Morgunblaðið - 15.10.1995, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 15.10.1995, Blaðsíða 34
MORGUNBLAÐIÐ -34 B SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 1995 á gegnum tölvu og það án þess að hafa nokkum tímann séð viðkomandi? Hildur Fríðriks- dóttir komst að því eftir að hafa spjallað við fjölda fólks að margir hafa orðið fyrir hughrifum, aðrir daðra á al- netinu og enn aðrir verða ást- fangnir og hefja sambúð. alnetinu Er hægt að verða ástfanginn af viðmælanda sínum í EG HEF hlegið, grátið og orð- ið afbrýðisöm fyrir framan tölvuskjáinn, því tilfinning- amar verða svo sterkar,“ sagði ein þeirra fjölmörgu kvenna sem orðið hafa ást- fangnar á alnetinu (Internetinu). Ástfanginn? Er það hægt og án ■“yæss nokkurn tíma að hafa séð við- komandi augliti til auglitis? Þeim sem hafa engin kynni af töluvsamskiptum finnst erfitt að ímynda sér að tilfinningar geti fylgt því að skrifast á með þessum hætti. Þeir klykkja jafnvel út með að slík- ur samskiptamáti sé mjög óper- sónulegur. Þeir sem til þekkja segja hins vegar að samskipti í gegnum tölvur geti verið mjög persónuleg. „Munurinn á þeim og á samskiptum augliti til auglitis er sá að fólk þorir að tjá allar hugsanir sínar,“ sögðu nokkrir þeirra sem Morgun- blaðið ræddi við. Þeir bentu einnig á að ífeægt væri að halda áfram sambandinu á net- inu, þar til maður þekkti viðkomandi, en þá væri hægt að hittast augliti til auglitis. „Það er kostur að vera andlitslaus, því ef manni líst ekki á viðkomandi er hægt að slíta sambandinu strax og án eftirmála," sagði kona um fertugt. í raun er hugsunin um að ást geti kviknað á alnetinu ekki frá- leit, því dæmi eru um að slíkt hafi gerst milli pennavina svo og jnilli fólks sem átti mikil sam- skipti í gegnum síma. Hér á landi virðast sambúðir sem rekja má til spjalls á netinu vera hálfgert feimnismál og fólk lítt tilbúið að tjá sig undir nafni. í Bandaríkjunum hins vegar og víða erlendis er vitað um mörg slík sambönd. Meira að segja fara kögur af einu slíku sem átti sér stað í sumar, þar sem fólkið sást aðeins hálfum mánuði fyrir brúð- kaupið og meðal gesta var að sjálf- sögðu fjöldi netvina þeirra! Finnurðu hvað er að gerast? Ein þeirra kvenna sem Morgun- blaðið ræddi við og varð fyrir hug- hrifum lýsir framvindu mála þann- . „Eg eignaðist vin á bandarískri rás. Við spjölluðum oft og mikið saman, en svo í eitt skipið segir hann: „Finnurðu hvað er að ger- ast?“ - „Já,“ svaraði ég. - „Hvað finnst þér um það?“ Ég svaraði að ég væri efins, því mér fyndist skrýt- ið að tengjst svona sterkum bönd- um manneskju sem ég hafði aldrei séð. „Við skulum hægja svolítið á okkur,“ sagði ég. Við erum enn mjög góðir vinir en lokuðum á þann möguleika að ástarsamband þróaðist. Við höfum oft talað um að svona „landamæraást" gangi ekki alltaf upp, því annar aðilinn þarf að fóma sín- um högum,“ sagði hún og bætti við: „Eg held að maður hlaupi ekkert út í ástar- sambönd en það er gaman að kynn- ast góðu fólki og finna að því stend- ur ekki á sama um mann.“ Sambandið hélst á netinu Maður sem kominn er vel yfir þrítugt kynntist konu hjá sameig- inlegum vini. Þau bjuggu ekki í sama landshluta svo þau héldu sambandinu áfram í tölvu. „Sam- skiptin eiga sér stað mun oftar í tölvu en í síma og sambandið verð- ur mun fyrr innilegt vegna þess að fólk á auðvelt með að tjá sig. Sambandið þróaðist þannig að við fórum að daðra á netinu á milli þess sem við töluðum saman í síma. Síðar slitnaði upp úr sam- bandinu og var það aðallega vegna þess að hún skipti um vinnustað Það er kostur að vera and- litslaus. og hafði ekki lengur aðgang að tölvu.