Morgunblaðið - 15.10.1995, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 15.10.1995, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 1995 B 35 ;x_. Ég sagðist mundu faðma hann FÓLKI finnst það mjög sérstakt að við kynntumst í gegnum tölvu,“ sagði ungt par sem Morgunblaðið ræddi við og við skulum kalla Auði og Ólaf. Þau vildu halda nafnleynd, því þau sögð- ust enn vera að byggja upp sam- bandið og þyrftu síst á því að halda núna að vekja athygli. Auður var í Háskólanum á Akur- eyri þegar vinkona hennar dró hana með sér í tölvustofuna hvenær sem stund gafst. Þar kynntist vinkonan Ólafí í gegnum íslandsrásina á al- netinu og smám saman fór Auður að taka þátt í samskiptunum líka. Henni fannst spennandi að að tala við „einhvern strák beint í gegnum tölvuna“ eins og hún seg- —------- ir, en kveðst ekki hafa Á netinu kynn- ist maður innra manni verið hrifin af honum þá. Fljótlega hættu þau að tala saman í tölvunni, meðal annars vegna þess að Auður hafði ekki aðgang að slíkri heima. í staðinn var síminn óspart notaður og um jólin sendu þau hvort öðru myndir. „í tölvunni er maður algjörlega ófeiminn og þægilegra að koma orðum að því sem maður vill segja. Það grípur enginn fram í fyrir manni eins og í samtölum..." „Já, það var einmitt það sem ég ætlaði að segja,“ grípur Auður fram í og færir þar með sönnur á orð Ólafs. „í tölvu er líka hægt að lýsa tilfinningum eða skoðunum sem hafa ekki verið færð í orð áður. Hjá okkur myndaðist strax í byijun mikið traust þó svo að ákveðin var- færni hafi líka fylgt,“ segja þau. Auður hafði ekki þekkt Ólaf nema í 1 'h mánuð þegar hún ákvað að flytja suður til hans og fara í skóla þar. „Og hér er ég búin að vera síðan í janúar,“ segir hún. Að hittast í fyrsta skipti Aðspurð hvort þau hafi orðið vandræðaleg þegar þau hittust seg- ir Auður hlæjandi: „Ég var búin að segja honum hvernig móttökur hann fengi. Ég sagðist mundu faðma hann.“ „Þegar ég sá hana skaust í gegn- um hugann minn: „Hvað ef hún gerir það ekki,“ segir Ólafur. Af því þurfti hann þó ekki að hafa áhyggjur og bæði eru sammála að eftir faðmlagið hafi samband þeirra verið vandræðalaust. Auður virkar mjög opin en Ólafur heldur feimnari. Þau eru sammála um að nétsamskipti almennt séu -------- af hinu góða og hjálpi fólki að öðlast óþvingaða og fijálslega framkomu. „Oftast eru þeir sem tala hvað mest á netinu einna feimnastir," segir Ólafur. Aðspurð hvort þeim fínnist að sambönd sem þróast út frá tölvu- samskiptum vera „annars flokks" kynni neita þau því. „Öðrum finnst þetta sérstakt, en ég tel svona kynni ekki verri en hver önnur,“ segir Auður. „Það er spurning eftir hveiju maður sækist," segir Ólafur. „Ef maður kynnist einhveijum á kaffi- húsi eða á skemmtistað fer áhuginn meira eftir útlitinu," heldur hann áfram. „Á netinu kynnist maður persónuleikanum og innra manni, en ytri umgjörð skiptir minna máli.“ Samskipti urOu að sambúð EINS OG fjöldi annars ungs fólk leigja Ásdís Jenna Ástráðs- dóttir og Heimir H. Karlsson litla íbúð. Þau eru enn að koma sér fyrir því aðeins eru nokkrir mán- uðir síðan Heimir flutti inn til Ásdís- ar. Það er ljóst þegar setið er hjá þeim eina kvöldstund að þau eru yfir sig ástfangin eða eins og Ásdís Jenna lýsti í ræðu á fundi Þroska- hjálpar nýlega: „Ég er ánægð með ástina í lífi okkar, sem blómstrar eins óg rðsir." Ást þeirra er dæmi um sterkar tilfínningar sem kviknað hafa á Al- netinu og leiddu til þess að þau fluttu saman. „Mörgum finnst skrýtið að við skulum vera ástfangin og búa saman af því að Ásdís Jenna er svona mikið fötluð,“ segir Heimir. „Ég hef verið í sambúð áður og þetta er ekkert öðru vísi. Fólk heldur að ég sitji heima allan sólarhringinn og aðstoði hana, en svo er ekki. Hún hefur aðstoðarfólk dag og nótt, sem hefur aðstöðu í litlu herbergi við hliðina á íbúðinni og hún getur kall- að á ef þörf krefur. En þar fyrir utan höfum við okkar einkalíf.