Morgunblaðið - 15.10.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.10.1995, Blaðsíða 8
8 B SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ IHANDBÓK utanríkisráðu- neytisins má sjá að skrif- stofa og heimili ræðis- manns íslands sé í Aþenu á sama stað, á heimili þeirra hjóna Emilíu og Constantíns J. Lyb- eropoulos. Þegar blaðamaður var á ferð í Aþenu í fyrri mánuði voru þau í sumarhúsi sínu við ströndina í Vouliagmeni í nánd við flugvöllinn, en í ökuferð inn í borgina var litið við í nýja fal- lega húsinu, sem þau hafa í nokk- ur ár verið að byggja þar og flytja í innan skamms - með íslensku ræðismannsskrifstofuna. í ís- landsferðinni var Emilía nú að reyna að fá nýtt og fallegra ís- lenskt skjaldarmerki til að koma fyrir á þessu glæsilega húsi. Þarna verður því í framtíðinni ræðismannsskrifstofa íslands í Aþenu. Emilía hefur verið búsett í Grikklandi síðan 1971. Þegar spurt er um tildrög þess að hún féll fyrir Grikkjanum Constantin, segir hún að fundum þeirra hafi fyrst borið stuttlega saman hér á landi. Þá vann hún sem hlað- freyja á Keflavíkurflugvelli. Constantín hafði þá allt frá 1960 átt viðskipti við íslendinga og kom hér árlega. M.a. flutti hann héðan mikið út af hrognum, sem notuð eru í uppáhaldsrétt Grikkja tarama-salat og seldi þau m.a. áfram til Frakklands, Bret- lands og Ástralíu, þar sem Grikk- ir búa. Hann var líka í saltfisk- kaupum héðan. Faðir hans hafði á undan honum verið í saltfiskvið- skiptum við ísland, Noreg og Nýfundnaland. Constantín hafði fyrst haldið að þessi hrogn kæmu frá Svíþjóð og leitað þangað, en komst þá að raun um að grófsölt- uðu hrognin voru aðkeypt þangað frá íslandi. Hann var því fyrst hér allt upp í tvo mánuði á ári í hrognakaupum með Svíunum, og bjó á Hótel Borg, áður en hann fór að snúa sér milliliðalaust til íslendinga. „Þessvegna hitti ég hann hér stuttlega 1969, mánuði áður en við Björg systir mín ætluðum til Grikklands. Hann tók þar á móti okkur systrunum og hefur ekki sleppt af mér hendinni síðan,“ segir Emilía. Úr stórfjölskyldu í Laugarásnum Contantín og Emilía giftu sig í Dómkirkjunni 1971, en þar sem þau voru samt sem áður ógift samkvæmt grískum lögum, áttu þau annað brúðkaup þar í or- þódoxakirkjunni. Emilía segir að Constantín geri stundum grín að því að hann hafi átt erfitt með að gera upp á milli þeirra systra, hefði vel getað hugsað sér að eiga þær báðar, og raunar allar systurnar fimm, ef út í það hefði farið. Emilía er alin upp í stórum systk- inahópi, á fjórar systur og einn bróður. Faðir hennar var Agnar Kofoed-Hansen flugmálastjóri, sem er látinn. Móðir hennar Björg Axelsdóttir Kofoed-Hans- en býr í húsinu þeirra í Laugar- ásnum. Þar ræddum við Emilía saman þegar hún kom á ræðismannaráðstefnuna fyrir ÞETTA fallega nýja hús verður innan skamms prýtt íslenska skjaldarmerkinu. Emilía og Constantin J. Lyberopoulos eru að flytja ræðismannsskrifstofuna og heimili sitt þangað. Hjálp viá landaí vaada íslendingar og Gríkkir ná alltaf svo vel saman, sagði Emilía Kofoed-Hansen í við- tali við Elínu Pálmadóttur. Hún ætti að vita það. Maður hennar Constantin J. Lyberopoulos er aðalræðismaður íslands í Grikklandi og Emilía vararæðismaður. Hún var fulltrúi þeirra beggja á ræðis- mannaráðstefnunni hér, enda vinna þau ræðismannsstörfín