“ Margir hafa bent á að feimið fólk njóti sín ákaflega vel í tölvu- samskiptum. Það getur tjáð sig um allt mögulegt án þess að aðrir sjá að það roðnar, hikar, stamar eða verður undirleitt. „Feimið fólk á auðvelt með að daðra. Ég fann að þegar ég ræddi við stúlkuna mína gat ég verið opinskárri á tölvunni en ég hefði nokkurn tíma verið augliti til auglitis," sagði maður sem átti ástarsamband á netinu. „Maður fer út á ystu nöf,“ bætti hann við. Alþjóðlegt kaffihús Margrét Pálsdóttir málfræð- ingur hefur átt bæði persónuleg og fagleg samskipti á netinu. Hún líkir því við að fara á alþjóðlegt kaffihús þegar hún fer inn á spjall- rásirnar. „Það er hægt að setjast við tölvuna, skreppa í heimsókn, flækjast um heiminn og/eða land- ið og ræða við marga í einu eða tala við einhvern einn á einkarás- um. Það eru alltaf einhverjir á þessu kaffihúsi sem ég þekki,“ segir hún. Hún leggur einnig áherslu á að persónuleiki hvers og eins komi mjög sterkt fram og því njóti fólk sín vel sem einstaklingar. „Það er ekki spurt um aldur, menntun og fyrri störf,“ sagði hún. „Það er ekki farið eftir útliti, litarhætti og jafnvel ekki spurt um kyn. Það er persónan, nákvæmlega eins og hún er, sem skiptir máli.“ Undir þetta tóku allir þeir sem blaðið spjallaði við og töldu það ótvíræðan kost, ekki síst þegar ungt fólk ætti í hlut því það væri mun dómharðara gagnvart útliti. Munklífi nútímans Almennt er hægt að segja, að unga fólkið sem spjallar mikið á netinu á ýmislegt sameiginlegt. Það er mikið til heima á kvöldin, jafnvel svo að foreldrum finnst nóg um. Ein móðirirn gekk svo langt að nefna tölvusamskiptin „munk- lífi nútímans“. En oft er hún ekki betri músin sem læðist en sú sem stekkur, því vitað er um dæmi af dreng sem var allt í einu kominn með stúlku upp á arminn, foreldr- um og vinum til mikillar undr- unar. Enginn hafði orðið var við að hann væri í þessum hugleiðing- um, en hann fann sem sagt stúlk- una sína á netinu. Einnig er vitað um ungt par sem hafði talað sam- an á tölvunni í heilt ár en til- kynntu þá öðrum á netinu að þau væru byijuð saman. Þá er fólk sammála um að með tölvusamskiptum verði kímnin allt öðruvísi. Ingólfur Ásgeir Jóhanns- son menntunar- og sagnfræðingur hefur töluvert velt sam- _______ skiptum á netinu fyrir sér og einnig borið sam- an sendibréf og tölvu- bréf. „Mér sýnist bréfin keimlík varðandi efnis- innihald, húmor og nærveru. Sjálf- um finnst mér erfiðara að vélrita einkabréf en það er öðruvísi þegar ég er við skjáinn. Augliti til auglit- is svara ég ekki alltaf „spontant“, en í tölvusamskiptum er mun auð- veldara að sýna húmorísku hlið- arnar rétt eins og í sendibréfl,“ segir hann. Hann bendir einnig á að laðist fólk að hvort öðru þar sem það hittist í fyrsta skipti geti það gefið upp netfang í stað símanúmers. „Það þarf ekki að svara póstinum frekar en það 'vill eða það getur kannað sambandið frekar og þá jafnvel hist á kaffihúsi,“ segir hann og bendir á að hér á landi sé við- horf til stefnumóta frábrugðið því sem þekkist til dæmis í Bandaríkj- unum. „Áður fyrr voru diskótekin Feimið fólk á auðvelt með að daðra. staðirnir sem þeir leituðu sem víldu þreifa fyrir sér, síðan líkamsrækt- arstöðvamar og nýlega las ég í bandarísku tímariti að grænmetis- hornin í stórmörkuðunum hefðu tekið yfir. Það nýjasta er greinilega alnetið." Margrét Pálsdóttir er ekki hlynnt því að fólk leiti markvisst að skyndikynnum eða maka á netinu. Hún segir að hópur netnotenda hafi breyst töluvert að undanförnu og nú sé nokkuð af yngra fólki þar í leit að skyndikynnum. Af því hafí hún áhyggjur. „Mér finnst þessi breyting ekki eftirsóknarverð," sagði hún. Hvernig sem á því stendur er mikið spjallað um ástina á netinu og margar einmana sálir eru leit- andi og á það aðallega við um er- lendu rásirnar. „Það er til heið- arlegt fólk sem vill eignast lífsföru- ________ naut, en svo er hættan alltaf til staðar að við- komandi lendi á skemmdu epli,“ sagði Jónína Kárdal kennari og námsráðgjafi sem hefur notað samskipti á alnetinu í nokkur ár. Hún lenti meira að segja í því að bandarískur maður taldi hana hina eina réttu konu í lífi sínu eft- ir örstutt kynni, en hún kveðst að sjálfsögðu hafa hafnað þessu góða boði. Klám ekki á dagskrá Þeir sem Morgunblaðið ræddi við voru sammála um að klám ætti ekki erindi inn á netið. Yrðu þeir varir við að einhver sýndi áhuga á því væri lokað á samskipti við við- komandi eða honum gefið í skyn að umræðuefnið væri ekki áhuga- vert. „Ef einhver hefur áhuga á klámi þá fer hann á þá rás sem slíkt er rætt, en það er meira af- markaður heimur,“ sögðu þeir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.