Morgunblaðið - 02.11.1995, Page 6

Morgunblaðið - 02.11.1995, Page 6
6 FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 1995 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Björgun muna úr snjóflóðinu á Flateyri er að ljúka Morgunblaðið/Þorkell UNNIÐ var að því í gær að leita að munum í rústum minjasafnsins á Flateyri. Hreinsun hugsan- lega geymd til vors Björgun muna úr hús- um, sem lentu í snjóflóð- inu, er nú að ljúka á Flateyri. Egill Ólafsson hefur fylgst með hreins- unar- og uppbyggingar- starfí undanfama daga. BÚIÐ er að ljúka hreinsun úr öllum íbúðarhúsum sem eyðilögðust í snjó- flóðinu sem féll á Flateyri. í gær var unnið við að leita muna úr minja- safninu, en munir úr því dreifðust um allt. Hugsanlegt er að varpa verði sett yfir flóðasvæðið og endan- leg hreinsun þess látin bíða til vors. Bergsveinn Alfonsson, varðstjóri hjá Almannavömum á Flateyri, sagði að hreinsunarstarfíð hefði gengið vel. Fjöldi björgunarsveitar- manna hefði unnið geysilega gott starf við að bjarga persónulegum eigum fólks úr snjónum. Hundruð björgunarsveitarmanna hafa unnið að hreinsun allt frá því að leit að þeim sem fórust í snjóflóðinu lauk. Bergsveinn sagði að enn væri ekki byijað á að flytja brak af svæð- inu. Hann sagði að fljótlega yrði tekin ákvörðun um hvernig yrði gengið frá svæðinu. Fjarlægja þyrfti stóra húshluti og annað sem fok- hætta stafaði af. Framhaldið myndi m.a. ráðast af veðri. Ef yrði hláka, eins og verið hefur síðustu daga, yrði hreinsun líkast til haldið áfram, en gerði frost væri líklegt að físki- nót yrði varpað yfir svæðið og end- anleg hreinsun látin bíða þartil snjóa leysti í vor. Muna úr minjasafninu leitað Minjasafnið á Flateyri var á miðju snjóflóðasvæðinu og barst megnið af húsinu nokkur hundruð metra með flóðinu. Munir úr því hafa dreifst mjög víða, en skipulögð leit að þeim hófst ekki fyrr en í gær. Búið er að finna þó nokkuð af hlut- um sem voru á safninu og eru marg- ir skemmdir. Allt er þó hirt og verð- ur síðar ákveðið hvernig með þá verður farið. Að sögn Gunnlaugs Finnssonar, fyrrverandi alþingismanns frá Hvilt, var margt merkra muna á safninu, m.a. nokkrir mjög gamlir munir eins og t.d. steinkola frá landnámsöld. Hann sagði að steinkolan væri óvenjulega heilleg, en fáar heillegar steinkolur hafa varðveist hér á landi. Gunnlaugur sagði að eftir að minjasafnið var stofnað á Flateyri hefði talsvert af munum verið fluttir í það frá Ísafírði. í safninu hefði m.a. verið 110 ára gömul óopnuð vínflaska. Flaskan hefði um tíma verið í húsi á Akureyri sem brann 1945. Hún hefði verið eitt af fáum hlut- um sem bjargaðist úr brunanum. Hann sagði sagði fróðlegt að sjá hvort flaskan hefði komist heil úr flóðinu. Kirkjan hefur veitt kerfisbundna áfallahjálp á Vestfjörðum Finn sterkt fyrir þörf fólks fyrir huggun GÍFURLEGT álag hefur verið á presta sem verið hafa að störfum á Flateyri undanfarna daga. Séra Haraldur H. Kristjánsson, prest- ur í Vík í Mýrdal, segir að mikil þörf sé fyrir þjónustu kirkjunnar. Kirkjan hafi veitt syrgjend- um og öðrum þeim sem væru í neyð áfallahjálp með kerfisbundnum hætti undanfarna daga í samráði við stjórn Almanna- varna á svæðinu. Séra Haraldur hefur starfað með áfallahóp Slysavarnarfélagsins og var upphaflega sendur til Flateyrar til að vera björgunarmönnum til aðstoðar. Hann sagðist fljót- lega hafa farið í að aðstoða séra Kristin Jens Sigurþórsson, starfandi prest á Flateyri, en álagið á hann og aðra presta á svæðinu hefði verið gífurlegt. „Ég kom á vettvang á föstu- dagsmorgninum. Aðkoman var hræðileg. Maður fylltist von- leysi að sjá alla þessa sorg og vonleysið hjá fólkinu. Það er ekki hægt að lýsa með orðum því áfalli sem fólkið hefur orðið fyrir. Þegar eðlilegt heilbrigt fólk lendir í óeðlilegum aðstæðum eins og þeim sem hér hafa skap- ast myndast streituviðbrögð. Starf okkar hefur m.a. gengið út á að hjálpa fólki að skilja að streituviðbrögðin eru eðlileg og það þarf að fylgja sorgarferlinu eftir.