Morgunblaðið - 02.11.1995, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 1995 43
SIGURÐUR
SVEINSSON
Sigurður
Sveinsson fædd-
ist á Eyrarbakka
29. júlí 1914, en ólst
upp í Reykjavík,
þar sem starfsferill
hans var síðan.
Hann lést í Reykja-
vík 23. október síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru Elín Sig-
urðardóttir og
Sveinn Asmundsson
Eldon.
Sigurður var
kvæntur Þuríði
Stefánsdóttur og
áttu þau tvö börn tvö, Elínu og
Sigurð. Þá ólst upp hjá þeim
sonur Þuríðar, Haraldur Stef-
ánsson.
Útför Sveins fór fram í kyrr-
Þey.
HANN tók ekki ofan fyrir neinum
og sumum fannst hann óvæginn;
jafnvel óbilgjarn og gerður af ís.
Vist var gríman á stundum héluð,
en það var stutt í kvikuna; undir
niðri ólgaði tilfinningahiti meiri en
flestir hefðu trúað, er ekki þekktu
hann náið - og hann gat miðlað
slíkri hlýju þeim sem hann hleypti
sér nær, að ekki gleymdist. En
vissulega var Sigurður Sveinsson
þversögn í sjálfum sér.
Það mun ekki hafa verið heiglum
hent að alast upp utan hjónabands
í höfuðstaðnum á fyrstu áratugum
aldarinnar. Sigurður var brímabarn,
sem kom fyrir þá eina tilviljun lífs-
ins og tilverunnar að faðir hans
skrapp til Reykjavíkur sunnan úr
Hafnarfirði - og siðan á sömu slóð-
ir ei meir. Bróðir hans, samfeðra,
sagði mér söguna sjötíu árum siðar
og ég sá æviferil vinar míns í nýju
ljósi; staðreyndin hafði markað líf
hans allt.
Þeir sem telja einstæðar mæður
nútímans verst settu mæður heims-
sögunnar, ættu að fletta upp að-
stæðum formæðranna fyrir daga
almenna tryggingakerfisins og
hömlur samtíðarinnar og EES á
barnavinnu. Að duga eða drepast,
hafði þá hrollsannari merkingu en
nú - og börnin voru ekki há í loft-
inu er þau urðu að taka til hendi
við lífsbaráttuna. Hér var Sigurður
Sveinsson engin undantekning.
Hann þurfti snemma að beijast við
umhverfið - og það að vinna sér
inn nokkra aura til að leggja með
sér á borð varð bara eðlilegt fram-
hald þess að sanna sig sjálfum sér
og öðrum.
Það mun hafa verið á seinni hluta
þessara sokkabandsára Sigurðar,
þegar hann var að
nálgast fermingu, að
faðir minn tók eftir
piltinum. Honum varð
tíðkvæmt á athafna-
svæði fyrirtækis hans,
ölgerðarinnar Egill
Skallagrímsson, við
Nj álsgötu/Frakkastíg,
að selja tómar flöskur
er honum höfðu
áskotnast. Það kostaði
mikla árvekni og kapp
í harðri samkeppni við
aðra stráka bæjarins,
að finna þær fáu flösk-
ur sem slompaðir
landadrykkjumenn þessara bannára
fleygðu frá sér; á tímum þá fæstu
var hent sem nokkuð verðmæti var
í. Skilagjald er ekki eitthvað upp-
fundið af nútíma umhverfisvernd-
arsinnum og Endurvinnslunni, held-
ur hefur verið í landinu síðan ís-
lenskir hófu að tappa drykkjarvör-
um á flöskur, eða jafnvel fyrr -
og Sigurður varð fljótlega duglegri
öðrum strákum að snapa uppi þessa
mögulegu auðlind ungmenna, með-
an hver aur hafði gildi.
