Morgunblaðið - 19.10.1995, Side 37

Morgunblaðið - 19.10.1995, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREIIMAR FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 1995 37 BSRB krefst breytinga á fjárlagafrumvarpi OPINBERIR starfs- menn fengu hvergi nærri að komaí febrúar sl. þegar ASÍ, vinnu- veitendur og ríkis- stjórnin gerðu með sér samkomulag um launa- stefnu til næstu tveggja ára. BSRB krafðist þess að verða aðili að þeim viðræðum sem ríkisvaldið átti við aðila almenna vinnumarkað- arins en því var ekki svarað. Fýrir bragðið stóðu samninganefndir aðildarfélaga BSRB frammi fyrir gerðum hlut og var ljóst að ekki yrði samið um neitt umfram það setn fólst í samkomulagi ASÍ og VSÍ. Flest aðildarfélög BSRB ákváðu þá að semja um krónutöluhækkun til þess að þó það litla sem til skipt- anna væri skilaði sér frekar til þeirra sem lökust hefðu kjörin. Onnur sömdu um hlutfallshækkun, ná- kvæmlega eins og gerðist innan ASÍ, gagnstætt því sem ítrekað hef- ur verið haldið fram þar á bæ. Hvað gerðist í september þegar úrskurður Kjaradóms um laun þing- manna og æðstu embættismanna þjóðarinnar var gerður heyrinkunn- ur? Launafólki á láglaunalandinu ís- landi blöskraði eðlilega. Ekki það að þingmenn væru að bijóta eitthvert loforð sem ASÍ hefði verið gef- ið. Stór hluti þjóðarinnar kannaðist ekkert við slíkt loforð. Heldur var almenningi nóg boðið þegar í ljós kom að þing- menn, ráðherrar og æðstu embættismenn þjóðarinnar áttu að fá tugir þúsunda reiddar fram á siifurfati. Að ekki sé talað um að sam- tímis opnuðust augu fjölmiðla fyrir þeim gjörningi Alþingis að þingmenn fengju 40 þúsund króna skatt- fijálsa greiðslu aukalega á hveijum mánuði. Þetta voru sömu aðilar og höfðu lagt grunninn að því að ísland væri láglaunaland og höfðu auglýst það þannig á erlendum vettvangi. Þeir einir máttu bera kjör sín saman við kollega sína í nágrannalöndunum. Fjárlagafrumvarpið árás á launafólk Fjárlagafrumvarpið fyrir næsta ár er svo enn ein svívirðilega árásin á almennt launafólk, að ekki sé talað um öryrkja og aldraða. Afnám vísi- tölu- og launatengingar mun rýra lífskjör lífeyris- og örorkuþega og auka skattbyrði launafólks verulega Almenningi var nóg boðið, segir Ragnhild- ur Guðmundsdóttir, þegar þingmenn, ráð- herrar og æðstu emb- ættismenn áttu að fá tugþúsundir reiddar fram á silfurfati. á næsta ári. Með þessari aðgerð er boðað að enn einu sinni eigi almennt launafólk, aldraðir og örorkuþegar, að bera þyngstu byrðarnar af því að ná jafnvægi í ríkisbúskapnum, en þessir sömu hópar báru herkostn- aðinn af því að ná niður verðbólg- unni. Afnám vísitölutengingar ijárhæða í tekjuskattskerfinu, þ.e. persónuaf- sláttar, bama- og vaxtabóta, á að skila einum milljarði króna í ríkissjóð á næsta ári. Lækka á bótaíjárhæðir um 500 milljónir. 250 milljónir á að spara í greiðslum heimildarbóta, en þær era sérstök uppbót á lífeyri til þeirra sem ekki komast af með tekjur sínar vegna sérstaks kostnaðar, t.d. mikils lyíjakostnaðar. Þá á að spara Ragnhildur Guðmundsdóttir Reynsla mín o g framtíðarsýn EFTIR að hafa verið þingmaður fyrir Fram- sóknarflokkinn í átta ár leyfi ég mér að koma fram með skoðanir, sem eru byggðar á minni reynslu. I þessu tilfelli er umfjöllun- arefnið þátttaka kvenna í pólitík. Ástæð- an er m.a. sú að um næstu helgi er Lands- þing framsóknar- kvenna haldið í sjöunda sinn, að þessu sinni í Kópavogi. Þegar ég kom inn í þingflokkinn fyrir átta árum hafði ekki setið kona á þingi fyrir flokkinn í yfir 30 ár. Ég efast ekki um að það hafa verið nokkur viðbrigði fyrir karlana að standa