Morgunblaðið - 02.11.1995, Qupperneq 12
12 FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Engar upptökur og yfirheyrendur mundu ekki málsatvik
Afi sýknaður vegna
skorts á sönnunum
HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness hef-
ur sýknað 63 ára mann af ákæru
um kynferðislega misnotkun á dótt-
urdóttur sinni. I niðurstöðu dómsins
er vikið að rannsókn málsins og
sagt, að eina haldbæra sönnunar-
gagnið sé ítarleg lögregluskýrsla,
sem tekin var af telpunni þegar hún
kærði, um mitt ár 1993. Rannsókn-
arlögreglumaður muni ekki eftir
skýrslutöku, eða hvernig yfirheyrsl-
an hafi gengið fyrir sig og það eigi
einnig við um starfskonu Stíga-
móta, sem var viðstödd skýrslutök-
una. Ekki njóti við myndbandsupp-
töku, þar sem sérfræðingur yfir-
heyrir barnið strax í upphafi og
reynir að komast að því hvað raun-
verulega gerðist.
Telpan kærði afa sinn fyrir kyn-
ferðislega misnotkun, sem hún
sagði hafa átt sér stað á árunum
1988-1991, þegar hún var 6-9 ára.
í ákærunni voru tilgreind sjö skipti,
þar sem maðurinn hefði haft kyn-
ferðismök við dótturdóttur sína.
Akæran var byggð á ítarlegri
skýrslu, sem tekin var af telpunni
hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins;
þar sem hún lýsti hveiju tilviki. I
skýrslunni kom meðal annars fram,
að hún hefði viljað segja mömmu
sinni frá, en ekki þorað það. Afi
hennar hafði sagt henni að það sem
hann hefði gert væri leyndarmál
þeirra, en svona gerðu allir afar.
Þegar telpan, sem nú er orðin
13 ára, kom fyrir dóminn, kvaðst
hún hafa reynt að gleyma sem
mestu af því sem gerðist og mundi
atburði ekki jafnvel og frá var
greint í lögregluskýrslu og gat ekki
greint frá hveiju einstöku skipti.
Atburðimir rynnu saman í minning-
unni.
í skýrslu sálfræðings kom fram,
að ekkert hefði komið fram, sem
benti til þess að stúlkan segði ósatt
um áreitið eða að um ímyndun
væri að ræða. Hins végar vann
sálfræðingurinn út frá tilfinninga-
legum erfiðleikum stúlkunnar, en
ekki var gengið eftir hvað hefði
nákvæmlega gerst.
Rannsóknarlögreglumaður, sem
skráði skýrslu telpunnar, mundi
ekkert frá þeirri yfirheyrslu og
sama er að segja um þroskaþjálfa,
sem starfaði hjá Stígamótum og fór
með telpuna í skýrsiutökuna.
Trúverðugur framburður en
ekki næg sönnunargögn
í niðurstöðu Héraðsdóms segir
að framburður stúlkunnar fyrir
dómi sé nokkuð óljós og ónákvæm-
ur, hún hafi ekki verið yfirheyrð
af sérfræðingi strax og málið kom
upp, myndbandsupptaka af slíkri
yfirheyrslu sé ekki til og eina hald-
bæra sönnunargagnið sé lögreglu-
skýrslan. Yfirheyrandi muni hins
vegar ekki eftir skýrslutökunni, né
starfskona Stígamóta. Þó að fram-
burður stúlkunnar sé nokkuð trú-
verðugur og sálfræðingur telji hann
réttan þyki ekki komin fram nægi-
leg sönnun til sakfellingar, gegn
eindreginni neitun ákærða. Beri því
að sýkna hann.
• •
Onnur Hugvís-keppnin að hefjast í framhaldsskólum
18.000 Islendingnm stend-
ur til boða að vera með
ÍSLENSKUM framhaldsskólanem-
um á aldrinum 15 til 20 ára stend-
ur til boða að taka þátt í evrópskri
samkeppni ungra vísindamanna,
European Union Contest for Young
Scientists, í annað sinn. Samkeppn-
in er hluti af mannauðsáætlun Evr-
ópusambandsins. íslendingar til-
heyra áætluninni með samningnum
um EES.
