Morgunblaðið - 19.10.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.10.1995, Blaðsíða 1
88 SÍÐUR B/C/D 238. TBL. 83. ÁRG. FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Bretland Minna at- vinnuleysi London. Reuter. ATVINNULEYSI í Bretlandi minnk- aði allnokkuð í september og var þá minna en það hefur verið í hálft fimmta ár. Þykjatíðindin ánægjuleg, ekki síst fyrir ríkisstjórn Ihalds- flokksins, sem vonast til, að þau bæti stöðu hennar meðal kjósenda. Tala atvinnulausra lækkaði um 27.200 í september og var þá alls 2.265.100 eða sem svarar til 8,1%. Var atvinnuleysið 8,2% í ágúst. Tals- maður Verkamannaflokksins minnti á, að enn væru meira en tvær millj- ónir manna án atvinnu og þar af ein milljón, sem ekki hefði verið á vinnumarkaðinum árum saman. Sumir óttast, að um árstíðar- bundna sveiflu sé að ræða vegna þess, að ungt fólk, sem lokið hefur grunnnámi í háskóla, getur skráð sig atvinnulaust í júlí og ágúst. Margt af þessu fólki er nú að heíja framhaldsnám og hverfur af at- vinnuleysislistanum. Reuter Samið um samstarfs- skrifstofur FORSETAR Serbíu og Bosníu hafa samþykkt að stofna sam- starfsskrifstofur í höfuðborgum hvors annars, að sögn Richards Holbrooke, sendimanns Banda- ríkjastjórnar, sem lagði áherslu á að þetta jafngilti ekki því að ríkin tækju upp fullt stjórnmála- samband. Warren Christopher, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, tilkynnti í gær að fyrirhug- aðar friðarviðræður forsetanna tveggja og Franjos Tudjmans, forseta Króatíu, færu fram í stöð flughers Bandaríkjanna nálægt Dayton í Ohio. Viðræðurnar hefj- ast 31. þessa mánaðar. íbúar Gorazde voru orðnir illa haldnir af hvers kyns skorti og tóku því vel á móti bílalest gæslu- sveita Sameinuðu þjóðanna er hún komst loks til borgarinnar, svo sem myndin sýnir. Engar áþreifanlegar sannanir gegn Claes Brussel. Reuter. Gaddafi ætlar að reka milljón burt London. Daily Telegraph. Reuter SKIP með um 650 Palestínumenn frá Líbýu við strendur Kýpur. SÉRSTÖK nefnd belgíska þingsins sendi í gær frá sér skýrslu þar sem fram kemur að ekki séu nein- ar áþreifanlegar sannanir fyrir því að Willy Cla- es, framkvæmda- stjóri Atlants- hafsbandalags- ins (NATO), hafi til saka unnið hneykslinu. Claes hefur verið vændur um spillingu þegar hann gegndi emb- ætti fjármálaráðherra 1988-1989. í skýrslunni sagði að ákæruvaldið legði áherslu á að ósk þess um að þingið svipti Claes þinghelgi til þess að hægt væri að sækja hann til saka væri aðeins byggð á „vís- bendingum um sekt“. Skýrslan er níu síður og verður lögð til grundvallar þegar belgíska þingið gengur til atkvæða um það í dag hvort draga beri Claes fyrir dóm. I skýrslunni segir að þegar séu „nægar vísbendingar til að réttlæta . . . að þingið ákveði að lögsækja Willy Claes fyrir hæsta- rétti [Belgíu] sem forsprakka, for- sprakka með öðrum, eða vitorðs- mann um spillingu og um falsanir og svik“. Skýrslan er harðorð í garð Claes og Guy Coeme, fyrrum varnarmálaráðherra og segir að ýmis atriði bendi til „glæpsamlegs ásetnings" þeirra. Claes mun veija sig fyrir þing- inu í dag og að því loknu verða greidd atkvæði um það hvort hann skuli lögsóttur. Aðeins hæstiréttur getur fjallað um mál ráðherra og fyrrverandi ráð- herra í Belgíu. Talið er að hann muni segja af sér embætti framkvæmdastjóra NATO greiði þingheimur atkvæði gegn honum. 