Morgunblaðið - 15.10.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 15.10.1995, Blaðsíða 24
24 B SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ ATVIN N U A UGL YSINGA R Hjúkrunarforstjóri Samtök áhugafólks um áfengi og vímuefna- vandann auglýsa stöðu hjúkrunarforstjóra við sjúkrahúsið Vog lausa til umsóknar. Skriflegar umsóknir skulu sendar til fram- kvæmdastjóra SÁÁ, Ármúla 20, 108 Reykja- vík, merktar: „Hjúkrunarforstjóri". Umsóknarfrestur er til 20. október 1995. Nánari upplýsingar veita hjúkrunarforstjóri í síma 567 6633 eða framkvæmdastjóri í síma 581 2399. Á sjúkrahúsinu Vogi er sórhæfð hjúkrun við afeitrun og meðferð áfengis- og vímuefnasjúkra. Þar er starfrækt ein sjúkradeild með 60 rúmum. Framkvæmdastjóri ©KAUPMANNASAMTÖK ÍSLANDS óska að ráða framkvæmdastjóra til starfa. Starfið er laust nú þegar eða samkvæmt nánara samkomulagi. Framkvæmdastjóri ber ábyrgð á daglegum rekstri samtakanna. Leitað er að kröftugum og framtakssömum einstaklingi, helst með háskólamenntun, sem nýtist í þetta starf. Viðkomandi þarf að hafa góða þekkingu á íslensku viðskiptalífi og hafa fylgst vel með og kynnt sér þær breytingar er orðið hafa í alþjóða viðskiptum og munu verða á íslensku viðskiptalífi, m.a. vegna GATT samkomulags og ESB. Vegna erlendra samskipta er góð tungumála- kunnátta nauðsynleg. Viðkomandi þarf að geta tjáð sig vel í ræðu og riti. Launakjör samningsatriði. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást á skrifstofu Guðna Jónssonar, Háteigs- vegi 7, og skal umsóknum skilað á sama stað. Umsóknarfrestur er til 18. október. QjfíNTÍÓNSSON RÁDGIÖF & RÁÐNINCARÞIÓNUSTA HÁTEIGSVEGI 7,105 REYKJAVÍK, SÍMI5-62 13 22 Framkvæmdastjóri Félagasamtök nokkurra athafnamanna vilja ráða framkvæmdastjóra til að veita forstöðu sameiginlegri skrifstofu þeirra. Starfssvið viðkomandi er mjög fjölbreytt, m.a. við eftirfarandi: • Samræma aðgerðir í sölu- og verðlags- málum. • Auglýsingamál. • Áætlanagerð. • Skipulagsmál. • Framlegðarútreikningar. • Samræming á tölvuupplýsingum. • Útgáfa á fréttabréfi. Leitað er að einstaklingi, sem hefur menntun á þessu sviði eða hagnýta starfsreynslu, ásamt því að hafa einhverja þekkingu á fyrir- tækjarekstri. Viðkomandi þarf að vera félags- lega sinnaður, eiga gott með að umgangast fólk, geta unnið sjálfstætt og skipulega, hafa frumkvæði og metnað, ásamt því að hafa góða tölvu- og málakunnáttu. í boði er krefjandi og fjölbreytt starf. Umsóknum skal skila á skrifstofu mína, en þar fást einnig umsóknareyðublöð, ásamt öllum frekari upplýsingum um starf þetta. Teitur Lárusson, atvinnuráðgjöf - atarfsmannastjórnun, Austurstræti 12-14 (4. hæð), sími 562-4550, 101 Reykjavík. Leikskólar Reykjavíkur- borgar Óskum að ráða leikskólakennara eða annað uppeldismenntað starfsfólk í neðangreinda leikskóla: í starf allan daginn: Leikgarður v/Eggertgötu. Upplýsingar gefur Sólveig Sigurjóns- dóttir, leikskólastjóri, í síma 551-9619. Sólborg v/Vesturhlíð. Upplýsingar gefur Jónína Konráðs- dóttir, leikstjórastjóri, í síma 551-5380. í 50%starf e.h.: Álftaborg v/Safamýri. Upplýsingar gefur Ingibjörg Kristjáns- dóttir, leikskólastjóri, í síma 581-2488. Klettaborg v/Dyrhamra. Upplýsingar gefur Lilja Eyþórsdóttir, leik- skólastjóri, í síma 567-5970. Staðarborg v/Mosgerði. Upplýsingar gefur Sæunn El Karlsdóttir, leik- skólastjóri, í síma 553-0345. Leikskólar Reykjavíkurborgar eru reyklausir vinnustaðir. Dagvist barna, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími 552-7277. ÁGÁ ÍSAGA hf ísaga hf. framleiðir og selur gas- og lofttegundir til notkunar í iðnaði, heilbrigðisþjónustu