Morgunblaðið - 19.10.1995, Síða 46
46 FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 1995
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
BENEDIKT
GUNNARSSON
SVERRIR GUÐJÓN
GUÐJÓNSSON
+ Benedikt Gunnarsson fædd-
ist í Saurbæ í Eyjafirði 26.
júní 1921. Hann lést á Ólafs-
firði 30. september síðastliðinn
og fór útför hans fram frá
Árbæjarkirkju 10. október.
VINUR okkar Benedikt Gunnars-
son tæknifræðingur, er horfínn á
vit feðra sinna. Æviatriða hans og
ferils hefur verið getið í minningar-
grein og verður það ekki endurtek-
ið hér.
Kynni okkar Benedikts hófust
árið 1967. Hafði Alþingi þá sam-
þykkt að vorið eftir skyldi vinstri
umferð aflögð, en hægri umferð upp
tekin hér á landi.
Saga þeirrar breytingar verður
ekki sögð án þess að Benedikts sé
getið og æviferill hans ekki rakinn,
án þess að sú breyting komi þar
við sögu. Benedikt hafði þá hætt
störfum hjá norsku fyrirtæki á sviði
rekstursráðgjafar og skipulags.
Það fyrsta sem útgerðarmaður
gerir þegar sigla skal skipi, er að
ráða skipstjóra. Benedikt var ráðinn
úr hópi umsækjenda til þess að
stjórna undirbúningi og fram-
kvæmd breytingarinnar. Ekki var
það þó af því að svo há laun væru
í boði og hefur hann vafalaust átt
kost á betri kjörum annarstaðar.
Hins vegar þótti honum verkefnið
ögrandi og það féll vel að þeirri
reynslu, sem hann hafði aflað sér
í skipulags- og stjómunarstörfum.
Reyndar var á þeirri stundu næsta
lítið vitað um það hvað gera þyrfti,
svo breytingin gæti fram farið á
farsælan hátt. Ur þeirri óvissu var
nokkur bót ráðin með aðstoð
frænda okkar Svía því að þar í landi
var hliðstæð breyting þegar í undir-
búningi, en hún skyldi í gildi ganga
haustið 1967. Lá því beint við að
Benedikt færi strax til Svíþjóðar
og kynnti sér hvemig þar væri stað-
ið að undirbúningnum.
Kom þá fljótt í ljós að meira
þyrfti til en að breyta götum og
ökutækjum. Vegfarendum öllum
þyrfti að boða hinn nýja sið og
undirbúa þá með fræðslu og upplýs-
ingum ef ekki ætti illa að fara.
Reyndar höfðu ýmsir svo miklar
áhyggjur af breytingunum að þeir
töldu hana hið mesta óráð, sem
hafa myndi í för með sér nýjan
faraldur umferðarslysa. Hófu þessir
aðilar mikinn áróður fyrir því að
hætt yrði við breytinguna eða
a.m.k. þjóðaratkvæði háð um hana.
Var tillaga um það atriði borin fram
á Alþingi.
Það kom í hlut Benedikts að veija
breytinguna og sannfæra þjóðina
um að þótt henni fylgdi aukin slysa-
hætta í bili, mætti með réttum að-
gerðum, góðum undirbúningi og
jákvæðu hugarfari, auka svo um-
ferðarþekkingu og umferðarmenn-
ingu landsmanna að umferðarör-
yggið yrði ekki skert.
Skipstjórinn varð að skrá á skip-
ið. Velja sér áhöfn, miðað við það
fjölbreytilega verkefni sem við
blasti.
Benedikt varð vel til fanga. Hon-
um tókst að fá til starfa með sér
flokk manna sem gerði sér grein
fyrir mikilvægi starfsins og nauð-
syn þess að það yrði vel af hendi
leyst. Þar gat legið við líf og limir
vegfarenda um langan tíma. Tími
til undirbúnings var hinsvegar ekki
langur.
