Morgunblaðið - 02.11.1995, Side 44
44 FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 1995
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
4- Áslaug Björns-
■ dóttir Kemp
fæddist 22. júní
1922. Hún lést 20.
október síðastlið-
inn. Foreldrar
hennar voru Björn
Guðmundsson og
Dýrólína Jónsdótt-
ir á Fagranesi á
Reykjaströnd í
Skagafirði og ólst
Áslaug þar upp
með systur sinni
Ingibjörgu. Hinn 4.
nóvember 1944
giftist Áslaug eftir-
lifandi eiginmanni sínum, Stef-
áni Kemp. Þau eignuðust fjór-
ar dætur, Elísabetu Kemp,
Helgu Kemp, Kristbjörgu
Kemp og Birnu Kemp. Barna-
börnin eru níu og barnabarna-
börnin tvö.
Útför Áslaugar var gerð frá
Sauðárkrókskirkju 28. október
síðastliðinn.
LAUGARDAGINN 28. október sl.
fór jarðarför elskulegrar tengda-
móður minnar fram frá Sauðár-
krókskirkju og langar mig að
minnast hennar með
þakklæti og virðingu.
Áslaug Björnsdóttir
Kemp fæddist 22. júní
1922 og ólst upp hjá
foreldrum sínum þeim
Birni Guðmundssyni
og Dýrólínu Jónsdótt-
ur á Fagranesi á
Reykjaströnd í Skaga-
firði ásamt systur
sinni Ingibjörgu kenn-
ara í Reykjavík. For-
eldrar hennar hófu
búskap á Fagranesi
rétt fyrir heimsstyij-
öldina fyrri. Um Björn
segir m.a. í Skagfirskum ævi-
skrám:
„Sveitungar Björns völdu hann
í ýmis trúnaðarstörf,- svo sem
hreppsnefnd, fræðslunefnd, sátta-
nefnd o.fl. Þessi störf sem önnur
vann hann af trúmennsku og heið-
arleika. Hann var vel greindur
maður, en laus við alla framgirni
og sóttist ekki eftir vegtyllum . ..
en laus við alla undirhýggju, vand-
aður til orðs og æðis.“
Um Dýrólínu segir Kristmundur
Bjarnason í Safnamálum 1990:
„Hún orti ljóð, og þeir, sem vel
máttu um dæma, töldu vel að verki
staðið ... Dýrólína hefur trúlega
orðið fyrst skagfirzkra kvenna til
þess að birta skáldskap, ljóð og
sögur, eftir sig á prenti." Dýrólína
var barnakennari um nokkurra ára
skeið, bókelsk og fróðleiksfús og
veitti dætrum sínum tilsögn í
mörgum greinum. Eftir hana er
þessi staka:
Meðan sólin svölu hjá
sævarbóli tefur
litla fjólan lokar brá
leggst í skjól og sefur.
Áslaug missti móður sína 17 ára
gömul og hélt heimili með föður
sínum þar til Björn hætti búskap
á Fagranesi eftir þriggja áratuga
búskap þar árið 1943.
Áslaug giftist Stefáni Kemp 4.
nóvember 1944 og hófu þau bú-
skap á Sauðárkróki stuttu síðar.
Flutti Björn til þeirra og bjó hjá
þeim til æviloka. Milli þeirra feðg-
ina var mikil hjartahlýja og er
augljóst að Áslaug hefur tileinkað
sér gildismat foreldra sinna
beggja. Áslaug bjó lengstan hluta
ævi sinnar á Sauðárkróki með eft-
irlifandi eiginmanni sínum og eign-
uðust þau fjórar dætur, Elísabetu
Kemp, hjúkrunarfræðing á Sauð-
árkróki, Helgu Kemp, meinatækni
í Sviss, Kristbjörgu Kemp, kennara
á Sauðárkróki, og Birnu Kemp sem
búsett er í Danmörku. Barnabörnin
eru níu talsins og barnabarnabörn-
in orðin tvö.
Áslaug starfaði um margra ára
skeið við Fiskiðju Sauðárkróks auk
heimilisstarfanna. Hún naut góðr-
ar heilsu allt undir það síðastá og
kom fráfall hennar okkur fjöl-
skyldu hennar í opna skjöldu. Hún
var atorkusöm og hélt heimili sitt
af sérstökum myndarskap. Sam-
heldni þeirra hjónanna og gagn-
kvæm tillitssemi var eftirtektar-
verð og ber fögru mannlífi vitni.