“ Féll fyrir bréfum hans Aðspurð hvemig sambandið hafi byijað og þróast segir Ásdís að hún hafi verið í tölvunni í ágúst í fyrra, nennti ekki- að læra og fór inn á „irkið“, sem er spjallrás á Mennta- netinu. Þar hitti hún Heimi í fyrsta sinn en hann bjó á Akureyri. Smám saman vaknaði áhugi þeirra hvort fyrir öðru og þau fóru að spjalla saman á einkarás. „Ég held ég hafí fallið fyrir bréfum hans,“ segir Ás- dís. „Hún sagðist vera mikið fötluð og mig rámaði eitthvað í sjónvarps- mynd sem gerð var um hana,“ segir Heimir. „Mig langaði til að vita meira um þessa manneskju sem var á bak við nafnið. Maður kynnist mjög fljótt á netinu og samskiptin verða einhvern veginn mitt á milli bréfaskrifta og símtala. Það verður mikil tilfinningaleg spenna þegar samband er að þróast.“ Teygðist úr hálftímanum Stundum spjölluðu þau saman í síma en þá varð aðstoðarmanneskja <5 Morgunblaðið/Ásdls „ÞAÐ ER persónan sem skiptir máli en ekki fötlun hennar,“ segir Heimir H. Karlsson í viðtalinu, en hér er hann ásamt kærustu sinni Ásdísi Jennu Ástráðsdóttur. Þeir héldu að fatlað fólk hefði ekki til- finningar „ÉG HEF eignast marga trúnað- arvini um allan heim, en svo kom að því að ég varð ástfanginn á netinu af stúlku í Suður-Evrópu. Eftir að við höfðum skrifast á lengi og talað oft saman í sima bauð hún mér að koma í heim- sókn til sín. Ég var í fyrstu í vafa. Út í hvað var ég að fara? En, jú, hvers vegna ekki að skella sér í sumarfríinu og dveljast hjá henni og sjá hveiju fram yndi? Þegar ég kom út tók hún á móti mér á flugvellinum. Hún var eins og ég hafði kynnst henni, yndisleg mannvera, en ég fann f^jótlega að eitthvað hafði komið upp á. Hún var mjög stressuð, eins og öll á nálum. „Hvað er að?“ spurði ég. Hún sagði að ekkert væri að, hún væri bara spennt yfir komu minni. Ég þótt- ist þó viss um að ástæðan væri önnur. Babb í bátinn Við höfðum sýnt hvort öðru mikinn kærleik í samskiptum á netinu og í símtölum, þannig að ég var þess fullviss að tilfinning- ar hennar til mín voru ekta. Hún hafði einnig sýnt sameiginlegum vini okkar mynd af mér og kynnt mig sem kærasta sinn og væntan- legan eiginmann. En það kom babb í bátinn ... Daginn sem ég kom varð hún að skjótast frá eii ég beið heima. Síminn hringdi og ég svaraði því ég bjóst hálfpartinn við að það væri hún. Svo var þó ekki. I sí- manum var karlmaður, sem kvaðst vera elskhugi hennar og að tala fyrir Ásdísi, en þegar Heim- ' ir kom í fyrsta skipti í bæinn í nóv- ember var enginn til staðar nema þau tvö. Aðspurður hvort honum hefði brugðið þegar hann sá hversu mikið fötluð Ásdís væri sagðist hann ekki vera viss. Hann hefði verið búinn að kynnast persónunni og það væri hún sem skipti máli. „Þetta var fyrsta vetrar- ——------ dag. Ég kom hjólandi, ætlaði að stoppa í um það bil hálfa klukkustund en var þar í þijá tíma,“ seg- ir Heimir brosandi. „Það var búið að hella upp á ““““ te fyrir mig en ég gleymdi að drekka það!“ Síðan kom hann aftur í bæinn í mars og því næst í apríl. Þá bað hann hennar á rómantískan hátt. „Mig grunaði að eitthvað væri í að- sigi þennan dag þegar við ókum upp í Heiðmörk," segir Asdís. Hún segist þó hafa orðið mjög hissa á bónorðinu en jafnframt glöð. „Ég hélt ég myndi aldrei eignast svona góðan mann og verða svona hamingjusöm." Héldu að fatlaðir hefðu engar tilfinningar Hún segir að sumir vinir sínir hafi orðið hissa þegar þeir fréttu af trúlofuninni. „Þeir héldu að fatlað fólk hefði ekki tilfinningar. Það era fleiri sama sinnis, því þegar ég var í unglingadeild í Hlíðaskóla fengum við sem vorum fötluð enga kyn- fræðslu. Ég veit ekki hvort það hef- ur breyst en ég vona það,“ segir Ásdís. Hún segist þess fullviss að sam- skipti á alnetinu séu bylting fyrir --------- fatlað fólk og ijúfi ein- angran þess, ekki síst heyrnarlausra, en sjálf er hún nokkuð heyrnarskert. Hún hefur þó ekki farið inn á „irkið“ í marga ■ mánuði, þrátt fyrir að hún segist hafa verið háð því á tímabili, meðal annars því hún hefur haft nóg að gera í dönskunámi sínu í há- skólanum. Heimir er hins vegar í bygginga- vinnu um þessar mundir og hefur einnig haft yfirdrifíð nóg að gera. Hann hafði lokið tveimur árum í kennaranámi á Akureyri þegar hann kom suður í vor en fékk ekki inn- göngu í Kennaraháskólann í haust og segist ekki skilja ástæðuna. „Það hlýtur þó að koma að því,“ segir hann bjartsýnn. Þegar þeirri spurningu er skotið að Ásdísi í lokin hvort brúðkaup sé í vændum svarar hún: „Ekki strax en kannski eftir tvö ár.