Morgunblaðið - 08.10.1995, Side 28
28 B SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
Viltu peninff eða frí?
Kaupmannahafnarbréf
íslendingar eru vinnusamir og kippa sér
ekki upp við langa vinnuviku. Sigrún Dav-
íðsdóttir segir frá hvemig það færist í
vöxt í Danmörku að fólk taki sér frí út á
yfirvinnu. En hvers vegna er það eðlilegt
á Islandi að vinna miklu lengri vinnudag
en tíðkast nágrannalöndunum?
ORÐIÐ „afspadsering“ er eitt af
þessum dönsku orðum, sem vafðist
fyrir mér að skilja í fyrstu. Fannst
að það þýddi einhvers konar afplán-
un, en þó ekki fyrir dæmda. Svo
er reyndar í nokkrum skilningi, því
hér er um að ræða að fólk afpláni
yfirvinnu með fríi, en fái hana ekki
borgaða. Fyrir íslenskan heila er
þetta furðulegt fyrirbæri, en það
venst vel og verður æ algengara
meðal Dana. Ef mér bráðliggur á
að ná i danska vini og kunningja
að vinnudegi til, byija ég alltaf á
því að hringja heim til þeirra og
ekki í vinnuna. Það eru nefnilega
töluverðar líkur að þetta annars
mjög svo upptekna og vinnandi fólk
sé heima við, önnum kafið við að
sitja af sér yfirvinnuna. I upphafí
stafaði frísóknin af áþján skatta-
kerfísins, sem Danir eru sér mjög
meðvitaðir um, einnig í spamaðar-
skyni, en nú er áhuginn ekki síður
vegna þess að fólk kann einfaldlega
vel við að vera í fríi og ekki alltaf
vinnandi. í fyrstu fannst mér þetta
sérkennileg stefna, allt að því gmn-
samleg, enda vön því frá íslandi
að æðsta takmarkið í lífínu sé að
verða sér úti um yfírvinnu, hvort
sem hún er nú unnin eða óunnin.
Og ég var eiginlega stolt af þessari
íslensku vinnusemi. En núna er
ekki laust við að ég sé farin að bila
í trúnni á mann- og lífsbætandi
áhrif yfír- og aukavinnu.
Að afplána yfirvinnuna
Þegar Ingvar Carlsson leiðtogi
sænskra jafnaðarmanna og forsæt-
isráðherra Svía tilkynnti fyrir
skömmu að hann ætlaði að segja
af sér embætti í vetrarlok var hann
spurður hvort hann ætlaði bara að
hætta að vinna sisona. Carlsson
brosti og sagði að í anda mótmæl-
endatrúar liti hann á vinnusemi sem
dyggð og myndi örugglega halda
áfram að vinna mikið eftir sem
áður, en bara ekki sem leiðtogi og
forsætisráðherra. Þessi afstaða til
vinnunnar er einmitt gjarnan sögð
gamalgróin dyggð í mótmælenda-
trú og hefur löngum markað af-
stöðu Norðurlandabúa og Norður-
Þjóðveija til vinnu. Það er dyggð
að vinna og meiri dyggð að vinna
mikið og þannig hefur þetta verið
jafnt hér og á Islandi. Svo er það
auk þess svolítið fínt að vinna og
vinna mikið, vera engin skræfa en
bíta á jaxlinn, vinna og láta aðra
vita að maður sé sko önnum kaf-
inn. Vinnan gerir mann að manni
með mönnum og konu með konum
og meiri vinna virðist í hugum
sumra gera mann að meiri manni
með mönnum og meiri konu með
konum.
Á þessu er greinilega að verða
breyting hér og það mjög víða.
Mjög oft heyrist hinn og þessi segja
frá þvi á opinberum vettvangi að
hann eða hún láti fjölskylduna sitja
í fyrirrúmi. Reyndar fínnst mér það
hljóma ögn hjákátlega, rétt eins og
viðkomandi sé að beija sér á bijóst
og „Sjáið hvað ég er réttilega þenkj-
andi,“ því einhvern veginn er svo
sjálfsagt að láta fjölskylduna ganga
fyrir að ekki ætti að þurfa að flagga
því. Rithöfundar tala um þetta, fólk
" í viðskiptalífinu, sem er með á nót-
unum er líka fjölskyldufólk að eigin
sögn og sama er með stjórnmála-
menn.
Hvort sem fjölskyldulífið nýtur
góðs af eða ekki þá er ljóst að hug-
takið „afspadsering" breiðist frem-
ur út meðal Dana en ekki. Kunn-
ingi minn sem er blaðamaður situr
iðulega heima til að ná niður yfir-
vinnutímunum. í fyrstu lét hann sig
hafa það að vinna bara og vera
ekkert að hirða um yfírvinnuna,
sem safnaðist upp í gríð og erg.
