Morgunblaðið - 02.11.1995, Qupperneq 10
10 FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Neyðarmatur hefur hækkað um 30% vegna GATT
Söluaðil-
inn borg-
ar með
matnum
, SEGLAGERÐIN Ægir, sem
m.a. selur búnað og matvöru
fyrir ferðamenn og björgunar-
sveitarmenn, veitir 50% afslátt
af verði svokallaðra neyðar-
máltíða.
Oli Barðdal verslunarstjóri
segir að afslátturinn sé veittur
til þess eins að gera vöruna
seljanlega. -Vörugjald hafi
hækkað um 30% við gildistöku
GATT-samningsins. Hann segir
að Seglagerðin Ægir borgi með
neyðarmáltíðunum sem hún sel-
ur.
„Ástæðan var ósköp einföld,
máltíðín var orðin svo dýr. Það
eru mjög háar álögur á þessa
vöru,“ sagði Óli.
Hann segir að þeir sem helst
kaupi þessa vöru séu björgunar-
sveitarmenn. Máltíðin er blanda
af þurrkuðu grænmeti, pasta
og kjöti en kjötið er þó aldrei
meira en 20% af innihaldinu.
Mikil þörf fyrir þessa vöru
„Þetta er þurrkað, pakkað í
loftþéttar umbúðir og mjög létt.
50 gramma skammtur kostar
um 400-700 krónur með 50%
afslætti. Án hans kostaði mál-
tíðin allt að 1.400 kr. sem er
alltof hátt verð því þetta er að-
eins ein máltíð,“ sagði Óli.
Óli sagði að mikil þörf væri
fyrir þessa vöru og því myndi
Seglagerðin halda áfram að
selja matinn með 50% afslætti.
„Við höfum ekkert upp úr þessu
og það er alveg ljóst að við
borgum með þessu. En við telj-
um nauðsynlegt að geta boðið
þessa vöru til þess að geta stað-
ið undir því að bjóða allt til úti-
vistar. Þessi vara er ekki til
sölu í venjulegum matvöruversl-
unum,“ sagði Óli.
Reglur um und-
irmáls fisk í
endurskoðun
Þingmenn fullyrða að reglurnar
hvetji til úrkasts
VERIÐ er að endurskoða reglur um
löndun undinnálsfísks en slíkur fískur
reiknast nú allur til aflamarks. Full-
yrt var á Alþingi í gær að núgildandi
reglur hvettu til þess að undirmáls-
físki væri hent í sjóinn.
Fjórir þingmenn Framsóknar-
flokksins iögðu fram fyrirspurn til
Þorsteins Pálssonar sjávarútvegsráð-
herra hvort hann væri reiðubúinn til
að beita sér fyrir endurskoðun á regl-
um um löndun undirmálsfísks.
Einn þeirra, Hjálmar Árnason,
sagði mörg rök fyrir því að breyta
reglunum. Hann nefndi þrennt. I
fyrsta lagi að almælt væri meðal sjó-
manna að miklu væri hent af undir-
málsfiski vegna þessara reglna. í öðru
lagi væri það einn af veikustu hlekkj-
um fiskveiðistjómunarkerfísins að
sjómenn með takmarkaðar aflaheim-
ildir neyddust til þess að henda afla
í sjóinn til að geta flutt verðmætari
afla í land. í því sambandi hefðu
heyrst tölur um að 50-60 tonnum
væri hent. Ef 15 þúsund tonn af þess-
um físki næðust á land væri þar um
2 milljarða verðmæti að ræða.
Loks benti Hjáimar á að, að það
hlyti að hafa áhrif á stofnmælingar
Hafrannsóknastofnunar þegar afli
skipa skilaði sér ekki allur á land.
Misnotkun reglna
Þorsteinn Pálsson sagði að 1984-86
hefði allur smáfískur verið utan afla-
marks. Þá hefðu verið brögð að því
að skip legðust í smáfísk. Ekki hafí
verið hægt að búa við það og því
ákveðið 1987 að allur smáfískur yrði
talinn í kvóta. Þá hafí smáfískur sem
barst á land minnkað verulega. Því
hafí þótt ljóst, að reglur um smáfísk
yrðu að vera þannig úr garði gerðar,
að þær hvettu hvorki til úrkasts né
sóknar í smáfísk.
