Morgunblaðið - 15.10.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 15.10.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 1995 B 11 meira en í heilbrigðum. Dýratil- raunir hafa verið gerðar í nokkur ár með stöðugt betri árangri og nú er einnig búið að gera nokkrar til- raunir á sykursjúkum einstakling- um. Talið er að unnt verði að bjóða upp á þessa lækningu í stórum stíl um eða fljótlega upp úr aldamótum. Svipaðar aðferðir má sennilega nota við ýmsum öðrum sjúkdómum þar sem skortur er á efnum sem líkaminn framleiðir í hæfílegu magni hjá heilbrigðum og má þar nefna Parkinsons sjúkdóm, dreyra- sýki (s.k. blæðara), langvinnt blóð- leysi, þá sem skortir vaxtarhormón og margt fleira. eru afar félagslynd og eru meira fyrir góðar hugmyndir og samræður heldur en mat og aðra „praktíska" hluti. Tvíburinn er t.a.m. alltof upp- tekinn af því sem er að gerast í kringum hann til að hafa mikinn tíma fyrir mat eða matarundirbún- ing. Þetta tengist hinni almennu andstyggð hans á rútínu. Hann hef- ur t.d. illan bifur á stórmörkuðum en kýs heldur að versla á markaði eða hjá kaupmanninum á horninu. Þeir tvíburar sem hafa áhuga á matseld eru ætíð að finna upp sínar eigin uppskriftir og síprófandi mis- munandi veitingastaði eða matar- venjur. Þeir endast hinsvegar ekki lengi yfirleitt í því sama en eru sí- fellt að breyta um fæðuval. Sem dæmi um vinsælan tvíburamat má nefna avocado (og þá helst í guaca- mole), samlokur, aspas, pasta og annar matur sem krefst ekki mikils matarstúss, s.s. eggjakökur. Að lokum eru það svo vatnsmerk- in (krabbi, sporðdreki og fiskar). Þau stýrast að miklu leyti af tilfinningum og hjartanu frekar en höfðinu og því sem þar er. Þau eru mjög næm á umhverfi sitt og eins á tilfinningar annarra. Matur er þeim mjög hjart- fólginn bæði hvað vellíðan og bragð snertir. Krabbar elska næstum því hvaða mat sem er, þó svo margir taki ijómalagaða rétti fram yfir ann- að á vinsældalistanum. Matur sem minnir þá á eigin barnæsku er oft vinsæll og þá allt niður í brauðsúp- una og gulrótasalatið með rúsínun- um á leikskólanum forðum daga. Þeir leggja meira upp úr gæðum og hefðinni heldur en einhveijum tísku- straumum og eru á varðbergi gagn- vart hinu nýja. Sjávarréttir af ýmsu tagi eru í miklu uppáhaldi hjá krab- banum (og skyldi engan undra). Rjómi, ijómaostar, jógúrt, avocado, ijómalagaðar súpur og alls kyns ídýfur eru og mikið eftirlæti krab- bans sem og agúrkur, melónur, blómkál og kartöflur (þá sérstaklega í samblandi með ijóma í gratíni, súpu eða einhveiju þess háttar). MANIMLIFSSTRAUMAR DANS/i/var er dansab í heiminum? Dans erjqfhfjöl- breyttur ogþjóð- imar eru margar DANS er fyrirbæri sem hægt er að finna í næstum hveiju einasta samfé- lagi heimsins. Dans er jafn fjölbreyttur og þjóðirnar eru margar í heiminum, og margir dansar eiga reglur sínar og undirstöðuatriði að rekja mörg hund- ruð ár aftur í tímann. Aðrir dansar eru yngri, þeir geta verið sprottnir upp úr eldri dansstílum, eða hafa þróast við vissar félagslegar aðstæður. Þó við vitum öll hvað dans er, eru það færri sem vita hvaðan hann kemur eða hvemig hann hefur þróast. Hvar og hvenær varð ballett til, hvaðan kemur flamenco-danshefðin og var dansað í Grikklandi hinu forna? Spurningar sem þessar væri gaman að fá svör við, enda er dans hluti af okkur öllum, innst