Að því er fram kemur í fréttatil-
kynningu er keppnin einn þáttur í
vaxandi samvinnu skóla og atvinnu-
lífs í Evrópu. Keppnin er kynnt í
skólum þessa dagana. Alls geta
18.000 ungir íslendingar tekið þátt
í henni. Miðað er við að í tillögunum
felist nýjungar eða uppfinningar á
sviði vísinda eð_a tækni.
Keppnin á íslandi, Hugvísir -
hugmyndasamkeppni ungs fólks í
vísindum og tækni, er haldin af
ÍSAGA hf., menntamálaráðuneyt-
inu og Fræðsluskrifstofu Reykja-
víkur í samvinnu við fagfélög á
sviði vísinda og tækni. ÍSAGA hf.
Hluti af mann-
auðsáætlun Evr-
ópusambandsins
veitir þátttakendum styrk fyrir efn-
iskostnaði og leggur fram 200.000
kr. í verðlaunafé. Menntamálaráðu-
neyti styður keppnina einnig með
fjárframlögum. Niðurstaða dóm-
nefndarinnar verður kynnt í vor.
Vestmannaeyingar í
þriðja sæti í ár
í keppninni í ár hlutu nemendur
úr Framhaldsskólanum í Vest-
mannaeyjum 1. og 2. verðlaun og
nemendur úr Menntaskólanum í
Reykjavík 3. verðlaun. Vestmanna-
eyingarnir, sem fengu 1. verðlaun
í innlendu samkeppninni, bættu svo
um betur með því að hafna í 3. sæti
í Evrópukeppninni í Newcastle á
Englandi síðasta mánuði. Þá hefur
vinningshafa úr Hugvísi verið boðin
þátttaka í alþjóðlegri vísindakeppni
í Bandaríkjunum og fara fulltrúar
frá íslandi til Arizona í maí á næsta
ári.
Formaður dómnefndar er pró-
fessor Sigmundur Guðbjarnarson,
Vísindafélagi íslendinga. Aðrir
dómnefndarmenn eru Geir Þórarinn
Zoéga; tæknilegur framkvæmda-
stjóri ISAGA hf., dr. Kristinn And-
ersen, Verkfræðingafélagi íslands,
dr. Grétar ívarsson, Jarðfræðifélagi
íslands, Páll Theódórsson, Eðlis-
fræðifélagi íslands, dr. Guðmundur
Eggertsson, Samtökum líffræði-
kennara, Ingólfur Örn Þorbjörns-
son, Iðntæknistofnun, dr. Þorsteinn
I. Sigfússon, HCM, Háskóla ís-
lands, og Guðrún Þórisdóttir, Ný-
sköpunarkeppni grunnskóla, sem
nú er ritari dómnefndar.
Umsjónarmenn keppninnar eru
Björn Búi Jónsson, kennari í MR,
og Páll Marvin Jónsson, forstöðu-
maður Rannsóknasetursins í Vest-
mannaeyjum.
Samhugur
Leggöu þilt af mörkum
inn á bankarcikning nr.
1183-26-800
í Sparisjóði Önundarljarðar
á Fiateyri. LANDSSÖFNUN
Hacp cr að legj'ja íim á rcikninginn í ðllum
hönkuni. sparisjóóum og póstiiiísuin á landinu. V t Ci N A
NÁTTÚ RUHAMFARA
AlJir fjölmiðlar huuisins, Póstur og sími, A FLATEYRI
IJjálparstoínun kirkjunnar oi« Kauái kross íslands.
