Morgunblaðið - 19.10.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.10.1995, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Margir vilja fækka fé ARI Teitsson, formaður Bændasamtakanna, segir tals- verðan áhuga hjá sauðíjár- bændum að taka þeim tilboðum sem sett eru fram í búvöru- samningnum um uppkaup á framleiðslu. Veruiegur áhugi sé hjá mörgum að minnka fram- leiðsluna þannig að hún fari niður fyrir 0,7 markið, en það tryggir að öll framleiðsla við- komandi bænda fer á innan- landsmarkað. „Menn eru ein- faldlega ekki bjartsýnir á út- flutning," sagði Ari. Bændur hafa frest til 1. nóv- ember að taka ákvörðun um hvort þeir taka tilboðunum, sem sett eru fram í búvörusamn- ingnum. Búið er að senda samn- ingseyðublöð til búnaðarsam- banda. Bændur sem hætta geta fengið óbreyttar beingreiðslur í þrjú ár og 5.500 krónur í förg- unarbætur fyrir hveija kind. Þeir sem vilja minnka við sig geta fengið 2.000 krónur í förg- unarbætur fyrir hverja kind. Mörg aðildarfélög Alþýðusambandsins hafa ályktað um uppsögn kjarasamninga „Fólk vill losna und- an þessum samningi“ ÝMIS aðildarfélög og svæðissam- bönd Alþýðusambands íslands hafa nú þegar ályktað um upp- sögn kjarasamninganna, sem gerðir voru í febrúar síðastliðn- um. Enn hefur hins vegar aðeins Baldur á ísafirði tilkynnt form- lega um riftun kjarasamnings. Samkvæmt upplýsingum frá Al- þýðusambandi íslands hefur fram- kvæmdastjóm Verkamannasam- bands íslands ályktað að segja verði samningum upp vegna þess að forsendur þeirra séu brostnar. Sama er að segja um Baldur á ísafirði, Alþýðusamband Norður- lands, Alþýðusamband Suðurlands, Landssamband iðnverkafólks og Verkalýðsfélag Vestmannaeyja. Þá hefur Dagsbrún í Reykjavík álykt- að að félagið líti svo á að kjara- samningar séu nú lausir. „Vilji launafólks er greinilega alveg klár. Skilaboðin eru einhlít; fólk vill losna undan þessum samn- ingi,“ segir Ari Skúlason, fram- kvæmdastjóri Alþýðusambands Islands. Pétur Sigurðsson, formaður Baldurs á ísafirði, segir í Morgun- blaðinu í gær að fulltrúar ASÍ í sameiginlegri launanefnd ASÍ og Vinnuveitendasambandsins hljóti að komast að þeirri niðurstöðu að forsendur kjarasamninganna séu brostnar, annars séu þeir að vinna gegn samþykktum flestra félaga innan sambandsins. Um þetta segir Ari Skúlason að Al- þýðusambandið sem slíkt sé ekki aðili að samningunum, Jieldur landssamböndin innan ASÍ. Riftun í stað uppsagnar á vettvangi launanefndar „Hins vegar er gert ráð fyrir því í samningnum að umræður um endurskoðun eða uppsögn séu sameiginlega í höndum launa- nefndar. Það er þá sameiginlegt verkefni landssambandanna að nota launanefndina til þess,“ seg- ir Ari. „Þó snúast umræðurnar um brostnar forsendur ekki fyrst og fremst um þær forsendur, sem standa í samningnum. Fólk er bara á því að þetta hafi allt sam- an verið eitt stórt gabb. Öll um- gerð samninganna og siðferðileg- ur grunnur sé brostinn. Umræð- urnar snúast því ekki um að segja samningunum upp miðað við það, sem menn koma sér saman um í honum, heldur hreinlega að rifta honum; að hvert og eitt félag eða svæðissamband rifti samningnum í stað þess að honum sé sagt upp á vettvangi launanefndar.“ ■ Þing VMSÍ í í næstu viku Ari segir að umræður um þessi atriði séu ekki langt á veg komnar innan Alþýðusambandsins. Þannig hafi launanefnd ASÍ og VSÍ enn ekki komið saman. Hins vegar biði menn með nokkurri eftirvænt- ingu þings Verkamannasam- bandsins, sem hefst á þriðjudaginn í næstu viku og þeirra umræðna, sem þar muni fara fram. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson fíTTTl 1S Málefni innan- landsflugsins kruf- in á flugþingi FLUGÞING verður haldið í dag og verður þar fluttur fjöldi erinda um íslensk flugmál. Þingið, sem fram fer á Hótel Loftleiðum, er helgað innanlandsflugi. Flugmálastjórn ís- lands gengst fyrir þinginu og er ætlun stofnunarinnar, að það verði haldið reglulega í framtíðinni. Aðalmarkmiðið með flugþingi er annars vegar að efla faglega umfjöll- un um íslensk sem alþjóðleg flugmál og hins vegar að skapa opinn og virkan vettvang þar sem hinir ýmsu aðilar geta skipst á skoðunum og miðlað nýjustu straumum og