Benedikt kepptist við með aðstoð
góðra manna að stofna umferðarör-
yggisnefndir um allt land, semja
við sveitarfélög um kostnað við
breytingar á vega- og gatnakerfinu,
semja um kostnað við breytingar á
almenningsvögnum og bætur til
þeirra sem bótarétt áttu, auk alls
sem með þurfti í sambandi við lög-
gæslu, fræðslu skólabama og ann-
arra vegfarenda. Þó sást Benedikt
aldrei flýta sér, en hann sló ekki
vindhögg. Allt starf hans og fas var
yfirvegað og mótað svo að þeir sem
með honum unnu, fengu þá trú að
allt myndi þetta ganga snurðulaust.
Sá sem tekur að sér að koma
hlöðnum vagni af verðmætum upp
bratta brekku þarf að mörgu að
hyggja. Ekki síst ef vagninn þarf
að vera kominn upp fyrir ákveðinn
tiltekinn tíma og þeim mun fremur
ef brekkan er þannig að brattinn
vex eftir því sem ofar dregur.
Sá vagn sem Benedikt stjómaði
varð að vera kominn á leiðarenda
að morgni 26. maí 1968. í það verk-
efni lagði Benedikt allan sinn metn-
að, alla sina starfsorku, hyggindi
og reynslu. Benedikt var fyrst og
fremst frábær liðsstjóri. Honum
virtist auðvelt að útdeila og skipta
niður verkefnum og ábyrgð og hafði
auk þess lag á að leggja mál svo
fyrir okkur þremenningana sem
skipuðum framkvæmdanefndina að
tiltölulega auðvelt var að ráða fram
úr þeim vanda, sem bar að og var
af ýmsum toga. Aldrei bar skugga
á þá samvinnu sem nú að skilnaði
er skylt og ljúft að þakka.
Vagninn þokaðist upp brekkuna.
Oft þurfti að ryðja steinum frá hjól-
um og beita aflinu frekar á einn
stað en annan og oft lá við að farm-
urinn skekktist eða félli út.
Benedikt varð að hafa augu á
hveijum fíngri svo að ekkert færi
úr skorðum. Kom sér þá oft vel
fyrir hann að með honum og starfs-
bræðrum hans við breytinguna í
Svíþjóð, hafði stofnast góð sam-
vinna og vinátta. Leiddi hún m.a.
til þess að Svíar létu okkur í té
margvíslega þekkingu og aðstoð,
svo og reynslu af því hvernig þeirra
breyting tókst haustið 1967.
Vagninn var kominn á sinn stað
á réttum tíma og þar með lauk í
stórum dráttum verkefni Benedikts
Gunnarssonar, þó ýmislegt væri
óuppgert.
Samvinna þeirra sem að breyt-
ingunni störfuðu undir stjóm Bene-
dikts, leiddi til kynna og vináttu sem
haldist hefur til þessa dags.
Árum saman hittist þessi hópur
á afmælisdegi breytingarinnar eða
afmælum þátttakenda og var
Benedikt þá jafnan sameiningar-
táknið og þungamiðja alls sem
fram fór. Þá kom kímnin upp á
yfirborðið, frásagnargleðin og
þessi hógværa mildi sem einkenndi
allt hans fas.
Benedikt kunni að stjóma á
þann hátt að starfsmönnum hans
var ánægja að verða við óskum
hans og lögðu sig fram um að
gera vel, en hann var fyrst og
fremst einlægur og traustur vinur
sem við öll sem með honum unnum
að umferðarbreytingunni 1968
munum ávallt minnast með þakk-
læti og virðingu.
+ Sverrir Guðjón Guðjónsson
fæddist á Norðfírði 3. apríl
1965. Hann lést í Namibíu 13.
september síðastliðinn. Minn-
ingarathöfn um Sverri fór fram
í Fossvogskirkju 4. október.