Afkoma lífeyrissjóðanna 1991-94
Upplýsingar úr skýrslum Seðlabankans
jí • Stærðar- , V röðun Lífeyrissjóður H ft # SÍÓða Meðaltal raunáv. m.v. I.vísit. 1991-94 Frádr. v. kostn. (meðalt. 1991-94) Meðaltal hreinnar * ávöxtunar 1991-94
Lífeyrissjóðurinn Hlíf 26. 8,72% -0,63% 8,09%
Eftirl.sj. starfsm. Olíuv. ísl. 37. 8,32% -0,30% 8,02%
Alm. lífeyrissj. iðnaðarmanna 27. 8,24% -0,28% 7,96%
Lífeyrissjóður verkstjóra 21. . 8,17% -0,26% 7,91%
Lífeyrissjóður matreiðslumanna 32. 8,07% -0,32% 7,75%
Lífeyrissjóður sjómanna 2. 7,42% -0,22% 7,64%
Lífeyrissjóður Sóknar 15. 7,86% -0,26% 7,60%
Lífeyrissjóður K.E.A. 24. 7,68% -0,10% 7,58%
Eftirl.sj. Fél. ísl. atvinnuflugm. 17. 7,68% -0,22% 7,46%
Sameinaði lífeyrissjóðurinn 3. 7,62% -0,35% 7,27%
Lífeyrissjóður lækna 14. 7,47% -0,21% 7,26%
Eftirl.sj. slökkviliðsm. á Keflav.v. 34. 7,36% -0,11% 7,25%
L. Dagsbrúnar og Framsóknar 4. 7,54% -0,35% 7,19%
Lífeyrissjóður verksmiðjufólks 19. 7,49% -0,30% 7,19%
Lífeyrissjóður Norðurlands 6. 7,49% -0,30% 7,19%
Lífeyrissjóður Vestfirðinga 10. 7,55% -0,37% 7,18%
L. Flugvirkjafélags íslands 28. 7,60% -0,43% 7,17%
Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda 5. 7,31 % -0,20%. 7,11%
Lífeyrissj. rafiðnaðarmanna 11. 7,40% -0,32% 7,08%
Lífeyrissjóður Suðurnesja 12. 7,34% -0,38% 6,96%
Lífeyrissj. framreiðslumanna 39. 7,69% -0,73% 6,96%
Lífeyrissjóður blaðamanna 35. 7,20% -0,28% 6,92%
Lífeyrissj. Vestmannaeyinga 13. 7,31% -0,42% 6,89%
L. verkalýðsfélaga á Norðurl.v. 25. 7,34% -0,59% 6,75%
Lífeyrissj. bókagerðarmanna 22. 7,14% -0,41% 6,73%
Lífeyrissjóður múrara 31. 7,14% -0,44% 6,70%
L. verkalýðsfélaga á Suðurlandi 23. 7,20% -0,50% 6,70%
Lífeyrissjóður verslunarmanna 1. 6,84% -0,16% 6,68%
Lífeyrissjóður bænda 8. 6,98% -0,31% 6,67%
Lífeyrissjóður Vesturlands 18. 7,25% -0,63% 6,62%
L. Hlífar og Framtíðarinnar 20. 6,86% -0,38% 6,48%
L. Mjólkursamsölunnar 36. 6,94% -0,47% 6,47%
Lífeyrissjóður Austurlands 9. 7,03% -0,70% 6,33%
Lífeyrissjóður Bolungarvíkur 29. 6,95% -0,78% 6,17%
L. F. starfsfólks í veitingah. 30. 6,95% -1,24% 5,71%
Lífeyrissjóður Rangæinga 33. 6,32% -0,74% 5,58%
Lífeyrissj. Félags garðyrkjumanna 40. 6,81% -1,25% 5,56%
Samvinnulífeyrissjóðurinn 7. 5,79% -0,28% 5,51%
L. byggingariðnaðarm. í Hafnarfirði 38. 6,07% -0,63% 5,44%
Lífeyrissjóður Verkfræðifélag ísl. 16. 5,72% -0,54% 5,18%
• Ávöxtun umfram lánskjaravísitölu MEÐALTAL; 7,30% -0,44% 6,86%
Heimild: VSFÍ-FRÉWR, fréttablað Vélstjórafélags islands
Lífeyrissjóðurinn
Hlíf með besta
raunávöxtun 1991-94
Tillaga um að helmingur eigna sjóðsins
mætti vera í erlendum myntum var felld
LÍFEYRISSJÓÐURINN Hlíf, sem
er lífeyrissjóður sem vélstjórar,
skipstjórar og stýrimenn eiga aðild
að, náði bestum rekstrarárangri
allra lífeyrissjóða á árabilinu
1991-94, að því er fram kemur í
VSFÍ fréttum sem er fréttablað
Vélstjórafélags íslands. Meðaltal
hreinnar ávöxtunnar umfram láns-
kjaravísitölu á fyrrgreindu árabili
var 8,09%, en byggt er á upplýsing-
um úr skýrsium bankaeftirlits
Seðlabankans um lífeyrissjóði.
