Morgunblaðið - 19.10.1995, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 19.10.1995, Qupperneq 30
30 FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FJÖLMIÐLAR Þjóðveqar leyfa 100% eignarhlut í útvarpi DUsseldorf. Reuter. FJOLMIÐLAEFTIRLITIÐ í Þýzka- landi hefur samþykkt í aðalatriðum að fella úr gildi lög, sem banna meira en 50% eignarhlut í sjón- varps- og hljóðvarpsfyrirtæki að sögn embættismanna. Að sögn Wolfgangs Clements, efnahagsráðherra í Nordrhein- Westfalen, hafa forsætisráðherrar einstakra fylkja ákveðið að breyta reglum um eignarhald og undirbúa þar með víðtækari umbætur á regl- um um fjölmiðla fyrir lok næsta árs. Samkomulagið er fyrirboði mik- illar breytingar á þýzkum fjölmiðla- reglum, en með því er ekki orðið við öllum kröfum um frjálslyndari stjórnun fjölmiðlafyrirtækja á við Bertelsmann AG og Kirch-sam- steypuna. Ekki lengur 50% Samkvæmt núgildandi fjölmiðla- reglum mega fyrirtæki eða einn hluthafí eiga allt að því 50% í einu útvarpsfyrirtæki (það er sjónvarpsr og hljóðvarpsfyrirtæki) og 25% í tveimur öðrum stöðvum, en ekki má eiga 100% hlut í einu útvarps- fyrirtæki. Eftirlitsmenn fjölmiðla hafa stað- ið gegn breytingu af ótta við of mikil fj'ölmiðlavöld safnist í hendur örfárra stórfyrirtækja. Víðtækar breyting- ar á þýzkum fjolmiðlalögum Forsætisráðherrar einstakra fylkja Ieggja nú til að eignarreglun- um verði breytt þannig að framveg- is geti einn hluthafí átt 100% í einni útvarpsstöð, allt að því 50% i ann- arri og allt að því 25% í fleiri stöðv- um. Ekkert eitt fjölmiðlafyrirtæki og enginn einn hluthafi geti þó átt meira en 30% hlut í þýzkum sjón- varpsmarkaði. Bertelsmann fagnar Stjórnarformaður Bertelsmanns, Mark Wössner, fagnaði fréttinni og kallaði hana tímamót eftir margra ára viðræður fjölmiðiaiðnaðarins og þýzku fylkjanna, sem hafa á hendi eftirlit með fjölmiðlum samkvæmt þýzku stjórnarskránni. „Fjölmiðlaiðnaðurinn telur miðl- unarsamkomulagið viðunandi að miklu leyti, þótt skiptar skoðanir séu um einstök atriði,“ sagði Wössner í yfirlýsingu. Wössner sagði að rökréttara hefði verið að reyna að hefta áhrif einhvers eins fyrirtækis með því að takmarka fjölda áhorfenda eða áheyrenda þess. Hann fagnaði því einnig að þýzku fylkin virtust ekki hafa hug á að banna að eiga bæði sjónvarpsstöð og bókaútgáfu, en slíkt hefði alvar- legar afleiðingar í för með sér- fyrir Bertelsmann. Hann kvað slíkt fyrir- komulag nauðsynlegt til að gela keppt á alþjóðamarkaði. Bertelsmann segir að ein ástæða þess að iitlu hafi munað að Vox- stöð fyrirtækisins yrði gjaldþrota hafí verið sú að órói hafi ríkt í röð- um hluthafa, sem fjölmiðlareglur hafi bannað að eiga meiri hlut í fyrirtækinu og bera meiri ábyrgð á daglegum rekstri. Time Warner í útistöðum Bandarísku fjölmiðlafyrirtækin Time Warner og Turner Broadcast- ing hafa einnig lent í útistöðum við þýzka fjölmiðlaeftirlitið, því að síð- an þau sameinuðust hafa þau átt meira en 50% í N-TV, þýzkri frétta- rás sem sendir allan sólarhringinn. Clement sagði að forsætisráð- herrar fylkjanna tækju endanlega ákvörðun um