Morgunblaðið - 15.10.1995, Side 33

Morgunblaðið - 15.10.1995, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR15. OKTÓBER1995 B 33- Hef svolítið gaman af nafna mínum Á NÁTTÚRUGRIPASAFN- INU í Safnahúsinu á Húsavík er varðveitt skeljasafn, mikið að vöxtum, sem Jóhannes Björnsson bóndi í Ytri-Tungu hefur safnað. Á heimili hans í Ytri-Tungu geymir hann líka mikið af alls konar skeljum sem hann sýnir blaðamanni Morgunblaðins fúslega þegar hann ber að garði. Mikið af steingerðu skeljun- um sínum hefur Jóhannes sótt í Tjörneslögin, sem eru þar í nágrenninu á sex kílómetra strand- Iengjusvæði. „Að- eins yngri setlög eru svolítið norð- ar, út hjá Furu- vík, þau eru um tveggja milljón ára gömul að því að talið er. Yngstu setlögin eru svo meðfram Breiðuvík, þau eru eitthvað á aðra milljón ára gömul,“ segir Jó- hannes. Setlögin mynduðust að mestu í sjó, en stundum skaut landinu upp og skógarlög mynd- uðust. Úr þeim voru unnin kol á fyrri stríðsár- unum, m.a. á veg- um Landssjóðs, þegar kola- skortur var í landinu vegna siglingabanns, en þessi kol voru að sögn Jóhannesar heldur hitalítil miðað við útlend kol. En hvers vegna fór Jóhannes að safna skeljum? „Það bar þannig til að vinur minn varð fyrir miklu áfalli, hann missti tvo syni sína í hörmulegu slysi. Síðan er liðið hátt á þriðja áratug. Til þess að dreifa huganum fór hann að safna skeldýrum og verslaði líka með þau, lét útlendinga hafa íslensk skeldýr í stað er- lendra. Ég byijaði á að safna fyrir hann. Svo þróaðist þetta. Ég hef alltaf haft sérlega gam- an af náttúrufræði og lagði mig eftir henni þá tvo vetur sem ég stundaði nám við Laugaskóla, frá 1929 til 1931.“ Að undan- teknum þessum tveimur vetrum hefur Jóhannes alið mestallan sinn aldur í Ytri-Tungu, þar sem hann er fæddur og uppal- inn. Skeldýrasöfnunin hefur veitt Jóhannesi mikla ánægju. „Ég fyllist oft aðdáun og undrun yfir hvað skeldýrin beita marg- háttuðum aðferðum til þess að lifa af.“ Sumar skeljarnar eru stórar, aðrar svo agnarsmáar að erfitt er að greina þær með berum augum. „Ég þurfti að liggja yfir þessum með stækkunargleri til þess að finna þær. Ég fann þær í leir sem ég tók út úr stjörnukóralli. Og hér eru minnstu kuðungarnir, ég færði sandkornin til með nál á diski þar til ég fann þá, það fer geysilegur tími í þetta. Ég nota ýmsar aðferðir, m.a. þurrka ég stundum sandinn með hár- þurrku til þess að greina betur skeldýrin í honum og stækkun- arglerið nota ég mikið. Þetta er skemmtileg tómstundaiðja.“ Hvað skyldi Jóhannes eiga margar tegundir af skeldýrum? „Alls hef ég skráð 507 teg- undir, en ég á enn töluvert af óskráðum skeldýrum. Sækuð- ungarnir eru flestir, eða 279. Bobbarnir eru líka margir, bæði sjávar- og landbobbar. Einn slíkan hafði ég í glerbúri og gaf honum haugarfa og hann þreifst ágætlega. Skeldýr- in finnast á margvíslegum stöð- um, hrúðurkarlar finnast t.d. utan á hvölum, gömlum bryggj ustaurum og svo mætti lengi telja hin margvíslegu skel- dýr og hina fjöl- breytilegustu fundarstaði þeirra, á landi eru t.d. ótalmargar tegundir. Stóru skeldýrin eru að- allega fengin úr rækjutrolli og einnig af línu og úr togurum.