Morgunblaðið - 19.10.1995, Side 48
48 FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 1995
AFMÆLI
MORGUNBLAÐIÐ
BENJAMIN
EIRÍKSSON
HANN ólst upp við
kröpp kjör á fátæku
alþýðuheimili í upphafí
aldarinnar. Ungur fór
hann að vinna sér og
fjölskyldu sinni hörðum
höndum. Hann varð því
snemma að beygja sig
undir þann harða aga,
sem lítil efni kenna at-
gervisfólki. Hann
braust til mennta í
krafti yfirburða gáfna
og námshæfíleika.
Hann stundaði nám á
annan áratug við fræg
menntasetur gamla og
nýja heimsins: í Berlín, Stokkhólmi
og Moskvu á fjórða áratugnum og
við Harvard og víðar í Bandaríkjun-
um á fímmta áratugnum.
Hann var hneigður
til stærðfræði og vís-
indastarfa, en heims-
kreppan beindi honum
að hagfræðinni. Það
besta sem hann hefur
skrifað um hagfræði
og efnahagsmál er
jafnframt það besta
sem skrifað hefur verið
um þau efni á íslensku.
Okkur aðdáéndum
hans fer fjölgandi,
einnig meðal yngri
kynslóðarinnar, því að
við lesum megindrætti
aldarfarsins af æviferli
hans og verkum. Þess vegna sam-
fögnum við honum í dag, hálfníræð-
um og færum heillaóskir honum og
fjölskyldu hans.
Þessi maður, sem svo er lýst,
er dr. Benjamín Eiríksson, hag-
fræðingur. Hann varð ungur
kommúnisti, í miðri heimskrepp-
unni og hélt til Moskvu í leit að
lausn á lífsháska öreiganna. Sam-
tímamenn hans flestir hverjir, með-
al íslenskra menntamanna, létu
ýmist blekkjast af Sovéttrúboðinu
eða þorðu ekki af hræðslugæðum
að bera sannleikanum vitni. Benja-
mín var ekki þeirrar gerðar. Hann
skildi snemma hvert stefndi og
þorði að skýra frá því einarðlega
og undanbragðalaust, þótt það
kostaði bannfæringu fyrri félaga.
Hann gekk í gegnum hreinsunareld
langt á undan sinni samtíð. Orð
hans, í tíma töluð, reyndust áhríns-
orð. Fáir hafa greint banamein
kommúnismans sem pólitískra trú-
arbragða af meiri skarpskyggni en
Benjamín. Það geta þeir sannfærst
um, sem lesa greinasöfn hans, ég
er og hér og nú.
Þegar leiðtogar lýðveldisins
höfðu sólundað stríðsgróðanum og
komið málum þjóðarinnar í óefni,
leituðu þeir til Benjamíns um að
vísa veginn út úr ógöngunum. Álits-
gerð hans um endurreisn efnahags-
lífsins er grundvallarrit í íslenskri
hagfræði. Því miður höfðu stjórn-
málaforingjar þeirrar tíðar hvorki
vit né þrek til að hlíta þeirri leið-
sögn. Enn var Benjamín of langt á
undan sinni samtíð. Endurreisn
efnahagslífsins á íslandi dróst því
um heilan áratug. Um það má segja
með skáldinu frá Fagraskógi, að
fáir njóta eldanna sem fyrstir
kveikja þá.
Tuttugasta öldin, sem brátt er
öll, er öld stórfenglegra andlegra
afreka, sem lengi munu auðga líf
komandi kynslóða. En hún er líka
öld ægilegra mannlegra mistaka,
sem eiga rætur að rekja til heimsku
og óheiðarleika þeirra, sem buðust
til að vísa veginn. Viti fírrtar öfgar
hinna fláráðu hafa kostað mann-
kynið líf og hamingju hundruða
milljóna mennskra fórnarlamba.
Benjamín Eiríksson hefur kennt
meira til í stormum sinna tíða en
flestir samtímamenn hans, íslensk-
ir. En hann hefur staðið af sér
manndrápsbylji og aldrei látið
blekkjast af fagurgala falsspá-
manna.
Benjamín var nokkuð hniginn á
efri ár, þegar kynni okkar tókust.
