Morgunblaðið - 19.10.1995, Side 8

Morgunblaðið - 19.10.1995, Side 8
8 FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Noregur: Vilt þú ekki bara fá „kerti og spil“ í jólagjöf eins og aðrir krakkar, Dóri minn? Evrópski kvikmyndasjóðurinn Eurimages Formaður telur brýnt að framlag Islands hækki FORMAÐUR stjórnar evrógska kvikmyndasjóðsins Eurimages, ítal- inn Adinolfi, ræddi framlög íslands á fundi sjóðsins fyrir skömmu og taldi brýnt að þau hækkuðu, ekki síst með tilliti til þess hversu rausn- arlegir styrkir hefðu verið veittir úr sjóðnum til íslenskra kvikmynda. Bryndís Schram framkvæmdastjóri Kvikmyndasjóðs segir útilokað að hækka framlög íslands að . svo stöddu. Markús Örn Antonsson fram- kvæmdastjóri Útvarpsins og fulltrúi íslendinga í Eurimages segist telja að framlög íslands í Eurimages nemi tæplega 20 milljónum króna frá upphafi en á sama tíma hafi íslensk- ar kvikmyndir fengið um 260 millj- ónir króna úr sjóðnum. ísland er með lægsta framlag þeirra ríkja sem sæti eiga í stjórn Eurimages. Lítið til annarra smáríkja Á sama tíma hafi ögn fjölmennari ríki á borð við Kýpur og Lúxemborg hækkað framlög sín á seinustu tveimur árum, fyrrnefnda ríkið úr um 2,5 milljónum króna á ári 1993 í tæpar fjórar milljónir í ár, en hið síðarnefnda úr um 4 milljónum króna 1993 í um 4,5 milljónir í ár. Sárafáar myndir frá þessum löndum hafi hins vegar verið styrktar, sem ráðist meðal annars af umsóknum, enda fáséðar. „Margir stjórnarmenn í Eurimag- es eru einnig stoltir af stuðningi við viðgang íslenskrar kvikmyndagerð- ar, en fínnst einnig sumum að afar langt hafi verið komið til móts við þarfir Islendinga og reglum ekki fylgt í hvívetna. Meðal annars er bent á það skilyrði sjóðsins að kvik- myndir sem njóti styrkja séu sam- starfsverkefni að minnsta kosti þriggja landa," sagði Markús. Viðmiðun æskileg Markús segist hafa svarað tilmæl- um formanns stjórnar Eurimages með því að vísa til höfðatölu og að ísland hefur greitt 20 milljónir en þegið 260 millj- óna króna styrk kostnaður íslendinga vegna funda sjóðsins sé almennt meiri en fiest önnur lönd þurfa að bera. Markús kveðst hins vegar ekki telja liggja fyrir að úthlutanir til íslenskra kvik- mynda verði endurskoðaðar að svo stöddu, þar ráði frekar gæði þeirra verka sem liggja að baki umsóknum. Markús hefur skýrt stjórn Kvik- myndasjóðs frá tilmælum formanns stjórnar Eurimages og umræðu inn- an stjórnarinnar, en Kvikmyndasjóð- ur ákveður framlög til sjóðsins af fjárveitingu ríkissjóðs. Markús segir að formaður stjórn- ar Eurimages telji sjálfur að til greina komi að sett verði einhvers konar viðmiðun um lágmarksfram- lag, eða „gólf“ í Qárveitingar til Eurimages. íslendingar greiða um þijár millj- ónir króna í Eurimages í ár og er það sama upphæð og í fyrra, um fjórar milljónir í Media og um 1,7 milljónir í norræna kvikmyndasjóð- inn. Mega ekki við skerðingu „Samkvæmt tillögu til fjárlaga fær Kvikmyndasjóður 92,3 milljónir króna sem er 7,7 milljóna skerðing frá því í fyrra, en það þýðir að íslend- ingar geta ekki hækkað framlag sitt í sjóð á borð við Eurimages, sem þeir hafa sótt í og fengið framlag sitt 10-20 falt til baka, eða framlag- ið í MEDIA sjóðinn sem þeir hafa fengið ekki minni upphæðir til baka úr. Forsvarsmönnum þessara sjóða finnst eðlilega sérkenniiegt að ís- lendingar virðast ekki vilja leggja neitt af mörkum en fá samt gríðar- legt