Morgunblaðið - 29.10.1995, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 29.10.1995, Qupperneq 6
6 B SUNNUDAGUR 29. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ sér þjóðarbroti sínu Upp undir 100 þúsund manns í N-Ameríku -----------------------------■—--------- telja sig til Islendinga, segir Jón Sig. Guð- mundsson, ræðismaður í Kentucky, í viðtali við Elínu Pálmadóttur og skilur ekki hve ---,------------------------------_— --- Islendingar eru tómlátir um að nýta þau sambönd. Hann lét hefja skráningu þessa fólks og hefur stofnað Þjóðræknisfélag i Bandaríkjunum. Jón flutti vestur fyrir 45 árum og rekur nú eitt stærsta harðviðarfyrir- tækið í Miðrílgunum. JÓN Sigurð Guðmundsson hittum við í íbúð hans á fimmtu hæð í Grafarvogs- hverfinu með útsýni yfír all- an fjallahringinn og Sundin. En frá því hann flutti vestur um haf hefur hann alltaf átt hér íbúð og kemur ásamt konu sinni, Sesselju Eggerts- dóttur úr Reykjavík, á hveiju sumri. Til laxveiða, segir hann. Veiðir í Laxá í Aðaldal og kveðst ekki vilja af því missa fyrir nokkum mun. Að vísu var mjög kalt í sumar, en hann veiddi átta laxa. Og þau hafa kennt börnum sínum þremur, tengdabörnum og barnabömunum sex að meta ísland. „Við höfum markvisst unnið að því að tengja fjölskylduna við ís- land. Við settum okkur það mark- mið áður fyrr þegar bamabömin yrðu tíu ára að taka þau þá með okkur til íslands og stundum um leið til meginlands Evrópu. Börnin okkar tala öll íslensku og bama- börnin eru að læra málið. Að tengja fjölskylduna landinu var markmiðið þegar við keyptum fyrir nokkrum ámm stærri íbúð á íslandi, svo að þau gætu dvalið hér með okkur. Tengdasonur okkar, sem er nýlát- inn, elskaði ísland og sótti í laxveið- ina.“ Sjálf em þau hjónin farin að vera hér 2-3 mánuði á sumri, leng- ur nú vegna ræðismannaráðstefnu utanríkisráðuneytisins. Og í þetta sinn vom með í för dóttir þeirra og tvær stálpaðar dótturdætur. Tengslin við föðurlandið hafa því ávallt verið vel ræktuð. Áhugi Jóns á að viðhalda og nýta tengslin við fólk af íslenskum ættum vestanhafs er mikill og hefur hann beitt sér því til framdráttar. Stórverslun með harðvið Þegar Jón flutti til Bandaríkj- anna fyrir 45 árum hafði hann haft af þeim kynni áður. Hann kvaðst ættaður úr Skagfirði, fæddur í Húnavatnssýslu en alinn upp í Reykjavík og á Seltjarnarnesi. Ung- ur að ámm fór hann að vinna í fyrirtæki Jóns Loftssonar, móður- bróður síns. En foreldrar hans vom Jórunn Loftsdóttir og Guðmundur Andrésson. Til Bandaríkjanna fór hann fýrst til að læra ensku og vann þá í sögunarmyllu í Oregon. Það var ájður en bandaríski herinn kom til íslands. Á stríðsárunum hélt hann svo aftur til New York og tók að stunda viðskipti með timb- ur og aðrar byggingarvömr. I fyrstu vann Jón hjá amerísku fyrirtæki, en hætti þar 1964 til að stofna sitt eigið fyrirtæki, North- land Corporation, sem er alfarið fjölskyldufyrirtæki með bækistöðv- ar í La Grange í Kentucky. Nú em synir hans tveir, Örn Eggert og Jón Sigurður yngri, við stjórn fyrirtæk- isins og einkadóttirin, Jórunn Hilda, hefur líka starfað þar. Hann kveðst alltaf hafa verið í timbrinu og nú eingöngu í harðviðarviðskiptum. Þeir kaupa timbur frá sögunarmyll- um, þurrka það, flokka og vinna á mismunandi hátt fyrir markaðinn víðs vegar um heim. Selja við frá Bandaríkjunum og Kanada og einn- ig frá Suður-Asíulöndum og Suður- Ameríku. Selja góðvið fyrir um 40 milljón dollara á ári. „Það tekur tima og mikla vinnu,“ segir Jón þegar haft er orð á því að að hann hafi aldeilis komist áfram, enda er Northland Corpor- ation eitt stærsta fýrirtækið í þess- ari grein í miðhluta Bandaríkjanna. Og þeir eru einu íslendingarnir sem versla með harðvið í Bandaríkjun- um, sem Jón segir að mörgum þyki skrýtið þar sem rætur hans eru í skóglausu landi. „Það fæst ekkert auðveldlega. Þetta er erfiður markaður. Hann er svo opinn og fijáls. Hvergi í heiminum er meiri samkeppni en í Bandaríkjunum. Það eina sem dug- ir er að vinna mikið.