frammi fyrir þessum nýju tímum en ég fann aldrei fyrir því að það væri erfitt að vera eina kon- an í hópnum. Enda var mér vel tek- ið strax í upphafí. Landssamband framsóknarkvenna Landssambandið var stofnað 1981 og hefur starfað af krafti þessi 14 ár. Sá fundur, sem varð til þess að vekja athygli á samtökunum og er hvað minnisstæðastur þegar horft er til baka, var haldinn á Húsavík haustið 1983. Þá kröfðust konur í Framsóknarflokknum kvóta í uppröðunum á listum flokksins. Undirrituð fékk það hlutverk að mæla fyrir áliti þeirrar nefndar sem gerði þessa tilhögun og gerði það með 18 mánaða gamla dóttur sína á handleggnum. Af þessu leiddi að sú hin sama var álitin mikili byltingarsinni, sem hefur þó aldrei verið raunin. Ekkert varð úr fram- kvæmd þessarar ályktunar en það skapaðist umræða bæði innan flokksins og utan sem var af hinu góða. Landssamband framsóknar- kvenna hefur staðið fyrir fjölda nám- skeiða um land allt til þess að efla sjálfstraust kvenna og kenna þeim undirstöðuatriði í ræðumennsku og framkomu. Þessi nám- skeið eru styrkt af flokknum og hafa þótt takast mjög vel. Á réttri leið Síðan þetta gerðist hefur mikið vatn runnið til sjávar og margir áfangar náðst innan Framsóknarflokksins í því að bæta stöðu kvenna innan flokksins. Það þarf ekki að telja það allt upp hér, öllum sem fylgst hafa með stjórnmálum er ljóst að staðan innan Fram- sóknarflokksins er á góðri leið með að verða viðunandi. Eg held því fram að það hafi gerst vegna þess að það hefur verið farið málefnalega í sakirnar en þó með fullum þunga. Þær konur, sem hafa verið í forsvari, hafa lagt áherslu á Ég tel raunhæft, segir Valgerður Sverris- dóttir, að tala um jafn- rétti innan Framsóknar- flokksins um aldamót. mikilvægi þess að konur og karlar vinni saman að úrlausn mála á hin- um pólitíska vettvangi. Okkur sem valist hafa til trúnaðarstarfa hefur gengið vel að vinna með „körlunum“ og þeir vöndust á að hlusta á okkar sjónarmið og áhersluatriði, sem ekki eru alltaf þau sömu og þeirra. Framsóknarflokkurinn höfðar til kvenna Norskar rannsóknir hafa sýnt að það er eðli kvenna, frekar en karla, að velta málum fyrir sér og taka síðan ákvörðun á grundvelli upplýs- inga. Þetta er í góðu samræmi við það sem er aðalsmerki í vinnubrögð- um innan Framsóknarflokksins. Við erum ekki föst í klisjum á hægri eða Valgerður Sverrisdóttir vinstri kanti stjórnmálanna heldur fylgjum fijálslyndri umbótasinnaðri stefnu, sem býður upp á það að gera það besta úr hlutunum hveiju sinni. I síðustu kosningabaráttu skil- greindi Framsóknarflokkurinn sig ákveðið á miðju íslenskra stjórn- mála. Útkoma kosninganna var okk- ur í hag, við jukum fylgi okkar vera- lega og bættum við tveimur þing- mönnum. Við fundum það betur en nokkru sinni fyrr að við nutum fylg- is kvenna og áfram þarf að vinna á þeirri braut að efla konur innan Framsóknarflokksins, bæði á sviði landsmála og sveitarstjórnamála og fá nýjar konur til starfa. Mannréttindi kvenna Það er með mannréltindi kvenna eins og mannréttindi almennt, að ýmsum finnst erfitt að henda reiður á vandamálum og gera sér illa grein fyrir því hvar skórinn kreppir og hvað konur vilja. Auðvitað vilja kon- ur jafnrétti, að kynin standi jafnfæt- is í raun. Það er umhugsunarefni að það skuli ekki hafa verið fyrr en á þessari öld sem konur fengu kosn- ingarétt hér á landi, sem var þó til- tölulega vel að verki staðið miðað við mörg önnur lönd. Þegar þetta er haft í huga sér hver maður að mikið hefur áunnist en betur má ef duga skal. Kvennafrídagurinn 24. október 1985 varð til þess að vekja margan