Morgunblaðið - 15.10.1995, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 1995 B 25
ATVINNU AUGL YSINGAR
Hjúkrunarfræðingar
- afleysingastarf
Heilsugæslustöð Ólafsvíkurlæknishéraðs
óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðing til starfa
nú þegar. Um er að ræða afleysingu hjúkrun-
arforstjóra til eins árs.
Upplýsingar um starfið veita læknar heilsu-
gæslustöðvarinnar í síma 436-1000.
Umsóknir um starfið berist til stjórnar heilsu-
gæslustöðvarinnar, Engihlíð 28, 355 Ólafsvík.
Stjórn Heilsugæslustöðvar
Olafsvíkurlæknishéraðs.
Verkfræði- og hugbúnaðarfyrirtæki
í Reykjavík óskar að ráða
kerfis- eða
tölvunarfræðing
Krafist er þekkingar á DOS og WINDOWS
stýrikerfum. Æskileg er þekking á NOVELL
NETWARE netstýrikerfi, reynsla af hlutbund-
inni hugbúnaðargerð og af notkun ORACLE
gagnagrunns. Leitað er eftir ungum og
áhugasömum starfsmanni.
Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun,
reynslu og fyrri störf, sendist afgreiðslu
Mbl., merktar: „T - 15538“, fyrir 24. október.
Vinnustaðurinn er reyklaus.
Tilsjónarmenn
Félagsmálastofnun Hafnarfjarðar óskar að
ráða tilsjónarmenn til starfa til stuðnings
unglingum. Sérstaklega er óskað eftir körl-
um, eldri en 25 ára, helst með menntun eða
reynslu á sviði unglingamála.
Upplýsingar um störfin veitir Hreinn Hreins-
son, félagsráðgjafi, alla virka daga í síma
565 5710 á milli kl. 9 og 10.
Félagsmálastjórinn í Hafnarfirði.
Varnarliðið
á Keflavíkurflugvelli
Tölvunarfræðingur/kerfisfræðingur
Fjármálastofnun Flotastöðvar varnarliðsins á
Keflavíkurflugvelli óskar að ráða tölvunar-
eða kerfisfræðing til starfa í tölvudeild.
Starfið felst í uppsetningu og þjónustu á
vél- og hugbúnaði í hinum ýmsu deildum
varnarliðsins sem flestar eru nettengdar með
Novell netkerfi.
Kröfur:
Umsækjandi sé tölvunar- eða kerfisfræðing-
ur með sem víðtækasta þekkingu og reynslu
í Novell netkerfum, Windows umhverfi,
Paradox gagnagrunni ásamt almennri
reynslu og þekkingu á vél- og hugbúnaði í
PC umhverfi. Þekking á Unix og TCP/IP
æskileg. Þarf að geta unnið sjálfstætt og
eiga gott með samskipti við annað fólk.
Góðrar enskukunnáttu er krafist, bæði á tal-
að og skrifað mál.
Umsóknir skulu berast til ráðningardeildar
varnarmálaskrifstofu, Brekkustíg 39, Njarð-
vík, sími 421-1973, ekki síðar en föstudag-
inn 20. október nk.
Umsóknareyðublöð fást á sama stað auk
þess sem starfslýsing liggur þar frammi til
aflestrar fyrir umsækjendur.
Um er að ræða fast starf, en vinnuveitandi
áskilur sér sex mánaða reynslutíma þess
er ráðinn verður.
Hugbúnaður
Óskum eftir aðila til þjónustustarfa með
þekkingu á dbase og clipper.
Einnig vantar aðila til skrifstofustarfa.
Umsóknir sendist afgreiðslu Mbl., merktar:
„H - 10235“.
Vélfræðingur/-
vélstjórar
Samherji hf. óskar eftir að ráða vélstjóra með
full réttindi í eftirtaldar stöður:
2. vélstjóra á f/t Baldvin Þorsteinsson EA-10.
- Tveir vélstjórar skipta með sér stöðunni
og fara því aðra hverja veiðiferð.
1. vélstjóra á f/t Akureyrina EA-110. - Þrír
vélstjórar skipta með sér tveimur stöðuígild-
um og er því frí þriðju hverja veiðiferð.
Auk fullra réttinda er krafist búsetu á Akureyri.
Upplýsingar um störfin gefur Kristján Vil-
helmsson þriðjudaginn 17. október og mið-
vikudaginn 18. október milli kl. 10-12.
Skriflegar umsóknir sendist Samherja hf.,
Glerárgötu 30, 600 Akureyri, fyrir 25. októ-
ber nk.
Farið verður með allar umsóknir sem trúnað-
armál og þeim öllum svarað.
0\T7 D ) n
bJ I \U Lo u
Sölumaður
Netverk hf. er fyrirtæki sem sérhæfir sig í
tölvu- og gagnafjarskiptum og hvers konar
nettengingum. Sérstök áhersla er lögð á
tölvupóst, þjónustu og ráðgjöf fyrir fyrirtæki
og stofnanir, sem stunda pappírslaus við-
skipti (EDI). Við erum í samstarfi við flest
stærri hugbúnaðar- og tölvufyrirtæki hér-
lendis, á þessu sviði, auk erlendra samstarfs-
aðila.