sameiginlega og fara sögur af einstakri hjálpsemi Emilíu við landa í vanda í Grikklandi. Morgunblaðið/Epá. EMILIA og Constantín J. Lyberopoulos með Agrópólis í baksýn. skömmu. Annars hafa þau hjónin alltaf komið til íslands einu sinni á ári a.m.k. Jafnan með börnin sín tvö á jólunum meðan þau voru lítil. Hún segir að þau sjái því ísland í hyllingum, því þá var alltaf svo gaman. Yannis sonur þeirra er viðskiftafræðingur og nú í framhaldsnámi í Bretlandi. Sl. vetur réð hann sig á varðskip hjá íslensku Landhelgisgæslunni og líkaði vel. Kveðst Emilía vera ákaflega stolt af honum. Dóttirin Irena er í viðskiftafræðinámi í sama háskóla og bróðir hennar var í Boston. Bæði börnin tala góða íslensku. Þótt börnin séu orðin uppkomin kveðst Emilía ekki vera hætt að koma til Islands, nema síður sé. „Constantin hefur lifað, andað og nærst fyrir ísland síðan 1960. Hingað til lands sótti hann vörur til útflutn- ings og þar á meðal éig- inkonu, segir hann allt- af,“ segir Emilía og hlær. Fyrir nokkrum árum keyptu þau Const- antín húsið við hliðina á æsku- heimili hennar á Dyngjuveginum, sem eigandinn Óli M. ísaksson bjó áfram í meðan hann lifði. Og nú eru þau að láta gera það upp, svo þau munu eiga þar sitt eigið athvarf á íslandi í framtíðinni. Þarna er sama stórkostlega út- sýnið yfir Laugardalinn og hún ólst upp við. Emilía kveðst hafa haft alveg sérstaka ánægju af því að koma nú til landsins á þessum árstíma. Það sé í fyrsta sinn í sjö ár sem hún hefur séð laufið á tijánum hér á landi. Ekki vantar þó tijágróðurinn í Grikklandi. Það minnir á þá sorg- arsögu, að þegar undirrituð kom fljúgandi inn yfir flugvöllinn í Aþenu í ágústmánuði loguðu hæðimar beggja megin af skóg- areldum, önnur hæðin rétt við bústað þeirra í Vouliagmeni. í þessum þurrkum hefur verið mik- ið um íkveikjur í skógunum. Og þegar aftur var flogið inn yfir mánuði síðar blöstu við þessar svörtu nöktu hæðir. Emilía segir að plantað sé aftur í þær, en það taki furuna um 15 ár að vaxa í sömu hæð. Furan sé hið eðlilega tré Grikklands og hún sé ekki fremur en svo margir aðrir sátt við að plantað sé öðrum fljótvaxn- ari plöntum fyrir þær horfnu. Misjafnt er því mannanna bölið, á skóglausu votu íslandi og þurru og sólríku skógarlandi á Grikk- landi. Emilía segist aldrei fara frá Grikklandi á sumrin. Þá sé alltaf svo mikið af gestum, ættingjum og vinum af íslandi. Og hún kveðst ekki tíma að missa af dvöl- inni í sumarhúsinu við sjóinn í Vouliagmeni. í öðru landi minnti hún mig á hinar rausnarlegu for- mæður hennar í íslenskum sveit- um, sem tóku svo hjartanlega og eðlilega á móti þeim sem leið áttu um.- Lifandi menning í Grikklandi „Yndislegt!" segir Emilía þegar spurt er hvernig henni hafi líkað að búa í Grikklapdi .„Grikkir og íslendingar eiga vel saman. Báðir eru í eðli sínu svo sjálfstæðir í anda. íslendingar sitja gjarnan við hlið Grikkja í háskólum og á ráðstefnum, þar sem sætaskipan fer eftir stafrófs- röð, og rotta sig þá alltaf saman. Það er eins og þeir nái svo eðlileg- um kynnum. Grikkir eiga sína fornu menn- ingu og hafa gefið heiminum svo mikið sem ekki er hægt að mæla í krónum. Þeir eru stoltir af sinni menningu, sem enn er mjög lif- andi. Til dæmis eru í Aþenu um 100 leikhús. Við förum mikið í leikhús og höfum gaman af að