Morgunblaðið - 15.10.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.10.1995, Blaðsíða 10
10 B SUNNUDAGUR 15. OKTOBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ MANNLIFSSTRAUMAR Lagstí líðnar fréttír AÐ FÁ að éta fylli sína af útlendum kjúkl- ingum, var svarið við spurningu eftir Gárur eftir Elínu Pálmadóttur langa fjarvist um hvað efst væri með tillögunum. Eftir voru Svíar tekist með þrýst- ingi á ráðuneytið í Ósló að fá því framgengt að ekki yrði greitt atkvæði á baugi á Islandi. Þegar frétt- afíkillinn fór svo að fletta Moggabunkanum, reyndist tvennt annað fyrirferðarmeira: Kvennaráðstefnan í Kína og laun alþingismanna. Kvenna- ráðstefnan hafði að vísu verið tíunduð í alþjóðlegum útvarps- og sjónvarpsstöðvum og dag- blöðum á brúklegum tungum, ensku á Kýpur og frönsku í Líb- anon. En þar ekki orð um ís- land. Hver hefur augun á sínum. Svona er heimurinn í dag! Óneitanlega hrökk maður við að heyra að eitt mesta afrek þessarar stóru ráðstefnu hefði verið samþykkt um að mann- réttindi næðu líka til kvenna. Mér var hugsað til hennar Elea- nor Roosevelts, eins aðalhöfund- ar mannréttindasáttmála SÞ, sem ég veit (var við- stödd umræður við hana um það í New York 1949) að aldrei hefði dregið í efa að konur væru orðalaust inni í mannréttindayfirlýsing- unni. Séu konur nú dottnar út úr því hug- taki að vera sjálfsagðir aðilar að mannréttind- um, þá segir það bara að einhvers staðar í bar- áttunni hafi þær verið klofnar frá og færst í sérkröfuflokk. Konur eru líka menn. Þarf ekki mörg orð. Annað sem gáraði sinnið við fréttalestur- inn. Sigríður Anna Þórðardóttir kvartaði undan því að nánast ekkert samstarf hefði verið milli Norðurlandanna. Að lítt er á það að treysta við slík tilefni lærði ég einmitt sem full- trúi á allsherjarþingi SÞ, þegar tillögur fyrstu Kvennaráðstefn- unnar í Mexíkó komu þar til umræðu og samþykktar 1975. Þetta var þegar þriðja heims Iöndin voru að þvinga inn í hvers kyns tillögur setningu um að Israelar væru kynþáttahatarar. Kom lítt kvenréttindamálum við og við Norðurlandafulltrúarnir vorum búnir að koma okkur saman um viðbrögðin. Illt að vera á móti þörfum samþykkt- um vegna svona innskots eða sitja hjá, eins og þær höfðu gert í Mexíkó. Því var ákveðið að láta greiða sérstaklega atkvæði um þá einu setningu. Nú leið að atkvæðagreiðslunum miklu, sem tóku hálfan dag. Á endan- um voru næstum greidd atkvæði setningu fyrir setningu. Smám saman höfðu Finnarnir dregið sig til baka. Þurfti engra skýringa við. Næstir hurfu Dan- irnir úr samstarfinu, þeir voru í EB og fylgdu þeim hópi. Ing- var Ingvarsson sendiherra hringdi heim í okkar utanríkis- ráðherra, Einar Ágústsson, sem sagði eftir að hafa heyrt okkar rök að við skyldum ráða þessu. Þegar ég svo morguninn eftir gekk í fundarsal Félagsmála- nefndar, fram hjá norsku sendi- nefndinni, sem hafði fengið sér til ráðuneytis marga kvenfull- trúa að heiman, þá kölluðu þær: Hvað gerir ísland? Svarið var að Island gerði það sem ráðgert hefði verið, við værum búin að fá heimild til þess. Gjör det! hrópuðu þ_ær í kór. Við fáum það ekki! Israelsmönnum hafði og íslendingar. Maður var auð- vitað rígmontinn að fá slíkt traust, hinir höfðu ekki fengið