Morgunblaðið - 15.10.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.10.1995, Blaðsíða 14
14 B SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ KVIKMYNDIR/Háskólabíó, Laugarásbíó og Borgarbíó á Akureyri sýna kvikmynd- ina Apollo 13 með Tom Hanks í aðalhiutverki. Myndin Qallar um tunglferð sem fór úrskeiðis vegna bilunar í tunglflauginni Apollo 13 með þrjá menn innanborð. Bilun um borð GEIMFARARNIR þrír um borð í tunglflauginni Apollo 13. GENE Krants (Ed Harris) stjórnar aðgerðum hjá NASA Apollo 13 endurskapar leik- stjórinn Ron Howard af mikilli nákvæmni mistök sem áttu sér stað í þriðju tungl- ferð geimferðastofnunar Banda- ríkjanna, NASA, og björgun geimfaranna þriggja sem voru um borð í tunglfiauginni. Tromp- ið sem Howard spilar út er ósk- arsverðlaunahafinn Tom Hanks, sem leikur geimfarann Jim Lo- vell sem er við stjórnvölinn um borð í tunglflauginni. Árið er 1970 og aðeins níu manuðir eru liðnir frá því sögu- leg för Apollo 11 til tunglsins var farin, og fólk er farið að efast um að það sé þess virði að eyða skattpeningum Banda- ríkjamanna í það að safna gijóti á tunglinu. Fáir leggja því leið sína til Kennedyhöfða þegar tunglflauginni er skotið á loft. En hvað varðar tunglfarana þrjá, fjölskyldur þeirra og allt tækni liðið hjá NASA þá er ekkert leið- inlegt eða vanabundið í sam- bandi við ferð til tunglsins. Harmleikurinn um Apollo 1 þeg- ar þrír geimfarar létust í slysi sem varð þegar skjóta átti tungl- flauginni á loft, er mönnum enn í fersku minni. Lovell, sem fór umhverfis tunglið í Apollo 8, dreymir um að stíga fæti á tungl- ið, og eiginkonu hans (Kathleen Quinlan), dreymir um ófarir í geimnum og ergir hún sig yfir skyndilegri ákvörðun um að eig- inmaður hennar taki þátt í för- inni með tunglflauginni sem ber óhappatöluna 13. Lovell gengur undir mánaða þjálfun með félögum sínum Ken Mattingly (Gary Sinise) og Fred Haise (Bill Paxton), en aðeins örfáum dögum áður en stóra stundin á að renna upp er Matt- ingly kippt út úr hópnum vegna þess að hann hefur greinst með mislinga. Varamaður hans, Jack Swigert (Kevin Bacon), kemur því í hans stað og á að fara tii tunglsins. Á þriðja degi tungl- ferðarinnar skeður svo óhappið. Lághitatankur um borð í flaug- inni springur og skortur verður bæði á eldsneyti og súrefni um borð. Áhöfnin og sérfræðingarn- ir hjá NASA verða því að finna leið til að varðveita nægilegt magn af súrefni og eldsneyti til að koma flauginni til baka til jarðar. Tom Hanks fer sem fyrr segir með hlutverk Jims Lovells, og er skemmst að minnast hans úr óskarsverðlaunamyndinni Forr- est Gump, sem skilaði rúmlega 300 milljónum dollara í tekjur í Bandaríkjunum einum. Hanks setti met þegar hann vann til óskarsverðlaunanna fyrir túlkun sína á einfeldningnum Forrest Gump, en það var annað árið í röð sem hann hlaut verðlaunin, því árið áður hafði hann hlotið þau fyrir hlutverk sitt í Phila- delphia. Hanks hlaut jafnframt Golden Globe verðlaunin fyrir bæði þessi hlutverk, en fyrstu Golden Globe tilnefninguna og óskarstilnefninguna hlaut hann fyrir hlutverk sitt í Big þar sem hann lék strákpatta sem skyndi- lega fær aðsetur í líkama fullorð- ins manns. Hann var útnefndur besti leikari ársins 1988 fyrir þetta hlutverk og frammistöðu sína í Punchline af samtökum kvikmyndagagnrýnenda í Los Angeles. Aðrar myndir sem Hanks hefur leikið í eru m.a. Sleepless in Seattle, A League of Their Own, Joe- Versus the Volcan'o og Burbs. Kevin Bacon er vaxandi leik- ari og þykir geta brugðið sér í hvaða hlutverk sem er. Hann hefur leikið jafnt á sviði sem í kvikmyndum og hefur hann hlot- ið Obie verðlaun fyrir sviðsleik. Meðal mynda sem hann hefur leikið í eru Quicksilver, Foot- loose, Diner, Flatliners og Murd- er in the First sem Regnboginn frumsýnir á næstunni, en alls hefur Bacon leikið stór og smá hlutverk í um 30 kvikmyndum. Bill Paxton þykir einn af ævin- týralegri leikurunum í Hollywood en