Morgunblaðið - 15.10.1995, Qupperneq 4
4 B SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
Frönsk víngerðarfyrir-
tæki státa oft af glæsi-
legum kastölum og
byggingum. Eftir að
hafa heimsótt Chateau
de Cognac segir Stein-
grímur Sigurgeirs-
son að f á fyrirtæki
geti samt verið jafn-
hreykin af höfuðstöðv-
um sínum og Cognac
Otard.
Morgunblaðið/Steingrímur
MICHEL Larcade, yfirblandari Cognac Otard, bragðar á nokkrum gömlum koníökum, því elsta frá byrjun síðustu aldar.
ÞAÐ ERU ekki mörg vín-
fyrirtæki,' eða raunar
fyrirtæki yfirhöfuð, sem
geta státað af jafnstór-
fenglegum höfuðstöðvum og Ot-
ard-koníaksfyrirtækið. Fyrirtækið
er til húsa í hinum sögufræga kast-
ala Chateau de Cognac, eina kast-
ala Cognac-borgar. Er þetta helsta
ástæða þess að 75 þúsund ferða-
menn heimsóttu fyrirtækið á síð-
asta ári, sem er hærri tala en nokk-
urt annað fyrirtæki getur státað af.
Cognac Otard var stofnað árið
1795 af Otard barón og heldur
fyrirtækið þvi upp á 200 ára af-
mæli sitt á þessu ári. Otard þessi
var af skoskum og frönskum aðals-
ættum en ættir hans má rekja til
Noregs. Forfaðir barónsins, Ottard
jarl, varð líkt og svo margir aðrir
að flýja land vegna ágreinings við
Harald konung hin hárfagra og
yfirgaf Ottard Noreg árið 849.
Dæmdur til dauða
Afkomandi Ottards, Otard bar-
ón, var líkt og margir aðrir aðals-
menn handtekinn meðan á frönsku
byltingunni stóð og dæmdur til
dauða. Það varð honum hins vegar
til lífs að íbúar bæjarins Cognac
komu og frelsuðu hann úr fangelsi
degi fyrir aftökuna. Hann flúði að
því búnu til Englands en sneri aft-
ur er ástandið fór að skána í Frakk-
landi. Fjölskylda barónsins átti
nokkrar birgðir af brenndu víni er
höfðu verið í geymslu frá 1760 og
ákvað hann því að stofna vínfyrir-
tæki með vinum sínum úr Dupuy-
fjölskyldunni og hét það Otard-
Dupuy.
Reksturinn gekk það vel að árið
1796 gátu þeir félagar fest kaup
á Chateau de Cognac en sá kast-
ali á sér merka sögu. Fran?ois
fyrsti Frakklandskonungur fæddist
í kastalanum árið 1494 og hann
var í eign frönsku konungsfjöl-
skyldunnar allt til ársins 1789.
Otard var hins vegar ekki einungis
með sögu hússins í huga er hann
keypti heldur einnig þá staðreynd
að í kjöllurum kastalans eru kjörað-
stæður fyrir geymslu á koníaki.
Arið 1804 var hann kjörinn borgar-
stjóri Cognac og íbúðarhús hans
þá er nú ráðhús borgarinnar.
Síðast afkomandi Otards, René
Otard, lést árið 1934. Á þessari
öld hefur fyrirtækið skipt nokkrum
sinnum um eigendur en var í loks
í byrjun þessa áratugar keypt af
Bacardi-Martini-stórfyrirtækinu.
Island athyglisverður
markaður
Philippe Jouhaud, útflutnings-
stjóri Otard, segir fyrirtækið mjög
sterkt á ýmsum mörkuðum í Asíu,
s.s. Tævan og Singapore, og sé
Otardog
Chateau de
Cognac
BÆRINN Riquewihr í suðurhluta Elsass er eitt frægasta
vínþorp héraðsins.
Elsass-dagar á Holti
ELSASSVTKA verður haldin á
Hótei Holti dagana 18.-21. októ-
ber og verður hún með svipuðu
sniði og Búrgundarvikan í
fyrrahaust. Nokkur helstu vín-
gerðarfyrirtæki Elsass (Alsace)
kynna matargestum vín sín í
Þingholti en þeim gefst síðan
kostur á að snæða matseðil sem
settur hefur verið saman af
kokkinum Joseph Matter, sem
kemur til landsins í tiiefni vik-
unnar.