að ráða atkvæði sínu. Auðvitað var þetta skiljanlegt í ljósi að- stæðna. Og því er þessi saga rifjuð upp nú, að við nýjar að- stæður, með þrjú Norðurlöndin í Evrópusambandinu og í eðli- iegri samvinnu við þann hóp, er eins víst að samvinnan í Norður- landahópnum verði meira víkj- andi. Hafi minna vægi á kvenna- ráðstefnum sem öðrum alþjóða- ráðstefnum. Kemur af sjálfu sér. Ekki af því að menn haldi ekki áfram að vilja samvinnu Norðurlandanna. Áhuginn bein- ist annað og það vegur kannski stundum meira. Á móti kemur að nú hafa Finnarnir kannski meira svig- rúm. Allir skildu þá á þessum árum, þótt aldrei væri svo mikið sem ýjað að þvi eða nefnt orðið „Finnlandísering". Það var ekki fyrr en nú í lok september, á ráðstefnunni „Norðurlönd í fjöl- miðlum", að ég heyrði finnskan blaðamann, Seppo Kangsniemi, tala upphátt í fyrirlestri um það hvernig Finnar og öll blöðin þar í landi urðu að haga orðum sín- um í samræmi við kröfur Sovét- manna, ógunina í austri. Hann nefndi jafnvægisdans Kekkon- ens forseta, svo að Finnar urðu að halda í hann eftir að hann var orðinn veikur og fela það. Vissu það almennt ekki fyrr en birtist heima mynd af forsetan- um í opinberri heimsókn á ís- landi, þar sem Kek-konen stóð við laxveiðiá og öllum mátti ljóst vera af svipnum að hann vissi varla hvar hann var staddur. Svona línudans urðu Finnar að dansa öll þessi ár. Loks var þama skrifað um opinbera heimsókn forseta ís- lands í boði Kínveija og í sömu ferð erindi Vigdísar á Kvenna- ráðstefnu SÞ. Svar hennar nægði. Hveijum datt í hug að forsetinn gæti annað, í glæstu opinberu boði, sitjandi í silki- sófa, eins og hún segir, en sýnt gestgjofum sínum fulla virðingu með kurteisum orðum? Það er eðli slíkra heimsókna og það gerir Vigdís ávallt af fullri reisn. En vandræðin verða Ijóslega af því að blandað er saman inn í boðsferð Kínveija forustuhlut- verki á óháðri ráðstefnu SÞ um vond málefni kvenna. Það er auðvitað ómögulegt hlutverk fyrir hvern sem er. Leystist þó áfalla lítið. Gæti verið góð að- vörun um að koma aldrei neinum forseta í slíka aðstöðu aftur. LÆKNISFRÆDIÆr ný tegund mebferóar vid sykursýki á ncestu grösumf Lækningar með hjúpuðum frunuim SYKURSÝKI er af tveimur gerðum, insúlínháð sykursýki sem byijar á yngri árum og fullorðins sykursýki sem eins og nafnið gefur til kynna greinist yfirleitt ekki fyrr en á fullorðinsárum. Þeir sem hafa insúlínháða sykursýki verða að fá insúlínsprautu daglega til að lifa. Sykursýki stafar af því að frumuhópar í briskirtlinum, sem framleiða insúlín, svonefndar briseyjar, hætta að starfa eðlilega eða eyðileggjast. Það takmark sem menn stefna nú að við lækningar á sykursýki er að koma inn í líkamann frumum sem skynja blóðsykurinn, framleiða insúlín eftir þörfum og eru hjúpaðar efnum sem veija þær fyrir árásum ónæmiskerfisins. Hugsanlegt er að þessu takmarki verði náð eftir fáein ár. Að sprauta sig með insúlíni er alls ekki einfalt mál. Flestir þurfa að sprauta sig nokkrum sinn- um á dag til að reyna að líkja eftir eðlilegu magni insúlíns í blóði, sem m.a. hækkar tals- vert eftir hveija máltíð. Fyrir utan að vera talsvert álag á sjúklinginn, tekst insúlínmeð- ferð misvel og ef miklar sveiflur verða á