Morgunblaðið - 02.11.1995, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 1995 51
IDAG
í BRIDS
llmsjón Guðmundur Páll
Arnarson
„ÞETTA er besta spil
sem ég hef nokkurn tíma
spilað," tjáði Frakkinn Mic-
hel Lebel samlanda sínum
Jean Paul Meyer, brids-
blaðamanni. Meyer var ekki
lengi að taka upp pennann
og skrásetja afrekið. Spilið
er frá síðustu umferð riðla-
keppni HM, úr leik Frakka
og A-sveit Bandaríkjanna:
Austur gefur; enginn á
hættu.
Norður
♦ ÁG1097
V DG2
♦ K82
♦ KIO
Vestur
♦ KD654
V K1064
♦ 10
♦ 843
Austur
♦ 8
V 983
♦ DG32
♦ Á7652
Suður
♦ 32
V Á75
♦ Á9765
Vestur Norður ♦ DG9 Austur Suður
Pass Pass
1 spaði Pass 1 grand Pass
Pass Dobl 2 lauf 3 grönd
Pass Pass Pass
Útspil: laufþristur.
Lebel fékk að eiga fyrsta
slaginn á laufkóng blinds.
Hann spilaði tígulkóng og
tíguláttu, sem hélt slagn-
um. Tígulás og tígull fylgdu
í kjölfarið. Vestur henti
tveimur spöðum og einu
hjarta. Austur spilaði litlu
laufi og Lebel átti slaginn
heima. Hann spilaði síðasta
tíglinum. Vestur kastaði
spaða, en austur hjarta:
Norður
♦ ÁG10
V DG2
♦
♦ -
Vestur Austur
♦ KD ♦ 8
V K106 lllll V 98
♦ - 111111 ♦ -
♦ 8 ♦ Á76
Suður
♦ 32 ‘
V Á75
♦
* G
í þessari stöðu spilaði
Lebel sig út á laufgosa!!
Austur tók þrjá slagi á lauf,
en þvingaði makker sinn
um leið í spaða og hjarta.
Engu breytir þó austur taki
aðeins tvo slagi á lauf og
spili spaða. Sagnhafi sendir
þá vestur inn á háspaða og
fær tvo síðustu slagina á
hjarta.
Reyndar spillir það fyrir
fallegri spilamennsku Le-
bels, að spilið má vinna á
einfaldari hátt. Þá er fyrsti
slagurinn tekinn heima og
spaða spilað á gosann (vest-
ur hefur ekki efni á að
stinga á milli, því þá fást
ijórir slagir á spaða).
Pennavinir
PILTUR frá Gambíu vill
skrifast á við íslending og
fræðast um landið:
Baba Drammeh,
c/o Ebrima Gillah,
Mandinari Village,
Kambo North,
Western Division
Gambia.
LEIÐRETT
Rangt farið með nafn
Þau mistök áttu sér stað í
frétt Morgunblaðsins s.l.
þriðjudag um stofnun ís-
lensks-kínversks viðskipta-
ráðs að rangt var farið með
nafn nýkjösrins formanns
ráðsins. Hann heitir Sig-
tryggur R. Eyþórsson. Beð-
ist er velvirðingar á þessvjp
mistökum.
Árnað heilla
Ljósm.stofa Sigriðar Bachmann
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 26. ágúst sl. í Hvera-
gerðiskirkju af sr. Valgeiri
Astráðssyni Margrét Jóna
Bjarnadóttir og Guð-
mundur Ingimarsson.
Heimili þeirra er á Arnar-
heiði 8, Hveragerði.
þjósm.stofa Sigriöar Bachmann
BRÚÐKAUP. Gefín voru
saman 10. september sl. í
Aðventkirkjunni af sr.
Björgvini Snorrasyni
Helga Þorbjarnardóttir
og Helgi Jónsson. Heimili
þeirra er í Malarási 6,
Reykjavík. '
Ljósm.stofa Sigríðar Bachmann
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 23. september sl. í
Dómkirkjunni af sr. Val-
geiri Ástráðssyni Sigrún
Guðmundsdóttir og Tóm-
as Kristjánsson. Heimili
þeirra er á Hagamel 51,
Reykjavík.
Ljósm.stofa Sigriðar Bachmann
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 19. ágúst sl. í Graf-
arvogskirkju af sr. Vigfúsi
Þór Arnasyni Heiða Björk
Jónsdóttir og Hrafn
Magnússon. Heimili þeirra
er í Rósarima 7, Reykjavík.