í TÆP sex ár bjuggu þau á hæð-
inni fyrir neðan okkur. Magga og
Sverrir, í „neðra“ eins og við sögð-
um í gríni. Við höfðum kynnst eft-
ir að hafa verið skiptinemar. með
AUS. Þau fluttu sama ár og við á
Boðagrandann. Sumir segja að vin-
ir geti ekki búið svona nálægt
hver öðrum. En með Möggu og
Sverri var ekki erfitt að sameina
þetta tvennt. Varla leið sú vika að
við sætum ekki saman eina kvöld-
stund og spjölluðum. Eða við feng-
um lánað eitthvað hjá þeim eða
þau hjá okkur. Til dæmis stólana
eða eitt egg og það voru ófáir
hvítlaukamir sem flökkuðu á milli
hæða. Sverrir kom kannski upp
og sýndi okkur nýja jakkann sem
hann var að kaupa og auðvitað
setti hann á sig bindi til að taka
sig sem best út. Svo flýtti hann
sér niður því hann lét ekki konuna
sem hann elskaði svo mikið, bíða
lengi eftir sér. Eitt júníkvöld fyrir
fímm ámm fóram við út á svalir
að gá hvaða læti þetta væra fyrir
utan. Þar stóðu Magga og Sverrir.
„Við voram að gifta okkur,“ köll-
uðu þau og geisluðu af hamingju.
Við flýttum okkur niður þegar við
höfðum loksins skilið hvað gekk
á. Þessi óvænta brúðkaupsveisla
var ógleymanleg.
Sverrir hafði verið skiptinemi í
Mexíkó. Gamla ævintýraþráin lét
hann ekki í friði. Hann vildi sjá
meira af heiminum. Það var svo
spennandi þegar Sverrir sagði okk-
ur að hann hefði fengið stýri-
mannsstöðu í Namibíu. Afríku,
þvílíkt tækifæri! Við rifum fram
Atlasinn og athuguðum hvar
Namibía væri og ekki var laust við
að við öfunduðum þau. Skyndilega
varð okkur líka ljóst hvað það yrði
tómlegt á neðri hæðinni. Vinir
okkar vora að fara. Daði, sonur
okkar, spurði hver ætti þá að gefa
honum súkkulaðirúsínur á laugar-
dögum ef Sverrir færi. Og hvort
það væra öragglega ekki bara góð
ljón í Afríku sem létu Möggu og
Sverri vera. Við kvöddumst og
reyndum að bera okkur vel en
sáum strax fyrir okkur hvað það
yrði óskaplega gaman að hitta þau
aftur. Hugsanlega ættum við eftir
að heimsækja þau út. Þá fengum
við þessa hræðilegu frétt. Sverrir
var dáinn. Enn er erfltt að trúa
því að aldrei sjáum við aftur stríðn-
isbrosið hans.
Engum þótti eins gaman að lifa
og Sverri. Því ekki að prófa alla
hluti og njóta þess sem lífið hafiði
upp á að bjóða. Honum þótti svo
+ Sigvarður Haraldsson var
fæddur í Reykjavík 10.
mars 1955. Hann lést af slys-
förum 9. október síðastliðinn.
Foreldrar hans voru hjónin
Ingveldur Jónsdóttir frá Hasta
í N-Noregi, f. 31.12. 1918, og
Guðmundur Haraldur Eyjólfs-
son, f. 18.3. 1901, d. 15.09.
1983, sem bjuggu á Heiðar-
brún í Holtum og þar ólst Sig-
varður upp. Alsystir Sigvarðs
er Helga, búsett í Svíþjóð og
hálfbræður hans eru Eyjólfur
Guðmundsson, búsettur í
Reykjavík, og Gunnar Guð-
mundsson, búsettur á Hellu.
Sigvarður hóf sambúð árið
1977 með Dýrfinnu Kristjáns-
dóttur, f. 14.5. 1960, læknarit-
margt gaman. Að fá sér falleg
föt, fara í leikhús, út að borða,
ferðast og kaupa eitthvað fint
handa Möggu. Og hann lét drauma
sína rætast. Ekki að hanga alltaf
á sama stað í sama fari. Hann var
í essinu sínu þegar hann í góðra
vina hópi borðaði góðan mat með
góðu víni. Þá hló hann og lét allt
flakka um sjálfan sig og aðra.
Hann var einstaklega gestrisinn.
