Morgunblaðið - 02.11.1995, Side 60

Morgunblaðið - 02.11.1995, Side 60
OPIN KERFI HF. Sími: 567 1000 HpVectraP^ Arl l&sönair lacif liánsmi'-!! 1®- > RISC System / 6000 CB> NÝH ERJI 1 MORGUNBLAÐID, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMl 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL(á>CENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Afar fágæt skildingabréf á uppboði Hvort bréf metið á tvær milljónir TVÖ skildingabréf frá árinu 1874 verða seld á uppboði hjá Northland Auctions uppboðsfyrirtækinu í New York-fylki í Bandaríkjunum 18. nóvember næstkomandi og er hvort þeirra metið á um tvær milljónir króna sem lágmarksboð. Innan við 20 skildingabréf eru á frjálsum markaði í heiminum og er afar sjaldgæft að þau séu boðin til kaups. „Það er mjög sjaldgæft að skildingabréf komi á markaðinn en ég man eftir að eitt slíkt var selt í Sviss fyrir um tveimur árum á 3,5 milljónir króna,“ segir Magni R. Magnússon kaupmaður. Bréfín koma úr dánarbúi Rogers A. Swansons, bandaríks safnara sem átti einstakt safn íslenskra frí- merkja, en hann lést árið 1988. Auk skildingabréfanna verður seld- ur á uppboðinu tugur s.k. aurabréfa sem tóku við af skildingabréfunum og mikið af öðrum frímerkjum ís- lenskum, mörg hver einstök í sinni röð. Þar á meðal er fjórblokk með grænum fjögurra skildinga þjón- ustufrímerkjum frá árinu 1873, en aðeins eru til tvö eintök í heiminum. Lágmarksboð í hana er um 650 þúsund krónur. Lágmarksboð í mörg önnur ís- lensk frímerki á uppboðinu eru á milli 120 og 450 þúsund krónur. ■ Lágmarksboð/4 STYRMIR lagðist að bryggju á Flateyri síðdegis í gær. Morgunblaðið/Þorkell Nýr línu- bátur til Flateyrar Hafrannsóknastofnun kannar mögnleika á að veiða tvær vannýttar tegundir Útbreiðsla túnfisks og smokkfisks rannsökuð Japanir væntanlegir til skrafs og ráðagerða um túnfiskveiðar HAFRANNSÓKNARSTOFNUN hefur hug á því að gangast fyrir rannsóknarleiðangri á næsta ári í því skyni að kanna útbreiðslu tún- físks djúpt suður af landinu. Jóhann Siguijónsson, aðstoðarforstjóri Haf- rannsóknastofnunar, segir að ekkert sé þó ákveðið í þessum efnum og málið sé á frumstigi. Þá skýrði sjáv- arútvegsráðherra frá því á þingi I gær að möguleikar á smokkfisk- veiðum hefðu verið kannaðir að und- anfömu. „Útbreiðsla túnfísks hér við land hefur ekki verið skoðuð fyrr, en við höfum fullan hug á því að gera það. Eina leiðin til þess er að fara langt suður fyrir ísland, að minnsta kosti 100 til 200 sjómílur," sagði Jóhann Siguijónsson. „Við höfum mjög litla reynslu af túnfiskveiðum en við ætt- um að geta komist upp á lag með þær eins og aðrir, ef þessi möguleiki er þá á annað borð fyrir hendi.“ Jóhann segir að túnfiskur gangi norður á bóginn einhvern hluta árs en ekki sé vitað, hversu langt hann gangi inn í lögsöguna. íslandsmið séu hins vegar á jaðarsvæði hans. Japönsk túnfískveiðiskip hafa ver- ið að veiðum utan við lögsögu ís- lands að undanförnu og hafa þau komið í höfn í Reykjavík í haust. Túnfiskur er uppsjávarfiskur sem gengur í torfum. Vegna þess hve víða fiskurinn gengur og hve lítið er vitað um atferli hans er erfítt að meta stærð og ástand stofnanna. Flestar túnfísktegundir eru taldar fullnýttar nú þegar. Á árinu 1993 veiddust 3,2 milljónir tonna af tún- fiski um heim allan en talið er, að aflinn verði kominn í 4,1 milljón tonna um aldamótin. Von er á japönskum útgerðar- mönnum, sem hafa gert út á tún- fisk, hingað til skrafs og ráðagerða. Tilraunir með smokkfiskveiðar í troll Kristján Pálsson, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins, spurði sjávarútvegs- ráðherra á Alþingi í gær um hvað stjómvöld hefðu gert til að kanna möguleika á smokkfiskveiðum. Krist- ján sagði ýmislegt benda til þess að smokkfískur væri í miklu magni í námunda við ísland en litlar rann- sóknir hefðu farið fram á því. Þama gæti verið um mikilvæga auðlind að ræða sem útgerðarmenn hefðu hug á að nýta sér. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra sagði að samkvæmt upplýs- ingum Hafrannsóknastofnunar hefði aðeins tvívegis á síðustu tveimur ára- tugum orðið vart við veiðarlegar göngur af beitusmokkfiski hér við land. Þá hefðu verið gerðar veiði- tiiraunir með flotvörpu. í haust hefðu aftur verið gerðar tilraunir á vegum Hafrannsókna- stofnunar um borð í togaranum Ör- fírisey á karfamiðum út af Grindavík- urdjúpi og allt austur að Hornafjarð- ardjúpi. Notað hefði verið sérútbúið troll og í það fengist beitusmokkur og aðrar tegundir smokkfiska en af- raksturinn hefði ekki verið mikill eða 10-15 kíló á togtíma. Hins vegar benti margt til þess að mun meira væri af smokkfíski en veiðin gæfí til kynna. Af djúpslóð sunnan við landið bærust fréttir af skipum sem fengið hefðu mikið af smokkfíski. Mikil hva- lagengd á þessum slóðum benti einn- ig til þess að þar væri mikið um smokkfísk. Þorsteinn sagði brýnt að gera frekari kannanir og yrði leitast við að stuðla að því að svo gæti orðið. Flateyri. Morgnnblaöid. LÍNUBÁTURINN Styrmir kom til Flateyrar í gær, en Fiskvinnsl- an Kambur hefur nýlega keypt hann frá Suðurnesjum. Með kaupunum á honum og línubátn- um Jóhannesi ívari hefur Kamb- ur tvöfaldað kvóta sinn. Styrmir er 190 tonn að stærð. Um borð verða 15 menn, þar af 5 frá Flat- eyri. Styrmir á að halda til veiða á morgun. Atvinnulíf á Flateyri hefur farið hægt af stað enda er stór hluti Flateyringa í Reykjavík til að fylgja þeim sem fórust í snjóflóöinu til grafar. Fiskvinnslan klárar í dag það hráefni sem til var áður en flóð- ið féll, en gert er ráð fyrir að hún kaupi afla af mörkuðunum til að halda vinnslu áfram þar til skip Kambs koma með afla. Hin- rik Kristjánsson, framkvæmda- sljóri Kambs, sagði að margir hefðu haft samband við sig og óskað eftir vinnu. Hann sagði að um væri að ræða fólk, sem væri án vinnu og vildi gjarnan hlaupa í skarðið fyrir þá sem farnir væru. Enn væri óljóst hve marg- ir myndu koma aftur til starfa. Frækilegur sigur á Rússum ÍSLENSKA handknattleiksliðið fagnar Þorbjörn Jensson þjálfari sigraði Rússa 20:18 í fyrri leik lið- mönnum sínum eftir leikinn. anna í undankeppni Evrópumóts ------------------------------------- iandsliða í Kaplakrika í gær. Hér ■ Sætur sigur/B5 Tjón á hafnarmannvirkj- umtalið 100 milljónir TALIÐ er að kostnaður vegna tjóns á hafnarmannvirkjum að undan- förnu nemi um 100 milljónum króna, að sögn Hermanns Guðjónssonar vita- og hafnamálastjóra. Átta full- trúar embættisins voru sendir út af örkinni í byijun þessarar viku til að kanna skemmdir á þeim 15 stöðum sem tilkynnt hafa um tjón á höfnum og sjóvarnargörðum. Hermann segir að mest virðist tjónið vera á Bakkafirði og talsvert á Ólafsfirði, en einnig hafi skemmd- ir orðið í Garði, Njarðvík, Vogum, Ólafsvík, Bolungarvík, á Suðureyri, ísafirði, Sauðárkróki, Siglufirði, Raufarhöfn og Vopnafirði, svo eitt- hvað sé nefnt. Leitað til Viðlagatryggingar og Hafnarbótasjóðs „Hafnirnar eru í eigxi sveitarfélaga og flest hafnarmannvirki eru tryggð hjá Viðlagatryggingu íslands. Stofn- unin tryggir þó eingöngu viðlegu- mannvirkin og nær tryggingin ekki yfír ytri skjólgarða, sem eru oft í mestri hættu þegar veður lætur til sín taka,“ segir Hermann. Til að greiða skemmdir á þessum mannvirkjum er hægt að leita til Hafnarbótasjóðs sem er í vörslu Vita- og hafnamálastofnunar og á lögum samkvæmt að bæta tjón af völdum náttúruhamfara. Hermann segir að því megi segja að sjóðurinn og Við- lagatrygging greiði þennan kostnað að mestu, en sveitarfélögin sleppi þó sjaldnast alveg við margvíslegan kostnað. „Þegar rætt er um tjón er þó vert að hafa í huga að sum þessara mann- virkja sem urðu fyrir tjóni áttu stutt- an líftíma eftir eða voru komin á áætlun um endurbyggingu á næstu árum. Áhlaup sem þetta flýtir því í raun fyrir endurbyggingu þeirra, en ríkið styrkir gerð nýrra hafnarmann- virkja og þá gildir sú regla að við gerð ytri brimvarna eru 90% greidd en 60% af kostnaði við bryggjur. Meti menn stöðuna svo að mannvirk- in hafí lokið llftíma sínum, verða sveitarfélögin þá að greiða sinn hlut í þeim kostnaði," segir Hermann.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.