Morgunblaðið - 02.11.1995, Side 34
34 FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 1995
MORGUN BLAÐIÐ
STÖÐ 3 lætur
áskrifendum í
té örbylgju-
loftnet og
myndlykil af
nýrri gerð.
Fjölrása myndlykill
MYNDLYKILL Stöðvar 3 er _
mjög frábrugðinn myndlykli Is-
lenska útvarpsfélagsins (IU)
sem notaður er við móttöku á
Stöð 2 og Fjölvarpinu. Lykill
Stöðvar 3 getur opnað allt að
32 sjónvarpsrásir samtímis en
lykill ÍÚ aðeins eina í einu. Stöð
3 mun í fyrstu senda út fimm
mismunandi dagskrár sem lyk-
illinn opnar allar um Jeið.
Að sögn Þórarins Agústsson-
ar, tæknistjóra Stöðvar 3, er
lykillinn framleiddur í Flórída
og af gerðinni Ultracypher.
Þessi lykill er af annarri kynslóð
fjölrása lykla og er ísland fyrsta
landið í Evrópu þar sem þessi
lykill er notaður. Þórarinn segir
að tækið sé mjög einfalt að sjá,
einungis svartur kassi og tengi
fyrir inn- og útgang. Því megi
koma fyrir hvar sem er frá loft-
neti að sjónvarpi og þarf því
ekki að taka pláss í sjónvarps-
skáp. Engir stillitakkar eru utan
á tækinu eða fjarstýring.
„Þessi lykill hleypir í gegnum
sig öllum örbylgjurásum og opn-
ar þær sem við höfum Iæst,“
sagði Þórarinn. „Hann hleypir
víðóma hljóðrásum alla leið að
sjónvarpinu um venjulegan loft-
netskapal svo ekki þarf að nota
svonefnt SCART-tengi í hvert
sjónvarp á heimilinu." Að sögn
Þórarins verða hinar fimm rásir
Stöðvar 3 stilltar inn á móttak-
ara hvers sjónvarpstækis og
myndbandstækis, svo þegar
áhorfandinn vill skipta um rás
notar hann fjarstýringu viðkom-
andi tækis.
I lykli IÚ er sjálfstæður sjón-
varpsmóttakari og opnar lykill-
inn eina læsta rás í einu. Lykill-
inn er tengdur við eina rás á
hverju sjónvarpstæki og mynd-
bandstæki. Þegar áhorfandinn
vill skipta á milli læstra rása
Fjölvarpsins og Stöðvar 2 skipt-
ir hann um rás á myndlyklinum,
en ekki sjónvarpstækinu. Þann-
ig er ekki hægt að horfa á nema
eina læsta dagskrá með hveijum
lykli. Vilji áhorfandinn til dæmis
horfa á knattspyrnuleik á Euro-
sport og taka upp þátt á Stöð
2, þá er það ekki hægt.
Áskrifendur Fjölvarpsins
hafa sjálfir þurft að greiða fyrir
örbylgjuloftnet og tíðnibreyti.
Móttökubúnaðurinn og uppsetn-
ing hefur kostað 20-30 þúsund
krónur þar sem aðstæður krefj-
ast ekki viðamikilla aðgerða.
FJÖLMIÐLAR
-----------------------{
Hundruð manna vildu 1
fá móttökubúnað
STÖÐ 3 auglýsti í gær
myndlykla, móttöku-
búnað fyrir örbylgju-
sendingar og uppsetn-
ingu. Þessi búnaður
verður afhentur áskrif-
endum stöðvannnar án
endurgjalds. Örbylgju-
sendingar Stöðvar 3
munu ekki nást með
þeim loftnetum sem
hingað til hafa dugað
til mótttöku á VHF eða
UHF rásum Sjónvarps-
ins, Stöðvar 2, Sýnar
og Omega. Sendingar
Stöðvar 3 munu nást í
höfuðborginni og ná-
grenni.
Úlfar Steindórsson, sjónvarps-
stjóri íslenska sjónvarpsins hf., sem
er að opna Stöð 3, segir auglýsing-
una í gær fyrst og fremst hafa ver-
ið til að kynna þann búnað sem stöð-
in ætlar að nota við útsendingar.
Honum kom á óvart hve mikil við-
brögð auglýsingin vakti og vildu
margir fá búnaðinn strax, jafnt þótt
ekki væri búið að gefa upp áskriftar-
verð eða kynna fullmótaða dagskrá.