fé. Ef við hækkum hins vegar framlagið um 1-2 milljónir er það fé tekið úr framleiðslu íslenskra kvikmynda hér heima, sem mega ekki við meiri skerðingu," segir Bryndís Schram. Staðan sé ekki góð eins og sakir standa, þar sem á sama tíma og íslenska ríkið sé að skerða framlög til kvikmyndaframleiðslu heimti ís- lendingar stöðugt meira úr evrópsk- um sjóðum. „Til þessa hafa Norðurlönd staðið saman og gætt þess að allir fái eitt- hvað, en það er að verða liðin tíð því að menn hugsa meira í evrópsku samhengi og lönd eins og ísland og Noregur, sem standa utan við ESB, eru í einna mestri hættu með að hverfa af landakortinu. Samstaða Norðurlanda um jafna skiptingu kökunnar er liðin tíð.“ Voðinn vís ef endurskoðað er „Þessi afstaða evrópskra sjóða er vitaskuld ekki í föstum skorðum enn sem komið er, en menn ræða þessi mál sín á milli. Við framleiðum átta kvikmyndir á þessu ári, sem er al- gjört met þrátt fyrir skerðingu á seinasta ári, og höfum skapað okkur gott orð fyrir vikið. _Gefi evrópsku sjóðirnar hins vegar íslendinga upp á bátinn, á sama tíma og ríkið skerð- ir framlög sín, er voðinn vís. “ Bryndís segist jafnframt óttast að hæfir kvikmyndagerðarmenn flýi land þangað sem verkefnin eru fleiri og fjármagnið meira. „Við tókum það saman um daginn að 15 fjölskyldur meðlima í Félagi kvikmyndagerðarmanna á íslandi eru nú þegar búnar að flýja land. Þrátt fyrir að um margt hafi verið offjölgun á kvikmyndagerðarmönn- um eru aðeins um 200 manns í félag- inu, þannig að þetta hlutfall er tals- vert hátt.“ Bryndís segir óskaframlag ríkis- ins til Kvikmyndasjóðs nema um 200 milljónum króna og telji hún víst að hægt mundi að styrkja framleiðslu islenskra kvikmynda af sæmilegri rausn ef svo væri. K-lykiil til styrktar geðsjúkum Náum aðeins að sinna alvarleg- um tilfellum TT’IWANISMENN l§m. hefja í dag sölu á ■A. K-lykli til styrktar geðsjúkum. Sölunni líkur á laugardag, en þetta er í átt- unda sinn sem salan fer fram. Kiwanismenn hafa leitað eftir stuðningi lands- manna við geðsjúka þriðja hvert ár undir kjörorðinu „Gleymum ekki geðsjúk- um“. Að þessu sinni verður söfnunarfénu varið til kaupa á íbúð nálægt Barna- og unglingageðdeild Landspít- alans við Dalbraut í Reykja- vík handa foreldrum af landsbyggðinni sem fylgja og taka þátt í meðferð barna sinna. íbúðin verður afhent Geð- vemdarfélagi íslands til eignar og rekin í samráði við geðdeild Landspítalans. Áætlað kaupverð íbúðarinnar er 10 milljónir. Ef söfnunarféð verður meira en 10 milljónir verða.einnig styrktir tveir verndaðir vinnustaðir á landsbyggðinni, þ.e. ný vinnu- stofa vistmanna á Réttargeðdeild- inni á Sogni í Ölfusi og Plastiðjan Bjarg á Akureyri. Valgerður Baldursdóttir er yf- irlæknir á Barna- og unglingageð- deildinni við Dalbraut. Hún var spurð hvort mikil þörf væri á þess- ari íbúð. „Það er mjcg mikilvægt fyrir íjölskyldur að geta búið útaf fyrir sig í grenndinni við Barna- og unglingageðdeildina frekar en að vera fjarri okkur í Reykjavík og vera þá hugsanlega inni á ættingj- um eða kunningjum. Þegar barnið á í einhvers konar geðrænum erfið- leikum á fjölskyldan oftast nær líka í miklum erfiðleikum og þess vegna þarf að búa sem best að henni.