fjölmiðlaeign á fundi 14. desember og að lokið yrði við róttækari endurskoðun á fjölmiðla- Iögum, Rundfunkstaatsvertrag, fyrir árslok 1996. Sprangað um vefinn Á HEIMASÍÐU Internets á íslandi hf. er að finna áhugaverðar upplýs- ingar um alnetstenginguna við út- lönd. Á skýringarmyndum má sjá umferðina um línuna til útlanda yfír sólarhringinn, meðalálag eftir klukkustundum og umferð til og frá útlöndum aftur til 1993. Slóðin er: http://www.isnet.is/is/ISnet.html Hið nýkrýnda nóbelskáld Sea- mus Heaney er með heimasíðu á veraldarvefnum. Þar má finna upp- lýsingar um skáldið og verk þess og heyra skáldið lesa eigin ljóð. Slóðin til skáldsins er: http:Z/suns- ite.unc.edu/dykki/poetry/heaney/ íþróttaunnendur eiga um margt að velja á vefnum. Ástæða er til að benda þeim á slóðina http://www.sportsnetwork.com/ Ziff-Davis útgáfan, sem gefur út mörg tölvutímarit, hefur nú opn- að fyrstu ókeypis, en klæðskera- sniðnu, fréttaþjónustuna á Verald- arvefnum. Þessi þjónusta, ZD Net Personal View, safnar fréttum um hin ýmsu efni tengd tölvum að ósk notandans. Væntanlegir notendur geta skráð sig hjá http://www.zdnet.com og beðið um fréttir. Gates kaupir Bettmannsafnið The Iceland Reporter - nýtt blað á gömlum grunni THEICELAND Reporter er heitið á mánaðarriti á ensku frá Ieeland Review-útgáf- unni. Blaðið kemur í stað News from Iceland sem kom- ið hefur út frá 1975. Grund- vallarbreyting var gerð á uppbyggingu blaðsins og út- liti, því þótti tilhlýðilegt að gefa því einnig nýtt nafn. Með blaðinu fylgir Travel sem er rit um ferðamál og Business sem fjallar um við- skipti og atvinnumál. Ásgeir Friðgeirsson er rit- stjóri The Iceland Reporter ásamt Haraldi J. Hamar, sem einnig er útgefandi. Ásgeir sagði breytinguna viðbragð við örri þróun í fjölmiðlun. í vor hóf Ieeland Review út- gáfu daglegra frétta frá Is- landi á ensku á alnetinu, sjá (h ttp://www. cen trum.is/ic- erev/), og eru lesendur þeirra nú fleiri en 10 þúsund á mánuði. „Viðhorf okkar til þessa nýja miðils, alnetsins eða tölvusamskipta, er að hann muni henta betur til fréttaflutnings, á þeim al- þjóðlega vettvangi sem við höfum hasiað okkur völl á, en mánaðarblað," sagði Ás- geir. „Eftir sem áður teljum við ástæðu til þess að halda úti blaði sem fjallar um ís- lensk málefni og samfélag." I ljósi hinnar tíðu frétta- miðlunar á alnetinu þótti þeim hjá Iceland Review ekki viðeigandi að halda úti mánaðarblaði sem héti News from Iceland eða Fréttir frá Islandi. Önnur rök fyrir breyttu nafni voru að höfða frekar til erlendra ferða- manna sem hingað koma en nafnið News from Iceland þótti gera. Því var biaðinu gefið nýtt nafn - The Iceland Reporter. Breytt efnistök Dagleg fréttaþjónusta á alnetinu kallaði einnig á breytt efnistök í prentmiðlin- um. Minni áhersla er nú lögð á beinar fréttir en meiri á fréttaskýringar og úttektir þar sem fjallað er um tiltekin málefni og svið í þjóðfélag- inu. The Iceland Reporter hefur því fremur svipmót helgarblaðsins en hins dag- lega fréttablaðs. Áskrifendur að The Ice- land Reporter búa í um 100 löndum. Að sögn Ásgeirs hafa viðbrögð þeirra við breytingunum verið mjög já- kvæð. Breytt útlit hefur mælst vel fyrir og þykir blað- ið læsilegra en áður. „Fólki þykir athyglisvert að við breytum um nafn á blaðinu," sagði Ásgeir. „Breytt efnis- tök voru tímabær og blaðið höfðar nú til breiðari les- endahóps en áður.