Mörg hundruð nöfn
I gærkvöldi var búið að skrá
mörg hundruð nöfn. „Fólk trúir því
og treystir að það sé að kaupa gott
efni og að það verði ódýrara en hing-
að til hefur boðist,“ sagði Úlfar.
Örbylgjusviðið var
fyrst notað til dreifmg-
ar á sjónvarpsefni hér
á landi þegar Fjölvarp
IÚ var sett á stofn.
Dagskrá Stöðvar 3
verður einnig einungis
send út á örbylgju-
sviði. Dagskrám Sjón-
varpsins, Stöðvar 2 og
Sýnar er einnig dreift
á örbylgju þótt flestir
taki við þeim á lægri
tíðni (VHF/UHF). Á
höfuðborgarsvæðinu
dugar því örbylgjuloft-
net til að taka við út-
sendingum allra sjón-
varpsstöðvanna nema
Omega. Úlfar segir að Stöð 3 komi
í upphafi til með að selja pakka
með 5 rásum, endurvarpi íjögurra
erlendra gervihnattarása og auk
dagskrárrásar Stöðvar 3. Hann
leggur áherslu á að myndlykill
Stöðvar 3 opni allar þessar rásir
samtímis þannig að íjöldi viðtækja
í heimilinu ráði því hvað hægt er
að njóta margra útsendinga í einu,
en ekki myndlykillinn. Reiknað er
með að útsendingar hefjist eftir
miðjan þennan mánuð. Dagskráin á
að byija kl. 17 á daginn og standa
til miðnættis og stundum iengur.
Úlfar reiknar með að Stöð 3 verði
komin með 10 þúsund áskrifendur
snemma á næsta ári. Hann segir
hreinlega ekki hægt að afgreiða (
allan þennan fjölda á skemmri tíma.
Áskriftarverð |
auglýst síðar
Þegar örbylgjuloftnet Stöðvar 3
eru sett upp er ekkert átt við
VHF/UHF sjónvarpsloftnet sem
fyrir eru. Úlfar segir það ekki skyn-
samlegt, því móttökuskilyrði hinna
ýmsu sjónvarpsstöðva séu breytileg
á höfuðborgarsvæðinu. Hægt er að
nota þau örbylgjuloftnet sem notuð i
hafa verið fyrir Fjölvarpið fyrir Stöð
3. En er Stöð 3 ekki að greiða fyr-
ir útbreiðslu Fjölvarpsins með því 1
að afhenda örbylgjuloftnetin frítt?
„Við erum að bjóða dagskrárrás-
ina okkar og svo gervihnattarásir
sem eru því sem næst þær sömu
og Stöð 2 er að bjóða,“ segir Úlfar.
„Þetta auðveldar þeim að selja Fjöl-
varpið, því þeim fjölgar sem geta
náð því, en áfram verða þeir með
myndlykil sem opnar bara eina rás
í einu. Hver er tilgangurinn með að
vera með margar rásir og tvö til
þrjú sjónvörp, ef bara er hægt að
horfa á eina rás?“
Úlfar vildi ekkert láta uppi um
áskriftarverð og sagði það auglýst
síðar. Hann sagði þó að það yrði
lægra en áskriftarverð Stöðvar 2,
eða innan við 3000 krónur. Þeir sem
eiga örbylgjuloftnet fyrir munu ekki
njóta afsláttar af áskriftargjaldi
Stöðvar 3.
Úlfar Steindórsson
Fréttasljórar RÚY og deildarstjóri íþróttadeildar um sameiningu
Ottast samþjöppun í
fj ölmiðlaheiminum
Kári Bogi Ingólfur
Jónasson Ágústsson Hannesson
RÍKISENDURSKOÐUN telur að
tímabært sé að sameina fréttatofur
hljóðvarps og sjónvarps og íþrótta-
deild Ríkisútvarpsins, og beinast
liggi við að_ flytja fréttastofu sjón-
varpsins í Útvarpshúsið í Efstaleiti
og sameina hana innan útvarps. Við
það vinnist tvennt, rekstur fréttastof-
anna verði hagkvæmari og gæði
fréttanna verði að öllum líkindum
meiri í ljósi þess að fréttamenn gætu
betur en áður sérhæft sig í ákveðnum
málaflokkum.
