Morgunblaðið - 19.10.1995, Page 47

Morgunblaðið - 19.10.1995, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 1995 47 ATVINNUAUGÍ YSINGAR Framkvæmdastjóri Norrænu Atlantsnefndarinnar Á skrifstofu Norrænu Atlantsnefndarinnar í Færeyjum er laus til umsóknar staða fram- kvæmdastjóra, með ráðningu frá 1. janúar nk. eða eftir nánara samkomulagi. Verksvið framkvæmdastjóra er í aðalatriðum eftirfarandi: - Að hafa frumkvæði að verkefnum í sam- ræmi við starfsáætlun nefndarinnar. - Að taka þátt í mati á umsóknum um styrki, sem nefndinni berast. - Að hafa samskipti við verkefnisstjórnir þeirra verkefna, sem nefndin styrkir. - að fylgja eftir ákvörðunum nefndarinnar - að vera ábyrgur fyrir starfsemi skrifstof- unnar og fjárreiðum gagnvart nefndinni. Gerðar eru kröfur um að framkvæmdastjóri nefndarinnar búi yfir: - Þekkingu á atvinnulífi og skilyrðum á því svæði, sem starfsemin nær til, þ.e. í Fær- eyjum, á íslandi, í Grænlandi og í strand- héruðum Noregs. - Reynslu af hliðstæðum verkefnum og þeim sem hér um ræðir. - Staðgóðri menntun, eigi auðvelt með að starfa með öðru fólki, geti átt frumkvæði í samskiptum og verið skapandi í starfi. - Góðri kunnáttu í dönsku, norsku eða sænsku. Ráðningarskilmálar: - Ráðningartímabil er allt að 4 ár. - Kjör eru í samræmi við kjör opinberra starfsmanna í starfslandinu, menntun, reynslu og/eða samninga viðkomandi stéttarfélags. - Framkvæmdastjórinn skal vera búsettur í Færeyjum, þar sem ákveðið hefur verið að skrifstofa nefndarinnar verði staðsett næstu 4 árin. - Veittur er flutningsstyrkur. Töluverð ferðalög fylgja starfinu. Umsóknarfrestur er til 15. nóvember 1995. Umsóknum, með upplýsingum um menntun og fyrri störf, meðmælum eða öðru, sem umsækjendur telja geta verið umsókn sinni til framdfráttar, sendist til: N ORDISK A TLANTSA MA R B EJDE, Hoyvíksvegur 51, Postbox 1287, FR-110 Þórshöfn, Færeyjum. Nánari upplýsingar veitir Liz Hammer á skrifstofu nefndarinnar í Færeyjum, sími 00 298 140 28, fax 00 298 1 04 59. Norræna Atlantsnefndin leysir af hólmi Samstarfsnefnd Vestur-Norð- urlanda (Vestnordenkomitéen) og er ein níu nefnda, sem fást við- svæðasamstarf (regionalt samarbejde) á vegum Norrænu ráðherra- nefndarinnar. Starfssvæði nefndarinnar er Grænland, (sland, Færeyj- ar og strandhéruð Noregs. Markmið samstarfsins er að styðja við og efla samvinnu innan svæðisins, sér í lagi á sviði atvinnumála og rannsókna. Kennarar Kennara vantar að Hvolsskóla, Hvolsvelli, nú þegar. Kennslugreinar: Stærðfræði, eðlis- fræði og/eða sérkennsla. Upplýsingar veitir skólastjóri í síma 487 8408. ílæ FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á AKUREYRI Meinatæknir Staða meinatæknis við Rannsóknadeild F.S.A. er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur um stöðuna er til 1. nóv. Nánari upplýsingar veitir yfirmeinatæknir í síma 463 0234. Vélaverkfræðingur Verkfræðistofa óskar eftir ungum vélaverk- fræðingi til starfa úti á landi. Verksviðið er fjölbreytt verkfræðivinna, þar með talin þjónusta við sjávarútveg, ýmis konar hönnunarvinna