Morgunblaðið - 02.11.1995, Side 26

Morgunblaðið - 02.11.1995, Side 26
26 FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR GUNNSTEINN Ólafsson hljómsveitarstjóri og Ib Lanzky-Otto hornleikari verða í aðalhlutverki á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar íslands í kvöld. Með horn á fornum slóðum „ÞETTA er stór dagur í lífi mínu og ég hlakka mikið til,“ segir Gunnsteinn Ólafsson sem mun í kvöld stjórna Sinfóníuhljómsveit ís- lands í fyrsta sinn á reglulegum áskriftartón- leikum. „Þetta er stórt verktfni en þar sem hljómsveitin er jafn góð og raun ber vitni kvíði ég engu.“ Á efnisskrá eru Sinfónía nr. 103 eftir Haydn, hornkonsert nr. 2 eftir Mozart, Danssvíta eftir Bartók og konsertinn RÚNIR fyrir horn og hljómsveit eftir Þorkel Sigur- björnsson, tónskáld vetrarins hjá Sinfóníu- hljómsveit íslands. Gunnsteinn lagði stund á nám í tónsmíðum í Búdapest og síðar í hljómsveitarstjórn og tónfræði í Freiburg. Þaðan lauk hann prófi árið 1992. Hann hefur verið virkur í íslensku tónlistarlífí og á liðnu ári hlaut hann önnur verðlaun í keppni ungra norrænna hljómsveit- arstjóra í Noregi. Þótt Gunnsteinn hafi ekki í annan tíma haldið um tónsprotann á reglulegum áskrift- artónleikum er hann Sinfóníuhljómsveit ís- lands að góðu kunnur; hefur meðal annars stjórnað henni á skólatónleikum, jólatónleik- um og á tónleikum á landsbyggðinni. Einleikari kvöldsins er Ib Lanzky-Otto. Hann er fæddur í Danmörku og tilheyrir framvarðarsveit þeirra hljóðfæraleikara sem leika á franskt horn. Faðir hans Wilhelm Lanzky-Otto starfaði um hríð á íslandi, með- al annars með Sinfóníuhljómsveit íslands og við Tónlistarskólann í Reykjavík og ólst Ib að hluta til upp hér á landi. Víðförull hornleikari Hann hefur verið fyrsti homleikari Fíl- harmóníunnar í Stokkhólmi í tæpa þrjá ára- tugi en hefur einnig komið fram með hljóm- sveitum í Evrópu, Bandaríkjunum og Kanada. Þá hefur Ib tekið virkan þátt í flutningi kammertónlistar og hljóðritað fyrir BIS, Caprice og Unicom. Þorkell Sigurbjömsson skrifaði RÚNIR sérstaklega fyrir Ib og Fflharmóníuna í Stokkhólmi, en tónskáldið hefur tvívegis áður •skrifað verk fyrir homleikarann. Var konsert- inn frumfluttur í Stokkhólmi í nóvember síð- astliðnum. Sinfóníuhljómsveit íslands efnir til tónleika í Háskólabíói í kvöld. Orrí Páll Ormarsson fór að fínna einleikarann Ib Lanzky-Otto og hljómsveitar- stjórann Gunnstein Ólafsson. Ib og Þorkell hafa þekkst um langt ára- bil. Sameinuðu þeir meðal annars krafta sína á jólatónleikum í Miðbæjarskólanum, börn að aldri. „Þetta voru mjög eftirminnilegir tónleikar. Eg lék á fíðlu og Þorkell, sem lék á píanó, varð að stilla hana fyrir mig þar sem ég kunni það ekki,“ segir Ib. Ib hefur tvívegis áður komið fram sem einleikari með Sinfóníuhljómsveit íslands. Fyrst fyrir aldarfjórðungi. „Hljómsveitin hef- ur tekið miklum framförum síðan. Hún er virkilega góð í dag.“ Ib er þeirrar skoðunar að Sinfóníuhljómsveit íslands ætti að kosta kapps um að fara oftar í tónleikaferðalög til útlanda. Hljómsveitin sé til að mynda lítið sem ekkert þekkt í Svíþjóð. „Ávinningurinn af ferðalögum felst nefni- lega ekki einungis í kynningu heldur jafn- framt reynslu. Hljómsveitir læra gríðarlega mikið á því að leika fjarri heimahögum.