Morgunblaðið - 15.10.1995, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 15.10.1995, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 1995 B 29 RAÐAUGÍ YSINGAR ÝMISLEGT LYFJA Senn kemur frelsi í lyfjasölu á íslandi Þegar smásöludreifing lyfja verður gefin frjáis mun Lyfja opna verslun að Lágmúla 5 í Reykjavík. Auk þess að versla með allar þær vörur sem hefðbundin apótek bjóða, verður Lyfja með fjölbreytt úrval af neytenda- og sérvörum. Af því tilefni leitum við eftir samstarfi við birgja. Áhugasamir vinsamlegast hafið samband við Lyfju í síma 533 2300. Lyfja: Nýtt tiugtak, nýtt orð Orðið Lyfja er nýyrði í íslensku máli sem nafnorð en er hinsvegar fornt sagnorð. Sögnin að lyfja þýðir að lækna eða gera heilan heilsu. Nafnorðið Lyfja er kven- kyns og beygist eins og Lilja. Ný merking orðsins er því þessi: Lyfja: Lyfjaverslun í opnu umhverfi sem býður fjölbreytt úrval af sjálfsafgreiðslu- vörum og leggur áherslu á nútímalega viðskiptahætti. Umboðssala Lyfjatæknir og hjúkrunarfræðingur óska eftir heilsuvörum til umboðssölu úti á lands- byggðinni. Svör óskast send til afgreiðslu Mbl., merkt: „U - 6177“. nk ILÖ Söngfólk Karlaraddir óskast í kór Laugarneskirkju. Upplýsingar í kirkjunni í síma 588-9422 alla daga frá kl. 10-14. Organisti. ÓSKAST KEYPT M atvælafy r i rtæki óskar eftir að kaupa notaðan áleggshníf. Þarf að vera sjálfvirkur, með eða án færibands. Upplýsingar í símá 568 0550. Styrkirtil námsefnisgerð- ar á framhaldsskólastigi Menntamálaráðuneytið auglýsir eftir um- sóknum um styrki til námsefnisgerðar í bók- legum og verklegum greinum á framhalds- skólastigi. Minnt skal á, að heimilt er, skv. reglum um úthlutun, að verja allt að fimmt- ungi heildarúthlutunartil að efla tiltekin svið. Umsóknir skulu berast menntamálaráðu- neytinu, námsefnisnefnd, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir 20. nóvember nk. á þar til gerðum eyðublöðum, sem hægt er að fá í ráðuneytinu. Antikverslun Ein af betri antik- og listmunaverslunum t Reykjavík til sölu. Verslunin er vel staðsett við fjölfarna götu og býður upp á mikla mögu- leika. Hagstætt verð. Upplýsingar gefur Eyþór á skrifstofu Fast- eignasölunnar Húsinu hf., Suðurlandsbraut 50 (bláu húsin). Til sölu prammi Efnisflutningapramminn Merkúr II ertil sölu. Burðargeta 1800 tonn, rúmtak 920 m3. Tilboð óskast send til afgreiðslu Mbl., merkt: „P - 6183“. KÓPAVOGSBÆR Lóðaúthlutun íFífuhvammslandi - LINDIR I og II Kópavogsbær auglýsir eftirtaldar íbúðar- húsalóðir til úthlutunar: 1. Einbýlishúsalóðir við Fjallalind. Um er að ræða samtals 6 lóðir. Húsin eru á einni og hálfri hæð til tveggja hæða. Bíla- geymsla er innibyggð. Byggingarreitur er 10x12 m auk útbygginga. Hámarksfiatarmál húss er 280 m2. Utsýnislóðir. 2. Raðhúsalóðir við Haukalind. Um er að ræða 20 raðhúsalóðir í þriggja og fjögurra húsa lengjum. Húsin eru á tveimur hæðum með innibyggðri bílageymslu. Bygg- ingarreitur er 10x10 m auk útbygginga. Há- marksflatarmál húss er 200 mz (endaraðhús 210 mz). Útsýnislóðir. 3. Raðhúsalóðir við Haukalind. Um er að ræða 12 raðhúsalóðir í annars vegar fimm og hins vegar sjö húsa lengju. Húsin eru á tveimur hæðum (eða þremur pöllum) og er bílageymsla á sérstakri lóð. Byggingarreitur íbúðar er 7x10 m auk út- bygginga og byggingarreitur bílageymslu 4x8 m. Hámarksflatarmál húss er 160 mz (endaraðhús 170 mz). Útsýnislóðir. 4. Einbýlishúsalóðir við Heimalind. Um er að ræða samtals 4 lóðir. Húsin eru á tveimur hæðum. Bílageymsla er innibyggð. Byggingarreitur er 10x15 m auk útbygginga. Hámarksflatarmál húss er 280 m2. Útsýni- slóðir. Lóðir við Fjallalind eru byggingarhæfar. Lóðir við Heimalind og Haukalind verða byggingarhæfar í apríl 1996 (nema Hauka- lind 22, 24, 26, 28, 30, 32 og 34, sem verða byggingarhæfar f nóvember 1996. Þó kem- ur til álita að byggingaraðilar, sem þess óska, geti hafið framkvæmdir fyrr og eru þeir þá beðnir að geta þess sérstaklega á umsóknareyðublaði. Allar upplýsingar fást á Bæjarskipulagi Kópa- vogs, Fannborg.2, frá kl. 9-15 alla virka daga. Sími 554 1570. Umsóknum skal skilað á sama stað. Bæjarstjórinn í Kópavogi. Glussakrani Til sölu er 30 tonna glussakrani PxH. Er í góðu lagi og ný skoðaður. Upplýsingar í síma 482-1275. Veitingastaður (pöbb) Til sölu einn sá vinsælasti við Laugaveginn. Mjög góð velta. Öruggur leigusamningur. Verð 19 millj. Upplýsingar gefur Ellert Róbertsson. Borgir, fasteignasala, sími 588 2030. Novel netkerfi fýrir 5 notendurtil sölu Kerfinu fylgir Intel Netþjónn, 3Com netkort og 500 mb SCSI netdiskur. 3 stk. 486 40 MHZ einmenningstölvur með 3Com netkortum og hörðum diskum. 2 stk. nótuprentarar, mjór og breiður. 1 stk. H.P. Laserprentari. 1 stk. Internet modem. Uppsetning á höfuðborgarsvæðinu fylgir. Upplýsingar í vinnusíma 564-1177 eða heimasíma 552-7745. Krani Höfum til sölu Grove-krana (á meðfylgjandi mynd). Hér er um að ræða mjög öflugan glussakrana. Einnig til sölu stór BPR byggingakrani á sama stað. Nánari upplýsingarveittar í símum 565-5261 og 565-0644. Byggðaverk hf. Tilboð Bifreiðaútboð á tjónabifreiðum er alla virka mánudaga frá kl. 9.00-18.00. Ljósmyndir af bifreiðunum liggja frammi hjá umboðsmönn- um SJÓVÁ-ALMENNRA víða um land. Upplýsingar í símsvara 567-1285. TiúnasHflðunatstiiflin • * * Draghálsi 14-16 -110 ReykjavíK • Sfmi 5671120 • Fax 567 2620 * Tilboð óskast Tilboð óskast í vörubifreið, Scania Vabis LB ’81 árg. 1982, skemmda eftir umferðaró- happ. Bifreiðin er til sýnis í Tjónaskoðunar- stöð Sjóvá-Almennra trygginga hf., Drag- hálsi 14-16. Tilboðum sé skilað fyrir kl. 10 nk. þriðjudag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.