Morgunblaðið - 02.11.1995, Side 1

Morgunblaðið - 02.11.1995, Side 1
88 SÍÐUR B/C/D STOFNAÐ 1913 250. TBL. 83. ÁRG. FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Fiskveiðistjórnun og fjárhagsvandi Færeyinga Vilja að Danir greiði S amningafundir hafnir í Ohio drjúgan hluta skuldanna Þórshöfn. Morgunblaðið. FULLTRÚAR landsstjórnarinnar í Færeyjum og dönsku ríkis- stjórnarinnar munu ræða skuldir Færeyinga og fiskveiðistjórnun við eyjarnar í Kaupmannahöfn á morgun, föstudag. Niðurstöðu fundahaldanna er nú beðið með eftirvæntingu í Færeyjum. Edmund Joensen, lög- maður Færeyja, hefur sagt að hann og stjórn hans vilji að Dan- ir taki við stórum hluta færeyska skuldabaggans. Á hann þá við 2,7 milljarða danskra króna, um 27 milljarða ísl. kr., sem ríkissjóður Færeyja fékk að láni hjá Dönum til að bjarga Sjóvinnubankanum og Færeyjabanka. Bendir Joensen á að samkvæmt sambandslögun- um heyri bankamál undir dönsku stjórnina og því beri henni að hlaupa undir bagga. Marianne Jelved, efnahags- málaráðherra Dana, sagði í gær að ekki kæmi til mála að ræða þessa hugmynd. „Það eru Færey- ingar sem hafa safnað þessum skuldum og þess vegna eiga þeir Kínveijar efla föðurlandsást Börn send í heim- skautaleiðangur Peking. Reuter. KÍNVERJAR hafa ákveðið að senda börn til að stunda rann- sóknir á Suðurheimskautinu og sögðu kínverskir embættis- menn í gær að þetta væri fyrsta rannsóknarverkefni sinnar tegundar í heiminum. Kínversk stjórnvöld hyggj- ast senda fimm til fimmtán börn á aldrinum 10 til 16 ára til rannsóknarstöðvar sinnar. Áður verða greind þeirra og úthald rannsökuð og þau send í æfingabúðir í norðurhluta Heilongjiang-héraðs í viku til að venjast kulda. Ráðgert er að barnaleið- angurinn standi í viku til tíu daga og verði farinn í árslok eða um mánaðamótin mars - apríl á næsta ári. Erfið skilyrði „Þessar rannsóknir miða að því að kenna ungum Kínveijum að elska föðurlandið, elska vís- indi og læra að búa og vinna við erfíð skilyrði,“ hafði opin- bera kínverska fréttastofan Xinhua eftir ónefndum emb- ættismanni samtakanna Ungir frumheijar. Kínveijar hófu rannsóknir sínar á Suðurskautslandinu árið 1980 og hafa sent 11 rannsókn- arleiðangra þangað. auðvitað að greiða þær,“ sagði ráðherrann. Hafna kvótakerfi Stjórnmálamenn og ráðamenn í sjávarútvegi Færeyinga eru sammála um að hafna kvótakerf- inu sem k'omið var á í fiskveiðum að kröfu Dana fyrir tveim árum. Vilja Færeyingar að í staðinn verði beitt ýmsum tæknilegum aðferðum til að stjórna veiðunum og koma í veg fyrir rányrkju. FRIÐARVIÐRÆÐUR Alija Izet- begovic Bosníuforseta, Slobo- dans Milosevic Serbíuforseta og Franjos Tudjmans Króatíufor- seta hófust í gær í Ohio í Banda- ríkjunum. Warren Christopher, utanríkisráðhérra Bandaríkj- anna, setti fundinn og hvatti þátttakendur til að breyta blóð- völlum Bosníu í land friðarins. Hann sagði Bandarikin og reyndar alla heimsbyggðina viýa hjálpa þeim til að ná árangri, „en þið einir getið tryggt að þessar aðgerðir heppnist og þið verðið að hefjast handa í dag“. Ráðherrann sagði að grund- vallaratriði friðarsamkomulags yrðu að