Morgunblaðið - 02.11.1995, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 1995 23
ERLENT
Biðja ekki
um auk-
inn kaup-
mátt
NORSKU launþegasamtökin
LO munu setja kröfur eins og
sex stunda vinnudag fyrir
bamafólk, lengingu sumar-
leyfis um viku og lægri og
sveigjanlegri eftirlaunaaldur á
oddinn í komandi kjarasamn-
ingum, að sögn Yngve Hág-
ensen formanns LO. Hann
sagði að kröfur um kaupmátt-
araukningu kynnu að leiða til
nýrrar verðbólguöldu, hægt
væri að auka lífsgæðin með
öðrum aðferðum en kaup-
hækkun.
Bar blak af
SÞ-liðum
JORIS Voorhoeve, vamar-
málaráðherra Hollands, sagði
í gær, að hugsanieg fjölda-
morð Serba á múslimum við
bæinn Srebrenica í Bosníu
hvíldu sem skuggi yfir SÞ.
Hann sagði, að hollensku frið-
argæsluliðarnir á staðnum
hefðu ekkert getað gert og
væri ekki rétt að áfellast þá
fyrir hörmungarnar.
6,5 stiga
skjálfti í Japan
JARÐSKJÁLFfl að styrkleika
6,5 á richterkvarða skók Am-
ami-eyju í suðvesturhluta Jap-
ans í gær en fregnir fóru ekki
af manntjóni eða tjóni á mann-
virkjum. Fjölda skjálfta hefur
orðið þar vart á undanförnum
vikum.
Ríkasti her-
toginn látinn
HENRY Percy, hertogi af
Norðimbralandi, auðugasti
landeigandi Bretlands, lést í
gær af völdum svonefnds
ME-sjúkdóms. Hann var 42
ára og ókvæntur. Talið var að
auðævi hans hafi numið 150
milljónum sterlingspunda og
landareign hans var 80.000
ekrur.
Þjóðverjar
KLAUS Kinkel utanríkisráð-
'herra Þýskalands sagði í gær,
að Þjóðverjar hefðu á bak við
tjöldin tjáð Frökkum að þeir
væru ekki hlynntir því að
kjarnorkutilraunir yrðu hafnar
á ný. Opinberlega hafa Þjóð-
veijar hins vegar ekki gagn-
rýnt ákvörðun frönsku stjórn-
arinnar.
Hútúar vegn-
ir í Búrundí
RÚMLEGA 140 hútumenn
voru vegnir í hefndarárás, sem
stjómarhermenn í Búrundí
gerðu á stöðvar í norðurhluta
landsins vegna meintra árása
uppreisnarmanna, að sögn
starfsmanna tveggja alþjóð-
legra hjálparstofnana og emb-
ættismanna. Talsmaður forseta
Rúanda hélt því fram að rúm-
lega 250 menn hefðu fallið en
það hefur ekki fengist staðfest.
Reuter
Fyrstu fijálsu
sveitar-
stjórnakosn-
ingarnar
FYRSTU sveitarstjórnakosning-
arnar, sem allir íbúar Suður-Afr-
íku geta tekið þátt í óháð kyn-
þætti, fóru fram í gær og féll
þar með síðasta vígi aðskilnaðar-
stefnunnar. Alls eru þrettán
milljónir á kjörskrá, en ekki er
búist við að endanleg úrslit liggi
fyrir fyrr en á föstudag. Á mynd-
inni má sjá Nelson Mandela for-
seta koma við á kjörstað í Jó-
hannesarborg.
'VKl
Escort Van er sannkallaöur yfirburða sendibíll
að öllu leyti. Fyrir það fyrsta þá er burðargeta
hans um 50% meiri en keppinautanna í sama
stærðarflokki eða alls 750 kg. Auk þess er
hann lipur og þægilegur í akstri með vökvastýri,
útvarpi/segulbandi og 1400 cc vél með beinni
innspýtingu (75 hö.)
Escort Van er nú þegar oröin mest seldi
sendibíUinn í flokki lítilla sendibíla!
BRIMBORG
FAXAFENI 8 • SlMl 515 7000