Morgunblaðið - 19.10.1995, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 19.10.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 1995 13 FRÉTTIR Morgunblaðið/PPJ TWIN Otter skíðaflug'vélar bresku suðurheimskautsmælinganna eru meðal „farfugla" sem hafa reglulega viðkomu á íslandi vor og haust. á suðurleið Farfuglar FJÓRIR farfuglar sáust á Reykjavíkurflugvelli fyrr í vik- unni. Voru þar á ferðinni fjórir skærrauðir, stórfættir málm- fuglar, de Havilland Twin Otter- flugvélar bresku suðurheim- skautsmælinganna, eða British Antarctic Survey, á leiðinni til vetrarsetu á suðurheimskauti. A undanförnum árum hafa „fuglar" þessir haft reglulega viðkomu á Reykjavíkurflugvelli tvisvar á ári, vor og haust. Frá Bretlandi halda þessar flugvélar suður á bóginn um ísiand í októbermánuði ár hvert og er ferðinni þá heitið til suðurheim- skautsins. Leið þeirra þangað liggur um Island, Kanada, Bandaríkin og landa á vestur- strönd Suður-Ameríku og tekur ferðalagið um tíu daga eða alls um 80 klst. á flugi. A meðan vetur er ríkjandi á norðurhveli fljúga vélarnar um í „sumar- blíðu“ suðurheimskautsins þar sem þær eru notaðar við land- mælingastörf og við að flylja vistir milli bækistöðva breskra visindamanna. Vélarnar leggja af stað aftur heim á leið þegar dregur að hausti og eur þær oftast komnar hingað til Reykja- víkur upp úr miðjan marsmánuð. Flugvélar þessar vekja ávallt athygli þegar þær eru á ferðinni hér þvi þær eru málaðar í skær- rauðum lit og eru klunnalegar að sjá sökum fyrirferðarmikils skíðabúnaðar. Ólafur Ólafsson landlæknir Umboðsmaður sjúklinga óþarfur LANDLÆKNIR er í raun nokkurs konar umboðsmaður sjúklinga en stundar ekki hagsmunagæslu fyrir heilbrigðisstéttir og því er þings- ályktunartillaga um að stofna emb- ætti umboðsmanns sjúklinga óþörf, að mati Ólafs Ólafssonar landlækn- is. Asta B. Þorsteinsdóttir, vara- þingmaður Alþýðuflokks, mælti fyrir þingsályktunartillögu á Al- þingi um embætti umboðsmanns sjúklinga og rökstuddi hana meðal annars með því að fjöldi umkvart- ana sjúklinga til embættis land- læknis sýni að vandinn í samskipt- um sjúklinga og starfsfólks heil- brigðisstofnana sé sannarlega fyrir hendi. Haft var eftir Ástu í Morgunblað- inu að hún teldi ekki réttmætt að embætti landlæknis, sem eigi að bera ábyrgð á gæðum heilbrigðis- þjónustu, sé jafnframt í hlutverki hagsmunagæsluaðila sem taki á móti kvörtunum sjúklinga, meti þær og dæmi. Það samrýmist ekki góðum stjórnsýsluháttum og geti skapað óvissu um réttarstöðu sjúkl- inga. Ólafur Ólafsson sagði að land- læknir væri lögum samkvæmt með- al annars eftirlitsmaður með fag- legu starfi heilbrigðisstétta, fylgd- ist með gæðum lækninga og for- varna og því að þjónusta við sjúkl- inga sé við hæfi. „Það er því rökrétt framhald að sett var inn í lög um heilbrigðisþjón- ustu 1974 að landlæknir ætti að sinna kvörtunum og kærum sjúkl- inga. Það er því grófur misskilning- ur að gefa í skyn að landlæknir sjái um hagsmunagæslu heil- brigðisstétta og allt tal um stjórn- sýsluhætti í þessu sambandi er á misskilningi byggt,“ sagði Ólafur. Kærum fjölgar Samkvæmt upplýsingum frá landlæknisembættinu hefur fjöldi kvartana og kæra sem berast emb- ættinu margfaldast á undanförnum árum. Þannig bárust 25 kvartanir árið 1980, 188 kvartanir árið 1990, 276 kvartanir árið 1994 og 215 kvartanir höfðu borist fram til 15. október í ár. Kvartanirnar lúta einkum að því að sjúklingar telja sig hafa fengið ranga eða ófullnægjandi meðferð. Þá er einnig kvartað yfír sam- skiptaörðugleikum, ófullnægjandi upplýsingum, meintum trúnaðar- brotum, bið eftir sjúkravist o.fl. Þá berast embættinu um 300 fyrirspurnir í hveijum mánuði frá almenningi og sjúklingum. Þessar fyrirspurnir eru af ýmsum toga, svo sem um hvort greiðsla fyrir tiltekna heilbrigðisþjónustu hafi verið til- hlýðileg, hvaða snuð hafí minnsta áhættu í för með sér, hvort sjúkl- ingur eigi rétt á að fá afrit af sjúkraskrá eða hvort mansjúríu- sveppurinn sé hættulegur. 24% sóttu kirkju fyrir jól RÚMLEGA 24% 15-75 ára íslend- inga fóru í kirkju um síðustu jól eða áramót samkvæmt skoðana- könnun sem ÍM-Gallup gerði fyrir kirkjuna, en niðurstöður könnunar- innar voru lagðar fram á kirkju- þingi í gær. Mest var kirkjusókn í aldurs- hópnum 55-75 ára eða 35%, en minnst í aldurhópnum 25-34 ára eða 16,5%. Rúmlega 30% barna á aldrinum 15-19 ára fóru í kirkju um síðustu jól. Kirkjusókn var meiri á lands- byggðinni eða 27,6% á meðan hún var 21,5% á höfuðborgarsvæðinu. Nemendur, stjórnendur og at- vinnurekendur sóttu kirkju mest af einstökum starfshópum, en sér- fræðingar sóttu kirkju áberandi minnst, en þar á eftir kom verka- fólk. Sígildur, mjúkur, hlýr og endingargoður fatnaður sem heldur lögun sinni og Hettupeysa Buxur Hettupeysa heil Litir: Liósgrátt, dökkblátt, dökkgrænt Stærðir: M,L,XL,XXL Kr. 4.950.- Buxur Litir: Ljósgrátt, milliarátt, dökkblátt, dökkgrænt, svart Stærðir: M,L,XL,XXL Kr. 3.45 VERSLANIR LAUGAVEGI51 - S. 551-7717 - SKEIFUNNI19 - S.568-1717 Utsöluaðilar Fjölsport, Hafnarfirði Nína, Akranesi Sportver, Akureyri Orkuver, Höfn K-Sport, Keflavík 69, Vestmannaeyjum Sportlif, Selfossi Siglósport, Siglufirði Í-Sport, ísafirði Heilsuræktin, Sauðárkr. Heimahornið, Stykkish. Við lækinn, Neskaupsst. Táp og fjör, Egilsst. KORTER / UNDA +
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.