Hann gat kynnst einhveijum og
boðið viðkomandi í mat daginn
eftir. Feimni var tilfinning sem
hann þekkti ekki.
Minningamar hrannast upp.
Stundum kom hann upp og bauð
okkur í mat. „En við eram búin
að elda,“ sögðum við ef þannig
stóð á. „Getið þið ekki borðað þann
mat á morgun? Svona komið þið!“
Og auðvitað fóram við niður og
lentum óvænt í veislumat. Svo sát-
um við yfír kaffi og koníaki og
veltum fyrir okkur lífsgátunni.
Sverrir var alltaf að benda á hliðar
í mannlegum samskiptum sem
sjaldan era ræddar og oftast vora
það spaugilegar hliðar. Við héldum
að þessar stundir yrðu miklu fleiri.
Dauðinn var svo fjarlægur.
Við verðum að sætta okkur við
að þú ert farinn, kæri vinur. Við
þökkum fyrir þessa alltof stuttu
samfylgd. Elsku Magga, ef við
bara ættum einhver töfraorð til að
lina sorgina og söknuðinn. Þið vor-
uð alltaf dæmið sem við tókum um
hin fullkomlega hamingjusömu
hjón. Sem betur fer eigum við
minningamar. Við munum aldrei
gleyma Sverii né vináttu hans.
Áslaug og Björn.
Vinur okkar og starfsfélagi er
fallinn frá. Við minnumst hans sem
kraftmikils og lífsglaðs einstakl-
ings, einstaklings sem gaf ríkulega
af sér til samferðamanna sinna.
Okkur er mikill missir að honum
Sverri.
Sverrir starfaði í félagsmiðstöð-
inni Frostaskjóli við góðan orðstír.
Hann var tengiliður okkar við þann
heim sem borgarböm þekkja síður,
sjóinn og þá hætti sem tíðkast
þar. Hann var óragur við að reyna
sig við nýjungar ef hann taldi þær
vera til framdráttar eins og við
fengum að kynnast í ferðum hjóla-
klúbbsins, sem og í öðru starfi.
Hann var góður félagi sem alltaf
gat fengið okkur hin til þess að
líta á lífíð út frá nýju sjónarhomi
og þannig hleypt lífí í hvem þann
hóp sem hann kom í.
Það verða ekki bara samstarfs-
menn Sverris sem eiga eftir að
sakna hans heldur allur sá fjöldi
unglinga, sem fékk að kynnast
honum. Fyrir marga var hann góð
og nauðsynleg fyrirmynd. Hann
var hlýr og opinn fyrir mönnum
ara við heilsugæslustöðina á
Hellu. Börn þeirra eru Ingi
Freyr, f. 17.12. 1978, Atli
Snær, f. 24.8.1981 og Dýrfinna
Ósk, f. 30.3. 1983. Fyrir átti
Sigvarður eina dóttur, Sigríði
Sigyn, f. 16.6. 1975.
Sigvarður rak bílasprautun
og réttingaverkstæði á Hellu
til dauðadags.
Útför Sigvarðs fór fram frá
Oddakirkju á Rangárvöllum,
laugardaginn 14. október. -
OKKUR langar tTl að kveðja ná-
granna okkar Sigvarð Haraldsson
með fáeinum orðum. Við höfum
fengið að njóta þess að vera ná-
grannar Sigvarðs síðastliðin 12 ár.
Að hann sé núna dáinn er erfítt
og málefnum. Hann gaf sér tíma
til að spjalla, kostur sem alltof
marga skortir nú á tímum. Við
vitum að það verða margir ungir
Vesturbæingar sem eiga eftir að
minnast hans með hlýhug.
Um leið og við minnumst Sverr-
is viljum við senda Möggu og öðr-
um aðstandendum okkar einlæg-
ustu samúðarkveðjur.
Starfsfólk Frostaskjóls.