Samkvæmt samantektinni er
Eftirlaunasjóður OLÍS næstur í
röðinni hvað hreina raunávöxtun,
þ.e. ávöxtun þegar kostanður hefur
verið dregin frá, varðar á þessu
árabili, en ávöxtun þess sjóðs var
að meðaltali 8,02%. Atta sjóðir eru
með hreina ávöxtun yfir 7,50% að
meðaltali á þessum árum, þeirra á
meðal Lífeyrissjóður Sóknar, sem
var með 7,60% í hreina ávöxtun.
Sameinaði lífeyrissjóðurínn, sem er
þriðji stærsti lífeyrissjóður landsins
er með 7,27% að meðaltali í hreina
ávöxtun árin 1991-94 og er tíundi
í þessari árangursröð, Lífeyrissjóð-
ur Dagsbrúnar og Framsóknar er
í 13. sæti með 7,19% í hreina ávöxt-
un og Lífeyrissjóður verslunar-
manna, sem er stærsti lífeyrissjóð-
ur landsins er í 28. sæti með 6,68%
í hreina ávöxtun að meðaltali árin
1991-94.
Ávöxtun iífeyrissjóðsins Hlífar
sundurliðast þannig eftir einstök-
um árum að árið 1991 var raun-
ávöxtun þegar rekstrarkostnaður
hefur ekki verið dreginn frá 7,67%,
8,34% árið 1992, 8,95% árið 1993
og 9,93% árið 1994. Frádráttur
vegna kostnaðar er 0,63%. Til sam-
anburðar var ávöxtun Lífeyrisjóðs
verslunarmanna árið 1991 6,28%,
7,20% árið 1992, 6,83% árið 1993
og 7,03% árið 1994. Frádráttur
vegna reksturskostnaðar er 0,16%.
I fréttabréfínu kemur fram að
meginskýringin á góðri ávöxtun
sjóðsins að undanförnu hafi verið
söluhagnaður vegna sölu verðbréfa
í kjölfar vaxtalækkunarinnar sem
varð haustið 1993. Jafnframt hafi
þótt hagkvæmt að fjárfesta í ís-
lenskum ríkisskuldabréfum í er-
lendum myntum og þegar árið
1994 hafi verið gert upp hafi hlut-
fall eigna sjóðsins í erlendum mynt-
um verið um 39%. Á aðalfundi
sjóðsins sem haldinn var um síð-
ustu mánaðamót, lá meðal annars
fyrir tillaga um breytingar á fjár-
festingarheimildum sjóðsins, þar
sem óskað var eftir að allt að 50%
af eignum sjóðsins mættu vera í
erlendum myntum, þar af 25% í
erlendum hlutabréfum. Á aðalfund-
inum kom fram breytingartillaga
við þessa tillögu stjórnar þess efnis
að 30% af eignum mættu vera í
erlendum myntum og 10% í erlend-
um hlutabréfum og var breytingar-
tillagan samþykkt. í grein Valdi-
mars Tómassonar, framkvæmda-
stjóra sjósðins í fréttabréfinu segir
að þessi breytingartillaga skerði
ávöxtunarmörguleika sjóðsins um
10-20 milljónir króna á ári og þessi
mál þarfnist því greinilega frekari
kynningar.