“ Nú er veríð að gera breytingar á starfsemi deildarinnar. Hverjar eru þær og hver er tilgangurinn? „Við erum að fækka legupláss- um og auka göngudeildarþjónustu. Heildarplássum fyrir börn yngri en 12 ára fækkar samtals um þijú. Plássum fyrir unglinga á aldrinum 13-18 ára fækkar einnig um þijú. Við munum því í framtíðinni bjóða upp á fjögur sólarhringspláss upp að 12 ára aldri og fjögur dag- pláss. Boðið verður upp á fímm sólarhringspláss fyrir unglinga og þiju dagpláss. í þessu felst hagræðing, en þetta er einnig hluti af nútímameð- ferðarvinnu. Við vinnum mest með börnin á daginn og við viljum stuðla að því að foreldrarnir geti í auknum mæli tekið þátt í meðferðinni. Þar með getum við styrkt foreldrana við að hjálpa börnunum og jafnframt geta þau þá fylgt eftir þeim árangri sem við náum í meðferðinni." Er brýn þörf fyrir meirí göngu- deildarþjón ustu? „Já, það má segja að Barna- og unglingageðdeildin hafi ekki verið byggð upp til að sinna göngu- deildarþjónustu. Við höfum hingað til verið skipulögð til að sinna deildum. Það vantar mjög mikla göngudeildarþjónustu við böm á öllum stigum, allt frá málum þar sem um er að ræða tiltölulega ein- föld uppeldisvandamál upp í alvar- leg mál þar sem t.d. er hætta á að bömin skaði sig sjálf. Við náum yfir höfuð ekki að sinna nema al- varlegum tilfellum. Önnur, sem koma til okkar á eðlilegum tíma, bíða og oft leiðir það til þess að Valgerður Baldursdóttir ► Valgerður Baldursdóttir er fædd í Reykjavík 17. nóvember 1953. Hún lauk stúdentsprófi frá MH 1972 og prófi frá lækna- deild Háskóla Islands 1979. Val- gerður hefur unnið á Barna- og unglingageðdeildinni á Dal- braut og geðdeildum fyrir full- orðna, en yfirlæknir Barnageð- deildarinnar hefur hún verið frá 1. september sl. Engin sál- fræðiþjónusta á Austurlandi þau verða erfiðari úrlausnar. Því miður höfum við haft það fátt starfsfólk á göngudeild að við höfum stundum neyðst til að leggja inn börn til að leysa svona mál vegna þess að við höfum ekki getað lagt þann þunga í vinnuna úti eins og við höfðum viljað. Það skiptir einnig málið að það er allt of algengt að það sé leitað of seint til okkar.“ Hvað fær deildin mörg börn til meðferðar á ári? „Það koma á milli 100 og 150 börn til okkar á ári og þá er ég eingöngu að tala um ný tilfelli. Við teljum að í raun náum við ekki að sinna nema um 10% af þeim sem þurfa á okkur að halda. Þetta segi ég með vísan til talna sem nágrannaþjóðir okkar gefa sér. Þær eru reyndar með betri hjálparkerfi við börn og fjölskyldur og þess vegna tel ég þetta alls ekki ofáætlað." Hvaða þjónustu fær þessi stóri hluti sem þið náið ekki að sinna? „Það ríkir mikið hjálparleysi gagnvart þessum vandamálum og foreldrar og skólar hafa ekki til margra aðila að leita. Hægt er að leita til Móttöku og meðferðar- stöðvar ríkisins, en hún er ekki með göngudeild- arstarfsemi. Ætlast er til þess að sveitarfélögin sinni frumþjónustu hvað varðar fjölskylduráðg- jöf, en ég veit ekki til þess að neitt sveitarfélag sé búið að setja slíkt á laggimar. Það stendur til að Reykjavík og Mos- fellsbær setji slíka þjónustu stofn.“ Er þjónusta við börn og ungl- inga verri á landsbyggðinni en í Reykjavík? „Já, hún er það. Þjónustunni er allvel sinnt á einstaka stöðum, en almennt sagt er þún mun verri á landsbyggðinni. Ég get nefnt sem dæmi að enginn sálfræðingur starfar á Austurlandi, en þar búa 13.000 manns. Einu sálfræðiþjón- ustunni sem Austfirðingar fá heimabyggð er sinnt af sálfræðingi sem kemur þangað í heimsókn öðru hveiju."

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.