Svo fór hann að prófa að taka sér
frídaga og sá að það var í raun
harla gott. Þá vannst honum tími
til að lesa sér til fróðleiks og
skemmtunar og skrifa annað en það
sem stranglega var ætlast til.
Ein vinkona mín er læknir og
vinnur stundum á vöktum. í sparn-
aðarskyni var hætt að borga fyrir
yfírvinnu, en fólk þess í stað hvatt
til að taka sér frí út á yfírvinnuna.
Nú er búið að koma þessu í fast
kerfí þannig að hún er einfaldlega
með frí sjöttu hveiju viku og hún
veit því langt fram í tímann hvenær
hún er með fríviku. Hana notar hún
til að fara á söfn, því hún er áhuga-
söm um listir, en líka til að stúss-
ast heima við, lesa og hvíla sig.
Vitlaust gefið?
Fyrir skömmu birtist í dagblað-
inu „Politiken“ grein eftir kunna
danskan útvarpsmann og íslands-
áhugamann, Preben Dich, sem á
sínum tíma skrifaði bók um Jörund
Hundadagakonung. Dich hafði ver-
ið á íslandi og þá meðal annars
kynnt sér af hveiju íslendingar
vildu ekki fallast á ESB-reglur um
yfin/innu og barnavinnu.
í grein Dichs er sagt frá fjöl-
skyidu, þar sem fjölskyldufaðirinn
vinnu fímmtíu tíma, kona hans
vinnur í kjörbúð og hjálpar til á
skrifstofu og „fímmtánáringurinn“
tekur til hendinni í kjörbúðinni eftir
skóla, auk þess sem hann vann í
físki í sumar. Venjuleg fjölskylda í
áugum íslendinga ... en í augum
dansks lesenda er þessi vinna alveg
rosaleg, ekki síst af því að það sem
þau bera úr býtum er dijúgt lægra
en fyrir svipaða tegund vinnu hér,
sem væri unnin á venjulegri 37 tíma
vinnuviku. Að vinna fimmtíu tíma
í venjulegri launavinnu þekkist
varla og að hafa tvær vinnur er
séríslenskt fyrirbæri, sem margir
Danir er eitthvað vita um ísland
hafa heyrt um og undrast. „Tíðkast
enn að fólk hafí tvær eða þijár vinn-
ur á íslandi?" er algeng spurning
til íslendinga hér.
Dich talaði bæði við sérfræðinga
og launþega og komst að því sér
til mikillar undrunar að íslendingar
gætu kannski hugsað sér að stefna
á ESB-hámarkið um 48 klst. vinnu,
en 37 stunda vinnuvika eins og í
Danmörku væri fjarri lagi.
• En íslendingar geta spurt sig af
hveiju það sé svo fjarri lagi. Um
daginn hitti ég frammámann í
dönsku atvinnulífí sem þekkir vel
til á íslandi og hann stóð á því fastar
en fótunum að framleiðnin á ísiandi
væri í engu samræmi við alla þess
vinnu, sem framkvæmd væri á
pappímum.
Og mér er spurn hvort öll þessi
ógnar vinna, sem í byijun var
kannski sprottin af nauðsyn annars
vegar og síðan haldið við af mein-
lætahugsunarhætti í anda mótmæl-
enda, hefur ekki runnið sitt skeið.
Hér hefur ein röksemd fyrir styttri
vinnuviku verið að jafna ætti at-
vinnu milli þeirra, sem hefðu vinnu
og þeirra sem sætu hjá á vinnu-
markaðnum. Áhöld eru reyndar um
hvort slík skipting sé rétta leiðin í
þá átt.
En það virðist lika hafa skapast
ein veigamikil ástæða fyrir ís-
lenskri ofuráherslu á yfir- og eftir-
vinnu og það er sá feluleikur og
laumuspil, sem rekið er í kringum
kjarasamninga. Samningarnir eru
allir afstæðir, þannig að laun ein-
stakra hópa eru miðuð við aðra og
það er auðvitað ekki einstakt. En
svo er miðað við dagvinnu, þó allir
viti að sá taxti segir aðeins hálfa
sögu. Líklega halda launþegafor-
kólfarnir að þeir séu að styðja sína
menn með því að semja um ein-
hverja dagvinnutaxta, sem síðan
sé hægt að möndla til með eftir-
og yfirvinnu og fela þannig fyrir
hinum hækkanir, sem ekki eigi að
smitast út yfir allt kerfið. Og at-
vinnurekendur sjá sér líka hag í
kerfinu, þannig að úr verður ein
gríðarleg langavitleysa, þar sem
hvert spilið rekur annað ... eða var
kannski bara vitlaust gefið í upp-
hafí?
