Morgunblaðið - 15.10.1995, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 15.10.1995, Blaðsíða 9
<I<<<4<<<<<I<<<<<4<I<<<<<I MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 1995 B 9 Konungur hryllings- bókmenntanna Bandaríski spennusagnahöfundur- inn Stephen King sendir frá sér hvem doðrantinn á fætur öðmm og virðist lítið farinn að dala ef marka má viðtökumar sem tvær þær nýjustu, „Insomnia“ og „Rose Madder“, hafa fengið, að sögn Amaldar Indríðasonar. Afköst Kings em með ólíkindum og hann er sjálfsagt búinn að senda frá sér enn nýja bók þegar þú lest þetta. Stundum er eins og bandaríski rithöfundur- inn Stephen King sendi frá sér þykka skáldsögu á sex mánaða fresti. Hann er án efa afkastamesti rithöfundur sam- tímans, hefur nú sent frá sér tvær bækur með stuttu millibili og sjálfsagt er stutt í þá þriðju. Önnur þeirra heitir Svefnleysi eða „Insomnia" en hin „Rose Madder", sem er nýjasta bókin hans, og báðar hafa þær fengið ágætar umsagnir. King er mistækur höfundur. Sumt sem hann gerir er ekki upp á marga fiska en þegar honum tekst vel upp standa honum fáir á sporði. Því þótt sög- ur hans og frásagnarstíll sé ekkert sem „bók- menntaheimurinn" viðurkennir annað en sjoppu- drasl er King einstakur í sinni röð, fæddur sögu- maður, hugmyndaríkur með afbrigðum og sérlega hraðvirkur. Orðið færibandaiðnaður hefur löngum verið notað til að bæði gera lítið úr skrifum hans og gysa með framlag hans til bókmenntanna en hann virðist alltaf geta komið á óvart með hinum fjölbreytilegasta hrolli. Yfirnáttúrulegt svefnleysi „Insomnia" ségir af Ralph Roberts, ekkjumanni á áttræð- isaldri í bænum Derry í Maine, sem á í vandræðum með svefn og vaknar fyrir allar aldir dag eftir dag. Því fylgir að hin furðulegustu fyrirbæri taka sér bólfestu í huga Ralphs. King kallar það „ofsaraunsæi" og það byrjar með því að sá gamli sér undarlegar, ógnvekjandi og stundum fallegar árur í kringum allar lifandi venir sem á vegi hans verða og getur samstundis vitað allt um hugsanir þeirra, heilsufar og örlög. Hann veit meira að segja um draum sem kaupsýslumann í bænum dreymdi þegar hann var enn í móðurkviði. En það er aðeins byijunin. Brátt tekur hann eftir þrem- ur sköllóttum læknum, ekki meira en svona metri á hæð hver, sem enginn annar getur séð. Þeir ganga um með skæri og hlutverk þeirra er að klippa á blöðrustrengi, sem auðvitað enginn annar getur séð, er standa upp af höfðum bæjarbúa og hundum og verða að fara í sundur við dauðsfall. Dverglæknar þessir sýna Ralph inn í ýmis ótrúleg svið tilverunnar, svið er hann hefur ekki haft hugmynd um öll sín 70 ár eða meir enda ekki trúað á annað en „kokteilinn um miðnættið og þetta að þramma mílu eftir Camel“. Á hinum nýju tilverusviðum kynnist Ralph ýmsum hrollvekjandi og yfirnáttúrulegum öflum. Þeir sem lesið hafa King þekkja sig á þessum slóðum; ung stúlka í hvítum kjól sippar í húsasundi og þylur ógnvekjandi vögguvísu og kjóllin breytist í hvítan sjúkrahússlopp og hún sjálf verður skyndilega einn af litlu skollóttu dverglæknunum með gljáandi skæri í höndunum og skelfilegt bros á vörum. Sagt hefur verið um „Insomnia" að hún sé sambland af öðrum Kingssögum, Hobbitt, Dr. Seuss og Gamla og Nýja Testamentinu, en það síðarnefnda er varla nema helmingurinn af lengd bókarinnar, sem er 781 blaðs- íða. Allt kemur það saman í vísindaskáldskapartrylli sem ætti að halda blöðrustrengjum lesandans strekktum, eins og segir í „The Washington Post“. Heimilisofbeldi Þar er einnig að finna lofsamlegan ritdóm um nýjustu Kingsöguna, „Rose Madder", sem er um heimilisofbeldi öðrum þræði, og því er spáð að hún muni jafnvel geta fengið menningarvitana til að hugsa hlýlegar til Kings. „Þetta voru fjórtán ár í helvíti en hún vissi varla af því,“ skrifar King um aðalpersónu bókarinnar, Rose McClendon Daniels. „Flest þessi ár hafði hún lifað í svo djúpum doða að hann var eins og dauðinn sjálfur og oftar en einu sinni hafði hún verið fullviss um að hún væri ekki að lifa þessu lífi heldur mundi um síðir vakna, geispa og teygja úr sér eins krúttlega og kvenhetja í teiknimynd frá Walt Disn- ey... Hún steig inn í þetta helvíti þegar hún var átján ára og vaknaði af doðanum mánuði eftir að hún varð þijátíu og tveggja. Það sem vakti hana var einn einasti blóð- dropi, ekki stærri en fimmeyringur." Rose er gift Norman, sem í byijun sögunnar lemur hana þar til hún missir meðvitund og fóstur. Norman er lögreglu- maður sem þekkir vel til heimilisofbeldis