Samt finn ég ekki á honum nein
ellimörk. Það er sama hvort þú átt
við hann orðastað eða lest téxta
hans - áhrifin eru þau sömu. Grein-
ing hans á málavöxtum er skýr af
því að málið hefur verið þaulhugs-
að. Hugsun hans er hnitmiðuð, af
því að á bak við býr yfirburðaþekk-
ing. Röksemdafærslan er sannfær-
andi, af því að hún er knúin fram
af ástríðufullri sannleiksleit. Þess
vegna er efagjörnum uppörvun að
hitta hann að máli. Megi dæmi öld-
ungsins verða hvatning til dáða
þeim sem senn leggja upp, ungir
og óþreyttir, í örlagaleiðangur á vit
nýrrar aldar.
Til hamingju með daginn.
Jón Baldvin Hannibalsson.
Íslenskt-kínverskt
viðskiptaráð
Félag íslenskra stórkaupmanna gengst fyrir
stofnun Íslensks-kínversks viðskiptaráðs föstu-
daginn 27. október nk. kl. 17.00 í húsakynnum
félagsins á 6. hæð í Húsi verslunarinnar.
Tilgangur ráðsins verður sá, að efla og
styrkja viðskipti milli þjóðanna, bæði í þágu
inn- og útflytjenda.
Þeir, sem áhuga hafa á að gerast stofnaðilar
að ráðinu, eru beðnir að skrá sig á skrifstofu
félagsins í síma 588 8910.
Viðskiptaráðið er öllum opið.
Sjómannafélag Reykjavíkur
Aaðlfundur
Aðalfundur Sjómannafélags Reykjavíkur
verður haldinn á Lindargötu 9, 4. hæð, í
dag, fimmtudaginn 19. október, kl. 18.
Fundarefni:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Önnur mál.
Sjómannafélag Reykjavíkur.
TILBOÐ - UTBOÐ
Húsnæðisnefnd
Mosfellsbæjar
auglýsir eftir tilboðum
Tilboðið tekur til málningar einnar 4ra her-
bergja íbúðar, 106 fm að gólffleti í Miðholti
9. Litur hvítur. Helstu magntölur eru 269 m2.
Málning og hraun í Miðholti 7. Litur hvítur.
Helstu magntölur 10 m2.
Dúklögn: Linolíumdúkur 2 mm í Miðholti 9.
Setja skal gólflista úr beyki með nýjum dúki.
Litur á dúk í samráði við verkkaupa.
Helstu magntölur eru 34 m2.
Dúklögn: Línolíumdúkur 2 mm á Dala-
tanga 25. Setja skal gólflista úr beyki með
nýjum dúki. Litur á dúk í samráði við verk-
kaupa. Helstu magntölur eru 46 m2.
Verkum skal lokið fyrir 10. nóvember nk.
Tilboðum skal skila inn fyrir kl. 14 í Þver-
holt 3, 2. hæð, 24. október nk.
Nánari uppiýsingar gefur húsnæðisfulltrúi
í síma 566 8666. Áskilinn er réttur til að
taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.
AUGL YSINGAR
Samkeppni um merki fyrir
Norrænu Atlantsnefndina
Á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar
hefur verið sett á fót ný samstarfsnefnd,
Norræna Atlantsnefndin, á sviði byggða-
mála. Norræna Atlantsnefndin leysir af hólmi
Samstarfsnefnd Vestur-Norðurlanda (Vest-
nordenkomitéen). Starfssvæði nefndarinnar
er Grænland, ísland, Færeyjar og strand-
héruð Noregs.
Megináherslan er lögð á eftirtalin svið:
- Auðlindir og umhverfi sjávar.
- Ferðaþjónustu og samgöngumál.
- Landbúnað og umhverfismál.
- Viðskipti og iðnað.
Almennt markmið samstarfsins er að styðja
við og efla samvinnu innan svæðisins, sér í
lagi á sviði atvinnumála og rannsókna.