Telur Ríkisendurskoðun að í ljósi
utanaðkomandi samkeppni sýnist
þau rök ekki lengur eiga við að nauð-
synlegt sé að fréttastofur Ríkisút-
varpsins veiti hvor annarri sam-
keppni og aðhald. Þegar fram líða
stundir verður að mati Ríkisendur-
skoðunar nokkur sparnaður í manna-
haldi vegna sameiningar fréttastof-
anna, auk spamaðar á borð við síma-
kostnað og ferðakostnað, en gera
megi ráð fyrir að minnsta kosti 10
til 30 milljóna króna spamaði innan
tiltölulega fárra ára.
Veikar forsendur
Kári Jónasson, fréttastjóri Út-
varpsins, segir hugmyndir Ríkisend-
urskoðunar ef til vill geta verið ein-
hverskonar umræðugrundvöll, en í
stjórnsýsluendurskoðuninni væru
ákaflega veikar forsendur gefnar
bæði peningalega og að öðru leyti.
k „Við höfum ekki góða reynsiu af
svona. íþróttadeildirnar voru samein-
aðar fyrir nokkrum árum, og Útvarp-
ið hefur ekki farið vel út úr því. Það
er mjög slæmt varðandi það að það
eru tveir framkvæmdastjórar yfir
viðkomandi deild, þ.e. Útvarps og
Sjónvarps, og í skýrslu Ríkisend-
urskoðunar er gert ráð fyrir því að
> þeir yrðu tveir yfir sameinuðum
fréttastofunum.
Það er alveg af
og frá,“ sagði
Kári.
„Það sem ég
vildi sjá væri
fyrst og fremst
það að Sjónvarp-
ið flytti í Út-
varpshúsið. Það
er dagvaxandi
samvinna hjá
fréttastofum Út-
varps og Sjón-
varps, en við
erum í þeirri ein-
kennilegu stöðu
að við þurfum
bæði að vera í
samkeppni og
vinna saman. Það sem er í skýrslu
Ríkisendurskoðunar er mjög lítið
grundvallað, en kannski getur þetta
orðið til þess að menn fari eitthvað
að ræða um þetta. Grundvöllurinn
er að Sjónvarpið flytji hingað í Efsta-
leitið en það kostar milljarð. Síðan
getum við farið að tala um hvernig
haga á samvinnu fréttastofanna,"
sagði Kári.
Hann sagðist telja að hér á landi
þar sem fjölmiðlar hefðu sífellt verið
að þjappast á færri og færri hendur,
nú síðast þegar rætt væri um DV
og Stöðvar 2 samsteypuna, Morgun-
blaðið og aðra samsteypu, þá veitti
ekkert af að hafa samkeppni á þessu
sviði.
„Ég sem gamall maður í faginu
horfi aftur á bak, en þá var hérna
virk samkeppni margra dagblaða á
markaðnum. Nú er nánast engin
samkeppni; það er eitt morgunblað
sem eitthvað kveður að, og aðeins
eitt eftirmiðdagsblað, og útvarps-
fréttir á Bylgjunni eru búnar að vera.
Okkur veitir ekkert af því að hafa
fjölbreytileik, því það er þáttur í Iýð-
ræðinu," sagði Kári.
Bæði kostir og gallar
Bogi Ágústsson, fréttastjóri Sjón-
varpsins, segist fagna skýrslu Ríkis-
endurskoðunar, sem hann telur geta
orðið grundvöll skynsamlegrar um-
ræðu um framtíð Ríkisútvarpsins og
raunar skipulag og hlutverk fjöl-
miðla. Hins vegar sé skýrslan ekki
lokaorðið i þeirri umræðu.
„Mér virðist stundum gleymast að
samvinna Útvarps og Sjónvarps er
nú þegar veruleg. Við höfum t.d.
sameiginlega fréttaritara víða, sam-
einumst um fréttamenn í Kaup-
mannahöfn og Briissel, við höfum
sameiginlega samninga við erlendar
fréttastofur og notum sama tölvu-
kerfið. Þá hefur í mörgum tilfellum
einn fréttamaður sinnt fréttaöflun
fyrir báðar fréttastofurnar, sérstak-
lega erlendis. Ef af flutningi Sjón-
varps í Útvarpshúsið verður er mögu-
legt að auka
þessa samvinnu
enn með sam-
nýtingu tækja
og einhvers
hluta starfs-
fólks, án þess
að um eiginlega
sameiningu
verði að ræða,“
segir Bogi.