inni. MEÐLIMIR Asante-ættbálksins syrgja nýlátinn höfðingja sinn með dansi, en dans gegnir stóru hlutverki í jarðarförum meðal Asante-fólksins í Ghana í Vestur-Afríku. IOKKARvestræna samfélagi tengist dansinn helst skemmtun, þjálfun eða list. I öðrum menningarsamfélög- um, sem oft er talað um sem „frum- stæð“ samfélög - þó það nafn endur- spegli í raun ekki samfélagsgerð þeirra - þjónar dansinn mikilvægu hlutverki í trúarleg- um og félagslegum hefðum. í „frum- stæðum" samfélög- um er oft beint samband á milli eftir Rögnu Jónsdóttur andlegs og efnislegs veruleika, svo dans, söngur og tónlist verða að „list“ án þess að list sé til fyrir þeim sjálf- um. Það' er að segja, dansinn er svo mikilvægur hluti af lífí þessara samfé- laga að hann fylgir þeim í gegnum hvert stig lífsins. Þar má nefna dansa fæðingar, kynþroska, vígsluathafna, frjósemi, kvonbiðlunar, hjónabands, dauða og jörðunar. Það er athugavert að í flestum tungumálum „frum- stæðra" þjóða er ekki til hugtak sem að jafngildir okkar vestræna hugtaki „list“. Þetta segir okkur að það sem telst til listar á okkar tungumáli er svo samþætt lífi „frumstæðra“ þjóða Hvort sem þetta er allt saman tóm þvæla eður ei þá er smekkur mann- anna misjafn, sumum finnst rnatur- inn hennar mömmu alltaf bestur en aðrir eru alltaf að prófa eitthvað nýtt og flakka heimshornanna á milli í eldhúsinu. Ég ætla að lokum að bjóða hrútum og öðru fólki upp á eina af uppáhaldsuppskriftum mín- um, sem er allt í senn: einföld, fljót- leg og umfram allt mjög ljúffeng. Spínatpönnukökur með parmesanhúð. Uppskrift fyrir 4 12-14 pönnukökur l pakki ferskt (eða djúpfryst) spínat dós af rjómaosti l dós af kotasælu nokkrir stilkir af fersku basil steinseljubúnt pipqr oa salt 50 g rifinn parmesan 3 msk. ólífuolía að þær hafa ekki þörf á að skilgreina fyrirbærið. Eins og sjá má getur dans í „frum- stæðum“ samfélögum þjónað marg- víslegu hlutverki, sem einnig er breytilegt eftir því hvar samfélögin er að fínna á hnettinum. í Ameríku var algengt meðal þjóða indíána að dýrka sólina. Þá voru dansaðir hring- dansar sem fylgdu leið sólarinnar yfir himininn. Notkun trommunnar sem ásláttarhljóðfæris var algeng, en taktur hennar jafngilti hjartslætti mannsins á meðan dansinn var dæmi um lífshlaup þeirra og samband við guðina. Meðal Kwakiutl-indíána í Norður- Ameríku voru þolraunir ungra drengja til að ganga í samfélag karl- manna algengar. Drengimir voru látnir fara út í skóg allslausir, og gert að snúa ekki til baka fyrr en andar höfðu vitjað þeirra. Einvera þeirra í skóginum gat staðið í nokkra sólarhringa, svo þegar þeir sneru aftur einkenndist endurkoma þeirra í þorpið af hamslausum dansi sem linnti ekki fyrr en þeir féllu máttvana niður. Meðal þjóðflokka Mið-Afríku er dans ekki síður algengur og mikil- vægur en meðal indíána. Þegar mað- ur úr ættbálki Bantu-þjóðarinnar hittir mann úr öðrum ættbálki sömu þjóðar, spyr hann eðlilega: „Hvað dansar þú?“ í stað þess að segja: „Hvaða ættbálki tilheyrir þú“? Hver ættbálkur hefur sín sérkenni í dans- inum, sem hjálpar hveijum manni við að skilgreina hvaða flokki hann tilheyrir, félagslega siði hans, og trú. Mannfræðingurinn Livingstone vildi orða það á eftirfarandi veg: „Frum- stæður maður predikar ekki trú sína, hann dansar hana.