Morgunblaðið - 15.10.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 15.10.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 1995 B 3 Morgunblaðið/Davíð Gunnarsson Gyða Jónsdóttir Wells. MOSAIKMYNDIN í Dover er á gönguleið sem er hluti af hinu umfangsmikla byggingarverkefni sem tengist Ermasundsgöngum. TEPPliiUPtlDð Á Hótel Sögu, sunnudaginn 15. október kl. 20.30 Stórglæsileg handunnin persnesk teppi, einnig bronsstyttur og kínverst handmálað postulín. Teppin verða sýnd í Gallerí Borg við Austurvöli í dag, sunnudaginn 15. október kl. 12.00 -18.00. Danskur teppasérfræðingur Viliy Sörensen frá Orient Art verður í galleríinu, sunnudaginn 15. október kl. 14.00 -16.00 og svarar fyrirspurnum. BORG við AUSTURVÖLL - sími 552 4211 arnir voru opnaðir af prinsinum og prinsessunni af Wales í apríl 1986. Baðherbergi í Brunei A undanförnum árum hefur kreppan haft sín áhrif á Tessera. Eins og mörg önnur fyrirtæki hefur það þurft að draga saman seglin. Árið 1986 voru 17 manns í vinnu, í dag eru starfsmenn einungis fimm. Fyrirtækið heldur áfram að hanna flísar fyrir heildsölumarkað. Þessi hönnun, sem er í samræmi við þarf- ir flísainnflytjenda, er það sem Gyða kallar „brauðstrit", þetta er vinna sem fyrirtækið framfieytir sér á. En inn á milli koma skemmtilegri verk- efni, eins og að hanna flísar fyrir baðherbergi ríkasta manns heims, soldánsins af Brunei. „Við þurftum að búa til allar flís- arnar sjálf. Þær voru úr gulli, bláar og rauðar, í stíl sem er víst sam- kvæmt hefðum þarna í Brunei, held- ur mikið gull fyrir minn smekk! En þetta var mjög spennandi. Ég hitti nú aldrei manninn sjálfan, en ég sá allan bílaflota hans!“ Einnig var fyrirtækið beðið um að hanna eldhúsflísar í þinghúsinu fyrir forseta breska þingsins, Betty Boothroyd, fyrrverandi dansara. „Ég veit nú ekki hvort hún hefur tíma til þess að elda þarna, en það var gaman að vinna við þessa gömlu og virðulegu stofnun," segir Gyða. Stór verkefni Frá því kreppan skall á hefur Tessera í vaxandi mæli tekist á við stærri verkefni fyrir hið opinbera. Fyrirtækið var beðið um að taka að sér annað verkefni fyrir London Transport, á Elephant and Castle jarðlestarstöðinni. „Við þurftum að taka gamla ljósmynd af hverfinu og stækka hana upp í 4,5 sinnum 3,5 metra. Þetta var brúnleit ljósmynd sem var tekin á aðalgötu hverfisins um jólin 1912. Það er jólaskraut í búðargluggunum og sporvagnar á götum. Það var afskaplega gaman að vinna við þetta.“ Einnig vann Tessera að verkefni í hafnarbænum Dover, á gönguleið sem er hluti af hinu umfangsmikla byggingarverkefni sem tengist Ermasundsgöngum. Hér þurfti Gyða að hanna langa mósaikmynd sem sýnir sögu skipasmíða í gegnum ald- irnar. Nú er unnið við annað verk- efni fyrir London Transport, í göngunum sem tengja lestarstöðv- arnar Bank og Monument. Varð að læra nýtt hlutverk Gyða segir verkefnið við Biackfr- iars-brúna hafa verið kreíjandi, ekki síst vegna þess hversu margir aðilar komu þar við sögu, m.a. Corporation of London, hverfisstjórnin Borough of Southwark og þjóðminjasamtökin Engiish Heritage. „Þetta var ná- kvæmisvinna, frekar en erfiðsvinna. Ætingarnar komu upphafiega frá Guildhall-bókasafninu. Það varð allt að vera rétt og allir þurftu að sam- þykkja allar ákvarðanir, það var far- ið yfir allt með smásjá.“ Mikið var fundað í kring um þetta, sem Gyðu þótti frekar þreytandi. „Ég er orðin iðnaðarmaður og bis- nessmaður frekar en listamaður. í stað þess að vera á vinnustofu í lista- mannasloppi er ég á fundum í drögt- um. Þetta er mér ekki eðlilegt en ég hef þurft að herða mig upp og læra að vera viðskiptakona, ég varð að gera þetta til þess að halda áfram, svo að fyrirtækið kæmist í gegnum kreppuna. „Kannski get ég bráðum hætt og farið að höggva út aftur. Ég er fyrst og fremst myndhöggvari." Innan veggja heimilisins Sunnudagsblaði Morgunblaðsins, 29. okóber nk., fylgir blaðauki sem heitir Innan veggja heimilisins. í blaðaukanum verður komið víða við og heimilið skoðað í krók og kring. Eldhúsinu og unglingaherberginu verða gerð góð skil ásamt allri þeirri nútíma tækni sem heimilið er búið. íbúar nýrra og gamalla húsa verða heimsóttir og teknir tali. Rætt verður við innanhússráðgjafa, fjallað um gólfefni, val á rúmdýnum, gluggatjöld skoðuð og sýnt hvernig lífga megi upp á heimilið með blómum og forvitnast um uppáhaldshúsgagnið. Þeim, sem áhuga hafa á ab auglýsa í þessum blabauka, er bent á ab tekib er vib auglýsingapöntunum til kl. 16.00 mánudaginn 23. október. Nánari upplýsingar veita Rakel Sveinsdóttir og Dóra Gubný Sigurbardóttir, sölufulltrúar í auglýsingadeild, í síma 569 1171 eba meb símbréfi 569 1110. - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.