“ The Iceland Reporter er að jafnaði 32 síður í dagblaðs- broti. Aðstoðarritstjóri er Steinunn Böðvarsdóttir, Guð- jón Sveinbjörnsson hannaði nýtt útlit blaðsins. “Sagan seld hæstbjóðanda eða gerð almenningi aðgengileg?“ Los Angeles. Reuter. Telegraph. BILL GATES, forstjóri Microsofts, hefur keypt Bettmann Archive, stærsta safn heims af sögulegum ljósmyndum, meðal annars frá helztu atburðum þessarar aldar. Kaupverðið er ekki gefið upp, en mun nema „mörgum milljónum" dollara. Gates fær rétt á myndum, sem notaðar eru í tölvusamskiptum, og sérstakt gjald í hvert sinn sem ljós- myndirnar eru notaðar í blöðum eða tímaritum. Hann getur notað þær í tölvualfræðisöfnum, á tölvugeislaa- diskum og í upplýsingabönkum, meðal annars á tölvunetinu Micro- soft Online. Safnið hefur að geyma 16 millj- ónir ljósmyilda, margar heimsfræg- ar. Þar á meðal eru myndir af Winst- on Churchill gefa V-sigurmerkið í síðari heimsstyijöld, Albert Einstein reka út úr sér tunguna, Indíánahöfð- ingjanum Sitjandi bola, Kennedy- morðinu, mannaferðum á tungiinu og kjarnorkusprengingum. Gates keypti safnið fyrir milli- göngu lítils fyrirtækis á hans veg- um, Corbis Corp. Kaupin hafa vakið spurningar um vaxandi áhrif Micro- softs í hugbúnaðargeiranum og vizku þess að einn maður ráði yfir mörgum frægustu myndum heims. Corbis hefur þegar tryggt sér rétt á hálfri milljón mynda, þar á meðal af málverkum þjóðarmyndlistasafns- ins í Bretlandi, og hyggst semja um rétt á myndum af verkum í Herm- itage-safninu í St. Pétursborg. Paul Saffo, forstöðumaður fram- tíðarstofnunar Kaliforníu, sagði um kaupin að spurningin væri: „Verður sagan seld hæstbjóðanda eða gerð almenningi aðgengilegri?" Corbis hyggst meðal annars gefa út alfræðisöfn fyrir tölvuskjái. Bett- mann Archive hefur að geyma ljós- myndir úr söfnum UPI-fréttastof- unnar, Acme News Pictures, Pacifíc og Atlantic Photos, International News Photos og safni blaðsins New York Daily Mirror, sem kemur ekki út lengur. Safnið er á Manhattan og stofn- andi þess var dr. Otto Bettmann, sem flúði frá Þýzkalandi nazista. Gates stofnaði Corbis 1989 til að tryggja sér rétt á myndum ogkoma þeim í stafrænt form til tölvunotk- unar. Á næstu öld hyggst hann mark- aðssetja myndirnar í tölvum og bjóða þær einstaklingum og fyrir- tækjum. Nemendum jafnt sem kaupsýslumönnum verður gert kleift að myndskreyta ritgerðir og skýrslur og öll viðskiptin fara fram um alnetið. NOKKRAR sögufrægar myndir sem Gates ræður nú yfir, efst til vinstri sýna Bandaríkjamenn flýja Saigon, þá Albert Einstein bregða á leik, neðst til hægri Kennedy á örlagadegi í Dallas og loks indíánahöfðingjann Sitting Bull. Morgunblaðið/Ásdís ÁSGEIR Friðgeirsson, annar ritstjóra The Iceland Reporter.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.