Morgunblaðið - 19.10.1995, Side 20

Morgunblaðið - 19.10.1995, Side 20
20 FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 1995 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Chirac og Juppé óvinsælir París. Reuter. VERULEGA hefur dregið úr vin- sældum Jacques Chirac, forseta Frakklands, og Alain Juppé forsæt- isráðherra samkvæmt skoðana- könnun sem birt var í gær. í könnuninni, sem framkvæmd var af BVA-stofnuninni fyrir París- Match, kemur fram að 36% kjós- enda styðja Chirac en fylgi hans var 44% í síðasta mánuði og 62% skömmu eftir að hann náði kjöri í maí. 56% aðspurðra sögðust vera á móti Chirac en 47% í síðasta mán- uði. Þegar spurt var um forsætisráð- herrann sögðust 29% kjósenda styðja hann samanborið við 43% í síðasta mánuði. 62% sögðust vera á móti forsætisráðherranum en 44% voru þeirrar skoðunar fyrir mánuði. Einungis Edith Cresson, fyrrver- andi forsætisráðherra í ríkisstjórn sósíalista, hefur verið óvinsælli en þegar hún hafði verið fimm mánuði í embætti árið 1991 var stuðningur- inn við hana 28%. Þrír vinsælustu stjómmálamenn- irnir samkvæmt könnuninni voru Jacques Delors, fyrrverandi forseti framkvæmdastjórnar Evrópusam- bandsins, og tveir fyrrverandi ráð- herrar, Lionel Jospin og Jack Lang. -----------♦ ♦ ♦---- Þjóðarat- kvæðið nálg- ast í Quebec LOKASPRETTURINN er nú haf- inn í baráttu aðskilnaðarsinna í Quebec fyrir þjóðaratkvæðið 30. október um hvort fylkið eigi að verða fullvaldaríki og segja skil- ið við Kanada. A myndinni hlýða verkamenn í Montreal á ræðu Lucien Bouchards, eins af vin- sælustu leiðtogum aðskilnaðar- sinna. • • + Ororkuhneyksli á Italíu Reuter NOKKUR þúsund öryrkja efndu til mótmæla í Róm í gær vegna fjárlagafrumvarps sljórnarinnar sem þeir telja að skerði örorkubætur þeirra. nir á bótum á fölskum forsendum Róm. Reuter. RANNSÓKN, sem nú stendur yfir á örorkugreiðslum á Ítalíu, hefur leitt í ljós mikið og skipulegt mis- ferli og eru dæmi um, að allt að helmingur íbúa í sumum bæjarfé- lögum, einkum í suðurhluta lands- ins, sé á örorkustyrk. Italir eru um 57 milljónir talsins, þar af fá 20 milljónir manna opinberan líf- eyri og af þeim hópi eru sjö milljón- ir á örorku. Starfsmenn ítalska fjármálaráðuneytisins segja, að unnt sé að spara gífurlegar fjár- hæðir með því að hreinsa til í þessu kerfi. Örorkuhneykslið, sem svo er kallað, hefur verið eitt helsta mál- ið í ítölsku fjölmiðlunum að undan- förnu og segja þeir daglega frá dæmum um svikamylluna, til dæmis ungu og fílhraustu fólki um tvítugt, sem drýgir sér tekjurn- ar með örorkubótum. Aðeins í póstmálaráðuneytinu er verið að kanna raunverulegt heilsufar 115 starfsmanna, sem þiggja bætur án þess að bera merki um ein- hveija örorku. Skortur á þegnskap Svikarannsóknadeild fjármála- ráðuneytisins var stofnuð 1990 og hefur starfsemi hennar aukist ár frá ári. Hefur hún meðal annars haft þau áhrif, að fjöldi örorkuum- sókna, sem hefur yfirleitt aukist um 10% á ári, jókst ekki nema um 3,5% á þessu ári. ítalska efna- hagsmálatímaritið II Mondo áætl- aði nú í vikunni, að um tvær millj- ónir manna að minnsta kosti fengju örorkustyrk á fölskum for- sendum og í dagblaðinu Corríere della Sera sagði, að þetta hneyksli sýndi því miður „átakanlegan skort á heiðarleika og þegnskap“ meðal ítölsku þjóðarinnar. - Hálfur bærinn á örorku Blaðið sagði, að stofnanir ríkis- ins væru beinn aðili að svindlinu enda hafa þær hver um sig heim- ild til að samþykkja örorkuum- sóknir. Það þýðir aftur, að stjórn- málaflokkarnir hafa getað notað sér aðstöðuna hjá einstökum stofnunum til að útdeila örorku- bótum sem pólitískum greiða. Nefnt er sem dæmi lítill bær í Messina-héraði á Sikiley. íbúarnir eru 1.200 og þar af eru 500 á örorkustyrk. t.N.fc* * • , ■ I h\m mu tu sNvirra t it:i díni o mmn v| : 5W0 T0R#D0 A\ tew ®oevo ?? \ aínmic i mmipiúyí wo e m omwtöm J/capDipo^ Reuler Fjöldamorðin í Munchen 1972 Voru samtök Arafats að baki? París. Reuter. PALESTÍNSKI skæruliðinn Abu Daoud, sem á sæti í svonefndu þjóðarráði Palestínumanna, hyggst gefa út endurminningar sínar í Frakklandi næsta vor. Fullyrð- ir hann þar að