vera sjálfstæð og sam- einuð Bosnía, eining um sérstaka stöðu höfuðborgarinnar Sarajevo, að mannréttindi yrðu tryggð og þeir sem framið hefðu hryðjuverk yrðu sóttir til.saka auk þess sem Króatia yrði að fá aftur yfirráð í Austur-Slavoníu. Christopher tókst að fá forset- ana þtjá til að takast i hendur er sest hafði verið við hringlaga samningaborðið á hótelinu þar sem fundirnir munu fara fram. Hér heilsast Izetbegovic (t.v.) og Milosevic, á milli þeirra sést Tudjman. ■ Ferðafrelsi innan herstöðv- arinnar/20 Reuter Höfuðvígi Tamíla á Sri Lanka gæti fallið þá off þegar Otti stjórnarhers við efna- vopn tefur sókn að Jaffna Colombo. Reuter. Um eitt hundrað þúsund manns hafa flúið heimili sín Reuter Hvelfing Nefertari STARFSMAÐUR fornleifastofn- unar í Egyptalandi varpar ljósi á veggskreytingar í grafhvelfingu Nefertari drottningar sem uppi var fyrir um það bil 3000 árum. Hvelfingin, sem er í hinni fornu borg Luxor, fannstárið 1904 en í desember verður almenningi í fyrsta sinn leyft að skoða hana. STJÓRNARHERINN á Sri Lanka var í gær rétt fyrir utan borgina Jaffna, eitt helsta vígi skæruliða Tamíla, og það eina sem tafði sókn hans var ótti við fyrirsát og efna- vopn, að sögn heimildarmanna í hernum. Sagt var að Jaffna liti nú út eins og draugabær. Að sögn hjálparstarfsmanna er Jaffna-borg nú auð og yfirgefin. Um 100 þúsund manns, bæði skæruliðar og óbreyttir borgarar, hafa lagt á flótta. Að minnsta kosti 21.000 stjórn- arhermenn hafa sótt að Jaffna- borg, nyrst á Sri Lanka, síðustu tólf daga og stjórnarherinn hefur beitt skriðdrekum, stórskotavopn- um og herþotum í sókninni. Hjálparstarfsmenn sögðu að herinn gæti tekið Jaffna þá og þegar vegna þess að hún væri eins og „draugaborg“. Gasgrímum dreift „Þeir [uppreisnarmenn] gætu hafa reynt að koma öllum brott frá Jaffna'til þess að geta notað efnavopn þegar menn okkar taka borgina," sagði háttsettur foringi úr stjórnarhernum. Uppreisnar- menn notuðu klórgas í árásum á herbúðir á Sri Lanka árið 1990. Þá varð engum meint af, en yfir- menn hersins kveðast nú vilja vera við öllu búnir og hefur gasgrímum verið dreift meðal hermanna. Einnig ríkir ótti við að flugu- menn Tamíla grípi til hefndarað- gerða í höfuðborginni Colombo og tilkynnt var í sjónvarpi í gær að skólum þar yrði af þessum ástæðum lokað í allt að mánuð. Öryggissveitir eru með mikinn viðbúnað til að afstýra hugsanleg- um hefndarárásum skæruliða á önnur mikilvæg mannvirki, svo sem höfnina í Colombo og raf- orkuver. Stjórnarherinn segist ætla að ná öllum Jaffna-skaga á sitt vald og kveða niður uppreisn skærulið- anna, sem beijast fyrir sjálfstæðu ríki Tamíla á norðurhluta eyjar- innar. Mikið mannfall hefur orðið i bardögunum. Herinn segir að 500 skæruliðar hafi beðið bana í sókn- inni að Jaffna og að minnsta kosti 169 stjórnarhermenn. Átökin hóf- ust árið 1983 og hafa kostað rúm- lega 50.000 manns lífið. Tamílar eru hindúar og auk þeirra sem búa á Sri Lanka eru um 50 milljónir Tamíla á Ind- landi. Sinhalar, sem eru i meiri- hluta á Sri Lanka, eru búddatrú- ar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.