blóðsykri veldur það tíma- eftir Magnús Jóhannsson bundnum óþægindum og til lengri tíma litið alvarlegum æðaskemmd- um, m.a. í augum og nýrum. Því betur sem okkur tekst að líkja eftir eðlilegu magni sykprs og insúlíns í blóði, því minni líkur eru á fylgi- kvillum sjúkdómsins. Verulegar framfarir hafa orðið á þessu sviði á undanförnum árum og áratugum. Nú eru flestir farnir að nota mannainsúlín (insúlín úr dýrum er ekki nákvæmlega eins) og talsverðar framfarir hafa orðið í að búa til insúlínlyf með hæfilega langvarandi verkun og er þetta til bóta. Einnig hafa orðið framfarir í búnaði til að mæla magn sykurs í blóði og þvagi. Flestir sprauta sig með svokölluðum insúlínpenna sem er til mikilla þæginda og gerir með- ferðina þar að auki öruggari. Fyrir nokkrum árum kom á markað lítil, handhæg insúlíndæla sem bera má innan klæða og dælir lyfinu undir húðina á kviðnum. Nokkru fyrir hveija máltíð má ýta á takka og gefur dælan þá aukaskammt af insúlíni. Þetta hljómar vel en hefur samt ýmsa annmarka eins og t.d. þá að dælan getur bilað eða nálin stíflast og þá er voðinn vís. Dælur af þessu tagi hafa því ekki notið mikilla vinsælda. Það sem einkum takmarkar að- ferðirnar sem nú eru notaðar við að gefa og skammta insúlín er að lyfjagjöfin stjórnast ekki nema óbeint af blóðsykrinum. Hjá heil- brigðum er það þannig að briseyj- arnar skynja blóðsykurshækkun eftir máltíð og senda þá út í blóðið hæfilegt magn af insúlíni innan örfárra mínútna. Það eftirsóknar- verðasta er að þróa búnað sem mælir blóðsykurinn stöðugt og stjórnar insúlíngjöf í samræmi við það. Við blasa tveir möguleikar: í fyrsta lagi örsmá tölva sem tengd er blóðsykursnema og insúlíndælu. Sennilega verður einhvern tímann hægt að framleiða blóðsykursnema sem verða nægjanlega smáir, hrað- virkir og öruggir en það hefur ekki tekist ennþá. I öðru lagi briseyjar, úr mönnum eða dýrum, sem komið hefur verið inn í líkamann í nægjan- lega miklu magni. Þetta er sá möguleiki sem menn binda mestar vonir við og hefur hann verið í þró- un árum saman. Ef briseyjar úr öðrum einstak- lingi eru settar inn í líkamann verða þær strax fyrir árásum ónæmis- kerfisins og Iíkaminn hafnar þeim, þær eyðileggjast. Til að hindra þetta er hægt að bæla ónæmiskerf- ið með lyfjum á sama hátt og gert er við líffæraflutninga en lyfin sem notuð eru hafa ýmsar aukaverkan- ir. Önnur aðferð, sem á ýmsan hátt er vænlegri, er að hjúpa frumurnar með efnum sem fela þær og veija fyrir ónæmiskerfi líkamans. Bris- eyjum, sem hjúpaðar hafa verið á þennan hátt, má t.d. sprauta inn í kviðarholið þar sem þær geta flotið um, skynjað blóðsykurinn og sent frá sér insúlín eftir þörfum. Þessar briseyjar gætu enst í 6-12 mánuði eða jafnvel lengur og allan þann tíma séð sjúklingnum fyrir því insúl- ini sem hann þarf á að halda þann- ig að blóðsykurinn sveiflist ekki WIATARLIST/fíonSi^r hrúturþab sama ogljón? Þaðerskráð í stjömumar SEM BETUR fer erum við ekki öll steypt í sama mótið, heldur erum við öll einstök, höfum misjafnar þarfir, álit, útlit og skap. Eins finnst sitt hveijum varðandi fæðuval. Þar ræður smekkur, mismunandi upp- eldi, sumir hafa ofnæmi fyrir ákveðnum fæðutegundum og enn aðrir eru ætíð að beijast við