“ Dansar afrískra ættarsamfélaga einkennast oft af látbragði, þar sem dansarar herma eftir dýrum, guðum eða náttúruöflum. Til dæmis þegar veiðimenn undirbúa sig til veiða, dansa þeir dans dýrsins, sem felst í að stæla hreyfingar þess. Tilgangur- inn er að auka veiðiafköst. Dans af þessu tagi hefur löngum verið talinn fyrsta afbrigði leiklistarinnar, þar sem dansararnir leika til dæmis dýr eða yfimáttúrulega anda. Frumbyggjar Ástralíu dönsuðu fyr- ir hamingju, fijósemi og hylli gagn- stæða kynsins. Dans kvenþjóðarinnar var mikilvægur. í leynifélögum sínum dönsuðu yfírgefnar konur dansa sem áttu að tryggja þeim að elskhugar þeirra snem aftur. Ættbálkar gátu selt eða skipst á dönsum, og sumir fengu heimsóknir í draumum sínum frá forfeðmm, sem vom komnir til að kenna þeim ný spor og nýja dansa. Dansstíll dansarans hveiju sinni fór eftir tilfínningum hans til landsins og jarðarinnar. Dansinn tók því á sig ýmsar myndir, og endurspeglaði til- fínningar dansarans. Það að dans skuli hafa verið (og sé reyndar enn) fastur þáttur í menn- ingu „fmmstæðra" þjóða, hafði mik- il áhrif á þróun dans seinna meir. Meðal annars á tímum nýlendustefn- unnar, þegar ýmsar Évrópuþjóðir fluttu milljónir þræla frá Afríku yfir til Ameríku. Þrælarnir héldu áfram að dansa þegar komið var yfir í „nýja heiminn", og þaðan er sprottin mest- öll danshefð Bandaríkjanna í bland við evrópska hirðdansa. Eftir að hafa skoðað dans í „fmm- stæðum" samfélögum vakna eflaust fjölmargar spurningar um þátt dans í okkar nútíma samfélagi. Af hveiju dönsum við ekki í kirkju? Af hveiju dansa íslenskir sjómenn ekki afla- dans? Hvað er það í menningu okkar sem hefur fært okkur frá þeirri fmm- þörf mannsins að dansa? Spurning- um sem þessum er ekki auðsvarað, en öll umræða hlýtur að vera aðeins til góðs. Fyrsta íbúðin á besta verðinu Nýjar fullbúnar ibúðir við Berjarima Grafarvogi með öllum innréttingum, gólfefnum, sérinngangi, þvottahúsi ogfiágenginni lóð. 2ja herb íbúð lerjarima 1. Hitið spínatið í ólífuolíunni þar til það er orðið að mauki. 2. Bætið þá saman við ijómaostin- um, kotasælunni og kryddjurtunum. 3. Kryddið með pipar og salti og hrærið maukið vel saman. 4. Setjið þvínæst fyllinguna í pönnu- kökurnar (sem þið bakið áður en þið búið til fyllinguna). Setjið vænan skammt af fyllingu á annan helming flatbakanna og bijótið í fernt. 5. Raðið þeim síðan smekklega í eld- fast mót og stráið ostinum yfir. 6. Stingið inn í 250 gráðu heitan ofn í smástund eða þar til osturinn er orðinn stökkur og pönnukökurnar heitar í gegn. 7. Mjög gott er að búa til parmesan- ostasósu með kökunum. Þá bræðið þið ijómaost og setjið vænan skammt af rifnum parmesanosti út í og þynnið með mjólk, ijóma eða súrmjólk. 2ja herb 66 m Kaupverð 5.780.000 Undirritun samnings 200.000 Húsbréf 70% 4.046.000 Lán seljanda* 1.000.000 Við afhendingu 534.000 Meðal greiðslubyrði á mán. 31.776 3ja herb ibúð í Berjarima 3ja herb 86 m: Kaupverð 6.780.000 Undirritun samnings 200.000 Húsbréf 70% 4.746.000 Lán seljanda’ 1.000.000 Við afhendingu 834.000 Meöal greiðslubyrði á mán. 35.976 *Veitt gegn traustu fasteignaveði “Ekki tekið tillit til vaxabóta sem geta numið allt að 10-15.000 kr á mán. r Komdu við á skrifstofu okkar að Funahöfða 19 Armannsfell hf. eða hringdu í síma 587 3599 Funahðfðaia -6111115373599 ^u*1. Q- _____________ “L 1965-1995

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.