“ Jón bætir við að mikið hafi breyst síðan hann byijaði. „Um 1955 keypti ég eik og birki frá Japan til að selja í Kalifomíu. Nú seljum við til þessara sömu fyrirtækja þar eik, birki og aðrar viðartegundir frá Kentucky. Viðskiptin eru komin í hring. Japanir gerðu svo mikið af því að höggva skógana hjá sér meðan þeir voru í uppbyggingunni eftir stríð. Við víkjum talinu að viðarnotk- uninni í heiminum og eyðingu skóg- anna. Jón segir að í Kentucky vaxi meiri skógur en höggvinn er niður. „Þess hefur alltaf verið gætt að planta tijám á móti. Og það sem meira er, að þegar skógurinn þrosk- ast þá em bestu trén látin standa svo þau geti sáð út frá sér. Með því fæst betri Viður þó það taki „ lengri tíma. Það þarf rétta notkun fyrir hveija viðartegund fyrir sig og við erum í harðviði. Nú er mikið farið að rækta sérstaklega hrað- vaxnar tegundir í mótatimbur, pappírsvinnslu og aðrar ódýrar af- urðir, til að þurfa ekki að _eyða góðum skógum í þess háttar. í það eru barrtrén notuð“. Jón kveðst ekki hafa áhyggjur af eyðingu skóganna, nema í fmm- skógunum sem þróunin hefur ekki náð til. Frumstætt fólk brenni þar skógana til að fá ræktunarland og ösku til áburðar í nokkur ár. Þetta er aðferð sem náttúran sjálf notar eðlilega til að fá betri tré. En þegar maðurinn fer að nota sömu aðferð í þeim tilgangi að fá land undir ræktun, þá verður eyðingin. En um þetta verður að hugsa, því skóg- lendið geymir rakann og heldur við lífi, segir hann. Áhugasamur landkynnir Jón er ræðismaður íslands í Kentucky og sat því ræðismanna- ráðstefnuna í Reykjavík, sem hann segir að hafi gert geysimikið gagn.„Okkur vom veittar svo mikl- ar og gagnlegar upplýsingar um viðskipti, sem maður nær annars ekki í. Við fengum líka góða kvik- mynd á spólu, sem maður getur nýtt til að sýna í ýmiskonar klúbb- um og ráðstefnum. Oft er beðið um slíka kynningu og þá er mikil hjálp í því að hafa eitthvert kynningar- efni í höndunum. Það er mikill áhugi á íslandi í kring um okkur í Banda- ríkjunum. Fólk veit svó lítið um ísland og íslendinga. Mér finnst ekki hafa verið gert nóg til að kynna sögu landsins. Landslagið er fal- legt, en það er svo víða í heiminum fallegt landslag. En ænginn á þá sögu sem við eigum. Fólk er forvit- ið og fróðleiksfúst og þarf að fá að kynnast henni.“ Þau hjón bera sjálf með sér ís- land þar sem þau em. Þau hafa byggt sér eina burstahúsið sem til er í Kentucky, segja þau. Völdu því stað á víðsýnum stað uppi á hæð skammt frá Ohioánni, þar sem heit- ir Goshen. Þar blasa við fjórar burstir fram á hlaðið. Þegar spurt er um íslendinga á þeim slóðum, segir Jón að þó nokk- uð sé af íslendingum, einkum ís- lenskum konum sem giftust þangað á stríðsárunum. íslendingar þekki Kentucky best vegna fisksölu þang- að. Fyrirtækið Long John Silver, sem lengi keypti mikinn fisk af ís- lendingum, er þarna í nágrenni við þau. Þó það sé nú breytt, koma alltaf upp ýmsar spurningar til ræðismannsins varðandi ýmiskonar viðskipti. Þegar spurt er hvort ís- lendinga í vandræðum reki á hans fjörur svarar Jón einfaldlega: „Það geta komið upp vandræði, sem maður ræður þá bara fram úr.“ Hann bætir því við að fólk af ís- lenskum ættum hafi mikinn áhuga á að finna ættingja sína á Islandi og hafi hann reynt að liðsinna því, en um tíma hafi ríkt mikil deyfð hér heima um að koma til móts við þetta fólk, sem vill leita róta sinna og vera íslendingar. Nýtt Þjóðræknisfélag í Bandaríkjunum Jón lýsir furðu sinni á áhugaleys- inu hér heima á Þjóðræknisfélagi Islendinga, og finnst merkilegt hve félagið í heimalandinu hefur átt erfitt uppdráttar, þrátt fyrir góða forustu formannsins Jóns Ásgeirs- sonar. Svo lítil þáttaka takmarki hvað hægt er að gera. „í Norður Ameríku eru 80-100 þúsund manns, sem telja sig til ís- lendinga. Eg byijaði að vinna að því að fá íslendinga skrásetta árið 1992. Slík skráning kemur að ýmsu gagni, t.d. koma upp erfðamál og

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.