Morgunblaðið - 02.11.1995, Síða 24

Morgunblaðið - 02.11.1995, Síða 24
24 FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 1995 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Ung list eins og hún leggur sig TONLIST Langholtskirkja KÓRSÖNGUR Kórar framhaldsskólanna sungn íslensk og erlend kórlög. Laugardagurinn 28. október 1995. ÞAÐ ER ekki ýkja langt síðan að kórsöngur var almennt ekki á dagskrá í starfsemi framhaldskól- anna og jafnvel ekki í bamaskól- unum og þessi merkilegi uppeldis- þáttur jafnvel ekki viðurkenndur til launa. Kórstarfsemi í skólum hefur því að mestu orðið að styðj- ast við velvild skólastjóranna og ýmsar sögur eru af því, hvernig tekist hefur að fínna launaða tíma til að greiða kórstjórum eða að reikna þessa starfsemi inn í kennsluskyldu tónlistarkennara. Við íslendingar búum að miklu leyti við þá hugmyndafræði á sviði tónlistarkennslu, að hún tilheyri ekki venjulegu námi. Tónlist skal kennd frá A-Ó í sérstökum tónlist- arskólum, sem reknir eru af einka- aðilum, félagasamtökum og í besta falli af bæjarfélögum, er njóta eins konar menningar-sníkju-styrkja af ríkinu. Nýjasta dæmið um að listmenntun tilheyrir ekki hinni almennu menntun landsmanna er hugmyndin að einkavæðingu lista- háskólans og þá ekki síður sú ákvörðun háskólaráðs Háskóla ís- lands að hafna þeirri málaleitan, að stofnuð yrði listadeild innan HÍ, sem lýsir fáheyrðri skamm- sýni. Það eru fáir háskólar erlend- is, sem ekki státa af listnámi alls konar og ef HÍ ætlar sér stóran hlut við hlið erlendra menntastofn- ana, hefði öflug listadeild hugsan- lega orðið góð andlitslyfting fyrir þessa annars listsnauðu stofnun. Þrátt fyrir, vel að merkja, „þrátt fyrir“ afturhaldssemi skólayfír- valda hefur tónlistariðkun aukist mjög mikið og nú þykir það fínt að bjóða upp á góðan söng, svona til hátíðabrigða. Einn þáttur menntunar og mikilvægur er starfsögun og góður kór byggist á margþættri ögun. Söngur hefur áhrif á taltækni manna og einnig er fengist við bókmenntir og er- lend 'tungumál. Þá er samvirk hegðun, túlkun, skilningur á ýms-, um stíltegundum og tilfinningaleg upplifun í flutningi fagurra tón- verka mikilvægir þættir í uppeldi, en öll umfjöllun á list snertir auk þess einn af merkari þáttum mannkynssögunnar. Þeir skólar sem stóðu að söng- móti framhaldsskólanna í landinu, undir yfirskriftinni „Ung list eins og hún leggur sig“, voru 5 menntaskólar, 5 fjölbrautaskólar, auk Kvennaskólans og Verslunar- skóla íslands, svo og sönghópur er kennir sig við Laufeyju Einars- dóttur. Margur kórinn söng mjög fallega. Selfyssingar sungu skemmtilega raddsetningu Jónas- ar Tómassonar á þjóðlaginu Ber- höfðaður burt ég fer, undir stjórn Jóns Inga Sigurmundssonar. Kór Menntaskólans á Laugarvatni hóf tónleikana með gömlu frönsku lagi og söng auk þess Haustvísur til Maríu eftir Atla Heimi Sveinsson, undir stjórn Hilmars Arnar Agn- arssonar. Fjölbraut í Breiðholti og Suður- nesjum stóðu saman að flutningi á laginu Ég leitaði