Áslaug var gestrisin, glaðvær og
barngóð. Hún átti ekki langt að
sækja áhuga sinn á ljóðlistinni þar
sem móðir hennar naut velvildar
skáldskapargyðjunnar. Hún var
ræktarsöm við afkomendur sína,
t
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
AÐALHEIÐUR KLEMENSDÓTTIR,
Holtsgötu 31,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju
föstudaginn 3. nóvember kl. 15.00.
Klemens Guðmundsson, Astri Guðmundsson,
Aðalheiður Guðmundsdóttir, Jón Helgason,
Hrefna Guðmundsdóttir, Óli Már Guðmundsson,
Kristján Guðmundsson, Elsa Baldursdóttir,
Margrét Guðmundsdóttir, Geoffrey Brabin,
barnabörn og barnabarnabörn.
ÁSLAUG BJÖRNS-
DÓTTIR KEMP
vini og fjölskyldu og lét hvergi sitt
eftir liggja þegar á þurfti að halda.
Hún var blíðlind, hreinskiptin og
hispurslaus og laus við alla tilgerð.
Ástúð hennar og umhyggja varpa
ljóma á minningu hennar. Hún var
elskuð sem eiginkona, móðir og
amma. Það er bjart yfir minningu
hennar.
Jón F. Hjartarson.
LA UFEY
MARTEINSDÓTTIR
-4- Laufey Marteinsdóttir
I fæddist á Blönduósi 28. jan-
úar 1960. Hún lést af slysför-
um 22. október síðastliðinn og
fór útför hennar fram frá
Blönduósskirkju 28. október.
ELSKU systir mín Laufey er látin,
svo snöggt að mig setur hljóða.
Sorgin er mikil en seinna víkur
sársaukinn fyrir ljúfum minning-
um. Ég á ótal minningar um mína
elskulegu systur, svo margar að
ekki er hægt að koma þeim öllum
á blað. Þannig að fátækleg verða
orð mín, en allar skipa minningarn-
ar stóran sess í huga mínum.
Laufey var í senn besta systir
og jafnframt mjög góður vinur.
Hún var vinur vina sinna og alltaf
tilbúin að rétta öðrum hjálparhönd.
Litli-Auðunn Ágúst var hennar
sólargeisli og var hún búin að festa
kaup á eigin íbúð og búa þeim
mæðginum sérlega fallegt og hlý-
legt heimili. Ég vil þakka minni
elskulegu móðursystur Kristjönu
Indriðadóttur hve hún reyndist
Laufeyju vel eftir fráfall móður
okkur.
Elsku Laufey mín, ég þakka þér
af alhug allar okkar góðu stundir.
Ég mun alltaf geyma minninguna
um þig í hjarta mínu.
Elsku Auðunn minn, pabbi, syst-
kini mín, og allir þeir sem um sárt
eiga að binda. Guð gefi ykkur
styrk.
Kristín Indíana
Marteinsdóttir.
RÖGNVALDUR
ÞORLÁKSSON
+ Rögnvaldur Þorláksson
fæddist í Reykjavík 26.
apríl 1916. Hann lést á Landa-
kotsspítala 18. október síðast-
liðinn og fór útför hans fram
frá Vídalínskirkju 27. október.
Kveðja frá Nordmannslaget,
félagi Norðmanna á íslandi
Þegar Rögnvaldur var ungur
námsmaður lá leið hans til Noregs
þar sem hann nam verkfræði við
Tækniháskóla Noregs í Þránd-
heimi. í Þrándheimi kynntist hann
líka Thora sem síðan varð konan
hans. Eftir að þau fluttu heim til
íslands gengu þau í Nordmanns-
laget, Félag Norðmanna á íslandi.
Rögnvaldur var alla tíð tryggur
félagi og tók virkan þátt í starfsemi
félagsins. Hann var varaformaður
þess 1963-64 og formaður
1964-65. í nokkur ár var hann líka
endurskoðandi félagsins. 1967 var
hann gerður að heiðursfélaga fyrir
störf sín í þágu Nordmannslaget.
Við minnumst þessa félaga okk-
ar með söknuði og virðingu og
sendum frú Thora og fjölskyldu
samúðarkveðjur.
