Morgunblaðið - 19.10.1995, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 1995 13
FRÉTTIR
Morgunblaðið/PPJ
TWIN Otter skíðaflug'vélar bresku suðurheimskautsmælinganna
eru meðal „farfugla" sem hafa reglulega viðkomu á íslandi vor
og haust.
á suðurleið
Farfuglar
FJÓRIR farfuglar sáust á
Reykjavíkurflugvelli fyrr í vik-
unni. Voru þar á ferðinni fjórir
skærrauðir, stórfættir málm-
fuglar, de Havilland Twin Otter-
flugvélar bresku suðurheim-
skautsmælinganna, eða British
Antarctic Survey, á leiðinni til
vetrarsetu á suðurheimskauti.
A undanförnum árum hafa
„fuglar" þessir haft reglulega
viðkomu á Reykjavíkurflugvelli
tvisvar á ári, vor og haust. Frá
Bretlandi halda þessar flugvélar
suður á bóginn um ísiand í
októbermánuði ár hvert og er
ferðinni þá heitið til suðurheim-
skautsins. Leið þeirra þangað
liggur um Island, Kanada,
Bandaríkin og landa á vestur-
strönd Suður-Ameríku og tekur
ferðalagið um tíu daga eða alls
um 80 klst. á flugi. A meðan
vetur er ríkjandi á norðurhveli
fljúga vélarnar um í „sumar-
blíðu“ suðurheimskautsins þar
sem þær eru notaðar við land-
mælingastörf og við að flylja
vistir milli bækistöðva breskra
visindamanna. Vélarnar leggja
af stað aftur heim á leið þegar
dregur að hausti og eur þær
oftast komnar hingað til Reykja-
víkur upp úr miðjan marsmánuð.
Flugvélar þessar vekja ávallt
athygli þegar þær eru á ferðinni
hér þvi þær eru málaðar í skær-
rauðum lit og eru klunnalegar
að sjá sökum fyrirferðarmikils
skíðabúnaðar.
Ólafur Ólafsson landlæknir
Umboðsmaður
sjúklinga óþarfur
LANDLÆKNIR er í raun nokkurs
konar umboðsmaður sjúklinga en
stundar ekki hagsmunagæslu fyrir
heilbrigðisstéttir og því er þings-
ályktunartillaga um að stofna emb-
ætti umboðsmanns sjúklinga óþörf,
að mati Ólafs Ólafssonar landlækn-
is.
Asta B. Þorsteinsdóttir, vara-
þingmaður Alþýðuflokks, mælti
fyrir þingsályktunartillögu á Al-
þingi um embætti umboðsmanns
sjúklinga og rökstuddi hana meðal
annars með því að fjöldi umkvart-
ana sjúklinga til embættis land-
læknis sýni að vandinn í samskipt-
um sjúklinga og starfsfólks heil-
brigðisstofnana sé sannarlega fyrir
hendi.
Haft var eftir Ástu í Morgunblað-
inu að hún teldi ekki réttmætt að
embætti landlæknis, sem eigi að
bera ábyrgð á gæðum heilbrigðis-
þjónustu, sé jafnframt í hlutverki
hagsmunagæsluaðila sem taki á
móti kvörtunum sjúklinga, meti
þær og dæmi. Það samrýmist ekki
góðum stjórnsýsluháttum og geti
skapað óvissu um réttarstöðu sjúkl-
inga.
Ólafur Ólafsson sagði að land-
læknir væri lögum samkvæmt með-
al annars eftirlitsmaður með fag-
legu starfi heilbrigðisstétta, fylgd-
ist með gæðum lækninga og for-
varna og því að þjónusta við sjúkl-
inga sé við hæfi.
„Það er því rökrétt framhald að
sett var inn í lög um heilbrigðisþjón-
ustu 1974 að landlæknir ætti að
sinna kvörtunum og kærum sjúkl-
inga. Það er því grófur misskilning-
ur að gefa í skyn að landlæknir
sjái um hagsmunagæslu heil-
brigðisstétta og allt tal um stjórn-
sýsluhætti í þessu sambandi er á
misskilningi byggt,“ sagði Ólafur.
Kærum fjölgar
Samkvæmt upplýsingum frá
landlæknisembættinu hefur fjöldi
kvartana og kæra sem berast emb-
ættinu margfaldast á undanförnum
árum. Þannig bárust 25 kvartanir
árið 1980, 188 kvartanir árið 1990,
276 kvartanir árið 1994 og 215
kvartanir höfðu borist fram til 15.
október í ár.
Kvartanirnar lúta einkum að því
að sjúklingar telja sig hafa fengið
ranga eða ófullnægjandi meðferð.
Þá er einnig kvartað yfír sam-
skiptaörðugleikum, ófullnægjandi
upplýsingum, meintum trúnaðar-
brotum, bið eftir sjúkravist o.fl.
Þá berast embættinu um 300
fyrirspurnir í hveijum mánuði frá
almenningi og sjúklingum. Þessar
fyrirspurnir eru af ýmsum toga, svo
sem um hvort greiðsla fyrir tiltekna
heilbrigðisþjónustu hafi verið til-
hlýðileg, hvaða snuð hafí minnsta
áhættu í för með sér, hvort sjúkl-
ingur eigi rétt á að fá afrit af
sjúkraskrá eða hvort mansjúríu-
sveppurinn sé hættulegur.
24% sóttu kirkju fyrir jól
RÚMLEGA 24% 15-75 ára íslend-
inga fóru í kirkju um síðustu jól
eða áramót samkvæmt skoðana-
könnun sem ÍM-Gallup gerði fyrir
kirkjuna, en niðurstöður könnunar-
innar voru lagðar fram á kirkju-
þingi í gær.
Mest var kirkjusókn í aldurs-
hópnum 55-75 ára eða 35%, en
minnst í aldurhópnum 25-34 ára
eða 16,5%. Rúmlega 30% barna á
aldrinum 15-19 ára fóru í kirkju
um síðustu jól.
Kirkjusókn var meiri á lands-
byggðinni eða 27,6% á meðan hún
var 21,5% á höfuðborgarsvæðinu.
Nemendur, stjórnendur og at-
vinnurekendur sóttu kirkju mest
af einstökum starfshópum, en sér-
fræðingar sóttu kirkju áberandi
minnst, en þar á eftir kom verka-
fólk.
Sígildur, mjúkur, hlýr og
endingargoður fatnaður
sem heldur lögun sinni og
Hettupeysa
Buxur
Hettupeysa heil
Litir: Liósgrátt, dökkblátt,
dökkgrænt
Stærðir: M,L,XL,XXL
Kr. 4.950.-
Buxur
Litir: Ljósgrátt,
milliarátt,
dökkblátt,
dökkgrænt,
svart
Stærðir:
M,L,XL,XXL
Kr. 3.45
VERSLANIR
LAUGAVEGI51 - S. 551-7717 - SKEIFUNNI19 - S.568-1717
Utsöluaðilar
Fjölsport, Hafnarfirði Nína, Akranesi
Sportver, Akureyri Orkuver, Höfn
K-Sport, Keflavík 69, Vestmannaeyjum
Sportlif, Selfossi Siglósport, Siglufirði
Í-Sport, ísafirði Heilsuræktin, Sauðárkr.
Heimahornið, Stykkish. Við lækinn, Neskaupsst.
Táp og fjör, Egilsst.
KORTER / UNDA +