þjósm.stofa Sigríðar Bachmann
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 2. september sl. í
Dómkirkjunni af sr. Jakobi
Hjálmarssyni Ragna Sig-
þórsdóttir og Ágúst
Björnsson. Heimili þeirra
er á Hverfísgötu 16,
Reykjavík.
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 17. júní sl. í
Rungsted-kirkju í Dan-
mörku Ása Kolbrún Al-
freðsdóttir og Edward
O’Hara. Ennfremur var
sonur þeirra Daniel Thor
O’Hara skírður. Brúðarmey
og brúðarsveinn voru systk-
inaböm brúðarinnar þau
Nína María Gústavsdóttir
og Elvar Freyr Arnþórs-
son. Heimili brúðhjónanna
er í Hersholm, Danmörku.
HOGNIHREKKVÍSI
,, ~Hann leyfyrbasa, snerta S/g
STJÖRNUSPA
eftir Franecs Ðrake
*
SPORÐDREKI
Afmælisbarn dagsins:
Þú berð umhyggju fyrir
þeim sem minna mega sín
og ert hjálpfús.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Framtakssemi þín skilar
góðum árangri, og þér opn-
ast nýjar leiðir til að auka
tekjurnar. Ástvinur þarfnast
umhyggju í kvöld.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Viðræður um viðskipti
ganga ekki vel árdegis, en
úr rætist þegar á daginn líð-
ur og þér tekst að ná góðum
árangri.
Tvíburar
(21.maí-20.júní)
Með skynsemi tekst þér að
forðast aðild að fjölskyldu-
eijum,- og þér gefst tími út
af fyrir þig til að slaka á
þegar kvöldar.
Krabbi
(21. júnf — 22. júlí) H&g
Dómgreind þín í ijármáium
reynist góð, en þú þarft að
vera á verði varðandi málefni
fjölskyldunnar, og sýna þol-
inmæði.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Einhver misskilningur getur
komið upp milli vina í dag,
sem þér er fært að leiðrétta
ef þú sýnir örlítinn samn-
ingsvilja.
Meyja
(23. ágúst - 22. september) M
Einhver nákominn þarfnast
umhyggju þinnar, sem þú ert
vel fær um að veita. Það er
alltaf ánægjulegt að geta
liðsinnt öðrum.
Vog
(23. sept. - 22. október)
Gefðu þér nægan tíma til
hvíldar, varastu streitu. Lík-
amsrækt gæti gert gæfu-
muninn. Þér verður trúað
fyrir leyndarmáli.
Sporódreki
(23. okt. - 21. nóvember)
Góðar fréttir berast langt að
í dag. Þú hefur áhuga á að
bæta stöðu þína í vinnunni
og íhugar að taka þátt í
námskeiði.
Bogmaóur
(22. nóv. -21. desember)
Þér gengur betur í vinnunni
í dag en þú bjóst við, og þú
nýtur góðs stuðnings starfs-
félaga. Slakaðu á með vinum
í kvöld.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar) m
Dráttur getur orðið á því að
samningar takist um fyrir-
huguð viðskipti, en með þol-
inmæði tekst þér að koma
málinu í höfn.
Vatnsberi
(20.janúar- 18. febrúar) ðh
Láttu ekki vandamál vinar
koma niður á góðu sambandi
þínu við ástvin í dag. Þegar
kvöldar átt þú von á góðum
fréttum.
Fiskar
(19. febrúar - 20. mai-s)
Það rofar heldur betur ti! í
flármálum þínum í dag og
vinur hefur góðar fréttir að
færa. Þér berst spennandi
heimboð.
Stjörnuspá á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu
tagi byggjast ekki á traust-
um grunni vísindalegra stað-
reynda.
Ávaxtatertur
Matur og matgerð
Karlkyns samkennarí Kristínar Gests-
dóttur sem finnst gaman að baka kom
að máli við hana og bað um nokkrar
góðar tertuuppskriftir.