Nordmannslaget.
ATVIN N MMAUGL YSINGAR
Reykjavík
Hjúkrunarfræðingar
Starfsfólk til aðhlynningar
Hjúkrunarfræðingur óskast í 100% starf nú
þegar á heilsugæslu. Um er að ræða tíma-
bundna stöðu.
Starfsfólk óskast til aðhlynningar í hluta-
störf, m.a. kl. 8-12 og 16-21.
Möguleiki er á leikskólaplássi.
Upplýsingar veitir ída Atladóttir, hjúkrunar-
forstjóri, í síma 553 5262 og Þórunn A.
Sveinbjarnar, hjúkrunarframkvæmdastjóri,
í síma 5689500.
Landsst. 5995110219 VIII Mh.
I.O.O.F. 5 = 1771128 = XXX
F.R.
I.O.O.F. 11 = 17711028V? = F.
EMB.
Góðtemplarahúsið,
Hafnarfirði
Félagsvist í kvöld, fimmtudag
2. nóv. Byrjum að spila kl. 20.30
stundvíslega. Allir velkomnir.
Dagsferð sunnud. 5. nóv.
Kl. 10.30 Lónakot - Þorbjarnar-
staðír.
Myndakvöld fim. 2. nóv.
kl. 20.30 í Fóstbræðraheimilinu.
Myndir úr ferð Útivistar yfir endi-
langan Vatnajökul, auk mynda
af Reykjanesstíg, nýrri gönguleið
sem stikuð verður naesta sumar.
Borgarspítalinn - Landakot
Sjúkrahús Reykjavíkur
H j ú kru na rf ræði ngar
Spennandi verkefni á endurhæfingar-
og taugadeild
Laus er staða stoðhjúkrunarfræðings á end-
urhæfingar- og taugadeildum EN61, EN62
og EN63. í starfinu felst m.a. skipulagning,
stjórnun og umsjón með þróunarverkefnum
og hjúkrun.
Leitað er eftir hjúkrunarfræðingi með stjórnun-
arreynslu og samskiptahæfni til að takast á
við skapandi verkefni, vinna að skipulagsbreyt-
ingum og styðja starfsfólk á breytingartíma.
Nánari upplýsingar veitir Anna Birna Jens-
dóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri,
í síma 569 6358.
SmO auglýsingar
Gómsaetar kaffiveitingar.
Ársrit Útivistar er komið út.
Það verður sent þeim félags-
mönnum, sem greitt hafa ár-
gjaldið.
Útivist.
Hvítasunnukirkjan
Völvufelli
Ertu forvitinn um andleg mál-
efni? Komdu þá á samkomu í
kvöld og heyrðu um Jesú Krist,
sem er vegurinn, samleíkurinn
og lífið.
Samkoman hefst kl. 20.30 og
þú ert innilega velkominn.
\ \ 77
KFUM
V
Aðaldeild KFUM,
Holtavegi
Fundur í kvöld kl. 20.30.
Trú og fjölmiðlar.
Efni í umsjá sr. Halldórs Reynis-
sonar. Hugleiðing: Friðrik Hilm-
arsson. Upphafsorð: Jóhannes
Tómasson.
Allir karlmenn velkomnir.
íslenskt, já takk -
skreytiefni
Skreytiefni (veggspjöld, breiðir fánaborðar
og hillumerkingar) til að nota í tilefni af
íslenskri viku (9.-15. nóvember nk.) fást á
skrifstofu Samtaka iðnaðarins, Hallveigar-
stíg 1, Reykjavík, og á Skrifstofu atvinnulífs-
ins, Strandgötu 29, Akureyri.
SAMTÖK
IÐNAÐARINS
Hjálpræóis-
herinn
Kirkjustræti 2
Kl. 20.30: Kvöldvaka í umsjé
bræðranna. Óskar Jónsson
stjórnar. Guðmundur Guðjóns-
son talar. Happdrætti og veiting-
ar. Allir velkomnir.
AGLOW,
kristið kvennastarf
Konur athugið! Nóvemberfund-
urinn er í kvöld kl. 20.00 í kristni-
boðssalnum, Háaleitisbraut
58-60. Ræðufólk kvöldsins
verða hjónin Edda og Ed Swan.
bessi fundur er opinn öllum,
bæði körlum og konum.
Verið hjartanlega velkomin.