Forlagatrúarfólk myndi segja, að
hér hefði krókurinn beygst að því
sem verða vildi, en það var nú samt
bíladella unglingsins sem leiddi þá
föður minn saman - og slitnaði síð-
an eigi meðan báðir lifðu. Eitt
kvöldið drap Sigurður dyra hjá föð-
ur mínum, bauðst borginmannlega
til að þvo bifreið hans fyrir nokk-
urra aura umbun - og fékk starfið
til reynslu. Pabbi sagði mér síðar,
að hann hefði haft gaman af fram-
hleypni stráksins og aldrei séð eftir
því, enda ekið á hreinustu bílum í
Reykjavík næstu árin.
Dugnaðurinn og þrautseigja
stráksins duldist ekki föður mínum.
Sjálfur ólst hann upp föðurlaus frá
því hann var tæpra tveggja ára;
reyndar íjarri móður sinni hjá
vandalausum, strax eftir að hann
var talinn hafa þrek til að vera
matvinnungur - og vissi því hvað
til þurfti til sjálfsbjargar. Sagðist
hafa séð eitthvað af eigin þijósku
í augum sveinstaulans, þar sem
hann stóð á tröppunum forðum og
vildi þvo bíla fyrir aur.
Árið 1930, þá sextán ára, lét
pilturinn af verktakastarfi sínu í
bílaþvotti. Vegna breyttra mark-
aðsaðstæðna ákvað faðir minn að
bæta gosdrykkjagerð við fram-
leiðslu fyrirtækisins, sem fram að
þessu hafði sérhæft sig í ölgerð -
og Sigurður var ráðinn til sýróps-
blöndunar í hinni nýju deild. Ráðn-
ing unglingsins reyndist fyrirtæk-
inu gæfuspor og ekki leið á löngu
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
EINAR S. ERLENDSSON
bifreiðastjóri,
sem lést á Hrafnistu í Hafnarfirði
26. október sl., verður jarðsunginn frá
Víðistaðakirkju í Hafnarfirði þriðjudag-
inn 7. nóvember kl. 13.30.
Ingibjörg Þorsteinsdóttir,
Hinrik Einarsson, Helga H. Magnúsdóttir,
Grétar Einarsson, Guðný Stefánsdóttir,
Eygló Einarsdóttir, Haukur Reynisson,
Bára Einarsdóttir, Gunnar Bjarnason,
Erlendur S. Einarsson,
Haraldur Einarsson, Gerður Kristjánsdóttir,
Jóhanna Einarsdóttir, Ársæll Ársælsson
og barnabörn.
LEGSTEINAR
MOSAIK H.F.
Hamarshöfda 4 - sími 587 1960
áður en honum var trúað fyrir öllu
innan veggja gosdrykkjagerðarinn-
ar. Vöxtur þessarar framleiðslu var
fremur hægur í fyrstu, enda kreppa
í landinu, en neysluaukningunni í
stríðsbyrjun má líkja við spreng-
ingu; stærð markaðarins margfald-
aðist við komu herliðsins - og pen-
ingar urðu'í vetfangi allra. Fyrir-
tækið nýtti þessa aðstöðu til að
byggja yfir gosdrykkjagerðina á
lóðum sínum við Þverholt - og þar
var Sigurður síðan í forsvari næstu
íjörutíu árin.
Ekki er öllum gefið að blanda
gosdrykkjasýróp svo úr verði drykk-
ur sem þjóð líki. Sigurður Sveinsson
virtist hafa þetta í blóðinu. Þeir
faðir. minn unnu fyrst við þetta í
sameiningu, en fljótlega virðist
unga manninum einum hafa verið
trúað fyrir framkvæmdinni, enda
vel verður traustsins. Með árunum
virtist hann hafa smekk þjóðarinnar
á tungunni - og nákvæma tilfinn-.
ingu fyrir því hvaða bragð hlyti náð
hennar.
Þó af ýmsu sé að taka á fimmtíu
og sjö ára starfsferli Sigurðar við
gosdrykkjargerðina, ber langhæst
eina tegund sem hann var höfundur
að - og halda mun nafni hans á
lofti innan starfsgreinarinnar um
ókomin ár. Egils appelsínið hans
hefir staðið af sér allar tískubylgjur
í meir en íjörutíu ár og er orðið svo
óaðskiljanlegt þjóðarsálinni, að
menn láta senda sér það til út-
landa, með hangikjötinu og harð-
fiskinum, þá góða veislu gjöra skal
upp á íslensku. Karlinn sem fann
upp appelsínið, kölluðu þau hann
krakkarnir í nágrenni hans við
Bergstaðastrætið - og það sagði
hann mér seinna að hefði verið
dýrmætasta viðurkenning sem sér
hefði hlotnast um dagana.