fara með íslendinga í klassísku leikhúsin, í Epidáros og Herodes- ar Atticusar leikhúsið í Agrópolis. Um 1975 efndu ferðaskrifstofur tii skipulegra menningarferða tii Grikklands og enn koma einstakl- ingar á eigin vegum. Á íslandi er líflegt Grikk- landsvinafélag undir forustu Kristjáns Árna- sonar og Sigurðar A. Magnússonar, sem báðir hafa þýtt mörg grísk klassísk verk á íslensku. Að ógleymdum eidri þýðendunum Helga Hálfdanarsyni og Jóni Gíslasyni." Er mikið um Islendinga í Grikklandi og leita margir til ræðismannsskrifstofunnar? „Við erum 12 íslendingar búsettir í Grikklandi núna, sem ég veit um. Fyrstu árin vorum við Halldór Briem, sem nú er hótelstjóri í Kína, einu Islendingarnir og hann hjálpaði mér við að halda uppi merkinu. Ferðahóparnir koma ekki svo mikið núorðið. Frekar einstaklingar, sem þurfa á ein- hverri aðstoð að halda og það er alltaf gaman að geta rétt þeim hjálparhönd. Ekki síst ungu krökkunum, sem eru á ferð. Sjó- menn áttu meira leið hér um áður, bæði á erlendum fraktskipum og íslenskum skipum. Lengi komu alltaf fjögur skip á ári með þús- und tonn af saltfiski hvert og þá þótti mér gaman að fá sjómenn- ina í mat. Nú kemur allt í gámum og ég sakna þess að sjá þá ekki.“ Constantíry hefur verið um- boðsmaður SÍF í Grikklandi frá 1972, auk þess sem hann rekur ýmiss konar önnur viðskipti og á öðrum slóðum. Hrognin eru enn veigamikil í útflutningnum frá Islandi og það er saltfiskurinn alltaf. Emilía segir að þau hafi reynt að flytja ýmislegt suðrænt góðgæti, svo sem grísk vín og ávexti og fleira, til íslands, en það ekki gengið upp fram að þessu. Að lokum berst talið að ráð- stefnu íslensku ræðismannanna, sem utanríkisráðuneytið efndi til, og Emilía segir hana hafa verið til mikils sóma og mjög gagnlega fyrir þá sem eru fulltrúar Islands á erlendri grundu. „Það er gaman að vera íslendingur á slíkri ráð- stefnu og geta montað sig af landi og þjóð. Þarna var allt svo vel unnið, eins og allt sem gert er hér heima,“ segir hún. Auðheyri- lega er ekki hætta á að hún haldi á lofti öðru en öllu því albesta sem við höfum að bjóða, svo já- kvæð sem hún er í garð íslands og íslendinga. „Hefur lifað, andað og nærst fyrir ísland. MYNDÞERAPÍUSTÚDÍÓ Slgríðar Björnsdóttur. síml 551-7114 Verklegt nómskeið er að hefjast í myndþerapíu þar sem sjólfsprottin myndskðpun og umrœður eaj notaðar til að skoða eigin tilfinningar og til mannlegra samskipta. Námskelölö er aðallega œtlað kennurum, fóstrum, þroskaþjálfum, sálfrœðlngum, hjúkrunarfrœöingum og öðru fagfólki í uppeldis-, félags- og heilbrigðisþjónustu. Þátttakendur þurfa ekkí að hafa hœfní í telknun eða málun, Á námskelðlnu fá þátttakendur cefingu í hinum ýmsu þáttum myndþerapíunnar, s.s.: -Sjálfstjáningu í gegnum eigin myndsköpun. -Sjálfskoðun út frá eigin myndsköpun og gagnkvœm samskipti í hópumrœðum. -Hugmyndaflugi og skapandi hugsun. -Innsœi. -Sjálfstyrkingu. Kennari verður Sigríður Björnsdóttir, lögglltur félagi í ,The British Association of Art Therapists* (BAAT). Innritun og nánari upplýsingar í síma 551-7114 i kvöld og einnig flest kvöld, nema priðjudagskvöld. Restaurant NOTALEGUR VEISLUSALUR við flest tœkifœri fyrir 15-25 manna hópa. Upplýsingar í síma 55/ 3340 Hafnarstræti 15

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.