Morgunblaðið - 02.11.1995, Síða 53
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 1995 53
FÓLK í FRÉTTUM
ÞÓRARINN Sigþórsson og Egill Guðjohnsen.
JÓHANNES Stefánsson og Jón Axel Ólafsson.
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
PÁLL Magnússon segir Ásgeiri Heiðari og félögum veiðisögur.
Hann var
svona stór!
UNDANFARIN ár hefur hóp-
ur laxveiðimanna komið sam-
an og haldið uppskeruhátíð
að loknu veiðitímabilinu. í ár
var hún haldin á Argentínu
steikhúsi. Sögumenn voru Jón
Ólafsson hjá Islensku auglýs-
ingastofunni og Ásgeir Hall-
dórsson hjá Sportvörugerð-
inni. Veislustjóri Páll Magn-
ússson sjónvarpsstjóri Sýnar.
Slakað á í einkaþotu
JACK gamli Nicholson kann að
njóta lífsins lystisemda. Hérna
sést hann í einkaþotu sinni, sem
flutti hann á kvikmyndahátíðina
í Feneyjum fyrir nokkrum vikum.
Nicholson, sem fyrir skemmstu
lék í myndinni „Crossing Guard“,
hefur ekki mikið álit á handritum
kvikmynda nú til dags. „Maður
finnur bara ekki handrit sem
gefa leikurunum færi á að sýna
snilli sína,“ segir hann.
Leikstjóri myndarinnar er
Sean Penn og að sjálfsögðu sótti
hann einnig fyrrnefnda kvik-
myndahátíð á Italíu. ítalir fóru
ekki leynt með vanþóknun sína á
myndinni. ,;Kaldhæðnin lifir góðu
lífi hér á Italíu,“ sagði hann er
hann var spurður um ástæður
þess að heimamenn voru ekki
hrifnir af myndinni.
Rós í hnappagati
ROSE McGowan er tvítug. Hún
ólst upp í kommúnu í Flórens á
Italíu. Þegar hún var 16 ára fiutt-
ist hún til Los Angeles og fékk
„lögskilnað“ frá foreldrum sín-
um, sem voru meðlimir í Börnum
Guðs, sama sértrúarsöfnuði og
River Phoenix var í. Eftir að hafa
fengið lítil hlutverk í lélegum
kvikmyndum eins og „Encino
Man“ hitti hún leikstjórann
Gregg Araki. Hann fékk henni
hlutverk í fyrstu „stóru“ mynd-
inni, „The Doom Generation“.
Hún fjallar um morðingja á ferð
og flugi um Bandaríkin. Rose
segist hafa notið þess að horfa á
sjálfa sig í myndinni. „Méj finnst
ég taka mig vel út á hvíta tjald-
inu. Það kann að virðast furðu-
legt, en ég er ánægð með sjálfa
mig.“
blaítib
-kjarni málsins!
oy ctfateÁvölct
á Mömmu Rósu
Böðvar Ouðlaugsson og Váldimar Lárusson
ásamt kunniistu liagyrðingum bæjarins.
Djass kvartett Sigurðar Hafsteinssokar.
1 Hamraborg 11, sír
Rös
i 554-2166 i
■
Crystal í
London
► BILLY Crystal var ný-
lega staddur i Dorehester-
klúbbnum í London, þar sem
hann kynnti nýjustu mynd
sína,’ „Forget Paris“. Hann
notaði tækifærið og þrýsti
lófum sínum í sement.
Seinna er ætlunin að gera
bronsafsteypu af iófaförum
hans og setja hana í gang-
stéttina á Leicester-torgi í
London.
A morgun
föstudaginn 3. nóvember
veitir Anna og útlitið ráðgjö
við val á umgjörðum í
verslun okkar
frákl. 13-18.
Gleraugnoverslunin í Mjódd
Í6/F