Niðurstaðan varð sú að heimila að
2/3 smáfísks yrðu ekki reiknaðir til
aflamarks. Þetta gilti frá 1988 til
febrúar á þessu ári og síðan hefur
allur fískur reiknast til aflamarks.
Þorsteinn sagði þessa ákvörðun
hafa verið tekna á grundvelli tillögu
frá sérstakri samstarfsnefnd sjó-
manna, útvegsmanna, og ráðuneyt-
isins sem fjallaði um umgengni um
auðlindir sjávar. Rökstuðningur til-
lögunnar var sá, að 2/3-reglan hefði
verið misnotuð: athuganir hefðu sýnt
að stór hluti af físki, sem landað var
sem undirmálsfíski, stæðist mál, þ.e.
stærð hans væri yfír viðmiðunarmörk-
um um smáfisk , og því hefði í raun
verið um sjálftöku á kvóta að ræða.
Endurskoðun í gangi
Þorsteinn sagðist hafa óskað eftir
því í sumar, að nefndin tæki tillögur
sínar til endurmats. Hann 'sagðist
vænta þess að endurskoðun nefndar-
innar á undirmálsreglunni lægi fyrir
ekki síðar en um áramót.
Einar K. Guðfinnsson þingmaður
Sjálfstæðisflokks sagðist telja að
breytingin í vetur á undirmálsreglunni.
væri mistök sem ykju freistinguna til
að kasta físki í sjóinn.
Ágúst Einarsson þingmaður Þjóð-
vaka vakti athygli á tillögu frá flokki
sínum um að undirmálsfískur kæmi
að landi utan kvóta, yrði seldur á
mörkuðum og andvirðið, að frádregn-
um kostriaði útgerða og sjómanna,
rynni til málefna sjávarútvegsins.
Pétur Blöndal þingmaður Sjálfstæðis-
flokks tók undir þessa tillögu.
Kröfu um upptöku ólög-
ávinnings vísað frá
Forsvarsmönnum peningakeðju refs-
að með 150 þús. kr. sekt
Vantar strax -
ákveðnir
kaupendur
Einbýli/parhús,
12—18 millj.
í Smáíbúðahverfi,
Fossvogi, Gerðum,
Leitum, Hlíðum,
Kleppsholti eða nágr.
Sérbýli 10—15 millj.
í Vesturbæ, Miðbæ,
Hlíðum, Leitum eða
Smáíbúðahverfi.
2ja-3ja herb. 5—7 millj.
fyrir fjársterk félagasamtök
utan af landi.
Valhöll,
Mörkín 3,
^ 588-4477.
mæts
HÆSTIÉTTUR hefur vísað frá
dómi kröfu ákæruvaldsins um að
forsvarsmenn peningakeðjunnar
Auðbjargar verði látnir sæta upp-
töku ólöglegs ávinnings af starf-
seminni. Héraðsdómur hafði dæmt
mennina tvo til að sæta upptöku á
3 milljóna króna ólöglegum ávinn-
ingi. Hins vegar staðfesti Hæsti-
réttur niðurstöðu héraðsdóms um
sakfellingu mannanna vegna starf-
seminnar og dóm um að þeim verði
gert að greiða 150 þúsund króna
sekt fyrir brot á lögum um opinber-
ar fjársafnanir.
Samkvæmt lögum um opinberar
fjársafnanir er fjársöfnun með
keðjubréfum ólögleg. Héraðsdómur
dæmdi í febrúar mennina fyrir að
hafa gerst brotlegir við þau ákvæði.
Starfsemi þeirra stóð frá janúar
á síðasta ári og til 1. mars er RLR
stöðvaði starfsemina við húsleit.
Mennirnir höfðu skráð sérstakt
félag, Landsmálafélagið, og hafist
handa um ijársöfnun með keðju-
bréfum í húsnæði sem tekið var á
leigu undir félagið.
Mennirnir settu eigin nöfn efst
fjögurra nafna til viðtöku væntan-
legra greiðslna og héldu síðan utan
um starfsemina.
Þeir kváðust hafa haft 30-60
þúsund króna hagnað af þátttöku
í keðjunni, áem þeir sögðu hafa
verið leik, auk þátttökugjaldanna.
Héraðsdómur byggði á því að
hagnaður þeirra hefði alls numið 3
millj. króna og gerði þeim að þola
uþptöku á þeirri fjárhæð þar sem
um ólögmætan ávinning væri að
ræða.