Hann segir
að viðbótar-
kostnaður við
sameiningu í
stað samvinnu
verði því ef til
vill ekki jafn
mikill og menn
gætu talið við
fyrstu sýn nema að dregið verði úr
þjónustu.
„Höfuðgalli við sameiningu er að
ég tel óráð að fækka sjálfstæðum
ljósvakafréttastofum í landinu. Þær
eru nú þijár, og fækki þeim tel ég
lýðræðislega umræðu í landinu geta
liðið fyrir. Nokkur samruni hefur
þegar orðið; Stöð 2 og Bylgjan hafa
runnið saman, Tíminn og DV eru í
samkrulli og Þjóðviljinn er horfinn,
þannig að ég held að ekki væri rétt
að fækka sjálfstæðum ljósvaka-
fréttastofum. Sá sparnaður sem
þannig næðist væri of dýru verði
keyptur. Svo má spyija þá sem hafa
áhyggjur af völdum og áhrifum íjöl-
miðla hvort þeir vilji að einn maður
ráði svo gríðaröflugum fjölmiðli sem
sameinaðar fréttastofur Ríkisút-
varpsins yrðu,“ sagði Bogi.
Hann segir starfsemi íþróttadeild-
arinnar vera svo sértæka að þar sjái
hann engan möguleika á sparnaði
nema með því að draga úr þjónustu.
Mjög góð samvinna væri bæði við
fréttastofu Sjónvarps og Útvarps og
vinna íþróttafréttamanna myndi vart
breytast þó að þeir væru partur af
sameinaðri fréttastofu.
Ekki á móti umræðu um
sameiningu
íþróttadeild er sjálfstæð deild inn-
an Ríkisútvarpsins og heyrir hún
beint undir framkvæmdastjóra Sjón-
varps og framkvæmdastjóra Hljóð-
varps. Deildin þjónar fréttastofu með
íþróttafréttum og Rás 1 og Rás 2
með íþróttalýsingum og þáttum, en
það sama á við um starf deildarinnar
hjá Sjónvarpi.
Ingólfur Hannesson, deildarstjóri
íþróttadeildar, segist alls ekkert hafa
á móti umræðu um sameiningu
fréttastofanna og íþróttadeildar.
Deildin hefði ágæta dagskrárlega og
tæknilega reynslu af því að vinna
yfir landamæri Hljóðvarps og Sjón-
varps, en það hamlaði að starfsemin
væri á tveimur stöðum. „Hin faglega
reynsla er mjög góð hvað varðar
íþróttadeildina, og við vjnnum í dag
mjög náið með bæði fréttastofu út-
varps og fréttastofu Sjónvarps."
Ingólfur sagðist telja það slæmt
fyrir tjáningarfrelsið að steypa sam-
an tveimur öflugustu fréttastofunum
og setja íþróttadeildina þar með í
eina ritstjórn, og auka þar með á
þá samþjöppun sem nú væri að eiga
sér stað í íslensku þjóðfélagi hvað
varðar frétta- og upplýsingaflæði.
„Ég held að það sé ekki sérstak-
lega hollt vegna lýðræðisins. Þetta
er mín grundvallarskoðun í þessu
máli hvað varðar fréttastofurnar, en
íþróttadeildin vinnur mjög náið með
báðum aðilum og gæti vel hugsað
sér að fínna einhvern nýjan flöt á
því, og þá með því skilyrði að aðrar
breytingar sem Ríkisendurskoðun
leggur til myndu fylgja i kjölfarið.
Þar á ég við það sem varðar fjárhags-
legan grundvöll þessarar stofnunar,
stöðu hennar og markmiðssetningar.
Ef markmiðið ér hins vegar einvörð-
ungu hagræðing þá er ég ekki sann-
færður um að hún sé svo mikil,"
sagði Ingólfur.
Hann segir að hjá sjónvarpsstöðv-
um á Norðurlöndunum hafi verið
reynt að sameina íþróttir, fréttir og
dægurmálaefni, en mjög skiptar
skoðanir hafi verið um það hvernig
til hafi tekist. „Það er spurning
hvemig hver efnisflokkur kemur sínu
á framfæri í svona stærri deild held-
ur en hér er um að ræða.“