í einkalífi sínu var Sigurður ham-
ingjumaður, kvæntur afbragðs-
konu, Þuríði Stefánsdóttur, sem
stóð klettur við hlið hans í gegnum
árin - og þau áttu myndarbörn.
Áhugamálin voru mörg og hann
hlakkaði til rólegs ævikvölds; að
sinna íjölskyldu, ferðalögum og
veiðiskap. En þá reið áfallið yfir.
Átta ár var hann fangi eigin líkama
eftir heiftarlegt heilablóðfall, horf-
inn veröldinni og veröldin honum.
Ég á minningu þessa vinar míns
mikið að þakka. Kynni okkar hóf-
ust þá ég var barn að aldri að snigl-
ast um fyrirtækið og þvælast fyrir
starfsmönnum föður míns; eflaust
ekki mjög vinsæll. Seinna. urðum
við nánir samstarfsmenn og vinir -
og alltaf stóð hann með mér, þó
svo ég þræddi veraldarvegi nokkuð
ótæpilega á stundum. Það gerðu
ekki allir.
Hugur okkar Þórunnar dvelur
hjá Þuru þessa dagana. Hennar er
missirinn mestur.
Tómas Agnar Tómasson.
+ Kristján Odds-
son var fæddur
í Reykjavík 3. des.
1910. Hann lést á
Grensásdeild Borg-
arspítalans hinn 24.
október síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Oddur J.
Bjarnason, ættaður
frá Hömrum í
Reykholtsdal, og
Andrea Guðlaug
Kristjánsdóttir, frá
Skúmstöðum á Eyr-
arbakka. Systkini
hans Bjarni, látinn,
Anna, látin, Ingibjörg og Stein-
grímur. Fyrri kona Kristjáns
var Ingunn Olafsdóttir Blöndal.
Barn þeirra er Ólafur Krist-
jánsson. Seinni kona Kristjáns
var Ingunn Runólfsdóttir, f. 7.
sept. 1921, d. 1990.
Útför Kristjáns fer fram frá
Keflavíkurkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
NÚ ERT þú farinn, elsku frændi.
Já, allir eiga frændur og sumir
marga og svo er um mig en samt
varst þú sá eini sem ég kallaði aldr-
ei neitt annað en bara frænda. Það
er skrítið til þess að vita að ég eigi
ekki eftir að hitta þig framar í þessu
lífi. Já, frændi minn, ég mun sakna
þess að hitta þig þótt ekki væri
nema til að heyra hjá þér skrítnar
útskýringar á því hvers vegna þú
getir ekki komið til okkar á Máva-
brautina í mat. Já, stundum var
erfitt við þig að eiga og vildum við
hafa fengið þig oftar til okkar held-
ur en raun var á en svona varst
þú, þér fannst best að vera heima.
I þau skipti sem þú komst var ætíð
gaman að hafa þig og svo virtist
sem þú hefðir bara gaman af því
að koma t.d. á jólum og í barnaaf-
mæli því að þá mættir þú. Elsku
frændi, ég er viss um að þú myndir
ekki vilja að ég væri að skrifa um
þig neina langloku og ætla ég að
virða það. Þar sem ég kveð þig
hinstu kveðju þá veit ég að þú hefur
hitt hana frænku sem þú hefur sakn-
að svo mikið og veit ég að það hafa
orðið fagnaðarfundir með ykkur.
Já, frændi minn, þar sem þið
hafið nú náð saman á ný þá bið ég
góðan guð að geyma ykkur og
færi ykkur kveðju frá Ingu, Einari
Orra og Sunnu Dís.
Einar H. Aðalbjörnsson.