hann hefur hatrammlega bar- ist gegn því að festast í einhveij- um ákveðnum rullum og þekkja kvikmyndahúsagestir hann því úr myndum af margvíslegu tagi. Hann hóf feril sinn í kvikmynd- um sem umsjónarmaður leikbún- inga í myndinni Big Bad Mama sem Roger Corman leikstýrði, en með hlutverki sínu í Apollo APOLLO 13 er tíunda kvik- myndin sem Ron Howard leik- stýrir, en einnig hefur hann leikstýrt fimm sjónvarpsmynd- um. Gerð Apollo 13 ogallur undirbúningur myndarinnar er með því því erfiðasta og flókn- asta sem Howard hefur tekið sér fyrir hendur sem leik- stjóri. Hvert einasta skot myndarinnar er ósvikið, því hvergi var notast við kvik- myndir af hinum raunverulega atburði sem myndin greinir frá eða öðrum geimferðum. Flest vandamálin sem sköpuðust voru vegna staðfestu Howards að endurskapa á trúverðugan hátt lífið um borð í tunglflaug- inni og I stjórnstöðvum NASA á jörðu niðri, en það krafðist ótrúlegrar nákvæmni í sam- bandi við öll þau ótal smátriði sem gera myndina jafn raun- verulega og raun ber vitni. Ron Howard hefur auk þess að leikstýra leikið í fjölda mynda sjálfur, skrifað kvik- myndahandrit og framleitt myndir. Hann þreytti frum- raun sína sem leikari á sviði þegar hann var 18 ára gamall, en sem barn lék hann í sjón- varpsmyndaflokknum The Andy Griffith Show og The KEN Mattingly (Gary Sinise) komst ekki með í ferðina. 13 hefur hann náð því að leika öll draumahlutverkin því hann hefur leikið kúreka, löggur, her- menn og nú síðast geimfara. Skemmst er að minnast hans í Music Man. Hann hlaut síðar lof fyrir leik sinn í American Graffiti og The Shootist. Þegar Howard var 23 ára gamall árið 1978 leikstýrði hann fyrstu kvikmyndinni, en það var Grand Theft Auto. Hún sló í gegn og sömu sögu er að segja um myndirnar sem fylgdu í kjölfarið en meðal þeirra eru Night Shift, Splash, Cocoon, Gung Ho, Willow og Parenthood, sem varð áttunda aðsóknarmesta myndin árið hlutverki bílasala í True Lies, en hann hlaut einnig mjög mikið lof fyrir hlutverk sitt sem smábæjar- lögga í One False Move. Meðal annarra mynda sem hann hefur 1988 og skilaði að lokum ríf- lega 100 milljónum dollara í tekjur. Árið 1991 leikstýrði hann Backdraft sem naut mik- illa vinsælda og hlaut auk þess fernar tilnefningar til óskars- verðlauna. Ári síðar leikstýrði hann svo Far and Away með þeim Tom Cruise og Nicole Kidman í aðalhlutverkum og tveimur árum síðar leikstýrði hann The Paper með Michael Keaton og Glenn Close í aðal- hlutverkum. Ieikið í eru Tombstone, Predator 2, Boxing Helena og Indian Sum- mer. Gary Sinise hefur sýnt hæfi- leika sína bæði sem leikari og leikstjóri, en hann varð heims- þekktur fyrir hlutverk sitt á móti Tom Hanks í Forrest Gump og hlaut fyrir það tilnefningu til óskarsverðlauna og Golden Globe verðlauna. Aðrar kvikmyndir sem hann hefur leikið í eru The Quick and the Dead, Jack the Bear, A Midnight Clear og Of Mice and Men, en það er önnur tveggja mynda sem hann hefur leikstýrt. Hin myndin er Miles from Home, með Richard Gere, Kevin Anderson og John Malkovich í aðalhlutverkum. Sinise hefur einnig leikið talsvert á sviði og var meðal stofnenda Steppenwolf Theater Company í Chieago 18 ára gamall árið 1976. Ed Harris sem leikur Gene Krantz, stjórnanda tunglferðar- innar á jörðu niðri, á að baki hlutverk í rúmlega 30 kvikmynd- um og einnig hefur hann leikið talsvert á sviði. Meðal mynda sem hann hefur leikið í eru China Moon, Needful Things, The Firm, The Abyss, The Right Stuff og Just Cause. Kathleen Quinlan sást síðast á hvíta tjaldinu í hlutverki leigu- morðingja í myndinni Trial By Jury, en einig fór hún með stórt hlutverk á móti Val Kilmer í The Doors. Hún hefur leikið í fjölda sjónvarpsmynda og meðal kvik- mynda sem hún hefur leikið í eru I Never Promised You a Rose Garden, Sunset, American Graf- fiti og Airport ’77. Það flóknasta á ferlinum ntm RON Howard

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.