Morgunblaðið - 19.10.1995, Síða 54

Morgunblaðið - 19.10.1995, Síða 54
54 FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Skerpir athygli - eykur þol Virkar m.a. gegn: Einbeitingarskorti, streitu, þreytu og afkastarýrnun. Einnig gott fyrir aldraða. Ábendingar á mjólkurumbúðum, nr. / af 60. Að heltast úr lestinni Gott er að auðga málfar sitt með góðum líkingum eða orðtökum. Nokkurs misskilnings gætir um notkun sumra orðtaka. Ef hestur í lest verður haltur heltist hann úr lestinni -en hellist ekki! Sofnum ekki á verðinum! ,*»er MJÓLKURSAMSALAN íslenskufrœðsla á mjólkurumbúðum er samstarfsverkefni Mjólkursamsölunnar, íslenskrar málnefndar of> Málrœktarsjóðs. k -kjarni málsins! I DAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags íslendingar verða sér til skammar í Dublin ÉG GET ekki látið hjá líða að ræða um atvik sem ég las um í DV fimmtudaginn 12. október sl. Hópur á vegum Samvinnuferða- Landsýnar var í Dublin á írlandi og höfðu þeir með sér afsláttarmiða frá ferða- skrifstofunni hér. Þessir miðar voru vist ansi líkir írskum pundseðlum og tóku elsku landarnir okkar upp á því að reyna að blekkja afgreiðslufólk í verslunum og kaupa fyrir þá. Komu þeir síðan heim með stolinn vaming fyrir millónir króna, eftir því sem DV segir. Mér fínnst að eitthvað þurfi að gera í þessu máli og ættu Sam- vinnuferðir-Landsýn að hafa forgöngu í því. Auð- vitað geyma verslanimar „íslensku“ pundseðlana, svo það eitt ætti að vera vandalaust að fá uppgefíð hve mikið hefur verið svik- ið út. Það er þjóðarskömm að láta saklaust fólk verða fyrir svona tapi án þess að reyna að bæta fyrir það. Steinunn Magnúsdóttir. Þekkir einhver ljóðlínurnar? GUÐNÝ Jóhannsdóttir hringdi og óskaði eftir því að þeir lesendur sem kann- ast við eftirfarandi hendingu hafí samband við sig. Austurland í örmum fjalla þinna Guðný er í síma 462-1122 og heimilisfang- ið er Bakkahlíð 12, Akur- eyri. Forsetaefni SONJA Schmidt hringdi og vildi benda á Jón Baldvin Hannibalsson sem forseta. Bryndís Schram eiginkona hans stendur manni sínum fyllilega jaftifætis og yrði líka glæsilegur fulltrúi lands- ins. Leðurjakki tapaðist NÝLEGUR dökkbrúnn, hálfsíður leðuijakki tapað- ist í Duus-húsi sl. föstu- dagskvöld. Jakkinn hefur líklega verið tekinn í mis- gripum og er hans sárt saknað af eiganda. Finnandi vinsamlega hringi í síma 587-7701 á kvöldin. Úlpa tapaðist GRÆN dúnúlpa með hettu tapaðist í Tunglinu sl. laugardagskvöld. Upplýs- ingar í 562-8983. Úr tapaðist DÖMUÚR með svartri skífu og keðju, af gerðinni Orient, tapaðist sl. laugar- dagskvöld á Laugavegi, Hverfisgötu, Lækjartorgi eða þar í kring. Finnandi vinsamlega hrigi í síma 567-8305. Gæludýr Trýna er týnd TRÝNA hvarf frá Vorsabæ í Árbæ síðast í júní sl. Hún er með svartan koll, svört á baki, með hvítan kvið og lappir. Hún er eymamerkt 5H028 og var með rauðköflótta hálsól þegar hún fór að heiman. Þeir, sem kynnu að vita um ferð- ir hennar eða endalok, era vinsamlega beðnir að láta vita í síma 587-2063. Týndur köttur Þrílit læða, hvít, gul og svört, hvarf frá heimili sínu, Vallarbraut 23, Sel- tjamamesi, 15. október sl. Er ekki með hálsband, en eyrnamerkt. Þeir sem eitt- hvað vita um kisu eru vin- samlega beðnir að láta vita í síma 561-5526. Farsi SKÁK llmsjðn Margeir l’étursson HVÍTUR leikur og vinnur. Staðan kom upp á heims- meistaramóti unglinga 20 ára og yngri í Halle í Þýska- landi í viðureign tveggja al- þjóðlegra meistara. Oral (2.410), Tékklandi, hafði hvítt og átti leik gegn Vescovi (2.465), Brasilíu. Hvítur er tveimur ridduram undir í liði, en hefur náð að opna leið að svarta kóngnum: 18. Hh8+! (18. Dh5 dugði hins vegar ekki vegna 18. — Hf4) 18. - Bxh8 19. Dh5 - Bxg6 20. Dxg6+ — Bg7 21. Dh7+ - Kf7 22. Dh5+! - Kf6 23. f4! og svartur gafst upp, því mátið blasir við: 23. — Rce5 24. fxe5-i— Rxe5 25. Bg5 mát. Sá sem tekur við heimsmeistaratitlin- um af Helga Áss Grétarssyni er Roman Slobodan, sem teflir undir merkjum Þýskalands, en er fæddur í Úkraínu, sonur hermanns sem þjónaði Sovétríkj- unum í Austur-þýska- landi. Þegar faðirinn var sendur heim varð drengurinn eftir. Þar með hafa Þjóðveijar í fyrsta sinn eignast heimsmeistara í þessum aldursflokki. Röð efstu manna: 1. _ Slobodjan 10 v. 2. Onísjúk, Úkraínu 10 v. 3. Spangenberg, Argent- ínu 9 'A v. 4. Vescovi, Brasil- íu 9 v. 5-10. Fridman, Lett- landi, Oral, Kaminski, Pól- landi, Vydeslaver, Israel, Nalbandjan, Armeníu og Ir- sjanov, Kasakstan 8 'A v. o.s.frv. Víkveiji skrifar... YÍKVERJI fékk fyrir skömmu sendingti frá útlöndum, sem var tollskyld. Sendingin var almenn póstsending og sótti Víkveiji hana í pósthúsið og greiddi, toll, virðis- aukaskatt og gjald fyrir tollmeðferð póstsendinga; upphæð, sem nam 43,1% af verðmæti vörunnar ásamt sendingarkostnaði. Hvað sem því líður, þá vildi Vík- veiji greiða pósthúsinu með debet- korti, en fékk þá þau svör að Póst- ur & sími tæki ekki við kortum. Viðskiptavinurinn yrði annaðhvort að greiða í reiðufé eða með ávísun, svo óhagkvæmt sem það nú er fyrir viðskiptavininn. Víkveiji lýsti vanþóknun sinni á þessum viðskiptaháttum og kvað Póst & síma afskaplega gamaldags í viðskiptaháttum úr því að hann tæki elcki við debet-kortum, greiðslumáta nútímans, sem væri í raun staðgreiðsla beint inn á reikn- ing Pósts & síma. Afgreiðslustúlkan tók strax upp vörn fyrir fyrirtæki sitt og kvað ekki við Póst & síma að sakast, heldur bankana, sem vildu gera Pósti & síma að nota posa, en fyrirtæki hennar vildi fá beinlínutengingu, þannig að unnt væri að millifæra beint. Slíkt hefðu bankarnir ekki viljað fallast á og því tæki Póstur & sími ekki við deþet-kortum.. xxx * IÞESSU tilfelli var um debet-kort frá Landsbanka íslands að ræða og Póstur & sími er ríkisfyrirtæki rétt eins og Landsbankinn er ríkis- banki. Það kann að þykja óeðlilegur stirðbusaháttur hjá tveimur ríkisfyr- irtækjum að karpa út af slíku og gera viðskiptavininum að skrifa út rándýran tékka fyrir upphæð, að- eins vegna þess að ríkisfyrirtækin koma sér ekki saman um það á hvern hátt menn millifæra fjármuni sem krafizt er af viðskiptavinunum. Hér þarf augljóslega að koma á ein- hveiju samráði, svo að slíkt komi ekki fyrir — eða eru þetta kannski samantekin ráð, að hafa dýrari greiðslumátann einvörðungu gagn- vart viðskiptavininum, svo að unnt sé að mjólka hann sem mest? XXX AÐ er ekki einleikið með vit- leysurnar í símaskránni. Nú nýlega þurfti Víkveiji að hringja í valinkunnan lögmann hér í bæ og fletti upp í símaskránni, nánar til- tekið í fyrirtækjaskránni, þessari gulu og þynnri. Lögmaðurinn er karlkyns og þrátt fyrir það er hann sagður dóttir föður síns. Hvað voru prófarkalesarar símaskrárinnar að gera, þegar þeir lásu prófarkir að skránni? Þetta rifjaðist upp fyrir Víkveija nú i vikubyijun, er hann las í DV frétt um að símanúmer Blönduós- bæjar hefði fallið niður við útgáfu skrárinnar. Símanúmerið er ekki í atvinnuskránni, þótt vísað sé til hennar í aðalskránni. Þá munu for- svarsmenn Blönduósbæjar hafa ósk- að eftir því við Póst & síma að leið- rétting kæmi fram í svæðisskrá, sem gefín var út mun síðar en aðalskrá- in, en fengið neitun þar um. Vilji menn hins vegar leita eftir síma- númerinu hjá Blönduósbæ þurfa menn að nota upplýsingasímann um símanúmer, 118, en í hann kostar að hringja kr. 28,25 fyrir hveija mínútu. Spumingin er hvort and- virðið renni til að greiða prófarkales- urum símaskrárinnar laun?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.