Við áfrýjun málsins gerði annar
mannanna kröfu um að hafnað
yrði kröfu um uppöku ólögmæts
ávinnings. í dómi Hæstaréttar seg-
ir að rannsókn málsins hafi meðal
annars beinst að því að leiða í ljós
hve mikið mennirnir hafi hagnast.
Ekki verði talið að það hafi verið
gert með viðhlítandi hætti í þeirri
lögreglurannsókn sem fram fór í
kjölfar þess að starfsemin var
stöðvuð og ekki hafi tekist að varpa
skýrara ljósi á þann þátt málsins
við skýrslutökur fyrir dómi.
Við framhaldsrannsókn málsins
hafi ekki verið gætt ákvæðis laga
um meðferð opinberra mála um að
veijanda skuli gefið færi á að fylgj-
ast með framvindu rannsóknar að
svo miklu leyti sem kostur er. Af
þeim sökum verði nýleg skýrsla
RLR þar sem fram kemur hvernig
niðurstaða um 3 milljóna króna
hagnað af þátttökugjöldunum er
fengin ekki lögð til grundvallar
dómi um kröfu um upptöku ólög-
mæts ávinnings. Því verði að teja
þennan þátt málsins svo vanreifað-
an að vísa beri upptökukröfunni
frá dómi.
Hagamelur - Rvík - 3ja
Nýkomin í einkasölu mjög björt og falleg ca 85 fm lítið
niðurgrafin endaíbúð í góðu húsi þessum vinsæla
stað í vesturbænum. Sérinngangur. Mikið endurnýjuð
eign. Verð 6,5 millj.
Hringbraut - Hfj. - 3ja m. bflskúr
Nýkomin í einkasölu 91 fm jarðhæð í góðu þríbýli auk
26 fm bílskúrs. Eignin að mestu í upphaflegu standi.
Sérinngangur. Verð 6,5 millj.
Upplýsingar gefur:
Hraunhamar, fasteignasala,
sími 565 4511.
Sjálfræðisaldur hækki í 18 ár
HVATT var til þess á Alþingi í gær að sjálfræðisaldur
yrði hækkaður úr 16 í 18 ár.
Guðný Guðbjörnsdóttir þingmaður Kvennalistans sagði
þar að fyliilega tímabært væri að íslendingar miðuðu við
18 ár eins og aðrar þjóðir í kringum þá.
Hún sagði að sjálfræðisaldur hefði ekki breyst hér á
landi síðan 1281 þegar Jónsbók var lögtekin og þeim aldri
hefði verið haldið þegar lög voru sett á þessari öld, síð-
ast 1985. Á miðöldum hefði sjálfræðisaldur á Norðurlönd-
unum verið hækkaður úr 12 í 25 ár en hefði síðan Iækk-
að smátt og smátt og væri nú Í8 ár.
Þá vitnaði Guðný í bamasáttmála Sameinuðu þjóð-
anna, sem íslendingar hefðu fullgilt, en þar segði í 1.
grein að böm væru allt'fólk innan 18 ára.
Guðný sagði að þótt ungt fólk teldi að það missti rétt-
indi við hækkun sjálfræðisaidurs mætti benda á, að um
leið myndi réttur þess aukast, þar sem ábyrgð foreldra
ykist. Hækkun forræðisaldurs væri viðurkenning á þjóðfé-
íagsbreytingum og ábyrgð foreldra yrði skýrari.
Þorsteinn Pálsson dómsmálaráðherra sagði að nefnd
sem fjallað hefði um hvort hækka ætti sjálfræðisaldur
hefði enn ekki mótað endanlega afstöðu sína til málsins
en skiptar skoðanir hefðu verið innan nefndarinnar. Þor-
steinn sagði að ákvörðun dómsmálaráðuneytisins í þessu
máli biði þar til nefndin hefði kynnt niðurstöður sínar.
Þorsteinn sagði að ýmsir þeir sem mæltu með hækkun
lögræðisaldurs virtust byggja þá skoðun sína á vanda til-
tölulega fárra einstaklinga. En frá sínum bæjardyrum séð
yrði að horfa á málið út frá hagsmunum allra unglinga
þegar afstaða yrði tekin.
-
í
>
I
>
i
I
I
I
I
b
I
.
I