stefn- um í flugmálum. í tilefni af vígslu nýrrar bygging- ar fyrir flugstjórnarmiðstöðina í Reykjavík og 50 ára afmælis al- þjóðaflugmálstofnunarinnar gekkst Flugmálastjórn í fyrra fyrir fjöl- mennu alþjóðlegu málþingi um flug- samgöngur og flugumferðarstjórn. Nú á 50 ára afmælisári Flugmála- stjórnar þykir við hæfi að þingið sé helgað innanlandsfluginu, sakir mik- ilvægis þess í samgöngumálum ís- lands. Flutt verða meðal annars erindi um framtíðarhlutverk flugsam- gangna á íslandi, framkvæmdir á íslenskum flugvöllum, þróun búnað- ar fyrir flugleiðsögu og flugumferð- arstjórn á íslandi, fjármögnun flugá- ætlunar. Þá mun drjúgur hluti þings- ins fjalla um sjónarmið flugrekenda og notenda, þ.e. afstöðu flugfélag- anna til þróunar innanlandsflugsins og afstoðu notenda til innanlands- flugsins. Meðal þeirra sem sitja þingið eru ráðherrar, alþingismenn, borgar- og sveitarstjórnamenn, æðstu embætt- ismenn ráðuneyta, stjórnendur ís- lenskra flugfélaga, stjórnendur ferðaþjónustufyrirtækja og þjón- ustufyrirtækja við flugið og fulltrúar hagsmunafélaga flugsins. Uppbygging Skálholtsvegar Syðra-Langholti. Motrgunblaðið. \ UNNIÐ er að byggingu Skál- holtsvegar frá Helgastöðum að Brúará um 7 km en fyrir nokkr- um árum var lagt bundið slitlag á veginn um þéttbýlið í Lauga- rási. Það er Ræktunarsamband Flúða o g Skeiða sem tók að sér þessa framkvæmd eftir útboð og miðar verkinu vel en gert er ráð fyrir að vegurinn verði tilbúinn með bundnu slitlagi næsta sum- ar. Um 100.000 rúmmetrar af uppfyllingarefni í veginn eru teknir úr Þengilseyri sem er sunnan við Hvítá. MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá fram- kvæmdastjóra Félags eggjafram- leiðenda vegna fréttar Morgun- blaðsins 18. okt. um viðbrögð eg- gjaframleiðenda við útboði Ríkis- spítala. „Það er rangt sem fram kemur í fréttinni að borist hafi tilboð sem er 30-40% lægra en opinbert verð sem verðlagsnefnd hefur ákveðið. Opinbert heildsöluverð, ákvarðað af Samkeppnisstofnun, er 291 kr./kg án vsk. fyrir 1. flokk. Lægsta verðtilboð, sem Ríkisspít- alar fengu, er að sögn Morgun- blaðsins, 262 kr./kg (ótilgreint hvort vsk. er innifalinn). Afsláttur frá skráðu heildsöluverði er því 19% en ekki 30-40%. Það verð sem Morgunblaðið, eða heimildar- maður þess, gefur upp sem skráð meðalverð, er smásöluverð. Það verð er ekki hægt að bera saman við heildsöluverð. Sex manna nefnd ákvarðar hins vegar svokallað grundvallarverð og það verð er nú 268,31 kr./kg. I nefndinni eru m.a. fulltrúar neyt- enda, verkalýðshreyfingarinnar, atvinnurekenda, ríkis og bænda. Þegar sú nefnd hefur reiknað út grundvallarverð, skv. gjöldum og tekjum eggjabús, fjallar Sam- keppnisstofnun um málið eins og fyrr greinir. Ríkisspítalarnir geta raunar ekki kvartað undan skorti á sam- keppini í eggjasölu því á undan- förnum 3-4 árum hafa ekki færri en fórir aðilar selt þangað egg. Það sýnir að nógir hafa verið um hituna og verðið hefur lækkað í hverju útboði en þau fara fram tvisvar á ári. Þá segir og í fréttinni að bannað sé að taka lægsta tilboði. Það er vissulega rétt. En það er ekki ein- ungis óheimilt að taka lægsta til- boði, heldur hvaða tilboði sem er, sem víkur frá opinberu verði. Þetta er lög og eftir þeim ber að fara. Hins vegar getur mönnum fundist lögin vitlaus en það er allt annað mál. Ennfremur er haft eftir Ingólfi | Þórissyni, framkvæmdastóra | tæknisviðs Ríkisspítalanna, að það hefði sparað þeim 600-700 þúsund » króna á ári ef þeir hefðu fengið að taka lægsta tilboði. Ég fagna því ef þeir hafa ekki tekið því, heldur farið að lögum. Hins vegar er mér ekki kunnugt um að þeir hafi gert það í þessu tilfelli. Loks segir Ingólfur að leitað verði álits Samkeppnisstofnunar á | málinu. Það er hlálegt að Sam- keppnisstofnun skuli þurfa að I fjalla um vöruverð sem hún hefur | sjálf ákvarðað. Einstakt tilboð Gullsmári 11, Kópavogi - fyrir eldri borgara Ný vönduð og fullbúin 56 fm íbúð á 7. hæð með fögru útsýni. Fæst nú á vildarverði aðeins kr. 5,6 millj. ef samið er strax. rf= K Félag Fasteignasala Fasteignasalan KJÖRBÝLI NVBYIAVEGUR 14 r kop«v°ou» 1400
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.