hreyfíng Palestínuleiðtogans Yassers Arafats, Fatah, hafí staðið á bak við fjöldamorð á ísra- elskum íþróttamönnum á Ólympíuleikunum í Múnchen 1972. Titill bókarinnar verður „Að ári í Palestínu - 50 ára barátta fyrir draurni". Frelsishreyfing Palestínu- manna, PLO, sem Fatah á aðild að, hefur ávallt neit- að því að hafa átt hlut að morðum ísraelanna sem voru 11. Hefur verið talið að Svarti september, ann- ars óþekktur hópur er gekkst við tilræðinu, hafi verið að verki. Annar skæruliðaforingi úr röðum PLO, Abu Iyad, sem myrtur var fyrir nokkrum árum, skýrði eitt sinn frá því að Svarti september hefði aðeins verið dulnefni á sérsveit Fatah. „Abu Daoud segir núna að við verðum öll að horfast í augu við það sem gert var og bókin er rituð í þess- um anda,“ sagði talsmaður bókaforlagsins Editions Anne Carriere í París sem gefur minningar Daouds út. Kosið á Alands- eyjum Maríehamn. Morgunblaðið. KOSIÐ var til þings og sveitar- stjórna á Álandseyjum um helgina og hélt stjórnin meirihluta sínum þótt hún tapaði einum manni. Helstu kosningamálin voru heil- brigðis- og menningarmál en lítið tekist á um atvinnumálin enda er atvinnuleysi næstum ekkert. Yngri þingmenn og fleiri konur Þessar kosningar einkenndust nokkuð af því, að margir vildu breytingar breytinganna vegna, til dæmis vildu ungir kjósendur ungt fólk á þing og konurnar kvenfólk. Gekk það eftir að nokkru leyti og er nú enginn þingmanna eldri en 55 ára og af 30 þingmönnum eru konurnar sjö. Úrslitin í þingkosningunum urðu þau, að Miðflokkurinn fékk níu menn, tapaði einum; Hægri- flokkurinn sex menn sem áður og jafnaðarmenn héldu sínum fjórum. Standa þessir þrír flokkar að stjórninni. Fijálslyndi flokkurinn, sem er í stjómarandstöðu, fékk nú átta menn og bætti við sig ein- um. STUTT Fortídar- vandi í Austurríki JÖRG Haider, leiðtogi Frelsis- flokksins í Austurríki, rak í gær einn þingmanna flokks- ins, John Gudenus, fyrir að neita að viðurkenna helför nasista á hendur gyðingum í síðari heimsstyijöld. Flokkur Haiders, sem oft hefur verið sakaður um nasisma, stendur nú jafnfætis stóru flokkunum, jafnaðarmönnum og Þjóðar- flokknum, í skoðanakönnun- um og það er því ekki útilok- að, að Haider verði kanslari Austurríkis að loknum kosn- ingunum 17. desember. Hon- um er því í mun að þvo af flokknum nasistastimpilinn. Göng-unnar löngu minnst KÍNASTJÓRN ætlar að koma upp garði í Peking til minning- ar um Gönguna löngu, sem varð skæruliðum kommúnista til bjargar í stríðinu við þjóð- ernissinna 1934. Verður hann 100 hektarar og þar verða sýndir ýmsir meiriháttarat- burðir, sem áttu sér stað með- an á göngunni stóð, frá því í október 1934 til október 1935. Um 100.000 manns hófu hana en aðeins 10% þeirra komust alla leið. Banatilræði í Rússlandi MÍKHAÍL Zhúravljov, banka- stjóri Mosstrojbank í Moskvu, var skotinn tvisvar í höfuðið á götu í gær. Var hann á leið frá heimili sínu til bankans, sem er skammt frá, þegar ráð- ist var á hann. Er hann nú á gjörgæsludeild en læknar telja líkur á, að hann haldi lífi. Tal- ið er, að leigumorðingi hafi verið að verki og er þetta ann- að atvikið af þessu tagi á fáum dögum. Á síðasta ári voru banatilræði við rússneska bankamenn 30 og 16 létust. Talið er, að þetta sé liður í tilraunum glæpasamtaka til að ná undir sig bankakerfinu. Bókhaldari Stings dæmdur BÓKHALDARI breska söngv- arans Stings, Keith Moore, var dæmdur í fyrradag í sex ára fangelsi fyrir að stela meira en 600 milljónum kr. frá vinnuveitanda sínum. Hafði hann unnið fyrir hann í 15 ár en féð, sem hann seildist til, notaði hann til að greiða skatt- skuldir og tap á misheppnuð- um fjárfestingum. Moore var þó eignamaður eins og sést á því, að Sting hefur endurheimt meirihluta fjárins. Vextir hækka í Frakklandi NOKKRIR franskir viðskipta- bankar ákváðu í gær að hækka grunnvexti sína og eru það ill tíðindi fyrir atvinnulífið og frönsku ríkisstjórnina. í síð- ustu viku hækkaði franski seðlabankinn vexti til veija gengi franskans og ótast er, að vaxtahækkun annarra banka nú geri vonir um aukinn hagvöxt að engu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.