blárra blóma eftir Gylfa Þ. Gíslason, en báðum kórunum stýrði Guðfínna Dóra Ólafsdóttir. Kvennaskólakórinn, undir stjórn Sigurðar Bragasonar, söng Hjá lyngri móðu og kór Menntaskólans við Sund, undir stjóm Áslaugar Bersteinsdóttur, söng Við svala lind, madrígalann fallega eftir Atla Heimi Sveinsson. Kór Verzlunarskólans gerði mikla „lukku“ með gamansömu lagi, Bjamastaðabeljunum, í raddsetn- ingu kórstjórans, Þorvaldar B. Þorvaldssonar. Kór Menntaskól- ans í Reykjavík ásamt sönghóp Laufeyjar Einarsdóttur, undir stjórn Marteins H. Friðrikssonar, söng Come again, eftir John Dow- land. Kór Menntaskólans í Hamra- hlíð, undir stjórn Þorgerðar Ing- ólfsdóttur, flutti fjögur lög, Hald- iðún Gróa, eftir Gunnar Reyni Sveinsson; Sorg og gleði, fallega þjóðlagaraddsetningu eftir Jór- unni Viðar; Alta Trinita og víxl- söngvaverkið Duo Seraphim eftir Jakob Handl. Það var fróðlegt að heyra kór- ana, sem voru um margt mjög ólíkir, bæði er varðar söngstíl, fjölda söngvara og val viðfangs- efna, er spönnuðu frá dægurlögum til stærri tónverka, sem mörg hver voru sérlega vel sungin. Tónleik- amir hófust með samsöng allra kóranna og var fyrsta viðfangs- efnið Yfir vom ættarlandi eftir Sigfús Einarsson, sem Þorgerður Ingólfsdóttir stjórnáði. Jón Ingi Sigurmundsson stjórnaði svo Sumri hallar, íslensku þjóðlagi í raddsetningu Róberts A. Ottósson- ar. Tónleikarnir enduðu svo á sam- söng allra og var fyrra lagið Hvert örstutt spor eftir Jón Nordal, sem Áslaug Bersteinsdóttir stjórnaði, en einsöngvari var Magnea Gunn- arsdóttir. Lokaviðfangsefni kór- anna var Úr útsæ rísa íslandsfjöll eftir Pál ísólfsson og stjórnaði Hilmar Örn Agnarsson þessum glæsilega söng unga söngfólksins en undirleikari var Gróa Hreins- dóttir. Þetta vom um margt glæsilegir tónleikar, söngfólkinu unga til mikils sóma og órækur vitnisburð- ur um að allt er á góðri leið á sviði kórsöngs, þrátt fyrir allt... Jón Ásgeirsson Tónlistardagar Dómkirkjunnar hefjast á laugardag DÓMKIRKJUKÓRINN flytur tvö verk eftir Joh. Seb. Bach ásamt kammerhljómsveit og einsöngvurum. Jórunni Viðar og Bach ber hæst Á UNDANFÖRNUM ámm hefur tónlistarstarf Dómkirkjunnar náð hámarki með Tónlistardögum sem haldnir era á hveiju hausti. Hefur verið boðið upp á fjölbreytta dag- skrá með tónlist frá ýmsum tímum í flutningi innlendra sem erlendra tónlistarmanna. í ár munu Tónlist- ardagar standa frá 4. til 12. nóvember. Fram kemur fjöldi lista- manna en stærstu viðburðimir em án efa framflutningur á kórverki eftir Jórunni Viðar, tónskáld, og kórtónleikar í Landakotskirkju undir stjóm prófessors Hans- Joachim Rotzsch frá Leipzig í Þýskalandi þar sem flutt verða tvö verk eftir Johann Sebastian Bach. Tónlistardagar Dómkirkjunnar era nú haldnir í fjórtánda sinn en á hveiju ári hefur Dómkórinn fengið íslenskt eða erlent tónskáld til að semja nýtt tónverk til frum- flutnings á Tónlistardögum. Mar- teinn H. Friðriksson, dómorgan- isti, sagði í samtali við blaðamann að með þessu hefði kórinn stuðlað að nauðsynlegri nýsköpun á sviði nútímatónlistar. „Þetta hefur verið tónskáldum hvatning til að semja Jórunn Hans-Joachim Viðar Rotzsch og höfum við til dæmis lagt nokk- uð af mörkum til þróunar kirkju- legrar tónlistar með því.