Morgunblaðið - 19.10.1995, Síða 31

Morgunblaðið - 19.10.1995, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 1995 31 Ný námsleeið að kefjast -sniðin að mannleéum Við vitum að það er ekki hægt að móta alla líkama <og allra þarfir í eitt form. I meira en tuttugu og fimm ár höfum við hjá Líkamsrækt JSB unnið með þúsundum kvenna við að byggja upp hreysti og viðhalda góðri heilsu og útliti. Til okkar leita konur með ýmsar væntingar. Við gerum okkar besta til að hjálpa þeim, en árangurinn byggist fyrst og fremst á þeim sjálfum. Við gerum ekki kraftaverk - en þú getur það! Athugið að Líkamsrækt JSB er flutt í „JSB húsið“ í Lágmúla 9 í Reykjavík. m Kortakerfið Græn kort: Frjáls mæting 6 daga vikunnar fyrir konur á öllum aldri. Allir finna flokk við sitt hæfi hjá J.S.B. FRA TOPPI TIL TAAR Námskeið sem hefur gefið ótalmörgum konum frábæran árangur. Þetta kerfi er eingöngu ætlað konum sem berjast við aukakílóin. Uppbyggilegt lokað námskeið. Fimm tímar í viku, sjö vikur í senn. Strangur megrunarkúr sem fylgt er eftir daglega með andlegum stuðningi, einka- viðtölum og fyrirlestrum um mataræði og holiar lífsvenjur. - Heilsufundir, þar sem farið er yfir förðun, klæðnað, hvernig á að bera líkamann og efla sjálfs- traustið. A jffBla m korfsr* ,« .* °c. ' jgeyk)^' W NYTT-NYTT Framhalds TT Nú bjóðum við upp á framhaldsflokka fyrir TT konur. 3 fastir timar, 2 lausir tímar í hverri viku. Fundir - aðhald - vigt - mæling LAGMULA 9 SIMI 581 3730 / 581 3760 Innritun hafin alla daga í síma 581 3730 Barnapössun alla daga frá kl. 9-16. Hringið og pantið kort eða skráið ykkur í flokka. FJÖLMIÐLAR Áskriftarverð Stöðvar 3 í byrj- un mánaðarins FYRSTU vikuna í nóvember verður tilkynnt hvenær útsendingar hefj- ast hjá Stöð 3, nýju sjónvarpsstöð Islenska sjónvarpsins hf., en áætl- að er að hefja útsendingarnar í nóvember. Að sögn Úlfars Steind- órssonar, framkvæmdastjóra ís- lenska sjónvarpsins hf., verður þá jafnframt tilkynnt hvað áskrift að Stöð 3 kemur til með að kosta. Stöð 3 hefur nú þegar tryggt sér samninga um sýningu sjón- varpsefnis frá Fox Television, Warner Bros., Worldvision, CBS, NBC, Multimedia, Channel 4, Tha- mes, CTE og Beta Film, og auk þess er verið að ganga frá samn- ingum við aðra framleiðendur sjón- varpsefnis. Þá hefur Stöð 3 náð samningi við Polygram um sýning- ar á þáttaröðinni The Thin Blue Line, sem er grínþættir með Row- an Atkinsson í aðalhlutverki, en hann er sennilega þekktastur fyrir þættina um Mr. Bean. » ♦ ♦---- Sameiginleg blaðaútgáfa könnuð FRAMKVÆMDASTJÓRN Al- þýðubandalagsins var falið á lands- fundi að^tanna grundvöll fyrir sameiginlegri blaðaútgáfu vinstri aflanna. „Verði ekki af samstarfi er eðlilegt að aðskilja rekstur flokks og blaðs,“ segir í tillögu flokksstarfsnefndar sem samþykkt var. Skv. heimildum Morgunblaðsins hafa þegar farið fram óformlegar viðræður milli fulltrúa Vikublaðs- ins, Alþýðublaðsins, Veru og Þjóð- vaka um möguleika á sameigin- legri blaðaútgáfu. Fjölsýn byrjar á laugardag SJÓNVARPSSTÖÐIN Fjölsýn í Vestmannaeyjum verður formlega opnuð næstkomandi laugardag, 21. október, klukkan 17. Stöðin endurvarpar efni 5 erlendra sjón- varpsstöðva og á sjöttu rásinni er fyrirhugað að senda út kvikmyndir með íslenskum texta, efni frá Vest- mannaeyjum og skjáauglýsingar. Frumraun í útsendingu eigin efnis verður bein sending frá opnun stoðvarinnar. Fjölsýn sendir út á örbylgju og nást sendingamar á Heimaey og næstu miðum. Nötaður er mynd- lyklabúnaður sem getur opnað út- sendingar 32 rása í einu og er þetta í fyrsta sinn sem slíkur bún- aður er settur upp í Evrópu. Not- endur geta horft á útsendingar hinna ýmsu rása samtímis í jafn- mörgum sjónvarpsviðtækjum, eða horft á eina rás og tekið aðra upp samtímis. Áskrift að útsendingum Fjölsýn- ar kostar 1790 krónur á mánuði. Rupert Murdoch í útistöðum við einn helsta auglýsanda blaða sinna í Ástralíu Ritskoðun eða misnotkun Canberra. Reuter. RUPERT MURDOCH hefur hvatt forstjóra umsvifamesta smásö.lufyr- irtækis Ástralíu, Coles Myer Ltd, til að segja af sér og deilur þeirra hafa harðnað. Coles Myer auglýsir meira en flest önnur fyrirtæki í áströlskum blöðum Murdochs og sum blöð hans eru prentuð í prentsmiðju þess. Deilurnar hófust á sunnudag þegar Murdoch sakaði Solomon Lew og fleiri úr stjórn Coles Myer um „glæpamennsku“ og ótilhlýði- legar tilraunir til að beita áhrifum sínum í því skyni að ritskoða frétt- ir blaðamanna Murdochs um mál smásölufyrirtækisins. „Ég stend við allt sem ég sagði,“ var haft eftir Murdoch í blaði hans The Australian, daginn eftir að hann skoraði á Lew að segja af sér. Lew brást reiður við og sakaði Murdoch um að „misnota áhrif sín og blöð til að efla fjárhagslega og pólitíska hagsmuni sína.“ Murdoch hefur oft gagnrýnt stjórn Coles Myers áður. Gamlir hluthafar fyrir- tækisins og stofnendur hafa krafizt þess að hreinsað verði til í stjórn- inni, fyrst með því að láta Lew víkja. Lew á 13,5% í fyrirtækinu og lætur engan bilbug á sér finna. Hann kveðst enn viss um stuðning flestra hluthafa og starfsmanna. Leynileg viðskipti Erfiðleikar Lews hófust þegar skýrt var frá því í september að áður leynileg hlutabréfaviðskipti hefðu kostað Coles 18 milljónir Ástralíudala og fyrirtæki tengt Lew hefði grætt á þeim. Viðskiptin komu í ljós þegar Col- es Myer rak nýjan fjármálastjóra, Philip Bowman, einn framkvæmda- stjóra BSkyB gervihnattafyrirtækis News Corp í Evrópu. ROWAN Atkinsson í hlutverki sínu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.