svo og áætlanagerð. Þeir, sem hafa áhuga, sendi upplýsingar um menntun og fyrri störf til afgreiðslu Mbl., merktar: „Vél - 1170“. Snjóathugunarmenn á Patreksfirði og Bíldudal Laust er starf athugunarmanns á Patreks- firði samkvæmt reglugerð nr. 533/1995 um eftirlit með hættu af snjóflóðum. Einnig er laust starf aðstoðarmanns athugunarmanns á Bíldudal, sem jafnframt þarf að hafa eftir- lit með hættu af skriðuföllum. Athugunarmenn starfa undir stjórn lögreglu- stjóra en Veðurstofa íslands skilgreinir verk- efni þeirra, setur þeim verklagsreglur og annast kennslu og þjálfun þeirra áður en þeir hefja störf. Störf athugunarmanna eru árstíðabundin og þeir verða að geta sinnt þeim fyrirvaralaust hvenær sem er sólarhringsins á starfstímanum. Laun athugunarmanna og aðstoðarmanna þeirra miðast við kjarasamning ríkisins við Starfsmannafélag ríkisstofnana, launaflokk 238. Umsóknarfrestur um störfin er til 27. otkó- ber 1995 og skal umsóknum skilað til undir- ritaðs, sem jafnframt veitir nánari upplýs- ingar um störfin. Sýslumaðurinn á Patreksfirði, 17. október 1995. Þórólfur Halldórsson. •AUGL YSINGAR Sjálfstæðismenn í Garðabæ Fundir verða haldnir í Fulltrúaráði sjálfstæðisfélaganna í Garðabæ og Sjálfstæðisfélagi Garðabæjar í Lyngási 12 í kvöld, fimmtudags- kvöldið 19. október, kl. 20.00. Dagskrá: 1. Kjör fulltrúa á Landsfund Sjálfstæðisflokksins. 2. Önnur mál. Stjórn Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Garðabæ og stjórn Sjálfstæðisfélags Garðabæjar. TÍL SOLU Er leyndarréttarfar hér? Kjaradómur tregðast við að upplýsa um for- sendur dóms síns um launahækkanir æðstu embættismanna. Og bókin Skýrsla um sam- félag upplýsir um forsendulaus leyndarbréf Hæstaréttar, þögn og yfirhilmingu kerfisins. Útg. TIL SÖLU Hús Bílaumboðsins hfv Krókhálsi 1 Húsið er 1.370 m2, byggt 1985-1987. Á efri hæð eru skrifstofur, ca. 270 m2, með vönduðum innréttingum og parketi á öllum gólfum. Á jarðhæð að ofanverðu eru sýning- arsalur og skrifstofur, ca. 270 m2, flísalagt gólf. Á jaröhæð að neðanverðu er lager- pláss/verkstæði/sýningarsalur, ca. 830 m2, með mikilli lofthæð og stórum innkeyrsludyrum. Húsið er allt mjög vandað og snyrtilegt og hentar fyrir ýmis konar rekstur t.d. stóra heildsölu. Bílastæði eru malbikuð og lóð frágengin. © 55 10090 Fax 5629091 hÓIa Skipholti 50B, 2. hæð t.v. Prentvél Til sölu AB - DICK, 350 pro prentvél m/úðatæki, 16 valsakerfi (spír) og möguleiki á aukalit. Arkarstærð 57,1x44,44 cm mest og 9x12,7 minnst. Vélin er lítið notuð og vel meðfarin. Hagstætt verð. Upplýsingar í síma 554 1739 (símsvari) og á kvöldin í síma 564 1729. Konur íframsókn 7. landsþing Landssambands framsóknarkvenna verður haldið í Auðbrekku 25, Kópa- vogi, dagana 20.-22. októ- ber. Dagskrá: 20. október kl. 19.30: Setning og afmælishátíð FFK í Borgartúni 6, Reykjavík. 21. október f.h.: Mannréttindi kvenna. 21. október e.h.: Jafnréttisáætlun í flokksstarfi. 22. október: Ályktanir þingsins - kosning stjórnar. Landssamband framsóknarkenna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.