“ Jó- hannes á margar bækur um skel- dýr en kveðst þó eiga alltof fáar slíkar bækur. „Ég á líka ljósrit sem mér hafa verið send af öðrum söfnurum. Ég hef farið langar leiðir til sækja mér eintök í safnið og eytt talsverðum fjármunum til þess arna. Ég hef líka haft sam- band við margt fólk vegna skel- dýranna, ég skrifaðist um tíma á við eina fimmtán safnara. Ég er í sambandi við marga safn- ara, erlenda sem íslenska. Sum- ir þeirra hafa farið í langa leið- angra til þess að leita að vissum ■ tegundum skeldýra. Við skel- dýrasafnarar skiptumst gjarn- an á skeldýrategundum. Marg- ar þeirra finnast bara á einum stað en ekki öðrum, þess vegna er heppilegt fyrir safnara að geta skipst á eintökum.“ Megin- safn sitt gaf Jóhannes til safns- ins á Húsavík fyrir nokkuð mörgum árum, en er hann hætt- ur að safna skeldýrum? „Það er langt frá því að ég sé búinn að safna öllum þeim skeldýrum sem hægt er að safna. Núna fer fram norræn skeldýrasöfnun við íslands- strendur og hefur verið komið upp rannsóknarstöð í Sand- gerði af því tilefni. í þeirri söfnun hafa fundist ótal teg- undir. En þótt þeir hafa fundið mikið hafa þeir enn ekki fund- ið allar þær tegundir sem gömlu skeldýrasafnararnir voru búnir að finna.“ Jóhannes hefur orðið svo frægur að viss tegund af skeldýri er kennd við nafn hans.„Ævar Petersen kom hingað með sænskan próf- essor, Andres Warén. Hann skrifaði um þessi skeldýr og hann nefndi skeldýr eftir fjór- um íslenskum söfnurum. Ég lenti óvænt í þessum hópi. Skel- in sem nefnd er eftir mér er ekki sérstaklega merkileg og ekkert falleg, það er kuðung- ur, chrysallida - auknefndur Bjoernsoni. Ég hef samt svolít- ið gaman af þessum nafna mín- um.“ „Það er mikið þolinmæðisverk að knippla,“ segir Guðrún og sýnir mér hvernig hún fer að. Það krefst greinilega bæði nákvæmni og hand- lagni að gera það svo vel fari. Hún vefur saman þráðum á ákveðinn hátt og stingur svo títuprjóni í þeg- ar nóg er komið hveiju sinni og býr þannig til listilegt gatamunstur. Guðrún er ekki sú eina sem vinn- ur í handverkshúsinu. Úti í horni situr Ólöf Pálsdóttir og slær vefinn. Hún er að búa til diskamottur. „Þetta er einskeft, eins og það er kallað, ekkert munstur, bara rönd,“ segir hún þegar ég forvitnast um vefínn. Hún kveðst hafa lært að vefa á kvennaskóla. „En við lærðum ekki að setja upp vefstólinn og vef- inn, komum bara að öllu tilbúnu, hitt hefði verið betra,“ segir hún. Við annað borð situr Auður og saumar á saumavél. „Ég er að sauma bútasaum,“ segir hún og saumavélin murrar til samþykkis. Ég held áfram að skoða handavinnu þeirra Kaðlínkvenna. Þar eru rósa- vettlingar sem sveija sig í ætt við rósavettlingana á Byggðasafninu. Uppi á veggjum hanga gjarðir úr hrosshári. „Við lærðum fyrst að flétta úr hrosshári og gera ýmislegt annað úr því, t.d. ofnar myndir,“ segir Guðrún. Hún sýnir mér líka spjaldofin bönd, myndir unnar úr fiskroði, stól útskorinn úr 27 ára gömlu lerkitré sem Friðgeir ræktaði sjálfur og skar út. Það slær mig hve ólíkur andi ríkir í stofu Byggða- safnsins heldur en í handverksstof- unni. Það er heldur ekki nema von. í þeirri síðarnefndu eru lifandi kon- ur að störfum sem hyggja að nútíð og framtíð en á safninu er allt for- tíðinni markað. Hvort tveggja hefur sinn „sjarma". Víkjum nú sögunni aftur í Safna- húsið. Á neðstu hæð þess er