“ Hið nýja verk Jórunnar Viðar er samið við ljóð Halldórs Lax- ness, Stóð ég við Öxará, og verður það frumflutt við setningu Tón- listardaganna, 4. nóvember. Jór- unn Viðar er fædd í Reykjavík árið 1918. Tónlistamám hóf hún hjá móður sinni en lærði síðan hjá Páli ísólfssyni í nokkur ár. Auk þess að stunda nám við Tónlistar- skólann stundaði hún framhalds- nám í Berlín, New York og Vínar- borg. Laugardaginn 11. nóvember flytur Dómkórinn tvö verk eftir Johann Sebastian Bach, mótett- una Jesú, meine Freude og Magn- ificat. Stjómandi verður einn kunnasti kórstjóri Evrópu, pró- fessor Hans- Joachim Rotzsch, en hann var áður stjórnandi Drengja- kórs Tómasarkirkjunnar í Leipzig. Flytjendur auk Dómkórsins verða kammerhljómsveit undir stjórn Rutar Ingólfsdóttur og einsöngv- ararnir Marta G. Halldórsdóttir, Signý Sæmundsdóttir, Hrafnhild- ur Guðmundsdóttir, Þorgeir Andr- ésson og Bergþór Pálsson. Þriðjudaginn 7. nóvember verða haldnir orgeltónleikar í Dómkirkj- unni þar sem Tékkinn Pavel Man- ásek, organleikari Háteigskirkju leikur fjölbreytta dagskrá. Sunnu- daginn 12. nóvember munu svo húsvísku hjónin, Natalia Chow, sem er kínverskur sópran, og Helgi Pétursson, organleikari, halda tón- leika í Dómkirkjunni þar sem á efnisskránni verða meðal annars verk eftir Johann Seb. Bach, Hándel, Bizet og Sigvalda Kalda- lóns. Dansarar á ferð og flugi í EINU af fyrstu verkum dans- höfundarins Pauls Taylors stóðu tveir dansarar grafkyrrir á sviði í fimm mínútur áður en annar þeirra gekk út. Virtur gagnrýn- andi varð svo reiður að hann birti tóman dálk þar sem gagn- rýnin átti að vera. En tímarnir hafa breyst og gagnrýnendur hafa skrifað heil ósköp um Tayl- or sem er einn virtasti danshöf- undur samtímans en hann starf- aði m.a. með Merce Cunningham og Mörthu Graham á sjötta og sjöunda áratugnum. í verkum sínum þykir hann flétta á ein- stæðan hátt saman hina ljóð- rænu hlið hefðbundins balletts og styrk og kraft nútimadans. Taylor og dansflokkur hans hófu í vikunni um mánaðarlanga ferð um Evrópu þar sem sýnd verða verk sem samin eru í anda sjöunda áratugarins og verk við tónlist Offenbachs. Sýnt verður í Edinborg, Chambéry, Nice, Lyon, Lausanne, Annecy og Sochaux. Dans í Tjarnarbíói í KVÖLD kl. 21.00 verður haldin danssýning í Tjarnarbíói. Sýningin er liður á Unglist ’95, listahátíðar ungs fólks, sem var frestað í síð- ustu viku, vegna atburðanna á Flat- eyri. Hópar frá Danssmiðjunni, Fim- leikadeild KR, Djassballettskóla Báru, Kramhúsinu, Listdansflokki æskunnar og Verkstæðinu taka þátt í sýningunni. AIls taka um 50 manns þátt í sýningunni. Umsjón með henni hef- ur Sveinbjörg Þórhallsdóttir, dans- kennari og kynnir er Gottskálk Dagur Sigurðsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.