Morgunblaðið - 15.10.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.10.1995, Blaðsíða 2
2 : B SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ GYÐA Jónsdóttir Wells og Paul Huxley við ofn- inn þar sem flísamar í veggmyndirnar í King’s Cross voru brenndar. VEGGMYNDIRNAR í King’s Cross-lestarstöðinni eru unnar af Gyðu Jónsdóttur Wells eftir teikningum hins þekkta nútímalistamanns Pauls Huxley. verkefni, styttu af Haraldi Böðvars- syni, sem stendur nú á Akranesi, en annars voru barneignir efst á baugi á þessum árum. Þegar sonurinn Valdimar var orð- inn nógu gamall til að fara á barna- heimili notaði listakonan unga tæki- færið til að stunda námskeið við hina virtu Konunglegu postulíns- verksmiðju Danmerkur. Eftir eitt ár hjá postulíns-akademíunni flutti fjöl- skyldan aftur til Englands, til Rie- hmansworth, bæjar rétt norðvestan við London. Gyða hafði enga aðstöðu til þess að stunda höggmyndalist í stórum stíl á nýja heimilinu, en dund- aði sér við að búa til litlar terrak- otta styttur. Aðalstarf hennar var að vera ráð- gjafi hjá fyrirtæki sem seldi gler- ung, leir og önnur efni til listaskóla, stofnana og fyrirtækja sem unnu við keramík. Einn af þessum viðskipta- vinum var flísasah sem flutti inn flísar frá Italíu. „Itölsku flísarnar hæfðu ekki enskum smekk og þeir hringdu í okkur og spurðu hvort við vissum um einhvern sem kynni að mála á þær. Ég hafði lært að mála á keramik og postulín í Kaupmanna- höfn þannig að ég sagði þeim að ég gæti það.“ Upphaflega vann Gyða við flísa- málun aðeins einn dag í viku heima hjá sér, en smám saman jókst um- fangið. Hún fór að mála fyrir mörg fyrirtæki, hætti í fyrri vinnu sinni og útvegaði sér vinnustofu. Árið 1983, eftir að hún fékk stóra pönt- un, um 30.000 flísar, stofnaði hún sitt eigið fyrirtæki, Tessera. Gróska og kreppa Á uppgangsárum níunda áratug- arins var mikið að gera hjá fyrirtæk- inu. Það var gróska í húsamarkaðn- um, margir áttu peninga og vildu gera upp heimili sín, þannig að það var mikil eftirspurn eftir flísum. Það var mikil vinna í boði hjá hótelum, veitingahúsum og sundlaugum. Einnig komu stórar pantanir frá hinu opinbera - árið 1984 sótti Gyða um og fékk gríðalega um- fangsmikið _ verkefni fyrir London Transport. Átti að endurbæta braut- arpallana á Kings Cross jarðlestar- stöðinni. Var um að ræða tveggja ára verkefni og 100.000 flísar hann- aðar eftir teikningum hins þekkta nútímalistamanns Paul Huxleys. Hönnunin var á sínum tíma sýnd á listahátíð í Vín og nýju brautarpall- GYÐA gerði mósaikmynd í Dover sem sýnir sögu skipasmíða í gegnum aldirnar. ÍÐASTLIÐINN miðvikudag opnaði borgarstjóri Lundúna gönguleið undir Blackfriars- brú, sem liggur yfir ána Tha- mes í skugga St. Pauls-dóm- kirkjunnar. Þótt göngin séu stutt fór athöfnin fram með pompi og prakt, því þau mynda síðasta hluta svokall- aðrar South Bank-gangbrautar, sem liggur meðfram suðurbakka Thames frá Waterloo til Tower Bridge. Göngin eru flísalögð og fiísarnar sýna svart-hvítar ætingar af svæð- inu eins og það var á 18. og 19. öld. Er þetta skemmtileg uppsetn- ing, bæði vönduð og óvenjuleg, en hönnuðurinn er íslensk iistakona, Gyða Jónsdóttir Wells. Flísagerðin er brauðstrit Gyða hefur unnið sem flísahönn- uður í Bretlandi í mörg ár. Fyrir- tæki hennar, Tessera, hefur hreppt mörg mikils metin verkefni, m.a. fyrir neðanjarðarlestakerfið í Lond- on, Transport, Breskaþingið ogjafn- vel soldáninn af Brunei. Gyða er myndhöggvari að mennt og þrátt fyrir velgengnina lítur hún á flísahönnunina sem brauðstrit. „í raun álpaðist ég bara út í þetta. Höggmyndalist er nú það sem mað- ur vill helst vinna við,“ segir hún. Gyða fæddist að Holti undir Eyja- fjöllum. Faðir hennar var séra Jón M. Guðjónsson, síðar prestur á Akra- nesi, þar sem Gyða ólst upp, en móðir hennar var Lilja Pálsdóttir. Gyða hefur nú búið erlendis í 25 ár. Hún fór fyrst til Englands 1967 til þess að iæra höggmyndalist við Central School of Art í London. Átrúnaðargoðin voru þá Henry Mo- ore og Giacometti. Að námi loknu sneri hún aftur til ísiands og vann við list sína jafnframt því að hún aðstoðaði föður sinn við Byggða- safnið í Görðum á Akranesi. Én árið 1970 fór hún aftur til Englands til þess að giftast Englendingi sem hún hafði hitt á námsárunum, banka- manninum David Wells. Barneignir og postulín Hjónin voru búsett fyrstu árin í Kaupmannahöfn. Gyða vann við eitt Brauðstrit myndhöggvarans íslensk listakona, Gyða Jónsdóttir Wells mynd- höggvari, vinnur við flísahönnun í Bretlandi. Skreyta verk hennar marga fjölfama staði, gönguleiðir í stórborg- um og brautarpalla lestarstöðva svo nokk- uð sé nefnt. Bima Huld Helgadóttir blaðamaður hitti lista- konuna að máli í Lund- únum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.