Sumarið 1986 fóram við fjórar
stúlkur frá Hafnarfírði út í heim
í lestarferð. Flogið var til Lúxem-
borgar og þar hittum við tvo stráka
frá Vestmannaeyjum, þá Guðna
og Sverri sem einnig vora með
lestarfarmiða upp á vasann. Svo
varð úr að við urðum öll samferða
í þetta ferðalag. Þannig kynntist
ég Sverri. Við ferðuðumst saman
í tæpan mánuð. Er við stúlkumar
fóram heim héldu þeir áfram og
þá hitti Sverrir Möggu sína sem
síðan varð eiginkona hans.
Sverrir var mjög góður vinur
okkur og honum fannst hann
gegna mjög mikilvægu hlutverki
við að „passa“ okkur. Mikið var
hlegið í þessari ferð og margt skoð-
að. í dag sit ég með myndaalbúm-
ið mitt úr þessari ferð og skoða
myndirnar mjög vel, sérstaklega
þennan glaðværa og yndislega
strák sem Sverrir var. Tár mín
detta niður á albúmið og fimm ára
sonur minn spyr mig enn hvort ég
sé sorgmædd út af því að Sverrir
sé dáinn. París minnir mig á Sverri
og ef ég fer aftur þangað mun ég
fara aftur efst upp í Eiffelturninn
og veifa báðum höndum eins og
óð manneskja til himins, en Sverr-
ir minn, þá er þetta bara ég að
veifa þér og rifja upp gömlu stund-
imar okkar þar.
Mörg minningarbrot koma upp
í huga minn þegar ég hugsa um
Sverri, aðallega úr ferðinni góðu
en einnig þegar þau hjón komu í
heimsókn til okkar í Hafnarfjorð-
inn. Eitt sinn er Sverrir og Magga
komu í heimsókn til okkar fóram
við með þeim niður að höfn því
hann vildi sýna syni mínum skipið
sem hann vann á. Síðan þá hefur
sá stutti oft beðið mig að athuga
hvort skipið hans sé í höfninni.
Hann lýsir því gjarnan á þá leið
að það sé mjög fallegt, hvítt og
blátt á litinn. Hann mun áfram
sigla á slíku fallegu skipi í huga
okkar.
I vor fór ég í kveðjuhóf til þeirra
hjóna. Þau vora á leið til Namibíu
til starfa. Ekki óraði mig fyrir því
að þetta yrði í síðasta sinn sem
ég sæi vin minn. Mér finnst þetta
mjög óraunveralegt allt saman,
Namibía, svo langt í burtu, af
hveiju Sverrir? Það er sárt að hann
sé farinn en maður lærir að lifa
með tilhugsuninni.
Elsku Magga og aðrir aðstand-
endur, megi góður Guð styrkja
ykkur í þessari miklu sorg.
Minning um góðan dreng lifir.
Sif Jóhannesdóttir.
að trúa. Að geta ekki lengur
skroppið inn á verkstæðið til hans
eða séð hann vera að grilla fyrir
fjölskylduna sína, verður erfitt að
sætta sig við. Við munum ætlð
minnast þeirra stunda í útilegum
sem við áttum með honum, Dýr-
finnu og krökkunum. Eitt sinn lág-
um við og nutum sólarinnar í
Skaftafelli þegar smásteinar tóku
að falla í kringum okkur. Ég rauk
upp og ætlaði að ná í þessa óþekkt-
arorma sem vora að kasta þeim,
en eftir klifur upp bratta brekku
fann ég Sigvarð og Atla í felum
skellihlæjandi, báðir voru þeir
feðgarnir álíka stríðnir.
Við munum ætíð minnast Sig-
varðs sem hins hægláta, barngóða
og hjálpsama manns sem hann
var. Elsku Dýrfinna, börn, Ingveld-
ur og aðrir ástvinir, ykkur sendum
við okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Valgarð Briem.
HARALDUR KRÖYER,
fyrrverandi sendiherra,
lést í Borgarspítalanum að kvöldi 17. október.
Auður Rútsdóttir,
Margrét og Jóhann Kröyer,
Eva Kröyer Mannion,
Jóhann Kröyer jr.,
Ari Börde Kröyer,
Katri'n Börde Kröyer.
SIGVARÐUR
HARALDSSON
Logi og Fjóla.