leika sér þar á sumrin. Ég hef hlustað á fullorðna manneskju uppnefna barn sem henni þótti of hávaða- samt og margt fleira mætti tína til en sérstaklega virðist mörgum vera í nöp við stálpuð börn eða unglinga. Víst fylgir leik þeirra talsverður hávaði, oft á tíðum, en sjaldnast standa leikir barnanna það lengi yfír að óþolandi sé. Á sama tíma og fólk er að kvarta yfír leik barna í námunda við heim- ili sitt þá er í gangi mikil umræða um að eitthvað róttækt verði að gera til að koma í veg fyrir ung- lingadrykkju og að börn og ungl- ingar séu að hópast saman í miðbæ Reykjavíkur. Skemmtilegt tómstundagaman Það er vitað að ef börn og ung- lingar eiga sér tómstundagaman, sem á hug þeirra allan, þá hafa þau ekki tíma né áhuga á að hanga yfir spilakössum í sjoppum, niðri í miðbæ eða á öðrum óæskilegum stöðum. Þarna vega íþróttir þungt. Eitt af því sem mjög margir krakk- ar hafa gaman = af er körfubolti. Tímunum saman geta þeir unað sér við þennan leik og vegna vin- sælda hans hefur Reykjavíkurborg verið að koma upp körfum sem víðast í borginni. En þá ber svo við að íbúar í nálægum húsum vilja ekki hafa börn að leik fyrir utan hjá sér. Þeir bera fyrir sig að krökkunum fylgi of mikill há- vaði, að þau séu að leik langt fram eftir kvöldi og að hávaðinn í bolt- anum sé óþolandi. Borgaryfirvöld leitast við að koma til móts við óskir og ábend- ingar borgarbúa - og það má ekki gleyma því að börn og unglingar eru borgarbúar. En tilhneigingin hefur verið í þá átt að hlusta frek- ar á kvartanir hinna fullorðnu og þær hafa vegið þyngra en leikþörf barnanna — og körfurnar verið fjarlægðar. Þegar körfum er val- inn staður er það gert að vandlega yfirveguðu ráði. Hafður er í huga fjöldi og aldursdreifíng barna í hverfinu, leikaðstaða hverfisins í heild, fjarlægð frá nálægum hús- um og fleira sem taka þarf tillit til. Núörðið er farið að hafa körfur inni í hverfunum lægri, svo þær henti eingöngu þeim yngri. Hærri körfur eru gjarnan hafðar á skóla- lóðum og þar með fjær íbúðarhús- um. Þannig er reynt að koma í veg fyrir að eldri krakkar séu að leika sér í námunda við íbúðarhús seint á kvöldin - en allt virðist koma fyrir ekki. Hvar lékst þú þér sem barn? í starfí mínu í umhverfísmála- ráði Reykjavíkur verð ég áþreifan- lega vör við þetta vandamál — sem á ekki að þurfa að vera vandamál — því kvartanir vegna körfubolt- anna berast inn á borð ráðsins. Mig langar að beina þeim tilmæl- um til þeirra sem telja krakka í körfubolta valda sér ónæði að staldra aðeins við og kanna hug sinn vandlega áður kvörtun er borin fram; er þessi hávaði svo mikill að það verði að skemma athafnasvæði barnanna í hverfinu? •Má ráða bót á þessu með því að lækka körfuna, færa aðeins fjær eða auka gróður á svæðinu? Er þessi smávægilegi hávaði ekki þolandi til að börn og unglingar hverfísins eigi sér samastað þar sem þau una sér og fara þá ekki á aðra og óæskilega staði? Hvar og hvernig leika ykkar börn sér - og hvar og hvernig lékuð þið ykk- ur sjálf? Að lokum skal þess getið að það eru ekki eingöngu krakkar í körfu- bolta sem sumt fólk virðist eiga erfitt með að þola; það eru þónokk- ur dæmi um það að fólk vill ekki heldur hafa lítil börn að leik á leik- velli fyrir utan hjá sér. Og er þá nokkur furða að ég spyiji hvort til sé fólk sem þolir ekki börn? BRYNDÍS KRISTJÁNSDÓTTIR, formaður umhverfismálaráðs Reykjavíkur. SEMENTSBUNDIN HÁGÆÐA FLOTEFNI FLOTSPARTL - DUKASPARTL - FLOTGOLF IÐNAÐARFLOT • HLEÐSLUSPARTL Sterk, ódýr og hraðþornandi flotefni. Til viðgerða, ílagna og yfirlagna á ný eða gömul gólf. Frá 0-30 mm á þykkt. fslcnsk framleiðsla síðan 1972 ■■ ' ■Isteinprýði Stangarhyl 7, sími 567 2777 Skiptiborö 515 4000 Hólf og gólf, afgreiösla 515 4030 Almenn afgreiösla 555 4411 Verslun, Hringbraut 120, Reykjavík: Almenn afgreiösla 562 9400 Almenn afgreiösla 568 9400 Grænt númer 800 4000 BYKO w Frystikisturnar frá Elcold eru löngu landskunnar fyrir öryggi og sparneytni. Núna bjóðum við þessar dönsku umhverfisvænu f/ystikistur á verði sem allir ráða við. 1. okfóber Klukkan 1. október 1995 - þriggja stafa þjónustunúmer Pósts og sima tekin í notkun til samræmis við önnur lönd Evrópu. 04 breytist í 155 POSTUR OG SIMI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.