Morgunblaðið - 15.10.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 15.10.1995, Blaðsíða 18
18 B SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ ER snúið að skilgreina áhrif sem Færeyj- ar hafa við fyrstu kynni. Lítið land, vissulega og fámenn byggð. Ekkert skóglendi, en því er íslendingurinn vanur. Þögnin, hún er áber- andi og engu lík. Tíminn stendur í stað og tilfinningin er sú að þrátt fyrir að hafa tileinkað sér nýja siði séu íbúar eyjanna að einhveiju leyti ósnortnir af öðru en nánasta umhverfi. Og þokunni. Færeyski rithöfundurinn William Heinesen á margar FOLKIÐ í snilldarlegar lýsingar á eyjunum átján úti í miðju ball- arhafi. Honum er í sögum sínum tíðrætt um heimkynn- in og lýsir þverhníptum eyjum „sem rísa handanvið regnslæður og öldufalda en renna áðuren varir útí grá- mann einsog þær hverfi af sviði raunveruleikans inní veröld sagna og hindurvitna.“ Þýðingin er Þorgeirs Þorgeirsonar. Hrifsað úr djúpunum Færeyjar nútímans eru aðrar en þær Færeyjar sem Heinesen þekkti á uppvaxtarárum sínum. Kjarninn er þó hinn sami og um Jiann segir Hei- nesen í bók sinni I morgunkulinu: „Það er hins vegar þessi bátur með bláleitum pústreyk og gljáþvegnu dekki, kompás og loggi, veiðarfærum og sjóklæddum mönnum sem verður hinn áþreifanlegi vettvangur þarsem framtíð öll og afkoma veltur á lifrar- og lýsismettuðum aflafengnum og því hvernig tekst að hrifsa hann upp úr djúpunum.“ Og svo fór fiskurinn frá Færéyjum. Framan af öldum voru Færeyingar bændaþjóð. Um miðja síðustu öld varð þar breyting á, á eyjunum sem kenndar eru við sauðfé fór fólk að byggja afkomu sína á auðlegð sjávar. Upp rann tími framfara og fólksfjölg- unar, enda urðu Færeyjar ekki fyrir fólksmissi vestur um haf undir lok aldarinnar þó fjórði hver Svíi og tí- undi hver íslendingur flýði þangað hungur og hallæri heimahaganna. Um hrun færeysks efnahagslífs og harmleikinn í kjölfarið hefur verið mikið skrifað. Fólksflóttinn er ein afleiðingin. Um síðustu aldamót töldu Færeyingar um fimmtán þúsund. Fyrir nokkrum árum voru þeir orðnir 48 þúsund. Nú þarf að telja uppá nýtt. íbúar Færeyja eru nú rúmlega 43 þúsund, þaraf býr um þriðjungur í höfuðstað eyjanna, Þórshöfn. Þeir segja fækkúnina undanfarin ár ekki eiga sér hliðstæðu í sögu eyjanna nema kannski í þeim kafla er svarti dauði geisaði þar á íjórtándu öld. Það er ekki langt síðan hægt var að tala um iðandi mannlíf á götum Þórshafnar þó aldrei hafi staðurinn talist stór. Nú tala menn ekki um iðandi mannlíf og þó hefur flóttinn síst verið þaðan. Andrúmsloftið segir sína sögu. Og í þorpum eyjanna, þar vantar fólkið. Sjómennina og unga fólkið. Blaðamaður Morgunblaðs- ins og ljósmyndari urðu áþreifanlega vör við þann sáfa veruleika á ferð sinni um eyjarnar í haust. Það er líkt og færeysk þorp hafi verið yfirgefin í flýti og gamla fólkið skilið eftir til að gæta bús. En ekki bama, þau eru líka farin. Nú er ekki dansað hér lengur Kvívík er fallegur bær á eyjunni Straumey, sem er stærst Færeyjanna. Líkt og í öðrum færeyskum bæjum státar Kvívík af fjölda fallegra húsa sem er vel við haldið, þó ekki sé nú búið í þeim öllum. Mörg húsanna eru lítil og mörg em líka svört. Með tjörguðum útveggj- um. Það hefur kannski verið um þessi hús sem Heines- en skrifaði í Turninum á heimsenda: „Útmeð vogströnd- inni em svartir kofar í röðum, gaflarnir snúa niðrað voginum og á kvöldin speglast syfjuleg ljós frá stafn- gluggakrílunum allavega í dimmum sjónum, hlykkjast og snúa uppá sig eins og álar.“ En við erum að leita að fólki. í þorpinu er enginn á ferli. Uppi í miðri hlíð sjáum við Þormóð Davíðsson heyja. Hann er sáttur við að gera hlé á vinnunni og spjalla við okkur. Við komumst að því að hann hefur á 76 ára langri ævi aðeins búið í Kvívík. Aldrei annars staðar. „Það eru margir farnir," segir Þormóður. „Hér standa mörg hús auð eins og annars staðar.