“ Haraldur sagði að sú aðstoð sem kirkjan veitti í tengslum við Flateyrarslysið væri mun meiri og skipulagðari en hún veitti eftir að snjóflóðið féll á Súðavík. Prestarnir hefðu skipulagt fundi á þéttbýlisstöð- um á norðanverðum Vestfjörðum í sam- ráði við stjórn Al- mannavarna á svæð- inu. Erfið lífsreynsla Séra Haraldur og séra Þorbjörn Hlyn- ur Árnason tóku að sér að sjá um kveðju- athafnirnar á sjúkrahúsinu á Isafirði þar sem ætt- ingjar hinna látnu kvöddu þá í síðasta sinn. Þeir sögðu báð- ir að þetta hefði ver- ið erfið lífsreynsla. „Það var dásamlegt að geta veitt syrgjendum huggun og styrk þegar þeir þurftu á því að halda; þegar þeir sáu sína nánustu í síðasta sinn,“ sagði séra Haraldur. „Stemmningin hér á staðnum er sá kraftur sem hefur drifið mig áfram. Ég finn afar sterkt fyrir því að mín er þörf og það heldur mér gangandi. Hér er mikil þrá eftir huggun. Það rík- ir sorg um alla Vestfirði, ekki bara á Flateyri og Súðavík held- ur líka í Hnífsdal, Bolungarvík og á ísafirði og alls staðar þar sem ég hef komið.“ Haraldur sagði að mikið væri búið að mæða á sóknarprestun- um sem þjóna á svæðinu. Ein- staklega gott samstarf hefði tekist við þá. Ljóst væri að þeir þyrftu áfram á mikilli aðstoð að halda og eins þyrftu þeir að eiga kost á hvíld. Séra Haraldur sagði átaka- legt að vita til þess að enginn geðlæknir eða sálfræðingur væri starfandi á Sjúkrahúsinu á ísafirði. Þörfin fyrir aðstoð þeirra væri mikil eftir allar þær náttúruhamfarir sem yfir Vest- firði hafa dunið síðustu misserin og tryggja þyrfti að hún yrði veitt. SÉRA Haraldur Kristjánsson Snjóflóðavarnargarðar á Flateyri lengdir og hækkaðir í vetur Óvíst hver húsnæðisþörfin á Flateyri er Tilboð opnuð á mánudag Flateyri. Morgunblaðið. TILBOÐ í lengingu á snjóflóðavam- argörðum á Flateyri verða opnuð nk. mánudag. Verkið var boðið út í haust og áformað var að vinna það í vet- ur. Kristján Jóhannesson, sveit- arstjori á Flateyri, segir að þeim áformum verði ekki breytt. Görðunum er ætlað að veija byggðina fyrir snjóflóðum úr Innra Bæjargili, en það er vestan við Skollahvilft sem snjóflóð féll úr 26. október. Þarna eru í dag tveir sex metra háir garðar. Ætlun er að Iengja garðana, tengja þá saman og hækka þá upp í 11-12 metra. Með því að lengja garðana er talið að hægt sé að draga verulega úr lík- um á því að snjóflóð falli að íþrótta- húsinu, sundlauginni og grunnskól- anum. Kristján sagði að sveitarstjórn teldi ekki ráðlegt að hefja kennslu í grunnskólánum við núverandi að- stæður og þess vegna myndi kennsla fara fram í bráðabirgðahúsnæði næstu vikurnar. Varnar- garðar Fyrir voru tveir aðskildir varnargarðar, um 6 m háir og keila á milli þeirra Varnarkeilur V. ;: Varnarkeilur 200 m Akveðið hefur verið að tengja garðana saman, hækka þá í 11 -12 m og lengja í báðar áttir, en þó meira til austurs FLATEYRI Vinnubúðir frá Blönduvirkiun Flateyri, Morgunblaðið. AKVEÐIÐ hefur verið að vinnubúð- ir, sem eru í eigu Landsvirkjunar og staðsettar við Blönduvirkjun, verði fluttar til Flateyrar. Verið er að kanna hvernig best er að flytja þær frá Blöndu. Ekki er ljóst hvenær þær koma til Flateyrar. I vinnubúðunum eru íbúðir fyrir um 30 manns. Fyrirhugað er að stað- setja þær niðri á eyrinni, í grennd við verbúðir sem þar eru. Að sögn Kristjáns Jóhannessonar, sveitarstjóra á Flateyri, er búið að festa kaup á þremur sumarbústöð- um. Horfur væru á að a.m.k. tveir til viðbótar yrðu keyptir á næst- unni. Viðgerð á gömlu húsnæði, sem ekki hefur verið búið í, væri að hefj- ast. Mjög fljótlega yrðu þijár þess- ara íbúða tilbúnar. Húsnæðisþörfin er óljós Kristján sagði að mjög óljóst væri hve þörfin fyrir húsnæði á Flateyri yrði mikil í vetur. Mjög margir væru í Reykjavík að fylgja til grafar þeim sem fórust í snjóflóðinu. Margir væru ekki í neinu ástandi til að taka ákvarðanir um framtíðina. Ekki yrði þrýst á þá um svör. Kristján sagðist gera ráð fyrir að eftir helgina færi að skýrast hve margir ætluðu sér að búa áfram á Flateyri. Kristján sagði að nokkrir hefðu haft samband við sig og tilkynnt' að þeir ætluðu ekki að búa á Flateyri í vetur. Allt þetta fólk ætlaði sér að setjast að á höfuðborgarsvæðinu, en ekki í öðrum byggðarlögum á Vest- fjörðum. Hann sagðist ekki vita hvort þetta fólk myndi koma aftur þegar voraði, enda efaðist hann um að end- anleg ákvörðun lægi fyrir. Sundlaugin á Flateyri verður opn- uð í dag. Engin endanleg ákvörðun hefur verið tekin um framtíð grunn- skólans, en þó bendir allt til að skól- inn verði fluttur í húsnæði sitt við Tjarnargötu. Kristján sagði hins veg- ar miklum erfiðleikum bundið að leysa húsnæðismál leikskólans. Ekki yrði hægt að starfrækja skólann til langframa í því bráðabirgðahúsnæði sem hann er í. Eins ætti eftir að leysa húsnæðisvanda læknisins, en læknis- bústaðurinn skemmdist í flóðinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.