Og þetta er kannski allt í lagi,
meðan báðir aðilar og þeir sem
þeir semja fyrir sjá sér hag í löngu-
vitleysunni. En setjum svo að at-
vinnurekendur og launþegaforkólf-
arnir hafi bara dagað uppi við
spilamennskuna og ekki gáð að sér
að fólk vill heldur vinna skikkan-
legan vinnutíma og svo eiga frí.
Hvernig fer ef íslendingar missa
áhugann á yfir- og eftirvinnunni
og vilja gera eins og Danir og aðr-
ar nágrannþjóðir, nefnilega að
vinna dagvinnu og taka sér frí út
á yfir- og eftirvinnu þegar þeir
neyðast til að vinna hana? Þá er
það ekki lengur sniðugt að hafa
byggt upp kerfi, sem byggist á
vinnunni eftir vinnutíma, þegar
vinnan á eðlilegum vinnutíma er
illa launuð. Það verður það eigin-
lega bara Ijári ósniðugt og snúið.
Einhveijir taka sig kannski til
og leggja út í þá vandasömu aðgerð
að stokka spilin upp á nýtt og byija
með því að gefa rétt í skynsamlega
spilamennsku. En aðrir bíða ekki
eftir endurgjöfínni, heldur flytja
bara út í 37 tíma vinnuviku fyrir
þokkaleg laun og taka sér frí fyrir
yfír- og eftirvinnuna. Og þegar svo
er komið þá er spurning hvort þetta
sem ég taldi vinnusemi og var stolt
yfir er ekki bara sjúkdómseinkenni
á snargölnu kerfi.
FÉLAGSLÍF
I.O.O.F. 10 = 1761098 = Sp.
I.O.O.F. 3 = 1771098 = SP
□ GIMLI 5995100919 I
□ MÍMIR 5995100919 III 1
FRL.
□ HELGAFELL 5996100919 VI 2
Hörgshlíð 12
Bænastund í kvöld kl. 20.00.
Somhjólp
Almenn samkoma í Þríbúöum,
Hverfisgötu 42, í dag kl. 16.00.
Mikill og fjölbreyttur söngur.
Samhjálparkórinn tekur lagið.
Vitnisburöir. Barnagæsla.
Ræðumenn: Björg Lárusdóttir
og Þórir Haraldsson.
Kaffi að lokinni samkomu.
Allir velkomnir.
Samhjálp.
\v--TJ
KFUM
V
Aðalstöðvar
KFUM og KFUK,
Holtavegi 28
Samkoma í dag kl. 17.00. Ræöu-
maöur Girma Arfaso frá Eþiópíu.
Barnasamverur á sama tíma.
Léttar veitingar seldar að lokinni
samkomu. Allir velkomnir.
Kristniboðsfélag karla
- Reykjavík
Fundur veröur i kristniboðssaln-
um, Háaleitisbraut 58-60, mánu-
dagskvöldið 9. október kl. 20.30.
Kjartan Jónsson, kristniboði sér
um fundarefnið.
Allir karlmenn velkomnir.
Stjórnin.
ZEN
Þegar líkami, öndun og hugur
eru samvirk kemur manngæsk-
an í Ijós.
Námskeið í Zen-hugleiðslu á
vegum Islenska Zen hópsins
hefst fimmtudaginn 12. okt. kl.
20.00. Vinsamlegast tilkynnið
þátttöku í síma 568 6516 eða
562 1295.
§Hjálpræðis-
herinn
K irkjuslræti 2
Hjálpræöissamkoma kl. 20.00.
Miriam Úskarsdóttir stjórnar.
Elsabet Daníelsdóttir talar.
Allir velkomnir.
Mánudag kl. 16.00 heimilasam-
band. Óskar Jónsson talar.
Allar konur velkomnar.
Kristið samfélag
Samkoma í Góðtemplarahúsinu,
Suðurgötu 7, Hafnarfirði, I dag
kl. 16.30. Jón Þór predikar.
Allir velkomnir.
auglýsingar
Samkoma í kvöld kl. 20.00 í
Breiðholtskirkju. Prédikari er lan
Peters frá YWAM í Skotlandi.
Fyrirbænaþjónusta í lok sam-
komu. Allir hjartanlega velkomnir.
Nýja
postulakirkjan,
Ármúla 23,
108 Reykjavík.
Guösþjónusta alla sunnudaga
kl. 11.00.
Karlheinz Schumacher postuli
þjónar.
Gestir hjartanlega velkomnir.
Pýramídinn - '
andleg
miðstöð
Orkuskyggni
Njáll Torfason verður hjá Pýr-
amídanum vikuna 16.-21. októ-
ber. Býður uppá heilun, hug-
lækningar og orkuskyggni
(röngtenskyggni).
Tímapantanir í símum 588-1415
og 588-2526.
Grensásvegi 8
Samkoma og sunnudagaskóli kl.
11.00. Mike Fitzgerald prédikar.
Allir hjartanlega velkomnir.