“ Asni, uxi, fífl Wolfgang A. Mozart samdi fjóra hornkon- serta á árunum 1782-1786 fyrir ostakaup- mann í Vínarborg, Ignaz Leitgelb að nafni, en hann hafði verið hornleikari í Salzburg- hljómsveitinni. Margt bendir til þess að tón- skáldinu hafi ekki þótt mikið til tónlistar- hæfileika kaupmannsins koma, þótt ákjósan- legt hafi verið að leita á náðir hans þegar skórinn kreppti að. Hornkonsert nr. 2 var saminn 1783 og á titilblað verksins ritaði Mozart að hann hefði séð aumur á Leitgelb, asnanum, uxanum og fíflinu að tarna. Sinfónía númer 103, Þyrilsinfónían, er næstsíðasta sinfónían sem Josef Haydn samdi. Dregur hún nafn sitt af pákuþyrli sem heyrist í upphafi fyrsta kafla og var samin á Lundúnaárum tónskáldsins. Þegar sinfónían var frumflutt árið 1795 var henni svo vel tekið að endurtaka þurfti andante kaflann. „Það hefur alltaf verið draumur minn að flytja stórt hljómsveitarverk eftir Haydn og Sinfónía númer 103 er eitt glæsilegasta verk klassíska tímans," segir Gunnsteinn. „Haydn var stórkostlegt tónskáld sem alltof Íítið er flutt eftir hér á landi.“ Gunnsteinn kveðst einnig hafa óskað eft- ir að verk eftir ungverskt tónskáld yrði flutt á tónleikunum. Béla Bartók varð fyrir valinu en hann lagði sig, ásamt landa sínum Zoltán Kodály, í líma við að safna þjóðlegri tónlist og á ungverska þjóðin þeim félögum mikið að þakka. Danssvíta var samin árið 1923 í tilefni af því að fimmtíu ár voru liðin frá sameiningu borgarhlutanna Buda, Pest og Obuda í höfuðborg landsins. Ib Lanzky-Otto og Gunnsteinn Ólafsson standa í eldlínunni klukkan 20 í kvöld en klukkustund áður mun Þorkell Sigurbjörns- son kynna efnisskrá tónleikanna. SOTI Vatnsvarið öndunarefni IITIlf ISTAR FATN AÐU RIN N FÆST HJA OKKUR FLEECE peysum. Verðfrákr. 4.590.- Skeljungsbúð irnar Suðurlandsbraut 4, Reykjavík. S: 5603878 Hjalteyrargata 8, Akureyri. S: 4622850 Faxastígur 36, Vestmannaeyjum. S: 4811115 Hafnargata 79, Keflavík. S: 4213322 Zení BOKMENNTIR Ljóöaþýöing ljóði leið getur þacf sagt aílt sem segja þarf um heiminn.“ Náttúran innan frá FJÖGRA MOTTU HERBERGIÐ 150hækur eftir Matsuo Basho. Ósk- ar Árni Óskarsson íslenskaði og ritr aði inngang. Gutenberg prentaði. Bjartur 1995 - 70 síður. 1.595 kr. BASHO (1644- 1694) er meðal þeirra skálda sem hafa orðið sígild og orkar méð ljóðum sínum og íhug- unum sterkt á nútíma- menn. Endurnýjaður áhugi á zenbúddisma spillir ekki fyrir Basho, en til þess að leita til hans nægir að dá góða ljóðlist. Hækur Bashos eru víðfeðmar í orðfæð sinni: haustvindar - sumarkvæðin mín á rifnum blævæng Ljóð Bashos fjalla oftast um árstíðirnar, náttúruna og veðrið og spegla um leið hug skálds- ins. Um hækuna segir þýðandinn: „Hún býr ekki yfir eiginlegu mynd- máli eða líkingum eins og við eigum að venjast í vestrænni Ijóðlist. Stundum er eins og þetta japanska Ijóð segi næstum ekki neitt, en um GÆDAFLBARÁGÍMJ VERÐI 1 9 Jv- :íii \lY tli é Stórhöfða 17, við Gullinbrú, sími 567 4844 Með hliðsjón af því sem Basho hefur sjálfur ritað um skáldskap kemst þýðandinn að þeirri niðurstöðu að maðurinn eigi ekki að greina sig frá náttúrulegu umhverfi sínu, hann eigi að skynja náttúruna innan frá að hætti búddista. Þýðandinn flokkar ljóðin eftir árstíðum, byrjar á vori og endar á vetri. Þessi niðurröðun fer vel. Hún veldur því að unnt er að lesa hin örsmáu ljóð eins og um ljóðaflokka væri að ræða. Ég býst við að þetta eigi sérstaklega vel við íslenska lesendur sem ekki eru heima í austurlenskri ljóðlist. Óskar Árni Óskarsson kallar þýðingar sínar á hækunum fijálslegar. Ljóst er að hann hefur leitast við að hafa þær sem einfaldastar. Þýðingarnar sýnast áreynslulitlar sem verður að teljast kostur, en stundum sviplausar fyrir bragðið. Heildarsvipur bókarinnar er prýðilegur. Það eru aftur á móti ekki margar hækur sem beinlínis grípa hugann. Hér er þó ein að lokum: köld jretrarsól - skuggi minn frosinn á hestbaki Hin kunna andlátshæka skáldsins um draumana sem halda áfram ferðinni er þýdd af smekkvísi en átökin sem ég hef fundið f þýðingum á önnur mál skortir. Óskar Árni Óskarsson Jóhann Hjálmarsson i \ i I í í: I ! I I i E

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.