auka- kílóin og stjórnast þá mataræðið gjarnan af því óháð smekk eða löng- unum viðkomandi. Það er hins vegar til sú kenning að matarval sem og upplag og atgervi fólks sé skráð í stjörnurnar. Að mínu mati er það ekkert vit- lausari leið til að útskýra fjölbreyti- ^leika mannlífsins og mismunandi þarfir heldur en hver önnur. Öllu skal tekið með fyr- irvara og sumu mátulega hátíð- lega. Það á við um stjörnuspekina, en engu að síður getur verið gaman að velta hlutunum fyrir sér á dálítið ójarðbundnari og óvísindalegri máta en við erum vön. Við hér á íslandi erum nú fræg fyrir okkar trölla- og álfatrú og nú nýlega hefur geimver- ur borið mikið á góma þannig að við ættum að vera vel fær um að hleypa smáskammti af skemmtileg- um vangaveltum varðandi stjörnurn- eftir Álfheiði Hönnu Friðriksdóttur ar og áhrif þeirra inn í hugsanagang- inn. Stjörnumerkin eru kennd við 4 grunnþætti: eld, jörð, loft og vatn. Eldmerkin (hrútur, ljón og bogmað- ur) eru yfirleitt mjög athafnasöm og kraftmikil, á miklu spani og líta yfirleitt á fæðuna fyrst og fremst sem sitt eldsneyti. Semsagt ekki miklir nautnaseggir í mat og drykk. Sjálf er ég nú hrútur og lít á fæð- una sem orkugjafa en einnig gleði- gjafa. Mér finnst (og þessari skoðun deili ég með mörgum hrútum) gam- an að elda og bjóða fólki í mat, en það verður að vera eitthvað einfalt og fljótlegt, eins á það mjög vel við hrúta að flambera og grilla, sem er náttúrlega mjög í anda eldmerkis. Ofarlega á vinsældarlistanum eru bragðmiklar, seðjandi máltíðir. Þeir eru einstaklega hrifnir af osti, fyllt- um pönnukökum með osti ofan á og ostafondue. Pasta hentar þeim einn- ig afar vel sökum hve fljótlegt það er í matreiðslu og er auk þess mjög saðsamt. Einnig eru hrútar mikið fyrir hrísgijónarétti. Jarðarmerkin svokölluðu (naut, meyja og steingeit) eru hins vegar á allt öðrum báti. Þau eru jarðbundn- ari en eldmerkin, raunsæ og í mun lægri gír almennt heldur en eldmerk- in. Þau eru værukær og kunna vel að meta mat og notalegheitin í kringum hann. Nautið er ef til vill værukærast. Fólk í merki hins sterka og volduga nauts hefur mjög góða matarlyst upp til hópa, enda þurfa naut sitt hafði maður haldið, samt sem áður skyggir græðgi ekki á mikið næmi þeirra fyrir lystisemdum fæðunnar og bragðlaukarnir eru í góðu lagi. Naut eru yfirleitt hrifnust af vel útilátnum „mömmumat“ og eru afar tortryggin gagnvart „la nouvelle cuisine" eða álíka nýjung- um í matargerð, þar sem oftar en ekki fer meira fyrir diskaskreyting- um úr rósablöðum og sósum heldur en sjálfum matnum. Þau kjósa held- ur væna flís af feitum sauð, ávaxta- köku eða heimatilbúið brauð með sultu. Eins eru nautin miklir fagur- kerar og ef þú ætlar að heilla naut alveg upp úr skónum skaltu vanda mjög til. Máltíðin þarf ekki að vera flókin, það nægir að uppfylla undan- talin skilyrði. Það skiptir hins vegar máli að maturinn líti vel út og um- hverfið sé „kósí“ og í stíl. Allt þetta fær nautið til að rymja af ánægju. Loftmerkin (tvíburar, vog og vatnsberi) eru hin æðra þenkjandi þrenning. Þau velta öllu ve! og vand- lega fyrjr sér og láta tilfinningarnar yfirleitt ekki hafa yfirhöndina. Þau

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.