Morgunblaðið - 02.11.1995, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 02.11.1995, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 1995 51 IDAG í BRIDS llmsjón Guðmundur Páll Arnarson „ÞETTA er besta spil sem ég hef nokkurn tíma spilað," tjáði Frakkinn Mic- hel Lebel samlanda sínum Jean Paul Meyer, brids- blaðamanni. Meyer var ekki lengi að taka upp pennann og skrásetja afrekið. Spilið er frá síðustu umferð riðla- keppni HM, úr leik Frakka og A-sveit Bandaríkjanna: Austur gefur; enginn á hættu. Norður ♦ ÁG1097 V DG2 ♦ K82 ♦ KIO Vestur ♦ KD654 V K1064 ♦ 10 ♦ 843 Austur ♦ 8 V 983 ♦ DG32 ♦ Á7652 Suður ♦ 32 V Á75 ♦ Á9765 Vestur Norður ♦ DG9 Austur Suður Pass Pass 1 spaði Pass 1 grand Pass Pass Dobl 2 lauf 3 grönd Pass Pass Pass Útspil: laufþristur. Lebel fékk að eiga fyrsta slaginn á laufkóng blinds. Hann spilaði tígulkóng og tíguláttu, sem hélt slagn- um. Tígulás og tígull fylgdu í kjölfarið. Vestur henti tveimur spöðum og einu hjarta. Austur spilaði litlu laufi og Lebel átti slaginn heima. Hann spilaði síðasta tíglinum. Vestur kastaði spaða, en austur hjarta: Norður ♦ ÁG10 V DG2 ♦ ♦ - Vestur Austur ♦ KD ♦ 8 V K106 lllll V 98 ♦ - 111111 ♦ - ♦ 8 ♦ Á76 Suður ♦ 32 ‘ V Á75 ♦ * G í þessari stöðu spilaði Lebel sig út á laufgosa!! Austur tók þrjá slagi á lauf, en þvingaði makker sinn um leið í spaða og hjarta. Engu breytir þó austur taki aðeins tvo slagi á lauf og spili spaða. Sagnhafi sendir þá vestur inn á háspaða og fær tvo síðustu slagina á hjarta. Reyndar spillir það fyrir fallegri spilamennsku Le- bels, að spilið má vinna á einfaldari hátt. Þá er fyrsti slagurinn tekinn heima og spaða spilað á gosann (vest- ur hefur ekki efni á að stinga á milli, því þá fást ijórir slagir á spaða). Pennavinir PILTUR frá Gambíu vill skrifast á við íslending og fræðast um landið: Baba Drammeh, c/o Ebrima Gillah, Mandinari Village, Kambo North, Western Division Gambia. LEIÐRETT Rangt farið með nafn Þau mistök áttu sér stað í frétt Morgunblaðsins s.l. þriðjudag um stofnun ís- lensks-kínversks viðskipta- ráðs að rangt var farið með nafn nýkjösrins formanns ráðsins. Hann heitir Sig- tryggur R. Eyþórsson. Beð- ist er velvirðingar á þessvjp mistökum. Árnað heilla Ljósm.stofa Sigriðar Bachmann BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 26. ágúst sl. í Hvera- gerðiskirkju af sr. Valgeiri Astráðssyni Margrét Jóna Bjarnadóttir og Guð- mundur Ingimarsson. Heimili þeirra er á Arnar- heiði 8, Hveragerði. þjósm.stofa Sigriöar Bachmann BRÚÐKAUP. Gefín voru saman 10. september sl. í Aðventkirkjunni af sr. Björgvini Snorrasyni Helga Þorbjarnardóttir og Helgi Jónsson. Heimili þeirra er í Malarási 6, Reykjavík. ' Ljósm.stofa Sigríðar Bachmann BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 23. september sl. í Dómkirkjunni af sr. Val- geiri Ástráðssyni Sigrún Guðmundsdóttir og Tóm- as Kristjánsson. Heimili þeirra er á Hagamel 51, Reykjavík. Ljósm.stofa Sigriðar Bachmann BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 19. ágúst sl. í Graf- arvogskirkju af sr. Vigfúsi Þór Arnasyni Heiða Björk Jónsdóttir og Hrafn Magnússon. Heimili þeirra er í Rósarima 7, Reykjavík. þjósm.stofa Sigríðar Bachmann BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 2. september sl. í Dómkirkjunni af sr. Jakobi Hjálmarssyni Ragna Sig- þórsdóttir og Ágúst Björnsson. Heimili þeirra er á Hverfísgötu 16, Reykjavík. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 17. júní sl. í Rungsted-kirkju í Dan- mörku Ása Kolbrún Al- freðsdóttir og Edward O’Hara. Ennfremur var sonur þeirra Daniel Thor O’Hara skírður. Brúðarmey og brúðarsveinn voru systk- inaböm brúðarinnar þau Nína María Gústavsdóttir og Elvar Freyr Arnþórs- son. Heimili brúðhjónanna er í Hersholm, Danmörku. HOGNIHREKKVÍSI ,, ~Hann leyfyrbasa, snerta S/g STJÖRNUSPA eftir Franecs Ðrake * SPORÐDREKI Afmælisbarn dagsins: Þú berð umhyggju fyrir þeim sem minna mega sín og ert hjálpfús. Hrútur (21. mars - 19. apríl) Framtakssemi þín skilar góðum árangri, og þér opn- ast nýjar leiðir til að auka tekjurnar. Ástvinur þarfnast umhyggju í kvöld. Naut (20. apríl - 20. maí) Viðræður um viðskipti ganga ekki vel árdegis, en úr rætist þegar á daginn líð- ur og þér tekst að ná góðum árangri. Tvíburar (21.maí-20.júní) Með skynsemi tekst þér að forðast aðild að fjölskyldu- eijum,- og þér gefst tími út af fyrir þig til að slaka á þegar kvöldar. Krabbi (21. júnf — 22. júlí) H&g Dómgreind þín í ijármáium reynist góð, en þú þarft að vera á verði varðandi málefni fjölskyldunnar, og sýna þol- inmæði. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Einhver misskilningur getur komið upp milli vina í dag, sem þér er fært að leiðrétta ef þú sýnir örlítinn samn- ingsvilja. Meyja (23. ágúst - 22. september) M Einhver nákominn þarfnast umhyggju þinnar, sem þú ert vel fær um að veita. Það er alltaf ánægjulegt að geta liðsinnt öðrum. Vog (23. sept. - 22. október) Gefðu þér nægan tíma til hvíldar, varastu streitu. Lík- amsrækt gæti gert gæfu- muninn. Þér verður trúað fyrir leyndarmáli. Sporódreki (23. okt. - 21. nóvember) Góðar fréttir berast langt að í dag. Þú hefur áhuga á að bæta stöðu þína í vinnunni og íhugar að taka þátt í námskeiði. Bogmaóur (22. nóv. -21. desember) Þér gengur betur í vinnunni í dag en þú bjóst við, og þú nýtur góðs stuðnings starfs- félaga. Slakaðu á með vinum í kvöld. Steingeit (22. des. - 19. janúar) m Dráttur getur orðið á því að samningar takist um fyrir- huguð viðskipti, en með þol- inmæði tekst þér að koma málinu í höfn. Vatnsberi (20.janúar- 18. febrúar) ðh Láttu ekki vandamál vinar koma niður á góðu sambandi þínu við ástvin í dag. Þegar kvöldar átt þú von á góðum fréttum. Fiskar (19. febrúar - 20. mai-s) Það rofar heldur betur ti! í flármálum þínum í dag og vinur hefur góðar fréttir að færa. Þér berst spennandi heimboð. Stjörnuspá á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traust- um grunni vísindalegra stað- reynda. Ávaxtatertur Matur og matgerð Karlkyns samkennarí Kristínar Gests- dóttur sem finnst gaman að baka kom að máli við hana og bað um nokkrar góðar tertuuppskriftir. ISLENDINGAR hafa löngum haft mikið dálæti á kökum og eru mjög flinkir í kökubakstri og skreytingum. Enda eru í fyrstu _ íslensku matreiðslubók okkar íslendinga frá