Vegna aukinna umsvifa viljum við ráða sölu-
mann til að vinna að sölu- og markaðsmálum
fyrirtækisins.
Viðkomandi þarf að hafa samskipta- og
skipulagshæfileika og þjónustulund.
Farið verður með allar umsóknir og fyrir-
spurnir sem trúnaðarmál.
Skriflegar umsóknir sendist til Netverks,
Mímisvegi 6, 101 Reykjavík.
Umsóknarfrestur er til 20. okt. nk.
Sparisjóður
Hornafjarðar og
nágrennis auglýsir
Staða sparisjóðsstjóra við Sparisjóð Horna-
fjarðar og nágrennis er laus til umsóknar.
Sparisjóður Hornafjarðar og nágrennis er
ungur og framsækinn sparisjóður, sem hefur
verið í örum vexti allt frá stofnun hans árið
1991.
Leitað er að einstaklingi, sem hefur áhuga
og þekkingu á að taka að sér krefjandi og
uppbyggjandi starf í sparisjóði, þar sem
gæði og mannleg samskipti eru höfð að leið-
arljósi.
Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem
fyrst.
Umsóknarfrestur er til 26. október nk. og
með umsóknum skulu fylgja upplýsingar um
menntun og fyrri störf.
Nánari upplýsingar veita Anna Sigurðardótt-
ir, sparisjóðsstjóri, í síma 478-2020 og Bjarni
M. Jónsson, stjórnarformaður, í síma
478-1810.
Umsóknir skulu sendast til Bjarna M. Jóns-
sonar, Dalbraut 10, 780 Hornafirði.
Leikskólakennarar!
Leikskólinn Undraland á Flúðum óskar eftir
leikskólastjóra frá og með 1. nóvember nk.
Einnig vantar leikskólakennara.
Útvegum húsnæði.
Um það bil 45 börn eru á leikskólanum.
Flúðir eru 100 km frá Reykjavík. Grunnskóli,
íþróttahús, sundlaug, verslun og öflugt
félagslíf.
Skriflegum umóknum skal skila á skrifstofu
Hrunamannahrepps, félagsheimili, 845 Flúð-
um, fyrir 20. október nk.
Nánari upplýsingar veitir oddviti í síma
486-6617.
Framleiðslustjóri
Frystihús á Suðurlandi, sem er að hefja
starfsemi sína, óskar að ráða framleiðslu-
stjóra til starfa. Fyrst í stað er gert ráð fyrir
hefðbundinni starfsemi, en síðar meir fram-
leiðslu í neytendaumbúðir í samvinnu við
erlenda aðila.
Leitað er að duglegum og stjórnsömum
einstaklingi, sem hefur lokið t.d. fisk-
vinnsluskólanum/útgerðartækni. Algjört
skilyrði að viðkomandi hafi góða starfs-
reynslu af svipuðum störfum. Tungumála-
kunnátta er nauðsynleg vegna erlendra sam-
skipta.
Launakjör samningsatriði.
Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar
fást á skrifstofu okkar til 21. október.
ftJÐNI TÓNSSON
RÁÐGIÖF & RÁÐNINGARÞIÓNUSTA
HÁTEIGSVEGI7,105 REYKJAVÍK, SÍMI 5-62 13 22
Ritari
Delta hf. óskar að ráða ritara. Við erum að
leita að ritara, sem hefur skipulagshæfileika
og getur unnið sjálfstætt, en á einnig auð-
velt með samskipti við annað fólk.
Lágmarksmenntun er stúdentspróf eða sam-
bærileg menntun.
Viðkomandi þarf að hafa reynslu af tölvu-
vinnu, einkum MS Word og Excel. Góð
enskukunnátta er skilyrði og dönskukunnátta
æskileg. Viðkomandi þarf að vera vel ritfær
á ensku. Starfið felst einkum í vinnu við bréfa-
skriftir og skráningarskjöl á ensku, en einnig
almenn skrifstofustörf. Vinnutími verður frá
kl. 9-17. Reyklaus vinnustaður.
Skriflegar umsóknir óskast sendar Delta hf.,
pósthólf 420, 222 Hafnarfirði, fyrir 23. okt.
SKURÐSTOFUR BQRG ARSPÍT ALANS
Hjúkrunarfræðingar
Skurðhjúkrun og svæfingahjúkrun
Höfum nú þegar lausar stöður hjúkrunar-
fræðinga á svæfingadeild og skurðdeild.
Hjúkrun á skurðgangi Borgarspítalans mót-
ast mjög af bráðaþjónustu við aðal slysa-
og bráðasjúkrahús landsins. Skurðaðgerðir
eru gerðar á sjö skurðstofum við fimm sér-
greinar skurðlækninga.
Um er að ræða vaktavinnu með morgunvökt-
um, kvöldvöktum, bundnum vöktum og
gæsluvöktum.
Nánari upplýsingar um vinnufyrirkomulag og
fleira veita Ásgerður Tryggvadóttir, deildar-
stjóri svæfingadeild, í síma 569 6348, Þor-
björg Skjaldberg, deildarstjóri skurðdeild, í
síma 569 6485 og Gyða Halldórsdóttir, hjúkr-
unarframkvæmdastjóri, í síma 569 6357.