til vitundar um misréttið sem ríkti gagnvart konum. Þá ber þess að geta að margir sigrar hafa unnist með því að einstaka konur hafa verið kosnar í áhrifastöður. ís- lendingar hafa átt kvenskörunga í gegnum aldirnar og allt til þessa dags. Við erum stolt af þeim konum sem hafa skarað framúr og dugnað- ur þeirra hefur orðið til að efla aðr- ar konur til dáða, sem er ómetanlegt. Framtíðin Það styttist í aldamót og það er freistandi að setja fram markmiðið um að ná áföngum sem miðast við þau tímamót. Alla dreymir um betri og réttlátari heim. Hversu langt við verðum komin um aldamót á þeirri braut að jafna stöðu karla og kvenna innan stjórnmálaflokkanna almennt er óljóst á þessari stundu. Ég tel þó að það sé raunhæft að tala um jafnrétti innan Framsóknarflokksins um aldamót. Höfundur er þingmaður Fram- sóknarflokksins. 125 milljónir með skerðingu á mæðra- og feðralaunum. Hækka á aldurstak- mark vegna afsláttar eftirlaunaþega á greiðslum fýrir lyf og heilbrigðis- þjónustu úr 67 ára aldri í 70. Það er svo lýsandi dæmi um hugs- ana'orengl hinna ágætu höfunda fjárlagafrumvarpsins fyrir næsta ár að þeir skuli telja sig vera að ,jafna kjörin“ með því að afnema ekkjubæt- ur. Svo mikið er víst að BSRB hefur jafna.n mótmælt slíkri .kjarajöfnun niður á við. Svona mætti lengi telja. Matarhol- umar sem ríkisstjórnin finnur eru hjá þeim sem minnst mega sín. Hin- ir sleppa. Þrátt fyrir ítrekuð loforð um að fjármagnstekjuskattur verði lagður á er ekki gert ráð fyrir því í þessu frumvarpi og engar aðgerðir eru boðaðar til þess að taka á stór- felldum skattsvikum. Tilboð utanríkisráðherra Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra hefur lýst yfir vilja til þess að taka upp viðræður ríkisvaldsins og aðila vinnumarkaðarins um sið- ferðilegan grann sem kjara,samning- ar gætu byggst á til framtíðar. BSRB tekur undir þessa yfírlýsingu ráðherrans og er reiðubúið til við- ræðna, svo fremi það yrði haft að leiðarljósi að minnka launamuninn og jafna kjörin í landinu, enda hefur bandalagið varað við auknu kjara- misrétti á undanförnum árum og ítrekað hvatt til samstöðu láunafólks um að snúa vörn í sókn og bijótast m út úr vítahring bágra kjara. Ef einhver alvara á að vera í þess- um viðræðum verður hins vegar að byija á því að endurskoða þá þætti fjárlagafrumvarpsins sem stefna til aukins ójafnaðar. Auk þess sem áður hefur verið nefnt má benda á að ætlunin er að breyta lögum um al- mannatryggingar þannig að hægt verði að taka upp innritunargjald á sjúkrahús og einnig að stuðla að aukinni einkavæðingu í heilbrigðis- kerfinu. Þetta eru atriði sem BSRB mun beijast gegn af alefli. BSRB er tilbúið í viðræður við "* stjórnvöld um breytingar á fjárlaga- frumvarpinu. BSRB er aftur á móti ekki tilbúið að sitja hjá eins og í febrúar. Ef skapast á víðtæk sátt um kjarastefnuna í landinu verða sem flestir að koma að borðinu. Nú reynir á hvort alvara fylgi yfirlýs- ingu utanríkisráðherra. Höfunur er formaður Félags ís- lenskra símamanna og varafor- maður BSRB. Ekkert samráð. FORSTJÓRI Trygg- ingastofnunar ríkisins, Karl Steinar Guðnason, ritar grein í Morgun- blaðið, laugardaginn 14. október sl., um þá ákvörðun menntamála- ráðuneytisins að hætta frá og með 1. júlí 1995 að greiða talmeina- fræðingum og talkenn- urum, sem þjónusta börn á leikskólum, sam- kvæmt þeirri tilhögun sem gilt hefur þar um frá árinu 1987.1 grein- inni er jafnframt fjallað um vanda barna með talörðugleika og hversu mikilvægt sé að þau eigi fljótt kost á úrræða- þjónustu sem veitt er af þar til menntuðu fólki. Réttilega er bent á að