Morgunblaðið - 02.11.1995, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 02.11.1995, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 1995 35 . _______FJÖLMIÐLAR_______ Jafet S. Ólafsson, útvarþsstjóri ÍÚ Mætum sam- keppni af krafti JAFET S. Ólafsson, útvarpsstjóri íslenska útvarpsfélagsins hf., 1 segir að Stöð 2 muni taka þátt í samkeppni við Stöð 3 af fullum krafti, þegar hún hefst. Það verði ekki fyrr en dagskrá nýju stöðvarinnar liggi fyr- ir. Ií auglýsingu Stöðv- ar 3 í gær er nýja fjöl- rása myndlyklinum augljóslega teflt gegn myndlykli Stöðvar 2. Jafet taldi það ekki hafa verið vandamál hjá áhorfendum Stöðv- ar 2 að myndlykill þeirra opnar aðeins eina rás í einu. Áskrifendur Fjölvarpsins séu innan við eitt þús- und og því ekki deilt um rásirnar | á mörgum heimilum. Hann bendir á að myndlykill Stöðvar 3 sé sá fyrsti sinnar tegundar í heiminum. „Myndlyklar þurfa að vera full- komnir. Við íslendingar eigum góða tæknimenn sem geta brotið upp lykla, ef þeir eru ekki nógu góðir," sagði Jafet. Dagskrá og þjónusta NBC Super Channel rásin er nú ólæst á Fjölvarpinu og því aðgengi- leg þeim sem fá örbylgjuloftnet hjá Stöð 3. Jafet sagði ekki neina ákvörðun liggja fyrir um hvenær henni verður læst. Nú fjölgar þeim um leið sem fá búnað til að taka við Fjölvarpinu. Stendur til aukin markaðssókn af því tilefni? „Við höfum öll tæki og aðstöðu til þess,“ sagði Jafet. „En það sem samkeppnin stendur um og við- skiptavinurinn spyr fyrst og fremst um er hvaða dagskrá og þjónustu hann er að kaupa og fyrir hvaða verð. Stöð 2 hefur skapað sér ágætt orð fyrir góða dagskrá á sanngjömu verði. Við munum leggja áherslu á að vera með góða dagskrá." Jafet sagði að 97% landsmanna næðu Stöð 2 í dag en örbylgjusend- ingarnar næðu aðeins til höfuð- borgarsvæðisins þar sem byggju 60% landsmanna. Á því svæði væru ein 10 skuggasvæði þar sem ör- bylgjusendingar næðust ekki og yfir 15 þúsund manns byggju. Það væri nokkuð kostnaðarsamt og tæki tíma að útrýma þessum skuggasvæðumþví þétt örbylgju- dreifinet þyrfti til. I----------------------------------- 4 Pétur Guðfinnsson, Sjónvarpinu Jafet S. Ólafsson CKotce cr^j Ckarrtplotvó® „loose fit“ hettupeysur LITIR: Dökkblátt Vínrautt Grátt Dökkgrænt Þykk og mjúk bómull kr. 2.980 CKoícc CkampiorvA* joggingbuxur kr. 2.650 5% staðgreiðsluafsláttur af póstkröfum greiddum innan7 daga. UTILIF GLÆSIBÆ . SÍMI 581 2922 H F Í í í í i i i i I i i i i i Skýrslan verður vandlega skoðuð PÉTUR Guðfinnsson, framkvæmdastjóri Sjónvarps og stað- gengill útvarpsstjóra í fjarveru hans, segir að stjórnsýsluendurskoð- un Ríkisendurskoðun- ar hjá Ríkisútvarpinu verði tekin til mjög vandlegrar skoðunar. Hann segist ekki telja að úttekt Ríkisendur- skoðunar á reksti RÚV sýni að eitthvað hafi hallað á verri veg eða farið öðruvísi en æski- legt hefði verið. „Eins og viðbúið var minnkaði hlutur aug- lýsinga verulega eftir að einkafyrir- tæki hófu rekstur í ljósvakageiran- um, og hlutur afnotagjalda hefur orðið stærri að sama skapi. Þetta hefur auðvitað orðið til þess að Rík- isútvarpið hefur ekki lagt eins mikla peninga í Framkvæmdasjóð eins og til var ætlast, en hins vegar hefur það staðið í miklum afskriftum. Það var til þess ætlast þegar þessi út- varpslög voru samþykkt að aðflutn- ingsgjöld af útvarps- og sjónvarps- tækjum rynnu til Ríkisútvarpsins, en það hefur ekki gerst utan eitt ár. Þetta hefur því brugðist, en er hlutur sem við erum að venja okkur við. En það sem ég tel vera aðal- atriði í þessari skýrslu er það að ekki er lagt til að lögbundin afnota- gjöld verði aflögð, og ekki er lagt til að Ríkisútvarpið verði selt eða gert að hlutafélagi, en þetta eru þær stærstu breytingar sem komið hafa upp í pólitískri umræðu. Það virðist vera að það sé ekki þeirra skoðun að það beri að stefna að því,“ sagði Pétur. Útboð sértækra verkefna Pétur segist telja að hugmyndir Ríkisendurskoðunar um að útvarps- stjóri ráði fram- kvæmdastjóra Ríkis- útvarpsins að fengnu samþykki útvarpsráðs ætti að styrkja stöðu útvarpsstjóra gagn- vart menntamálaráðu- neytinu. „Hjá Sjónvarpinu eru þeir í sjálfu sér ekki að leggja til mikl- ar breytingar. Þeir eru að tala um að bjóða út sértæk verkefni á vegum Sjónvarpsins, en það er stefna sem menn hafa verið að fara meira inn á hér á seinni árum. Einkafyr- irtækjum í þessum geira hefur ver- ið að vaxa fískur um hrygg og þetta fínnst mér koma ágætlega heim og saman við það sem við höfum verið að fara í. Útboð allra sértækra verk- .efna þýðir að þörf okkar fyrir stóra upptökusali með stórum leikmynda- smiðjum sem bíða fokheldar í Efsta- leiti minnkar að sama skapi,“ sagði hann. Kemur til kasta Alþingis Pétur sagðist telja margt áhuga- vert í skýrslu Ríkisendurskoðunar og ýmsar góðar hugmyndir þar að fínna, en sumar þeirra kölluðu á miklu nánari athugun en Ríkisend- urskoðun hefði getað gert. Sem dæmi um góðar hugmyndir sagði hann hugmyndina um að breyta fyrirkomulagi afnotagjalda í nef- skatt eða íbúðaskatt, og einnig hugmynd um að undanþágur frá greiðslu afnotagjalda yrðu hluti af félagskerfi landsins en ekki sett á sem sérstakur skattur á Ríkisút- varpið. „Þetta kemur til kasta Al- þingis, en margt í þessari skýrslu er mjög góður grundvöllur fyrir nýja útvarpslaganefnd til að taka upp og hugleiða,“ sagði hann. Pétur Guðfinnsson Laugavegi 13 • Sími 562 5870 • Opnunartími: Mán-Fös 10-18. Lau 10-14.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.