Matar- og víngerð Elsass hef-
ur mikla sérstöðu í Frakklandi
og er talin með þeirri bestu í
iandinu. í víngerðinni er aðal-
áherslan á hvítvín og er þetta
eina hérað Frakklands, sem
nefnir sín vín eftir þeim þrúgum
er þau eru framleidd úr, t.d.
Riesling, Gewurztraminer og
Pinot Noir.
Þeir vínframleiðendur, sem
verða með kynningu á Holti, eru
Maison Hugel et Fils, Domaine
Paul Blanck et Fils, Dopf & Iri-
on, Domaine Zind-Humbrecht,
Cave Vinicole de Pfaffenheim
og Pierre Frick.
Verður boðið upp á fjölmörg
athyglisverð vín, sem mörg hver
hafa ekki verið fáanleg hér á
landi til þessa.
Joseph Matter rekur veitinga-
staðinn Les Vosges í bænum
Ribeauville í Elsass og hefur
ferðast víða um heim til að
kynna matargerð Elsass á
þekktum veitingastöðum og
hótelum. Hefur hann hannað
fimm rétta matseðil er saman-
stendur af dæmigerðum réttum
héraðsins. Með hveijum rétti
verður boðið upp á vín frá Els-
ass. Verð matseðilsins er 6.500
krónur.
Það er franska sendiráðið á
íslandi í samvinnu við Hótel
Holt sem stendur að vikunni.
ÞAÐ leynist margt í „paradísarkjallara“ Chateau de Cognac.
Þó að myglusveppir þeki krúsirnar ætti innihaldið að vera í
lagi: Grande Champagne 1878.
FORGARÐUR Chateau de Cognac,
einnig í sókn í Hong Kong og Kína.
í Evrópu er Þýskaland mikilvæg-
asti markaður fyrirtækisins ásamt
Belgíu. Þá séu Norðurlöndin góður
markaður og rússneski markaður-
inn stækki óðfluga. Bjóst hann
jafnvel við að Rússland yrði innan
nokkurra ára stærsti markaður
Otard í Evrópu.
Hann segir fyrirtækið leggja
áherslu á efri gæðaflokka koníaks
og séu 55% framleiðslunnar VSOP
en 25% XO. Helmingur heildarsölu
koníaks í heiminum er hins vegar
enn í VS-flokki.
Hann segir Otard nú vera sjö-
unda stærsta koníaksfyrirtæki
heims hvað mágn varðar en sjötta
stærsta þegar kemur að söluverð-
mæti. „Við munum í framtíðinni
reyna að þróa sölu VSOP og XO
enn frekar og leggja áherslu á þá
staðreynd að höfuðstöðvar okkar
séu í Chateau de Cognac. Þá hefur
flaskan sem við notum einnig
mikla sérstöðu hvað útlit varðar,“
segir hann. •
Hann segir Island mikilvægari
markað fyrir meðalstórt fyrirtæki
á borð við Otard, er selur 200
þúsund kassa á ári heldur en risa-
fyrirtæki á borð við Hennessy er
selur 2 milljónir kassa. „Fyrir risa-
fyrirtæki er ísland, þar sem heild-
arsalan er 9 þúsund kassar á ári,
dropi í hafið en athyglisverður
markaður fyrir okkur. Við von-
umst eftir að ná ágætri markaðs-
stöðu á íslandi og að markaðshlut-
deild okkar verði brátt orðin í
kringum 10%,“ segir Jouhaud, en
Otard-koníak lauk reynslusölu fyrr
á árinu og er nú fáanlegt í öllum
verslunum ÁTVR.
Líkt og flest önnur koníaksfyr-
irtæki leggur Otard áherslu á að
bijóta upp hiná hefðbundnu ímynd
koníaks og kynna það á klaka eða
í bland með öðru. „í fyrstu eru
margir hneykslaðir á þessu en eft-
ir að hafa reynt t.d. koníak í gin-
ger ale fallast menn nú oftast á
að þetta sé mjög gott,“ segir Jou-
haud. „Við viljum leggja áherslu á
að koníak sé ennþá besti fáanlegi
drykkurinn eftir mat en henti einn-
ig frábærlega í blöndur. Við mun-
um aldrei mæla með því að fólk
blandi XO-koníak í kokkteila, þó
svo að Kínvetjar geri það, en VS
og VSOP henta einstaklega vel í
slíkt. Það eru raunar sögulegar
forsendur fyrir þessu því fyrir
hálfri öld var drykkurinn Fine á
l’eux, koníak í vatni, mjög vinsæll
í Frakklandi."