í örfáum orðum langar mig að
minnast nafna míns, Kristjáns
Oddssonar, sem er látinn. Nafni var
giftur móðursystur
minni, Ingunni Run-
ólfsdóttur, er lést árið
1990. Fyrstu búsetuár
þeirra voru í merku
húsi við Túngötuna,
sem ávallt hefur verið
kallað Klappinborg.
Hjá þeim nafna og
frænku ól móðir mín
mig, og var ég skírður
í höfuðið á þeim báð-
um. Skömmu eftir
þetta fluttu þau nafni
og frænka að Ásabraut
11, þar sem þau bjuggu
í langan tíma. Móðir
mín leigði hjá þeim fyrstu árin, og
má segja að þau hafi reynst mér
mjög vel frá bernskuárum. Þau
frænka og nafni tóku í fóstur eins
árs gamlan frænda minn og bróður-
son frænku, Eirík Sverri, en hann
lést langt um aldur fram, og varð •
það þeim mikið áfall er þau komust
seint yfir. Á þessum árum vann
nafni sem rennismiður í slippnum
í Keflavík og var hann landsþekktur
sem listamaður í þeirri grein. Marg-
ar sögurnar heyrði maður um snilli
hans, og mikið var gaman fyrir lít-
inn nafna hans að koma í heimsókn
í smiðjuna og horfa á hann hand-
leika rennibekkinn. Nafni fór einnig
nokkuð í siglingar á þessum árum,
og gaman var að heyra hjá honum
sögurnar af Dísarfellinu, skipinu er
hann sigldi sem mest með, og heim-
sóknunum til hinna ýmsu landa, en
hann sagði skemmtilega frá og
þreyttist aldrei á því.
Er líða tók á ævina fluttu þau
að Sunnubraut 48, en þar bjó nafni
til síðasta dags. Frænka veiktist
alvarlega og nafni helgaði henni
allan sinn tíma, en hún var rúmföst
á sjúkrahúsi til dauðadags.
Eftir að nafni varð einn fór hann
að stunda sundlaugina af miklum
krafti, og má segja að hann hafi
ekki misst úr dag undanfarin fimm
ár. Þá fór hann einnig að stunda
púttið fræga, og hafði mikla ánægju
af því, og þá ekki síst félagsskapn-
um sem þar er. Það má segja að
dagleg dagskrá hjá nafna og félög-
um hafi varið sund, hádegisstund í
Samkaupum og síðan púttið, enda
sagði hann oft að það væri óskap-
lega mikið að gerahjá sér, og kímdi
þá gjarnan.
Með þessum orðum kveð ég þig,
nafni minn. Ég veit að þú ert kom-
inn í faðm frænku, sem þú saknað-
ir alltaf.
Ég votta eftirlifandi syni nafna,
Ólafi Kristjánssyni, og fjölskyldu
samúð mína.
Krislján Ingi Helgason.
KRISTJAN
ODDSSON
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
ÞORGEIR ÓSKAR KARLSSON,
Kirkjuvegi 1,
Keflavik,
verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju
laugardaginn 4. nóvember kl. 14.00.
Þeim, sem vildu minnast hans, er bent
á Krabbameinsfélag Islands.
ERFIDRYKKJUR
P E R L A N sími 562 0200
Sóley Sigurjónsdóttir,
Margeir Þorgeirsson, Ástríður L. Guðjónsdóttir,
Katrín Ósk Þorgeirsdóttir, Guðmundur G. Þórisson,
Ingibergur Þorgeirsson, Málfríður Baldvinsdóttir,
Gunnar Karl Þorgeirsson, Margrét Böðvarsdóttir,
Vilberg K. Þorgeirsson, Guðrún Jóhannesdóttir,
Sigurður Þorgeirsson, RutOlsen,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Innilegar þakkir sendum við öllum, sem sýndu okkur samúð og
hlýhug við andlát og úför
GUÐMUNDAR GUÐBJÖRNSSONAR,
Merkigerði 6,
Akranesi.
Steinunn Guðmundsdóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.
Erfidrykkjur
Glæsileg kaffi-
hlaðborð, fallegir
salir og mjög
góð þjónusta
Upplýsingar
í síma 5050 925
og 562 7575
FLUGLEIÐIR
HÓTEL LOFTLEllílR