og veit hvar hann á að beija í Rose, ekki í andlitið, aðeins í bakið vegna þess að ef þú „lemur einhvern - til dæmis eiginkonuna - of oft í andlitið hætta sögurnar að virka um hvemig hún féll niður stigann eða rakst í baðherbergishurðina um miðja nótt eða steig á hrífu í garðinum." Rose flýr Norman eftir mörg ár meira í svefni en vöku, kaupir sér far með rútu og lendir í stórborg ein og peninga- laus. Hún kemst í kvennaathvarf og þar fer ævintýrið um Rose fyrst í gang. Þegar hún reynir að veðsetja giftinga- hringinn í nærliggjandi veðlánarasjoppu dregst hún ósjálf- rátt að undarlegu málverki á staðnum af ungri Ijóshærðri konu undir þungbúnum skýjum. Aftan á myndina er skrif- að„Rose Madder“. Rose skiptir á hringnum og myndinni og næstum samstundis fer henni að vegna betur í lífinu, fær vellaunað starf en óttast sífellt að lögreglumaðurinn Norman muni hafa upp á henni. Og það reynist ekki ástæðu- laus ótti; Norman fer eins og eldur um akur í leit að Rose og skilur eftir sig blóðuga slóð. En hvaða ahrif hefúr málverkið haft á Rose og hvemig munu samfundir þeirra Normans verða? Fjöldi kvikmynda „Rose Madder" er sagan um ljóta andarungann sem verður svanur með þolgæði sínu og vitsmunum og nokkrum tæknibrellum. Oft hefur verið bent á að bækur Kings séu skrifaðar eins og kvikmyndahandrit og víst er að framleið- endur í Hollywood hafa einstakt dálæti á höfundinum. Skiptir þá ekki máli hvort þeir kvikmynda gamlar eða nýjar sögur hans, smásögur eða stórar skáldsögur, fyrir sjónvarp eða myndband eða kvikmyndahús. Það er ekki nóg með að hann skrifi risavaxnar bækur með sama hraða og aðrir skrifa jólakort, kvikmyndaverin eru jafnfljót að kvikmynda þær. Sjálfsagt er verið að kvikmynda einhveija sögu hans einhverstaðar i Bandaríkjunum þegar þú lest þetta en nú í ár hafa a.m.k. tvær myndir byggðar á sögum hans borist hingað til lands, Rita Hayworth og Shawshank- fangelsið og Dolores Claiborne. Svo enginn er meira kvikmyndaður en Stephen King og allir helstu leikstjórarnir hafa glímt við sögur hans með misjöfnum árangri. Mestur og frægastur allra er Stanley Kubrick sem gerði Jack Nicholson bijálaðan í „The Shin- ing“. Aðrir eru David Cronenberg, sem gerði „The Dead Zone“, Rob Reiner, sem gerði bæði „Stand by Me“ og „Misery" og loks Brian DePalma, sem gerði fyrstu mynd- ina, „Carrie“, árið 1976 en þetta eru bestu myndimar sem gerðar hafa verið eftir sögum Kings. Sjálfur hefur höfund- urinn reynt að kvikmynda sögu eftir sig, „Maximum Overdrive", árið 1986, en það tókst illa. Alls hafa langt á þriðja tug mynda verið gerðar eftir sögum hans. Hvað sem segja má um ritsnilld Kings verður ekki af honum skafið að þeir sem hægt er að bera hann saman við standast honum ekki snúning hvorki í afköstum né hryllingssögugerð. Hann hefur mótað seinni tíma hryllings- bókmenntir meira en nokkur annar. Hann er konungurinn. Hrollvekju- meistari; Stephen King. <4<4<4<4<4<4<4<4<<<<<<<4 Hárkollur • Dömuhárkollur • Herrahárkollur • Nýjar gerðir, fisléttar. Hár: (Ðpryi V * y Sérvcrslun Borgarkringlunni, s. 553-2347.1 <><><> <><><> <><><>• <><><> Fylgstu meb í Kaupmannahöfn Morgunblabib fæst á Kastrupflugvelli og Rábhústorgku fltargittiMðHb kjami málsins! Spennandi haust förðun Laugardagana 21. og 28.10 kl: 16-20 Laugardaginn 4.11 kl: 16-20 Allar upplýsingar í sima 588-8677 tril! Augnahára permanent f OfibUIUHl ■ HflúLflSTU ÖlÖ Kringian 3k. • Sími: 588-8677 MIKAEL KVÖLD Þriðjudagskvöldið 17. október kl. 20.00 verður opið MIKAEL KVÖLD í sal Carpe-diem í húsi Hótel Lindar, Rauðarárstíg 18, Reykjavík. Daeskrá:_____ - Hvað er Mikael? Stuttur inngangur. Jón Bjarni Bjarnason. - Sigrún Sævarsdóttir Bouius dvaldi í sumar í Santa Fe, Nýju Mexíkó, hjá dr. Jose Stevens, sálfræðingi, og Lenu konu hans, en þau eru bæði Mikael kennarar og miðlar. Sigrún mun segja frá kynnum sínum af Mikael og af þátttöku sinni i starfsemi Jose og Lenu. M.a. mun hún segja frá 6 daga dvöl úti í nátt- úrunni (retreat), „vision quest“ og „shamanic journey". Einnig frá fyrirhuguðum ferðalögum með Jose, Lenu og MIKAEL. - Spiluð verða brot úr viðtali við dr. Jose Stevens frá í sumar. - Hvað segir MIKAEL um veðurfar innra með okkur núna. Miðlaðar upplýsingar. Nú er tækifæri fyrir alla þá sem áhuga hafa á MIKAEL að koma saman, hitta gamla kunn- ingja og eignast nýja. Aðgangseyrir kr. 1.000. SIGRÚN SÆVARSDÓTTIR BOUIUS - KLASSÍK HF., sími 588-1710, bréfsími 588-1730.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.