ISLENDINGAR hafa löngum
haft mikið dálæti á kökum og
eru mjög flinkir í kökubakstri
og skreytingum. Enda eru í
fyrstu _ íslensku matreiðslubók
okkar íslendinga frá árinu 1800
eftir frú assosserinnu Mörtu
Maríu Stephensen uppskriftir
af kökum. Þótt kökur séu ekki
mín sterkasta hlið, einkum
skreytingarnar, er ég enginn
eftirbátur íslendinga í þeim
efnum að þykja kökur góðar,
einkum ávaxtakökur, sem auð-
velt að að skreyta fallega. Nú
er enginn vandi að búa þær til,
þar sem nóg er til af ávöxtum
í öllum búðum. Ég á í fórum
mínum nokkrar góðar upp-
skriftir af ávaxtakökum og er
önnur þeirra sem hér birtist úr
bókinni „220 gómsætir ávaxta-
og berjaréttir“. Þegar ég var
að tíná til uppskiftirnar og
prófa, skaust músarindill fyrir'
gluggann, en einn og einn kem-
ur hér við í trjánum á holtinu
á leiðinni til vetrarsetu í fjöru-
grjótið á Álftanesi. Þótt ekki
séu í þessum þætti uppskriftir
af kökum Mörtu Maríu Steph-
ensen heitir fyrsta uppskriftin í
dag:
Stephensensterta
Fyllingin:
Botninn:
250 g hveiti
25 g sykur
225 g smjör (ekki smjörlíki)
V. dl vatn
250 g konfektmarsipan
1 eggjahvíta
1. Setjið hveiti og sykur í
skál, skerið smjörið ofan í ská-
lina með ostaskera, setjið vatn
saman við og hnoðið deig.
2. Þrýstið deiginu á botninn
og upp með börmunum á böku-
móti, kökuformi með föstum
botni eða álformi 25-30 sm í
þvermál. Setjið í kæliskáp með-
an þið hrærið marsipanið og
hitið ofninn í 200° C, blásturs-
ofn í 190° C.
3. Þeytið eggjahvítuna, sker-
ið eða rífið marsipanið út í og
hrærið vel saman. Setjið síðan
ofan á botninn sem var í kæli-
skápnum, leggið álpappír yfir
formið og bakið neðarlega í
ofninum í um 25 mínútur. Kæl-
ið.
1 hálfdós niðursoðnar apríkósur
u.þ.b. 12 stór blá vínber
u.þ.b. 12 stór græn vínber
1/2 pk Toro sítrónuhlaup + 1 dl
sjóðandi vatn
1. Síið safann frá apríkósun-
um og geymið. Skerið vínberin
í tvennt langsum, takið úr þeim
steina. Raðið ávöxtunum ofan á
kökubotninn. Yst apríkósum,
síðan bláum vínberjum og loks
grænum vínbeijum í miðjuna.
2. Leysið hlaupduftið upp í 1
dl af sjóðandi vatni. Kælið að
mestu, setjið saman við apríkós-
usafann, hellið síðan yfir ávext-
ina. Berið tjóma eða ís með.
Kaka með kíví og
eplum
_____________3egg______________
100 g(l ‘A dl) svkur
30 Ritzkexkökur
100 g smátt brytjaðar heslihnetur
1 msk kartöflumjöl
1 pl suðusúkkulaði (100 g)
____________sírónusafi_________
____________2-3 kíví___________
2-3 rauð lítil epli
1 peli rjómi
1. Þeytið egg og sykur, setjið
Ritzkex í plastpoka og meijið
með kökukefli. Setjið Ritzkex,
hnetur og kartöflumjöl út í
eggjahræruna og hrærið varlega
saman.
2. Smyijið kringlótt form,
u.þ.b. 25 sm í þvermál
3. Hitið bakaraofn í 190° C,
blástursofn í 180° C, setjið deig-
ið í formið og bakið í miðjum
ofni í 20 mínútur. Kælið kökuna
og setjið á fat. Minnkið hitann
á bakaraofninum í 70o C.
4. Skerið eplin í sneiðar og
takið úr kjarnann, penslið með
sítrónusafa. Afhýðið kívi og
skerið í sneiðar, setjið kívisneið
ofan á hveija eplasneið.
5. Setjið súkkulaðið í 70 heitan
bakaraofninn og bræðið, það tek-
ur um 7 mínútur. Rennið síðan
með sleikju af diskinum ofan á
kökuna.
6. Raðið epla/kívisneiðum
ofan á súkkulaðið.
7. Þeytið ijómann og sprautið
kringum kökuna eða berið hann
með í skál.