og rannsóknum um ollt land. Viðskiptavinir okkar eru í mörgum atvinnugreinum, s.s. vélaverkstæðum, stóriðju, skipasmíðum, heilbrigðisþjónustu, rannsóknastofnunum atvinnuveganna, háskólum og víðar. Framleiðsla á lofttegundum fer fram í Reykjavík og Þorlákshöfn, auk þess sem ÍSAGA virkjar kolsýrunámu að Hæðarenda í Grímsnesi. Að , baki ÍSAGA stendur eitt afstærstu gasfyrirtækjum heims, AGA, sem framleiðir og selur gas og lofttegundir til iðnaðar og heilbrigðisþjónustu í 35 löndum í Evrópu og Ameríku og hefuryfir 10 þúsund starfsmenn. V élstj órn/vélgæsla Vegna aukinnar framleiðslu óskast vélgæslumaður til framtíðarstarfa í súrefnisverksmiðju okkar að Breiðhöfða 11. Starfið felst í vélgæslu, viðhaldi tækja og mannvirkja. Um vaktavinnu er að ræða . Leitað er að nákvæmum snyrtilegum og traustum einstaklingi í þetta ábyrgðarstarf. Reyklaus vinnustaður. Nánari upplýsingar veitir Torfi Markússon hjá Ráðgarði frá 9-12 í síma 5331800. Vinsamlegast sendið skriflegasr umsóknir til Ráðgarðs hf., Furugerði 5,108 Reykjavík merktar “ÍSAGA-vélgæsIa”, fyrir 21. október nk. VINNU- OG DVALARHEIMILI SJÁLFSBJARGAR Hjúkrunarfræðingur óskast í fullt starf við Vinnu- og dvalarheimili Sjálfsbjargar. Um er að ræða dagvinnu og helgarvakt um 4. hverja helgi. Vinsamlega hafið samband við hjúkrunarfor- stjóra, Guðrúnu Erlu Gunnarsdóttur, milli kl. 11 og 12 virka daga í síma 552 9133. Dvalarheimilið í Sjálfsbjargarhúsinu er ætlað hreyfihömluðu fólki er þarfnast aðstoðar og umönnunar allan sólarhringinn. íbúar eru 45 og starfsmenn um 50. Læknar, hjúkrunarfræðingar, félagsráðgjafi, iðjuþjálfi, sjúkraliðar og aðrir starfsmenn vinna við heimilið. Við vinnum nú sérstaklega að því að auka lífsgæði íbúa heimilisins. Boðið er gott starfsumhverfi á vinnustað í hjarta borgarinnar. Veitinga- og markaðsstjóri Vinsælt veitingahús í borginni óskar að ráða veitinga- og markaðsstjóra til starfa sem fyrst eða samkvæmt samkomulagi. Leitað er að drífandi og hugmyndaríkum ein- staklingi á aldrinum 27 til 42 ára. Viðkom- andi þarf að hafa menntun og starfsreynslu til að takast á við þessi störf. Um er að ræða krefjandi starf, vinnutími langur. Launa- kjör samningsatriði. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást á skrifstofu okkar til 21. október. QjðntTónsson RÁDGjÖF & RÁDNINGARMÓNUSTA HÁTEIGSVEGI7,105 REYKJAVÍK, SÍMI5-62 13 22 Sölustjóri í Suður-Ameríku Intertec auglýsir eftir sölustjóra. Intertec er íslenskt sölufyrirtæki í höfuðborg Chile, Santiago, sem selur íslenska vöru og þjónustu á sviði sjávarútvegs til Chile og annarra landa í Suður-Ameríku. Fyrirtækið býður einnig framleiðendum sjávarafurða upp á aðgang að alþjóðlegu markaðsneti. Intertec er með umboð fyrir mörg íslensk fyrirtæki á þessu sviði og er dótturfyrirtæki Hampiðjunnar, lcecon, Meka og Sæplasts. Sölustjórinn er jafnframt forstöðumaður fyr- irtækisins, en þar starfar jafnframt einn ritari. Starfið: 1. Umsjón með öllum sölu- og markaðsmálum. 2. Umsjón með öðrum málum, þ.e. bókhald, rekstrarmál o.fl. 3. Samskipti við viðskiptavini og fyrirtækin á íslandi. 4. Áætlanagerð og skýrslugerð. Hæfniskröfur: 1. Góð spænskukunnátta æskileg. 2. Mjög góð þekking og reynsla í íslenskum sjávarútvegi. 3. Góður, drífandi sölumaður. 4. Hæfni til þess að starfa sjálfstætt og skipulega. Nánari upplýsingar veitir Gylfi Dalmann. Með umsóknir og fyrirspurnir verður farið sem trúnaðarmál. Vinsamlega sendið inn skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. merkt- ar: „Sölustjóri Chile" fyrir 10. nóvember nk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.