150 þingmenn silja á belgíska þinginu og Claes þarf að telja 76 þeirra trú um sakleysi sitt til að sleppa við málsókn. AFRÍSKIR stjómarerindrekar í Tríp- olí, höfuðborg Líbýu, óskuðu í gær tafarlausra skýringa af hálfu líbýskra stjómvalda á þeirri tilkynningu yfír- valda, að fyrir dyrum stæði að vísa rúmlega milljón Afríkumanna úr landi. Stofnun, sem §allar um refsiað- gerðir Sameinuðu þjóðanna (SÞ) gegn Líbýu vegna Lockerbie-málsins, hefur hafnað beiðni stjómar Muammars Gaddafis Líbýuleiðtoga um að fá að flytja fólkið flugleiðis úr landi. Líbýustjórn óskaði eftir heimild til að fljúga „ólöglegum laumuseggjum" úr landi. Alls var sótt um leyfi fyrir 2.500 flugferðum. Sú hótun fylgdi beiðninni, að yrði henni hafnað skyldu útlendingamir settir upp á vörubíls- palla og ekið út fyrir landamærin. Um helmingur útlendinganna, eða hálf milljón, er Súdanir en afgangur- inn er frá Chad, Mali og fleiri Afríku- ríkjum. Af hálfu stjórnarinnar í Trípolí er því haldið fram, að vegna efnahags- erfíðleika sé ekki lengur hægt að framfleyta svo flölmennum hópi út- lendinga í landinu. Fulltrúar Frelsissamtaka Palest- ínumanna (PLO) freista þess nú, að telja Líbýumönnum hughvarf en fyrir nokkmm vikum hófu Líbýumenn að neyða Palestínumenn úr landi, \ mót- mælaskyni við friðarsamninga ísraela og PLO. Rúmlega 600 Palestínumenn, sem reknir vora um borð í skip í Trípolí í síðustu viku, hafa verið strandaglóp- ar við strendur Kýpur. Hluti þeirra fær aðTara til Sýrlands. Willy Claes í Agusta-þyrlu- Syórnarandstæðingar í Alsír selja Frökkum úrslitakosti París. Rcutcr. HÓPUR alsírskra hermdarverka- manna, GIA, sem gengist hefur við sprengjutilræðum í Frakklandi und- anfarna mánuði, hefur sett frönsku stjórninni úrslitakosti. Þess er kraf- ist að Jacques Chirac forseti hætti við fund með forseta Alsírs, Liamine Zeroual, í næstu viku, hætti öllum stuðningi við stjórn Zerouals og for- dæmi forsetakosningar sem boðaðar hafa verið í Alsír í næsta mánuði, ella verði aðgerðir enn hertar. Tugþúsundir manna hafa fallið í innanlandsátökum bókstafstrúar- manna og stjórnvalda í Alsír síðustu árin. Dagblað í Alsír, a 1 Ribat, sem hlynnt er bókstafstrúarmönnum í stjórnarandstöðu, varaði Frakka í gær við því að taka afstöðu með því að selja stjórninni hergögn. „Enginn í Alsír vildi flytja átökin út [til Frakklands] en það eru franskir leiðtogar sem hafa tekið afstöðu með öðrum aðilanum," sagði blaðið. Þessar viðvaranir birtust daginn eftir enn eitt hryðjuverkið í Frakk- landi en 29 farþegar í neðanjarðar- lest í París særðust í tilræði á þriðju- dag. Tilræðismenn hafa ekki fundist en hermönnum og lögregluliði á göt- um hefur enn verið fjölgað og aðrar öryggisráðstafanir auknar. „Frakkar era hræddir," sagði dagblaðið Le Parísien í fyrirsögn á forsíðu. Margir óttast að Frakkar séu að dragast inn í borgarastríð í Alsír. Lionel Jospin, nýkjörinn leiðtogi sós- íalistaflokksins, sagði að fundur Chiracs og Zerouals í New York í næstu viku væri „óheppilegur". Je- an-Marie Le Pen, leiðtogi hinnar hægrisinnuðu Þjóðfylkingar, sagði viðræðurnar í New York „bijálæðis- lega“ hugmynd og nokkrir af liðs- mönnum flokkabandalags Chiracs töldu að ekki hefði átt að skýra frá forsetafundinum opinberlega. Rannsaka ásakanir á hendur Gonzalez Madríd. Reuter. EFRI deild spænska þingsins samþykkti í gærkvöldi, að hafin skuli rannsókn á fullyrðingum þess efnis, að stjórn Felipe Gonz- alez forsætisráðherra hafi lagt á ráðin varðandi hernað dauða- sveita öryggissveita landsins á hendur skæruliðum aðskilnaðar- samtaka baska (ETA) í upphafi níunda áratugarins. Gonzalez hefur þráfaldlega neitað að hafa nokkru sinni haft einhverja vitneskju um aðgerðir leynilegra sveita (GAL) sem tald- ar eru bera ábyrgð á dauða 27 aðskilnaðarsinna á árunum 1983-87. Fyrr- verandi sam- starfsmenn Gonzalez hafa haldið sekt hans fram. Efri deildin sam- þykkti rann- sóknina með 128 atkvæðum vinstri og hægri flokka stjórnarandstöðunnar gegn 127 atkvæðum sósíalista og fyrrver- andi samstarfsflokks þeirra í Katalóníu. Gonz alez
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.