niðurskurður á greiðslum í því sambandi hljóti að auka kostnað þegar frá líður og ef of seint verði við brugðið séu yfirgnæfandi líkur á að þjónusta við einstaklinga með talörðugleika kosti kerfið margfalt Menntamálaráðuneytið eitt ber alla ábyrgð, seg- ir Þórður Skúlason, á riftun samkomulagsins frá 1987 við talkennara og talmeinafræðinga. meira síðar, fyrir utan þá sálarang- ist sem viðkomandi líður. Greinar- höfundur fjallar um málið af þekk- ingu og glöggri yfirsýn þar til kem- ur að því að Sambandi íslenskra sveitarfélaga er blandað í atburða- rásina. Óskyld mál Þar er þó ekki við greinarhöfund að sakast heldur menntamálaráðu- neytið því í bréfum þess til Trygg- ingastofnunar ríkisins og Félags tal- kennara og talmeinafræðinga er gefið í skyn að ákvörðun þess um að hætta téðum greiðslum 1. júlí 1995 tengist samráði menntamála- ráðuneytisins og Sambands ís- lenskra sveitarfélaga um breytingar á reglum um greiðslur vegna fatl- aðra barna á leikskólum, sbr. iög um málefni fatlaðra. Þær breytingar lutu fyrst og fremst að því að laga reglurnar að breyttum lögum um málefni fatlaðra og gera þær einfald- ari, ásamt því að fjallað var um hveijir önnuðust greiningu fötlunar- innar. Á þeim samráðsfundum er fram fóru vegna breytinga á reglum um greiðslur vegna fatlaðra barna á leikskólum var aldrei minnst einu orði á að til stæði að breyta til- högun á greiðslum til talkennara og tal- meinafræðinga vegna þjónustu þeirra við börn á leikskólum, sem gilt hefur frá árinu 1987. Oft hefur verið rætt um breytingar á endur- greiðslureglum vegna ^ fatlaðra barna á leik- skólum og þeim verið breytt án þess að nokkru sinni hafi verið um það rætt að þær breytingar leiddu til breytinga á samkomulaginu við tal- kennara og talmeinafræðinga frá 1987. í bréfum menntamálaráðu- neytisins er því verið að tengja sam- an algjörlega óskyld mál og erfitt að ráða í hvaða tilgangur liggur þar að baki. Einhliða ákvörðun menntamálaráðuneytisins Afleiðing þessara vinnubragða menntamálaráðuneytisins er nú að koma í ljós. Forstjóri Trygginga- ' stofnunar ríkisins, talkennarar, tal- meinafræðingar og foreldrar leik- skólabama með talörðugleika líta svo á að samráð hafi verið haft við Samband Íslenskra sveitarfélaga um þá ákvörðun menntamálaráðuneytis- ins að hætta greiðslum fyrir þjón- ustu við leikskólabörn með talörðug- leika samkv. margnefndri tilhögun sem gilt hefur frá árinu 1987. Miðað við framsetningu menntamálaráðu- neytisins er ekki óeðlilegt að ókunn- ugir dragi þessa ályktun og freistist til að trúa því að samráð hafi verið haft við sambandið um ákvörðunina. Hafi það verið tilgangur mennta- málaráðuneytisins hefur sú blekking tekist í bili. Staðreyndin er þó sú, að ekki var um neitt slíkt samráð að ræða og aldrei á málið minnst í viðræðum við sambandið. Hið rétta er, að menntamálaráðuneytið eitt ber alla ábyrgð á riftun samkomu- lagsins við talkennara og talmeina- fræðinga, sem gilt hefur frá árinu 1987. Sú einhliða ákvörðun mennta- málaráðuneytisins á sér heldur ekki neinar skýringar í breytingum á verkaskiptum rikis og sveitarfélaga. Umrætt verkefni er nú vistað á ná- kvæmlega sama stað og þegar samningurinn um greiðslur ráðu- neytisins var gerður árið 1987. Niðurlagsorð í grein forstjóra Tryggingastofnunarinnar eru því hárrétt. Menntamálaráðuneytið hef- ur fóstrað þetta mál i áraraðir og þangað þurfa menn að beina vopnum sínum til að fá því breytt í fyrra horf. Höfundur er framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga. Þórður Skúlason

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.