Óskað er eftir tillögum að merki fyrir nefnd-
ina og verða veitt verðlaun sem hér segir:
1. verðlaun eru DKK 15.000,-
2. verðlaun eru DKK 7.000,-
3. verðlaun eru DKK 5.000,-
Tillögur óskast lagðar fram í A4 stærð, bæði
í lit og svart/hvítu. Tillögur skulu auðkenndar
með merki eða númeri og þeim skilað inn,
ásamt lokuðu umslagi sem inniheldur um-
rætt merki/númer og nafn og heimilisfang
höfundar.
Skilafrestur er til 1. desember 1995.
Tillögurnar endist til
NORDISK ATLANTSAMARBEJDE,
Hoyvíksvegur 51,
Postbox 1287,
FR-110 Þórshöfn,
Færeyjum.
Nánari upþlýsingar veitir Liz Hammer
á skrifstofu nefndarinnar í Færeyjum,
sími 00 298 140 28, fax 00 298 1 04 59.
fjOlbrautasxóunn
BREIÐHOm
Innritun í Fjölbrautaskólann Breiðholti, fyrir
vorönn 1996, lýkur 1. nóvember nk.
Umsóknir, ásamt einni svart/hvítri mynd af
umsækjanda, sendist skrifstofu skólans,
Austurbergi 5, 111 Reykjavík.
Skólameistari.
A TVINNUHUSNÆ Ðl
-V
'liii s§ -i_ i I 1 —i ?i
Atvinnuhúsnæði á Hellu
Til sölu 21 o ferm. einangrað stálgrindarhús.
Hentar vel fyrir margvíslega starfsemi.
Upplýsingar veittar í síma 487 5028.
Þrúðvangi 18 - 850 Hellu.
auglýsingar
I.O.O.F. 5 = 17710198 = F.R. Sp.
Landsst. 5995101919 VIII
I.O.O.F. 11 = 17710198V2 =
SELFOSS.
Hvítasunnukirkjan
Völvufelli
Almenn samkoma kl. 20.30.
Allir hjartanlega velkomnir.
Góðtemplarahúsið,
Hafnarfirði
Félagsvist í kvöld, fimmtudag
19. okt. Byrjum að spila kl. 20.30
stundvíslega. Allir velkomnir.
Hallveigarstig 1 • simi 561 4330
Dagsferð sunnud. 22. okt.
Kl. 10.30 Húshólmi á Reykja-
nesi. Gengið verður niður í
gömlu Krísuvík og skoðaðar sér-
stæðar minjar um byggð í Ög-
mundarhrauni. Ferð fyrir alla
fjölskylduna. Verð 1700/1500 en
frítt f. börn 15 ára og yngri í fylgd
með fullorönum.
Útivist.
Kristið satnfélag
Samkomur með Christopher
Alam fimmtudag, föstudag, laug-
ardag og sunnudag kl. 20.00 í
húsnæði Vegarins, Smiðjuvegi 5.
Samkoma sunnudag kl. 16.30 í
Góðtemplarahúsinu, Suðurgötu
7, Hafnarfirði. Jón Þór predikar.
Allir velkomnir.
Hjálpræðis-
herinn
Kirkjustræti 2
Tónlistarvaka
Kaffihús með lifandi
tónlist
35 manna sönghópur frá Dan-
mörku sér um tónlistina. Húsið
opnað kl. 20.00. Allir velkomnir.
Aðalstöðvar
KFUMog KFUK,
Holtavegi 28
Haustátak 1995
„í þinni hendi“
Samkoma í kvöld kl. 20.30.
Ræðumaður: Sr. Kjartan Jónsson.
Vitnisburð hefur Anna J. Guð-
mundsdóttir.
Söngur: Góðu Fréttirnar.
Almennur söngur, lofgjörö
og fyrirbænir.
Allir hjartanlega velkomnir.
VEGURtNN
Kristið samfélag
Smiðjuvegi 5, Kópavogi
Sameiginiegar
samkomur:
í kvöld kl. 20.00.
Föstudag kl. 20.00.
Laugardag kl. 20.00.
Sunnudag kl. 20.00.
Christopher Alam, lækninga-
prédikari frá Pakistan, er gestur
okkar.
Lofgjörð og fyrirbænir.
ÞJÓNUSTA
Taxtabreyting
á Kiropraktorstofu Tryggva Jón-
assonar:
Viðtal og skoðun kr. 1900 og
meðferð hvert skipti kr. 1100.