Morgunblaðið - 29.10.1995, Side 5

Morgunblaðið - 29.10.1995, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. OKTÓBER 1995 B 5 MARIA nýfermd og brosandi en veröld hennar í molum. MARÍA og franskur vinur hennar, Dany, í hófi í St. Tropez: ,Hann var fágaður verksmiðjueigandi og heiðursmaður en ég elskaði hann ekki nóg til að giftast honum." En hvað tók við? Ég átti fáa vini sem ég gat trúað fyrir hugsunum mínum og rætt við um framtíðaráform mín. Flest- ir þeirra voru búsettir um víða veröld eða á eilífum þeytingi og ferðalögum. Ég vildi ekki íþyngja mömmu með áhyggj- um mínum. Ég varð að taka ákvörðun um líf mitt sjálf. Sem þýddi að ég ýtti vandanum enn á undan mér. Samtímis hlóðst leiðinn og kvíðinn upp og varð að tímasprengju. Innst inni óttaðist ég venju- legt starf. Mér hraus hugur við að vinna frá níu til fimm á föstum stað allt árið um kring, kannski til dauðadags. Ég velti fyrir mér að flytjast heim til íslands. Segja lokið þessum kafla í lífi mínu erlend- is og koma heim. En ég ýtti þeirri hugsun jafnóðum frá mér. Mér fannst uppgjöf að flytjast heim til Islands. Ég var orðin svo vön lífinu erlendis, háð fijálsræði og flakki. Þótt ég elskaði ísland og liti á það sem heimaland mitt, var það of lítið fyrir mig, of þröngt. ísland gæti aldrei boðið mér upp á sam- bærilegt líf og ég hafði lifað er- MARÍA þreytt á sál og líkama á íslandi 1986. Að baki erfið eftirköst árásar, vist á geðdeild og framundan áfengis- meðferð og barátta við að fóta sig sem ljósmyndari í tískuheimi þar sem hún var flestum gleymd. lendis. Ég vildi heldur berjast áfram í útlöndum, skipta um at- vinnu og viðhalda ytri lífsgæðum. Ég var þrátt fyrir allt ekki reiðu- búin að stíga út úr drauma- heiminum. Og rótleysið og óþolinmæðin var enn í blóði mínu. Ég varð að hafa frelsi til að halda áfram. Halda áfram - eitthvert. Ég hafði svifið um í draumaheimi. Og nú var draumurinn að verða búinn. Þorði ég að vakna? Nei. Ég var líka hrædd við að enginn vildi ráða mig í vinnu. Hvað gat ég? Án menntunar, án almennrar verkkunnáttu og starfsreynslu? Ég, sem kunni bara að standa og sitja fyrir framan myndavélar? Hver vill ráða fyrrverandi ljósmynda- fyrirsætu í starf? Hvernig átti ég að skríða út úr göngunum háifum öðrum áratug eftir að ég fór inn í þau? Vinir nn'nir og jafnaldrar höfðu lokið námi fyrir löngu og komnir í fasta vinnu. Giftir, búnir að stofna heimili og eignast börn. Og hér stóð ég - í sömu sporum og fyrir fimmtán árum. Nema fimmtán árum eldri. - Velkomin til raunveruleikans María, sagði ég við sjálfa mig.“ CRQUJn FC/FP Framúrskarandi hönnun með þægindi ökumanns í fyrirrúmi. Gámagengur lyftari. I 2, 21A og 3 tonna lyftigeta. « c UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN SMIÐJUVEGI 70, KÓP. • SÍMI 564 4711 • FAX 564 4725 - kjarni málsins! 30.10. - 04.11. FJÖLDI GÓÐRA TILBOÐA T.D.: PEYSUR ÁÐUR 4.990 KR. NÚ 2.990 KR BUXUR (FLAUELSVSTRETCHÚ ÁÐUR4.990 KR. NÚ 2.990 KR. BOLIR ÁÐUR 1.590 KR. NU 990 KR. GÚMMÍJAKKAR (FÓÐRAÐIR) ÁÐUR 5.990 KR„ NÚ 2.990 KR ALLARÚLPUR 15% AFSLÁTTUR ALLAR BLÚSSUR 15% AFSLÁTTUR Laugavegi 83

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.