fortíð- in líka fyrirferðarmikil - svo sem vera bér á safni. Ég elti Guðna herbergi úr herbergi. Skoða gömul útvörp. Hið elsta er frá árinu 1926. Annað er þar frá 1928, úr eigu foreldra Silla. „Við tengdum það við einskonar kapalkerfi svo fólk í næstu húsum gæti líka hlustað á það, stundum kom fólkið og bað um að kveikt væri á útvarpinu, ef það gleymdist,“ segir Silli hlægj- andi. Hann getur þess líka að safn- ið eigi fyrsta bobspilið og fyrstu ryksuguna sem kom i héraðið - hvort tveggja úr „Læknishúsinu“. Spilið fékk Silli að gjöf frá föður sínum og hefur nú gefið það á safn- ið. Silli hefur reynst safninu betri en enginn. „Hann er frumkvöðull að listasafninu og hefur gefið því fjölmargar myndir,“ segir Guðni. Silli segir að hann hafi í upphafi viljað stuðla að því að safnið eignað- ist myndir eftir listamenn úr hérað- inu en seinna. hafi svo listaverka- eignin farið út fyrir þann hring. „Listamennirnir okkar gáfu okkur myndir eftir sig, Valtýr Pétursson gaf t.d. yfir tuttugu verk, svo það er hægt að rekja feril hans af þeim, ef svo má segja,“ segir Silli. „Viltu hlusta á tónlist úr hand- snúnum grammifóni," spyr Guðni. Ég held nú það og hann snýr sveif á mjóum trékassa, lyftir svo lokinu af honum og setur gamla nálina á 78 snúninga plötu. Gegnum urg og suð heyrast rómantískir tónar dansk kvintetts, lagið sem þeirspila, „Være barmhjartig“ gerði Hreinn Pálsson heimsfrægt á Islandi. Þessi gamaldags tónlist hefur undarlega seiðandi hljóm og gæðir gömlu hlut- ina í kring einskonar angurværu lífsmarki. Eg reika inn í skrifstofu Jóhanns Skaptasonar og þorfi með athygli á mynd af konunni hans ungri að árum með þröngan hatt utan um brosmilt andlit. Þríhyrndi eikarstóllinn hans með leðuráklæð- inu hefur yfir sér virðulegan sýslu- mannsblæ og ekki spillir myndina af Jóni sáluga forseta. „Jóhann og kona hans Sigríður Víðis Jónsdóttir eru réttnefndir „foreldrar" þessa Safnahúss. Jóhann kom því á að fólk gat gerst stofnfélagar að Safnahúsinu og lagði þannigtraust- an grundvöll að fjárhag þess. Þau hjón ánöfnuðu Safnahúsinu húseign sinni á Húsavík og raunar gerðu nokkrir ættingjar þeirra slíkt hið sama,“ segir Guðni Rétt við hliðina er svo herbergi sem helgað er minningu skosku söngkonunnar Lizzie, sem hét fullu nafni Elísabet og giftist Páli bónda Þórarinssyni, Halldórsstöðum í Laxárdal. Sonur þeirra, William Francis, var áhugasamur um nátt- úrufræði og gaf bæði mikla peninga og merka gripi til Safnahússins að sér látnum. Lizzie var mikil lyfti- stöng fyrir sönglífið i Þingeyjar- sýslu. 1 Suður-Þingeyjarsýslu er starfandi kvennakór sem kenndur er við Lizzie. Meðan síðustu tónar frá ferðagrammifóninum deyja út horfi ég með athygli á svipmikið andlit hinnar skosku Elísabetar, sem yfirgaf efnilegan söngferil í Skotlandi til þess að setjast að á íslandi. Hún hætti þó ekki að syngja, sveitungar hennar hér nutu starfskrafta hennar eins og fyrr sagði og raunar fólk víða um Norð- urland. Undir gleri, gegnt kapellu með munum úr kirkjum Þingeyjarpróf- astsdæmis, er sjálf Guðbrandsbibl- ía, upphafleg gerð hennar, prentuð á Hólum 1584. Biblían var pentuð í 500 eintökum og kostaði hvert þeirra 2 til 3 kýrverð. Orgelið henn- ar Lizzie er í kapellunni og þegar Guðni spilar