Morgunblaðið - 15.10.1995, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 15.10.1995, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 1995 B 21 1 fjölskyldubönd eru oft losaraleg og upplausn og ringulreið einkenn- ir daglegt líf og fjölskyldur eru orðnar mjög litlar. Þá er hveijum einstaklingi mikilvægt að fínna að hann er hluti af stærri heild. Það er engin spurning að við sækjum oft fyrirmyndir í ættirnar þegar við veljum búsetu, störf, menntun og afstöðu til ýmissa mála. Við höfum tilhneigingu til að feta í fótspor feðranna. Þá er einmitt mikilvægt að við þekkjum og vit- um deili á þeim sem næstir okkur standa, svo við verðum ekki öðrum og óæskilegri öflum þjóðfélagsins að bráð. En hvernig er ættfræði stunduð í dag? „Ættfræðigrúsk ér oftast ein- manalegt starf. Menn sitja og grúska eða rannsaka á vísindaleg- an máta. Heimildir er flestar að finna á þjóðskjalasafninu, þar eru frumgögnin, kirkjubækur og manntöl. Engar ættfræðirannsókn- ir verða stundaðar án þessara frumheimilda. Þótt stór hluti þeirra sé til á fílmum og aðgengilegur á nokkrum stöðum á landinu, háir það flestum hversu erfítt er að nálgast þessi gögn. Opnunartími Þjóðskjalasafns er ekki sniðinn að þörfum ættfræðiáhugamanna. Á seinni árum hefur útgáfa ættfræði- bóka, einkum niðjatala, aukist gíf- urlega og þar sjá, ekki síst þeir sem ýngri eru, oft tengslin við nánustu ættina. Tölvuforrit, bæði Espólín og Gagn og gaman, innihalda einn- ig mikinn fróðjeik, sem gagnast þeim sem þau tíýta. Ofantaldar heimildir veita okk- ur aðeins grunnupplýsingamar. Til þess að glæða persónur fyrri alda lífí, þarf oft að leita mjög víða fanga. I gömlum sögum og sögnum, þjóðsögum og ekki síst frásögnum úr einstökum byggðar- lögum eða af einstökum persón- um. Við leitum stöðugt að fróð- leiksmolum til þess að skapa sem fyllsta mynd af forfeðrum okkar. Ættfræðifélagið, sem nýlega hélt upp á 50 ára afmæli sitt, hefur tekið á leigu húsnæði í tengslum við bókaútgáfunna Þjóð- sögu og þar er ætlunin að koma á fót vinnuhópum, þar sem menn sem eru að fást við svipuð verk- efni, geta hist og borið saman bækur sínar, eða jafnvel sameinað gögn sín. Ættfræðifélagið hefur vaxið geysilega á síðustu árum og félagar eru nú á sjöunda hundrað. Það eru haldnir fundir mánaðar- lega yfir vetrartímann og þá fengnir fyrirlesarar. Þeir fjalla um ýmsar hliðar ættfræðinnar, tengsl ætta og sjúkdóma, sögufrægar persónur, einstakar ættir, þjóðfé- lagsmynstur og fleira og fleira. Ættfræðifélagið fer á hverju sumri í ferð með kunnugum farastjórum og þar er ættfræðin að sjálfsögðu aðalefnið. Ekki þarf að spyija að uumræðuefninu samferðamann- anna á meðal. Ættfræðifélagið gefur líka út fréttabréf sem inniheldur margvís- legan fróðleik, og birtir meðal annars erindi fyrirlesara á fundum félagsins. Það hefur líka staðið fyrir mikilli útgáfustarfsemi á manntölum. Það hefur gefið út manntalið 1801, 1816, 1845 og vinnur nú að útgáfu manntalsins 1910, í samvinnu við Erfðafræði- nefnd og Þjóðskjalasafn. Það er ef til vill til marks um þann gífur- lega áhuga sem menn hafa á ætt- fræði, ef þeir á annað borð gefa sig að henni, að öll vinna við manntölin er sjálfboðavinna. Það má því segja að ættfræðin sé í senn grúsk og gaman og þeg- ar best lætur fræðigrein, vísindi sem útheimta nákvæmni, þekk- ingu og heiðarleika. Ættfræðin er tengiliður milli fortíðar, nútíðar og framtíðar. Hún eykur skilning okkar á mannlífinu. Hún tengir okkur landinu, sögunni, þjóðinni og menningunni. Ættfræðin gerir okkur fróðari, glöggskyggnari og umburðarlyndari. Hver þráður sem við rekjum til fortíðarinnar verður okkur haldreipi og leiðar- ljós á framtíðarbraut. VINNINGSHAFAR í LJÓSMYNDASAMKEPPNI c s c •g u ;ro £ qjelkwj*1 1, verölaun: PIONEER hljómflutnings samstæða i frá Hljómdeild KEA 2. verðlaun: SHARP hljómflutnings- samstæða frá Hljómdeild KEA Harpa Ingimundardóttir, Dílahæð 1, 310 Borgarnes 5.-7. verölaun: LOTTO íþróttagalli frá Vöruhúsi KEA 3.-4. verölaun: CANON Prima Mini myndavél frá Pe dr ómyndum u\aröavhaga2 - Inga Dóra Björgvinsdóttir, Spóahólum 18.111 Reykjavík Berglind H. Helgadóttir, Múlasíðu 20, 603 Akureyri Hrefna Aradóttir, Skúlabraut 2, 540 Blönduós V\\\marss°n 8.-11. verðlaun: LOTTO íþróttaskór frá vöruhúsi kea ^eýKjaV'k' 12.-25. verölaun: Verðlaunahafar hafa fengið senda 2 kassa af Frlssa fríska. Helgi Sig og fjölskylda, Valshólum 4, 111 Reykjavík Erna Jónsdóttir, Hjallastræti 32, 415 Bolungarvík Ragnar Stefánsson, Njaröargötu 61 101 Reykjavík Jöhann Arni Þorkelsson, Austurströnd 6, 170 Seltjarnarnes

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.