“ Fékk moröhótanir var með alls kyns hótanir í minn garð. Þetta kom vægast sagt flatt upp á mig, því hún hafði rætt mikið um þennan mann við mig á netinu og sagt að þau hefðu slitið sambandinu fyrir löngu eða þegar hann hafði til- kynnt henni að hann væri hommi. Kærastinn fluttur inn Þegar hún kom heim vildi ég fá að vita hvernig málin stæðu. Hún varð afskaplega vandræða- leg og sagði að maðurinn hefði flutt inn til sín daginn áður en ég kom. Það væri þó gegn vilja sínum og hún vildi ekkert með hann hafa. Mér fannst þetta und- arleg linkind og benti henni á að ekkert gæti verið auðveldara en henda honum út og skipta um læsingu. Hún kvaðst ekki þora það. Það var því sjálfgefið að samband okkar breyttist. Ekki ætlaði ég að vera þriðji maður í þessum hlekk. Daginn eftir, þegar hún var farin í vinnuna, kom elskhuginn, sem hafði lykil að íbúðinni, og hélt áfram ýmist að hóta mér eða segja mér hvaðstúlkan hafi farið illa með hann. Ég verð að viður- kenna að mér stóð ekki á sama, maðurinn var greinilega ekki með öllum mjalla, svo að ég tók þann pól í hæðina að þykjast vera hans megin. Eina hugsun mín var þó að koma mér strax heim aftur. Það kostaði mig hins vegar fúlgu fjár að breyta miðan- um, þannig að ég ákvað að hugsa málið aðeins. Svona gekk þetta í örfáa daga, að alltaf þegar hún fór að heiman kom liann í staðinn. Ég vissi aldr- ei á hveiju ég átti von og fékk lítinn stuðning frá konunni, sem hafði þó beðið manninn um að láta mig afskiptalausan. Það end- aði með því að ég fór til annars vinar sem bjó ekki svo langt frá og ég hafði skrifast á við. Hjá honum bjó ég í nokkra daga. En hvað ætti ég svo að gera? Enn var töluvert eftir af fríinu. Ferðin hafði kostað mig mikið og ég vildi ekki steypa mér í frekari skuldir með því að búa á hóteli. Þó svo að undarlegt megi virð- ast hafði fyrrverandi elskhugi konunnar boðið mér að vera í íbúð sinni þegar ég kæmi aftur, svo að ég sló til. í fyrstu gekk allt vel og ég kenndi honum að komast inn á Internetið og það má segja sem betur fer, því þannig vissi ég um aðgangsorð hans, sem kom sér vel síðar. Út eða ég drep þig! Um kvöldið vildi hann búa um mig í hjónarúminu, en ég þvertók fyrir það og sagðist mundu sofa í stofunni. Allt virtist í lagi um morguninn en síðar sama dag hringdi hann heim úr vinnunni í þvílíkum ham og sagði að væri ég ekki kominn út úr íbúðinni þegar hann kæmi heim úr vinn- unni dræpi hann mig. Ég varð satt að segja skíthræddur. Aðeins nokkrir klukkutímar voru til stefnu og það fyrsta sem mér datt í hug var að hafa samband við einhverja þá sem ég þekkti á netinu. Vandamálið var að ég hafði ekki síma eða heimilisföng þessa fólks og gat einungis haft samband við það á netinu. Væri fólkið einmitt við tölvuna núna? Ef ég sendi póst myndi það kíkja í hann áður en tíminn rynni út? Ég var á nálum. Ég fór inn á may-day rás og bað um aðstoð og fékk fjölda viðbragða en fólkið bjó allt tölu- vert í burtu. Einn var tilbúinn að panta fyrir mig flugfar og annar lestarmiða en hvort tveggja var ekki hægt fyrr en daginn eftir. Þegar ég var alveg að örvænta birtist einn vina minna á skjánum og sagði ég honum undan og ofan af sögu minni. Hann sagðist mundu koma strax og sækja mig, en það tæki hann að minnsta kosti tvær klukkustundir. Ég bað hann endilega að hafa hraðann á, því aðeins væru tvær og hálf klukkustund þar til ég átti von á bijálæðingnum heim. Bjargvættur minn var kominn eftir aðeins rúman klukkutíma og ég veit ekki hvernig honum tókst það, þvi bíllinn var algjör skijóður og það tók okkur 2 Vi klukkustund að komast heim til hans! Þarna var ég meirihlutann af tímanum en fór svo til annars vinar sem ég þekkti í gegnum tölvusamskipti. En ég var mjög feginn þegar ég var kominn aft- ur heim til íslands, því að þrátt fyrir að ég hafi átt góðan tíma eftir að ósköpunum linnti höfðu þau djúp áhrif á mig.“ '5

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.