Sjónvarpsútsending á Omega kl.
16.30.
Hvítasunnukirkjan
Fíladelfía
Almenn samkoma kl. 16.30, lof-
gjörðarhópur Fíladelfíu leiðir
söng. Hafliði Kristinsson, for-
stöðumaður talar og fyrirbæn í
lok samkomunnar. Barnagæsla
fyrir börn undir skólaaldri.
Þú ert innilega velkominn!
L'l ÓS Cj 'E 1S LI lAiyV’
Erum tekin aftur til starfa!
Við munum bjóða upp á svipaða
starfsemi og áður.
Heilun, miðla, námskeið, bæna-
og þróunarhringi.
Ljósgeislinn,
Suðurlandsbraut 10,
sími 588-8530
KROSSINN
Sunnudagur: Almenn samkoma
kl. 16.30. Barnagæsla er meðan
á samkomunni stendur.
Þriðjudagur: Biblíulestur kl.
20.30.
Föstudagur: Konunglegu her-
sveitirnar kl. 18.00. Barnastarf
fyrir 5-12 ára.
Laugardagur: Unglingasmkoma
kl. 20.30.
Ath.: Við erum flutt í nýtt hús-
næði í Hlíðasmára 5-7, Kópa-
vogi.
LIFSSÝN
Samtok til sjálfsþekkingar
Lífssýnarfélagar ath.
Mánudagur 9. október kl. 18.15
orkustöðvajóga. Kl. 19.45 bæna-
hringur. Kl. 20.30 námskeið Erlu
„Að sjá öðruvísi".
Stjórnin.
ág* VEGURINN
Kristið samfélag
Smiðjuvegi 5, Kópavogi
Kl. 11.00: Fjölskyldusamkoma
Skipt í deildir eftir aldri, Guðni
Þorvaldsson predikar.
Kl. 20.00: Vakningarsamkoma
Paula Shields, formaður Evrópu-
stjórnar Aglow predikar. Lof-
gjörð og fyrirbænir.
Allir hjartanlega velkomnir.
Dagsferð sunnud. 8. októ-
ber
Kl. 20.00 kvöldganga á fullu
tungli frá BS(, bensínsölu.
Dagsferð sunnud. 15. októ-
ber
Kl. 10.30 forn frægðarsetur, 2.
áfangi.
Helgarferð 14.-15. október
Kl. 8.00 Fimmvörðuháls.
Ath. Stofnfundur jeppadeildar:
Kl. 20 fimmtud. 12. október I
stofu 101 (Oddavið Háskólann.
Unglingadeild: Áttavitanám-
skeið mánudaginn 9. október kl.
20 í Hinu húsinu.
Útivist.
Skyggnilýsingafundur
Þórhallur Guðmundsson, miðill
heldurskyggnilýsingafund þriðju-
daginn 10. október kl. 20.30 í
Akoges-salnum, Sigtúni 5. Húsið
opnað kl. 19.30. Miðar seldir við
innganginn. Allir velkomnir.
FERÐAFÉLAG
ÍSLANDS
MÖRKINNI 6 - SlMI 568-2533
Styttri ferðir
Sunnudagur 8. október
1. Kl. 10.30 Skálafellsöxl -
Skálafell - írafell. Góð fjall-
ganga. Verð 1.200 kr.
2. KL. 13.00 Hvalfjörður -
Brynjudalur. Fyrst farið í krækl-
ingatínslu, en síðan skoðaðir
haustlitir í Brynjudal. Tilvalin fjöl-
skylduferð. Verð 1.000 kr.
3. Kl. 13.00 Sandfell - Vindás-
hlfð. Fjallganga í Kjósinni. Verð
kr. 1.000.
Mánudagur 9. okt. kl. 20
Kvöldferð á vættaslóðir.
Auðveld ganga í „tunglskininu".
Ekki gefið upp fyrir fram hvert
haldið er. Verð 500 kr., fritt í
ferðirnar f. börn m. fullorðnum.
Brottför frá BSÍ, austanmegin
(og Mörkinni 6).
Miðvikudagur 11. okt.
Myndakvöld í Mörkinni.
Fyrsta myndakvöld vetrarins í
nýjum og glæsilegum sal í Mörk-
inni 6 (miðbyggingu) óg hefst
það kl. 20.30. Myndefni úr vin-
sælum sumarleyfisferðum o.fl.
Fyrir hlé sýnir Ólafur Sigurgeirs-
son myndir úr ferðinni Vest-
fjarðastiklur og frá Laugum,
Alftavatni og Sprengisandi. Eftir
hlé sýnir Höskuldur Jónsson úr
ferðinni Vestfirsku „alparnir".
Góðar kaffiveitingar í hléi.
Fjölmennið. Allir velkomnir.
Ferðafélag íslands.