fyrir mig upphafstóna sálmsins Ó, þá náð að eiga Jesúm, heyri ég hve hljómur þess er falleg- ur ennþá. Á veggnum yfir orgelinu hangir mynd séra Hallgríms Péturs- sonar og beinir alvarlegum og áminnandi augum til mín. Á snöggu augabragði afskorið verður fljótt lit og blöð niður lagði líf mannlegt endar skjótt. Líf dýranna í herbergi Náttúru- gripasafnsins endaði líka skjótt. Þau hafa hins vegar verið gerð „ódauðleg" á vissan hátt með því að stoppa þau upp. Með ósjáandi gleraugum horfa þau út í herberg- ið. Þekktast þeirra er vafalaust „Grímseyjarbjörninn", ísbjörn sem unnin var í Grímsey veturinn 1969, einhver sá stærsti sem felldur hefur verið hér á landi. Hins vegar líst mér persónulega best á geit eina með svört horn. Guðni segir mér að margt geitfé hafi verið í Suður- Þingeyjarsýslu á fyrri hluta þessar- ar aldar. Árið 1900 voru 219 geitur í héraðinu. Á kreppuárunum áttu margir geitur í stað kúa en þegar túnin stækkuðu og urðu grasgefn- ari fórnuðu menn geitunum og fengu sér kýr í staðinn. Nokkrir refir af útlendu kyni eru hafðir utan glersins. „Börnin hafa gaman af að snerta mjúkan feld þeirra og það er í lagi,“ segir Guðni. í skúffuskáp og í hillum er merkilegt skeldýra- safn sem Jóhannes Bjömsson hefur gefið Náttúrugripasafni Suður- Þingeyinga. A leiðinni út úr Safnahúsi Húsa- víkur göngum við framhjá sérstöku minningarhomi um Guðjohnsen- ættina. Þann 14 september 1844 fæddist Þórður Sveinbjömsson Guðjohnsen, síðar verslunarstjóri á Húsavík. Hann og afkomendur hans settu mikinn svip á bæjarlífið á Húsavík í áratugi. Á safninu er m.a. varðveittur ofnskermur Þórðar sem hann flutti með sér til Kaup- mannahafnar, þar sem hann dó þann 16. mars 1926. Einnig má sjá< . undir gleri belti með 18 rúbínstein- um sem Halldóra Margrét, fyrri kona Þórðar, átti. Á veggnum upp yfir þessu hangir afkomendatal Guðjohnsenanna. Áður en við kveðjum söfn Suður- Þingeyinga ber að nefna Byggða- safnið á Grenjaðarstað. Grenjaðar- staðarbærinn þótti á sínum tíma mestur og reisulegastur allra bæja í héraðinu, enda um 775 fermetrar að stærð. Elsti hluti bæjarins, sem hefur verið safn síðan árið 1958, var reistur árið 1865. Sjóminjasafn- ið er eins og fyrr sagði einn helsti vaxtarbroddur Safnahússins á Húsavík. Að sögn Guðna Halldórs^- sonar safnvarðar hófust fram- kvæmdir við nýbyggingu undir sjó- minjasafn árið 1990, í tíð fyrri safn- varðar Finns Kristjánssonar, sem nú er látinn. Stefnt er að því að gera hið nýja hús fokhelt og fullfrá- gengið að utan árið 1996. „Þá er eftir að innrétta húsið og gera það að safni,“ segir Guðni og kveðst þess jafnframt fullviss að það tak- ist fljótt með sameiginlegu átaki héraðsbúa. Loks má geta enn eins þáttar í starfsemi Safnahússins ý - Húsavík. Þar eru af og til haldnir fyrirlestrar um menningar- og vís- indaleg efni. Fyrr á árinu héldu þeir Ólafur K. Nielsen líffræðingur og Guðjón Friðriksson sagnfræð- ingur þar fyrirlestra og senn munu þeir Ragnar Stefánsson og Eysteinn Tryggvason halda fyrirlestur um skjálftavirkni og jarðskjálftahættu á Húsavík. Itölsku peysurnar komnar aftur Einnig mikið úrval af fallegum buxum og leggings Eddufelli2, Sími 5571730. Jóhannes Björnsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.