árinu 1800 eftir frú assosserinnu Mörtu Maríu Stephensen uppskriftir af kökum. Þótt kökur séu ekki mín sterkasta hlið, einkum skreytingarnar, er ég enginn eftirbátur íslendinga í þeim efnum að þykja kökur góðar, einkum ávaxtakökur, sem auð- velt að að skreyta fallega. Nú er enginn vandi að búa þær til, þar sem nóg er til af ávöxtum í öllum búðum. Ég á í fórum mínum nokkrar góðar upp- skriftir af ávaxtakökum og er önnur þeirra sem hér birtist úr bókinni „220 gómsætir ávaxta- og berjaréttir“. Þegar ég var að tíná til uppskiftirnar og prófa, skaust músarindill fyrir' gluggann, en einn og einn kem- ur hér við í trjánum á holtinu á leiðinni til vetrarsetu í fjöru- grjótið á Álftanesi. Þótt ekki séu í þessum þætti uppskriftir af kökum Mörtu Maríu Steph- ensen heitir fyrsta uppskriftin í dag: Stephensensterta Fyllingin: Botninn: 250 g hveiti 25 g sykur 225 g smjör (ekki smjörlíki) V. dl vatn 250 g konfektmarsipan 1 eggjahvíta 1. Setjið hveiti og sykur í skál, skerið smjörið ofan í ská- lina með ostaskera, setjið vatn saman við og hnoðið deig. 2. Þrýstið deiginu á botninn og upp með börmunum á böku- móti, kökuformi með föstum botni eða álformi 25-30 sm í þvermál. Setjið í kæliskáp með- an þið hrærið marsipanið og hitið ofninn í 200° C, blásturs- ofn í 190° C. 3. Þeytið eggjahvítuna, sker- ið eða rífið marsipanið út í og hrærið vel saman. Setjið síðan ofan á botninn sem var í kæli- skápnum, leggið álpappír yfir formið og bakið neðarlega í ofninum í um 25 mínútur. Kæl- ið. 1 hálfdós niðursoðnar apríkósur u.þ.b. 12 stór blá vínber u.þ.b. 12 stór græn vínber 1/2 pk Toro sítrónuhlaup + 1 dl sjóðandi vatn 1. Síið safann frá apríkósun- um og geymið. Skerið vínberin í tvennt langsum, takið úr þeim steina. Raðið ávöxtunum ofan á kökubotninn. Yst apríkósum, síðan bláum vínberjum og loks grænum vínbeijum í miðjuna. 2. Leysið hlaupduftið upp í 1 dl af sjóðandi vatni. Kælið að mestu, setjið saman við apríkós- usafann, hellið síðan yfir ávext- ina. Berið tjóma eða ís með. Kaka með kíví og eplum _____________3egg______________ 100 g(l ‘A dl) svkur 30 Ritzkexkökur 100 g smátt brytjaðar heslihnetur 1 msk kartöflumjöl 1 pl suðusúkkulaði (100 g) ____________sírónusafi_________ ____________2-3 kíví___________ 2-3 rauð lítil epli 1 peli rjómi 1. Þeytið egg og sykur, setjið Ritzkex í plastpoka og meijið með kökukefli. Setjið Ritzkex, hnetur og kartöflumjöl út í eggjahræruna og hrærið varlega saman. 2. Smyijið kringlótt form, u.þ.b. 25 sm í þvermál 3. Hitið bakaraofn í 190° C, blástursofn í 180° C, setjið deig- ið í formið og bakið í miðjum ofni í 20 mínútur. Kælið kökuna og setjið á fat. Minnkið hitann á bakaraofninum í 70o C. 4. Skerið eplin í sneiðar og takið úr kjarnann, penslið með sítrónusafa. Afhýðið kívi og skerið í sneiðar, setjið kívisneið ofan á hveija eplasneið. 5. Setjið súkkulaðið í 70 heitan bakaraofninn og bræðið, það tek- ur um 7 mínútur. Rennið síðan með sleikju af diskinum ofan á kökuna. 6. Raðið epla/kívisneiðum ofan á súkkulaðið. 7. Þeytið ijómann og sprautið kringum kökuna eða berið hann með í skál.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.