“ Bátar á þurru landi vekja athygli. „Einn bátur sigl- ir,“ segir Þormóður, „og einn bóndi er eftir með bú- skap. Eg gríp í vinnu fyrir hann.“ Þormóður hlær að nýju húsunum í Kvívík, kallar þau „slot“ og gefur lítið fyrir þá pólitík að byggja hús þegar íbúum fækkar. Hann bendir á stærsta húsið. Það er ungmennafélags- húsið. „Nú dansa þau ekki lengur þar. Þau fara í stóru bæina,“ segir hann og á raddblænum má greina söknuð. Nú sést rúta efst í fjallshlíð. „Skólabíllinn," segir Þormóður. Hann kemur með skólabörnin frá bænum Vestmanna, en Kvívíkurbörn sækja þangað skóla eftir tíu ára aldur og fram að menntaskólaaldri. Eftir það þurfa þau til Þórshafnar. Við fylgjumst með skólabíln- um skila börnunum við ungmennafélagshúsið. Um stund heyrist nýr hljómur í bænum, ungar barnsraddir, en það er stutt heim og aftur er þögn í Kvívík. Þormóður vill ekki kveðja fyrr en hann hefur bent okkur á fallegustu húsin í bænum og sagt sögu þeirra. Það er hins vegar saga fólksins sem við viljum heyra. Þá sögu vill hann síður segja. En þetta er fallegur bær. Barnið í Elduvík Gömlu mennirnir fengu hjá okkur far upp brekkuna, þökkuðu fyrir og kvöddu. í bak- sýnisspeglinum sáum við þá rölta aftur nið- ur brekkuna. Tvo saman í rólegheitum. Fred- rik og Arnfinn léku þennan leik oftar og í eitt skiptið sem við skutluðum þeim nokkur hundruð metra til þess að auka flölbreytileik- ann í stefnulausi rölti þeirra um nágrenni Eiduvíkur í Austurey, sögðu þeir okkur frá baminu. Barninu, sem fæddist í Elduvík í sumar. Barninu, sem var það fýrsta sem fæddist í Elduvík í 22 ár. Við heimsóttum barnið. Meinar Reyná heitir litli drengurinn, sem sett hefur mark sitt á sögu Elduvíkur. For- eldrarnir, Poul og Frida Reyná eru úr þorp- inu og vilja halda í æskuheimilið. Allavega ekki gefast upp strax. „Vonandi færir barn- ið þorpinu okkar gæfu,“ segja þau. I bænum Sandi á Sandey er fjölskylda að vinna í heyskap. Eyjan og bærinn draga nafn sitt af sendnum ströndum og umhverfið er ólíkt því sem annars staðar er í Færeyjum. „Þið vissuð ekki að fyrir um 200 árum var Sandur stærri en Þórshöfn," fullyrðir Poul Joensen þegar hann tekur hlé frá því að setja heysáturnar í dys. Það er annars varhugavert að taka sér hlé frá verkinu því þokan og rigningin hanga yfir og Joensen fjölskyldan hefur þegar beðið í tvær vikur eftir þurrki til verksins. En Poul vill tala við okkur. Konan og börn- in halda áfram að vinna. „Áður var mikið fjör í Sandi. Fyrir fjórum árum lokaði fiskfabrikkan og þá fluttu margir burt. Nú búa 600 manns í Sandi, en hér er samt samt þriðjungur af allri mjólkurframleiðslu Færeyja." „Á hvaða ferðalagi eruð þið?“ spyr Poul. „Jæja. Hingað koma ek'ki margir ferðamenn. Þeim þykir of langt að fara með feijunni og allt það. Hér er nú samt margt fallegt að sjá,“ segir hann og bendir. „Mikið sléttlendi ög allt gróið og grænt, því það er sandur undir öllu.“ Við dáumst að fallegum húsum og nefnum fleiri bæi. Poul hlær: „Já, það er flott hér og allt byggt á lánum. Menn vilja hafa þetta eins flott og í Ameríkunni.“ Það hnussar í honum yfir þeirri vitleysu. Á floti í þokunni í / morgunkulinu segir Heinesen frá Vítusi, sem kallaði Færeyjarnar floteyjar samkvæmt gamalli þjóð- trú. „Þær voru yfirgefnar á reki í þokunni þangaðtil þær fundu sér þennan samastað. Aldrei höfðu þær neina ró. Þær rak fyrir sjó og vindi ef svo má segja.“ Þokan varð fylgifiskur okkar í Færeyjum. Fyrst buð- um við hana velkomna, því okkur þótti skemmtilegt að sjá hvernig hún breytti umhverfinu. Hvernig allt varð dulúðlegt og dálítið spennandi. Það er líka gaman að taka myndir í þoku. Svo urðum við leið á þokunni, því hún elti okkur. Svo fór hún að setja okkur skorð- ur, þykk og drungaleg. Við kvörtuðum, en þokan hlust- aði ekki á okkur frekar en íbúana. Þeir búa á eyjum,' sem fljóta í þokunni. mmm ■ M, - ..

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.